Fréttablaðið - 26.08.2003, Page 24
24 26. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR
WILLIAMS-SYSTUR
Serena Williams getur ekki tekið þátt í
Opna bandaríska meistaramótinu í tennis,
sem hefst á mánudag, vegna meiðsla. Hún
mun því fylgjast með systur sinni, Serenu,
af hliðarlínunni. Serena hefur tekið þátt í
Opna bandaríska mótinu frá 1997.
Tennis
FÓTBOLTI FH vann ÍBV 2-1 í loka-
leik 15. umferðar Landsbanka-
deildar karla. Heimir Guðjóns-
son og Emil Hallfreðsson skor-
uðu mörk FH en Steingrímur Jó-
hannesson mark Eyjamanna.
Með sigrinum komst FH í 3.
sæti deildarinnar en ÍBV er í 7.
sæti.
16. umferð Landsbankadeild-
ar hefst á laugardag með leik
ÍBV og Þróttar í Eyjum. Á
sunnudag leika Valur og KA að
Hlíarenda og Fram og FH á
Laugardalsvelli. Fylkir og ÍA
leika í Árbænum á mánudag og
Grindavík fær KR í heimsókn. ■
Markmiðið að
klára þrautina
Jón Arnar Magnússon keppir í tugþraut á heimsmeistaramótinu í París
í dag og á morgun. Hann á sjöunda besta árangurinn í heiminum í ár.
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR „Markmið Jóns
er fyrst og fremst að klára þraut-
ina,“ sagði Guðmundur Karlsson,
landsliðsþjálfari í frjálsum íþrótt-
um. „Auðvitað eru menn að gæla
við að vera í baráttu sex efstu
manna en allt þarf að ganga upp
til þess að svo verði.“
Keppni í tugþraut á heims-
meistaramótinu í París hefst í
dag. Jón Arnar Magnússon verður
meðal keppenda eins og á síðustu
fjórum mótum. Jón Arnar á sjö-
unda besta árangurinn í heimin-
um í ár. Hann fékk 8.222 stig í
keppninni í Götzis í Austurríki um
mánaðamótin maí-júní. Íslands-
met Jóns Arnars er hins vegar
8.573 stig og það setti hann í Götz-
is fyrir fimm árum.
Keppnin hefst klukkan átta að
íslenskum tíma á 100 metra hlaupi.
Einnig verður keppt í langstökki og
kúluvarpi fyrir hádegi og hástökki
og 400 metra hlaupi síðdegis.
„Þetta er galopið. Ef hann
stendur sig vel í sínum bestu
greinum, langstökki og kúluvarpi,
og skilar góðum árangri í hinum á
hann möguleika. Þrautin er bara
þannig að það má lítið bregða út
af, þannig að ég óska þess bara að
hann klári þrautina. Hann á næst-
besta langstökk tugþrautarmanna
í ár og er meðal þriggja bestu
kúluvarparanna í hópnum.“ Guð-
mundur vonar líka að Jón Arnar
nái sér á strik í 400 metra hlaupi,
sem hefur verið ein af hans betri
greinum.
„Hann ætti að vera meðal fjög-
urra efstu eftir þrjár greinar ef
allt gengur að óskum“, segir Guð-
mundur. Fyrstu þrjár greinar
dagsins verða 100 metra hlaup, en
þar á Jón Arnar ágætan árangur,
og góðu greinarnar tvær, lang-
stökk og kúluvarp. Það ætti því að
vera ljóst um hádegisbilið í dag
hvert stefnir í tugþrautinni.
Þórey Edda Elísdóttir keppti í
úrslitum stangarstökksins í gær
en náði ekki að stökkva yfir byrj-
unarhæð sína. Þórey felldi 4,35 í
þrígang, hæð sem hún stökk í
fyrstu tilraun í undankeppninni á
laugardag. „Þórey tók áhættu,“
sagði Guðmundur. „Hún var búin
að ákveða að byrja á 4,35 ef hún
myndi finna sig vel í upphitun,
sem hún og gerði. Það var ljóst að
ef hún ætlaði að vera meðal átta
efstu yrði hún að taka áhættu því
þetta eru mjög jafnir stökkvarar.
Það gekk bara ekki upp. Svona eru
íþróttirnar og það er ekkert að
segja við þessu.“ ■
Enska knattspyrnan:
Davis ekki
til Everton
FÓTBOLTI Everton er hætt við að
kaupa miðjumanninn Sean Davis
frá Fulham. Samningaviðræður
milli Davis og Everton voru
langt komnar en lækinsskoðun í
gær sýndi að hann verður frá
keppni í mánuð vegna hné-
meiðsla.
Fjórir miðvallarleikmenn Ev-
erton eru meiddir: Thomas
Gravesen, Lee Carsley, Scot
Gemmill og Steve Watson, og
talið er að Everton muni leggja
ofurkapp á að fá miðjumanninn
Barry Ferguson til félagsins.
Blackburn hefur einnig áhuga á
leikmanninum. ■
Kynntu þér verðið á www.raf.is
Teitur Þórðarson:
Ég get tekið
gagnrýni
FÓTBOLTI „Ef við viljum fá jafna
deildakeppni á næsta ári þarf
Rosenborg að ráða Teit Þórðar-
son,“ sagði Ivar
Hoff, stjórnandi
þáttarins Fot-
ballXtra á TV2
sjónvarpsstöð-
inni í Noregi.
Teitur var
ekki sáttur við
ummælin en
sagði í viðtali
við Verdens
Gang að hann
tæki Hoff ekki
a l v a r l e g a .
„Hoff hefur
aldrei tekist eitt
eða neitt. Það er
kannski þess vegna sem hann
hreytir stöðugt ónotum í fólk. Ég
get tekið gagnrýni og tek á mig
minn hluta ábyrgðarinnar fyrir
því að við erum á röngum enda
töflunnar.“
Lyn hefur tapað sex leikjum í
röð og er í þriðja neðsta sæti
deildarinnar þegar átta umferðir
eru eftir. „Það versta er að við
sköpum okkur varla marktæki-
færi lengur,“ sagði Teitur við
Verdens Gang eftir 0-2 tap fyrir
botnliði Ålesund um helgina. ■
PETIT ÆTLAR AÐ BERJAST Emanuel
Petit, franski landsliðsmaðurinn
hjá Chelsea, segist ætla að berjast
fyrir sæti sínu hjá Lundúnaliðinu
þrátt fyrir ítrekaðan orðróm um að
hann sé á leið til Tottenham. Petit
hefur verið að jafna sig af meiðsl-
um og talið er að hann eigi erfitt
með að festa sig í sessi eftir leik-
mannakaup Chelsea að undan-
förnu.
EMERSON TIL ÚLFANNA Brasilíski
miðvallarleikmaðurinn Emerson er
genginn í raðir Úlfanna. Emerson
var áður á
mála hjá Midd-
lesbrough en
lék síðast undir
merkjum Atlet-
ico Madrid.
Hann mun
gangast undir
læknisskoðun
og verður líklega klár í slaginn
þegar Úlfarnir mæta Manchester
United á miðvikudag.
CRESPO SKRIFAR UNDIR Talið er
að Hernan Crespo muni skrifa
undir samning við Chelsea í dag,
eftir leikinn gegn MSK Zilina í for-
keppni Meistaradeildar Evrópu.
Rússneski miðvallarleikmaðurinn
Alexei Smertin hefur þegar skrif-
að undir samning við Lundúnaliðið.
Hann kemur frá Bordeaux í Frakk-
landi og er kaupverðið 5,5 milljón-
ir punda.
■ Fótbolti
Staðan í Landsbankadeild
karla
eftir 15. umferð
L U J T Mörk Stig
KR 15 9 3 3 25:17 30
Fylkir 15 8 2 5 22:19 26
FH 15 7 3 5 26:23 24
ÍA 15 6 5 4 23:19 23
Grindavík 15 7 1 7 21:25 22
Þróttur 15 7 0 8 26:24 21
ÍBV 15 6 1 8 21:23 19
KA 15 5 2 8 24:23 17
Fram 15 5 2 8 20:28 17
Valur 15 5 1 9 18:25 16
FH 2:1 ÍBV
Landsbankadeild karla:
FH í þriðja sætið
TEITUR
ÞÓRÐARSON
Lyn hefur tapað sex
leikjum í röð og er í
þriðja neðsta sæti
deildarinnar þegar
átta umferðir eru
eftir.
BARÁTTUSIGUR Í KAPLAKRIKA
FH-ingar komust upp í þriðja sæti Lands-
bankadeildarinnar eftir 2-1 sigur á ÍBV.
JÓN ARNAR MAGNÚSSON
Fyrri hluti tugþrautarkeppni heimsmeistaramótsins fer fram í dag.
BESTI ÁRANGUR Í ÁR
8.807 Roman Sebrle Tékklandi
8.784 Tom Pappas Bandaríkjunum
8.482 Bryan Clay Bandaríkjunum
8.281 Erki Nool Eistlandi
8.275 Paul Terek Bandaríkjunum
8.253 Dmitri Karpov Kasakstan
8.222 Jón A. Magnúss. Íslandi
Heimsmet Roman Sebrle er 9026 stig,
sett í Götzis í Austurríki, 27. maí 2001.
TUGÞRAUT KARLA
Þriðjudagur 26. ágúst
100 metra hlaup 08:00
Langstökk 09:00
Kúluvarp 10:45
Hástökk 16:00
400 metra hlaup 19:00
Miðvikudagur 27. ágúst
110 m grindahlaup 08:00
Kringlukast 08:55
Stangarstökk 12:00
Spjótkast 15:35
1.500 metra hlaup 20:15