Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.08.2003, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 26.08.2003, Qupperneq 27
Tónlistarmaðurinn umdeildiMichael Jackson ætlar að gefa 250 eldheitum aðdáendum sínum kost á að heimsækja búgarð sinn, Neverland, þann 13. september næstkomandi. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að aðgangseyrir verð- ur rétt rúmar 400.000 krónur fyr- ir túrinn. Jackson virðist eitt- hvað vera í fjárhagskröggum þessa dagana því hann vonast einnig eftir því að á meðal þeirra sem kaupi miða verði hugsanleg- ur kaupandi að Neverland. Þar er ásett verð „aðeins“ um 1,6 millj- arðar króna. Jackson lofar því að láta um 80.000 krónur af hverjum keypt- um miða renna til góðgerðarmála. Einnig fær hver gestur rándýrt plakat eftir listamanninn Romero Britto að gjöf. Mynd af plakatinu verður einmitt að finna á næstu smáskífu Jackson, „What More Can I Give“, sem verður gefin út til styrktar góðgerðarmálum. „Um leið og þú gengur inn um hlið Neverland muntu óska þess að sá dagur muni aldrei enda,“ segir í auglýsingu frá Jackson. ■ ÞRIÐJUDAGUR 26. ágúst 2003 ■ TÓNLIST ■ KVIKMYNDIR Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Símar umboðsmanna Plúsferða um allt land: Borgarnes 437 1040 Ísafjörður 456 5111 Akureyri 460 0600 Egilsstaðir 471 2000 Selfoss 482 1666 Vestmannaeyjar 481 1450 Keflavík 420 6000 Portúgal 7., 14. og 21. október ver› frá 39.900 kr. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur í stúdíóíbúð á Sol Doiro, allir flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Tyrkland 25. september og 8. október ver› frá 67.550 kr. Innifalið er flug, gisting á Blue Lagoon í 10 nætur, allir flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Mallorca 28. ágúst, 27. 4., 11. og 18. september ver› frá 47.630 kr. Innifalið er flug, gisting á Pil Lari Playa í 7 nætur, allir flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Benidorm 27. ágúst, 3., 10. og 24. september ver› frá 47.630 kr. Innifalið er flug, gisting á Halley í 7 nætur, allir flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Krít 31. ágúst, 7. og 14. september ver› frá 48.350 kr. Innifalið er flug, gisting á Sea View í 7 nætur, allir flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Öll ver›dæmin mi›ast vi› a› 2 fer›ist saman. ha us t Pl ús ar Rjóminn af demókrötunum íHollywood hefur sameinast um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyr- ir að félagi þeirra, Arnold Schwarzenegger, nái kjöri sem ríkisstjóri Kaliforníu. Tom Hanks er í broddi þessar- ar fylkingar en hann varð fjúk- andi vondur á dögunum þegar það spurðist út að umboðsskrifstofa hans, CAA, hygðist styðja vöðva- tröllið í kosningabaráttunni. Þá hefur talsmaður Woodys Harrel- sons lýst því yfir að leikarinn styðji Schwarzenegger ekki og Martin Sheen hefur látið hafa eft- ir sér að framboðið sé liður í ráða- bruggi repúblikana að ná völdum í Kaliforníu og að hann telji víst að hugmyndin sé komin frá Hvíta húsinu. Cybill Shepherd, sem var upp á sitt besta í Moonlighting-þáttun- um á níunda áratugnum, segir að sigur Schwarzeneggers „yrði harmleikur í sögu Kaliforníu“ og Stjörnustríðsleikkonan Carrie Fischer segir að Schwarzenegger sé að gera stór mistök með því að færa sig yfir í stjórnmálin. ■ Breska hljómsveitin SexPistols hefur afboðað þrenna tónleika sem hún ætlaði að halda í Bandaríkj- unum í þessari viku. Engin ástæða hef- ur verið gefin fyrir frestuninni. Hljómsveitin goðsagnakennda er nýbyrjuð á tónleikaferð sinni um Bandaríkin, þeirri fyrstu síðan árið 1996. Vandræðagemlingurinn BobbyBrown, eiginmaður söngdív- unnar Whitney Houston, hefur verið settur á bak við lás og slá fyrir að brjóta skilorð sitt. Brown var handtekinn í Atlanta í Georgíuríki er hann sat að snæð- ingi á veitingastað með eigin- konu sinni. Ekki fylgir sögunni hvað Brown gerði af sér. Spéfuglinn Jim Carrey er kom-inn með nýja kærustu upp á arminn. Hún heitir Betina Holte og er 23 ára gömul dönsk fyrir- sæta. Carrey, sem sjálfur er 41 árs, mun vera yfir sig hrifinn af stúlkunni og flaug meira að segja til Kaup- mannahafnar á dögunum til að hitta hana. Hljómsveitin Velvet Revolverhefur gert útgáfusamning við fyrirtækið RCA og ætlar að gefa út sína fyrstu plötu í febrúar á næsta ári. Meðlimir sveitarinnar eru ekki ókunnugir tónlistar- bransanum. Scott Weiland úr Stone Temple Pilots er söngvari og honum til halds og trausts eru þeir Slash, Duff McKagan og Matt Sorum, fyrrum meðlimir Guns ‘n’ Roses. Býður aðdáend- um í Neverland JACKSON Virðist eiga í fjárhagskröggum þessa dag- ana. TOM HANKS Getur ekki hugsað sér að kollegi sinn, Arnold Schwarzenegger, taki við stjórnartaumunum í Kaliforníu. Kosningabarátta í Hollywood: Frægir demókratar hjóla í Tortímandann Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.