Fréttablaðið - 19.09.2003, Síða 6

Fréttablaðið - 19.09.2003, Síða 6
6 19. september 2003 FÖSTUDAGUR ■ Viðskipti GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 78,83 -1,08% Sterlingspund 127,22 -0,17% Dönsk króna 11,97 -0,39% Evra 88,88 -0,38% Gengisvístala krónu 126,00 -0,58% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 152 Velta 7.567 milljónir ICEX-15 1.819 -0,45% Mestu viðskiptin Sjóvá-Alm. trygg. hf. 1.951.639.520 Tryggingamiðstöðin hf. 1.784.207.590 Grandi hf. 151.486.623 Mesta hækkun Tryggingamiðstöðin hf. 5,47% Vátryggingafélag Íslands hf. 4,92% Þorbjörn Fiskanes hf. 2,22% Mesta lækkun Síldarvinnslan hf. -4,88% Samherji hf. -2,04% Hampiðjan hf. -1,79% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.650,7 1,1% Nasdaq* 1.904,4 1,1% FTSE 4.314,7 0,5% DAX 3.612,0 1,4% NK50 1.442,3 -0,1% S&P* 1.038,1 1,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hver tekur að öllum líkindum viðstarfi framkvæmdastjóra NATO um áramótin? 2Pistlahöfundur hvaða blaðs í Banda-ríkjunum gagnrýndi afstöðu landa sinna til hvalveiða? 3Hvaða lið mætast í úrslitaleik Visa-bikarsins í knattspyrnu karla? Svörin eru á bls. 22 BANDARÍKIN George W. Bush Bandaríkjaforseti segir að engar sannanir séu fyrir því að Saddam Hussein, fyrrum Íraksforseti, hafi tengst hryðjuverkaárásun- um í Bandaríkjunum 11. septem- ber 2001 á nokkurn hátt. Bush ítrekaði þó að hann væri sann- færður um að Saddam Hussein hefði haft tengsl við hryðju- verkasamtökin al-Qaida sem tal- in eru hafa staðið á bak við árás- irnar. Yfirlýsing forsetans kemur í kjölfar bandarískrar skoðana- könnunar þar sem 70% að- spurðra sögðust telja að íraski einræðisherrann hefði átt beina aðild að árásunum. Bandaríkja- stjórn hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að leiðrétta ekki misskilning af þessu tagi. Þegar Dick Cheney, varafor- seti Bandaríkjanna, var spurður út í málið síðastliðinn sunnudag sagðist hann ekki geta útilokað það að Íraksstjórn hefði átt aðild að árásunum 11. september. Hann gaf jafnframt í skyn að Írak hefði verið vagga hryðju- verkastarfsemi í Mið-Austur- löndum. ■ Þjóðkirkjan hafi sérstöðu umfram aðra ÞJÓÐKIRKJAN Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segist ekki vita hvaða afstöðu hann tæki til þess ef lagt yrði til að ákvæði stjórnar- skrárinnar um þjóðkirkju yrði breytt. Í Fréttablaðinu á þriðju- dag sagði Össur Skarphéðinsson að hann teldi að í ljósi samfélags- breytinga umlið- inna ára eigi að endurskoða þjóð- k i r k j u á k v æ ð i ð . Össur nefndi um- mæli biskups á kirkjuþingi í fyrra. „Formaður Sam- fylkingarinnar vitnar í orð sem ég lét falla á kirkjuþingi í fyrra þar sem ég ræddi síendurteknar skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju. Ég hvatti kirkjuna til að gefa þessu gaum og skoða hvað þetta merkir í ljósi þess að margvíslegur aðskilnaður hefur orðið á milli ríkis og kirkju. Ég leyfði mér að nota orðin „skilnað- ur að borði og sæng“ í þessum efnum. En það sem fyrir mér vakti var að skerpa þessa um- ræðu innan kirkjunnar og að kirkjan yrði að búa sig undir það að þetta skref yrði stigið til fulls,“ segir Karl. Hann bendir á að það sé á valdi Alþingis að breyta lög- um um tengsl ríkis og kirkju en að auk þess sé lögbundið að ákvæði um þjóðkirkju verði ekki breytt nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ég held nú að meirihluti ís- lensku þjóðarinnar vilji þó að hér verði áfram unnið að því að móta og byggja upp menningu og sam- félag sem byggir á þeim grund- vallargildum sem kristin kirkja hefur rækt með þjóðinni í aldanna rás. Ég sé fá teikn á lofti um að sá vilji sé á undanhaldi þegar allt kemur til alls,“ segir hann. Karl segist ekki geta sagt um hvort það kæmi til með að skaða hina evangelísku lútersku kirkju á Íslandi ef hún yrði ekki lengur tilgreind í stjórnarskrá sem þjóð- kirkja. Hann segir að það velti á ýmsum þáttum. „Stjórnarskrár- ákvæðið stendur ekki í tómarúmi, og það skuldbindur kirkjuna engu síður en ríkið. Mér finnst sjálf- sagt að ríkisvaldið styðji trúfélög- in í landinu en mér finnst að það megi ekki vera á kostnað þjóð- kirkjunnar. Mér finnst t.d. koma til greina að veita styrki til kirkju- bygginga annarra trúfélaga og styrki til reksturs þeirra að ein- hverju leyti til að tryggja jöfnuð. En það má ekki vera á kostnað þjóðkirkjunnar sem níutíu af hundraði landsmanna aðhyllast og hefur víðtækum menningar- og al- mannaskyldum að gegna, og tíu alda sögu með þjóðinni. Það hlýt- ur að skapa henni sérstöðu um- fram aðra,“ segir hann. thkjart@frettabladid.is Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, telur að enn vilji meirihluti þjóðarinnar tryggja sess íslensku þjóðkirkjunnar. Hann segir að staða þjóðkirkjunnar í stjórnarskrá feli ekki aðeins í sér skuldbindingu frá ríki heldur einnig frá kirkjunni. KIRKJAN Biskupinn segir stjórnarskrána ekki síður binda kirkjuna en ríkið. KARL SIGURBJÖRNSSON BISKUP Hvatti kirkjuna til að gefa þessu gaum og skoða hvað þetta merkir í ljósi þess að margvíslegur aðskilnaður hefur orðið á milli ríkis og kirkju. ■ „Ég sé fá teikn á lofti um að sá vilji sé á undanhaldi þegar allt emur til alls.“ Hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001: Engar sannanir fyrir aðild Saddams Husseins GEORGE W. BUSH „Við höfum engar sannanir fyrir því að Saddam Hussein hafi átt aðild að árásunum 11. september“ sagði Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði blaðamenn í Hvíta húsinu. LÍTIL VIÐSKIPTI Viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands voru með minna móti í gær. Ástæðan var sú að viðskipti með bréf sem vega um 40% í úrvalsvísitölunni voru stöðvuð vegna uppstokkun- ar á eignarhaldi félaga. Viðskipti með bréf þessara félaga sem skráð voru í Kauphöllinni í gær voru utanþingsviðskipti sem voru frágengin áður en markaðurinn var opnaður.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.