Fréttablaðið - 19.09.2003, Side 8

Fréttablaðið - 19.09.2003, Side 8
8 19. september 2003 FÖSTUDAGUR Með hausverk á virkum Það er minn hausverkur. Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvá-Almennra, um kaup á genginu 40 og sölu á genginu 37. Blaða- mannafundur vegna kaupa Íslandsbanka á Sjóvá-Almennum, 18. september. Talað skýrt Hann er hálfviti. Slobodan Milisic um dómarann sem gaf honum rauða spjaldið. DV, 18. september. Hið milda vald Hann er hlynntur vægum refs- ingum. Þykja mér það góð með- mæli með nýjum hæstaréttar- dómara. Páll Skúlason lögfræðingur um Ólaf Börk Þorvaldsson hæstaréttardómara. Morgunblaðið, 18. september. KJARAMÁL Starfsgreinasambands Íslands fordæmir framkomu ít- alska verktakans Impregilo við starfsmenn á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi framkvæmda- stjórnar sambandsins í gær. „Ákvæði kjarasamnings um að- búnað, öryggismál og launakjör hafa verið brotin.,“ segir í ályktun sambandsins. „Starfsgreinsasam- bandið undrast hvernig Samtök atvinnulífsins hafa komið fram eins og bakhjarl fyrirtækisins í þeim deilum sem staðið hafa vegna brota á ákvæðum kjara- samningsins. Starfsgreinasam- bandið gerir þá kröfu að Samtök atvinnulífsins beiti sér í því að kjarasamningur sem þau hafa gert og bera ábyrgð á gagnvart landsamböndum ASÍ og fyrir hönd Landsvirkjunar, sé virtur.“ Starfsgreinasambandið segir yf- irlýsingar utanríkisráðherra um gæði framkvæmdaaðila við Kára- hnjúka vanhugsaðar. Leggur sam- bandið traust sitt á að félagsmála- ráðherra taki á þeim vinnumark- aðslegu vandamálum sem þar hafa komið upp. „Fyrirtæki eiga ekki að geta ráð- ið starfsfólk í gegnum erlendar starfsmannaleigur á öðrum kjörum en hér gilda. Setja þarf í lög ákvæði um að starfsmenn, sem fyritæki kunna að ráða til starfa erlendis frá eða í gegnum starfsmannaleigur, skuli fá öll laun sín greidd á Ís- landi,“ segir í ályktuninni. ■ MEINDÝRAVARNIR „Ég hafði ekkert með hvarf þessara heimiliskatta að gera,“ segir Valur Richter, meindýraeyðir Ísafjarðarbæjar, sem kærður var til lögreglu fyrir að hafa skotið í gegnum kjallara- hurð Höskuldar Guðmundssonar, kattaeiganda í Fjarðarstæti 38 á Ísafirði. Höskuldur ber Val þeim sökum að hafa drepið annan tveggja heimiliskatta sinna og líklega hinn líka. Þar vísar Höskuldur til þess að báðir kettirnir hafi horfið spor- laust í byrjun ágúst en annar þeirra var stærðarinnar norskur skógarköttur. Höskuldur segir að sést hafi til Vals katta- bana við lóð sína að kveldi þess dags sem kettirnir hurfu. „Ég hef ekki viðurkennt að hafa tekið heimiliskött hans. Það er al- gjört rugl. Mestu kattavandræðin í bænum eru í húsi Höskuldar. Hann elur villiketti í kjallaranum og er með hlera þar sem hann hendir niður til þeirra mat. Þessu fylgir mikill óþrifnaður og nágrannarnir hafa ítrekað kvartað. En ég fæ ekki að fara inn í kjallarann til að ná í villikettina,“ segir Valur. Hann staðfestir að helstu veiði- lendurnar séu lóð Höskuldar enda haldi tugir villikatta til í kjallaran- um hjá honum. „Ég held mig oft við lóðarmörk- in og sit fyrir villiköttunum þegar þeir skjótast upp úr kjallaranum. En ég gæti þess að fara ekki inn á lóðina enda hef ég ekki leyfi til þess. Í þessari törn hef ég náð 25 köttum á lóðinni,“ segir Valur, sem kveðst venjulega fella 40 til 50 ketti á ári. Hann viðurkennir að skot hafi óvart farið í gegnum kjallarahurð Höskuldar í hita leiksins. „Ég var lengi búinn að sitja fyr- ir læðu sem heldur til í kjallaran- um. Þegar ég sá hana á lóðinni skaut ég hana. Skotið lenti í stein- hellu og kastaðist þaðan í kjallara- hurðinni. Þetta er óvenjulegt enda gæti ég alltaf ítrustu varúðar. Ég er þegar búinn að bjóða Höskuldi bætur vegna skemmdanna,“ segir Valur, sem ótrauður heldur áfram að berjast gegn villikattaplágunni í Ísafjarðarbæ. Hann segir nauð- synlegt að gefin verði út reglu- gerð í Ísafjarðarbæ þar sem tak- markað verði hve margir kettir verði á hverju heimili. rt@frettabladid.is KOMIÐ TIL HEATHROW Farþegum var neitað um endurgreiðslu en boðnir ferðapunktar, sem þeir geta notað með flugi hægfara þotna. Concorde bilaði: Tólf tíma á leiðinni LONDON, AP Farþegar sem lögðu upp frá New York til London með Concorde, hraðskreiðustu far- þegaþotu heims, komust loks á leiðarenda, tólf tímum síðar, með rútu frá Wales. Ferðin fór ekki vel af stað þar sem vélarbilun tafði brottför um klukkustund. Þegar vélin var komin langleiðina til London bil- aði einn hreyfill og því þurfti að fljúga henni á innan við hljóð- hraða síðasta spölinn. Það leiddi til aukinnar eldsneytisnotkunar þannig að þegar vélin nálgaðist Bretlandseyjar var eldsneytið um borð orðið hættulega lítið. Því var brugðið á það ráð að lenda í Car- diff og flytja fólkið síðasta spöl- inn í rútuferð sem tók sex tíma. Fólkinu var að lokum neitað um endurgreiðslu. ■ UPPSKERAN SKOÐUÐ Mikið fjör var þegar uppskeran var tekin upp og sumir borðuðu grænmetið nánast beint upp úr jörðinni. Aðrir voru hissa á að það kæmi úr jörðinni en ekki úr búðinni. Seltjarnarnes: Haustupp- skera skóla- garðanna BÆJARMÁL Nú er haustuppskera skólagarða Seltjarnarness komin í hús enda komið haust. Á dögunum var 5 ára börnum leikskóla Seltjarnarness boðið að taka upp það sem eftir varð í skólagörðunum en það hefur ver- ið venjan undanfarin ár. Á vorin láta umsjónarmenn skólagarðanna jafnan setja niður nokkuð umframmagn grænmetis sem elstu börnum leikskólanna er síðan boðið að taka upp og hafa með sér heim. Tilgangurinn er að vekja áhuga þeirra og hvetja þau þar með til að sækja skólagarðana en þeir eru fyrir yngri árganga grunnskólans. ■ STOKKHÓLMUR, AP Mikill viðbúnað- ur er í Stokkhólmi vegna minn- ingarathafnar um utanríkisráð- herrann Önnu Lindh sem fram fer í ráðhúsinu í dag. Öll flugum- ferð yfir miðborgina hefur verið bönnuð og götum í grennd við ráðhúsið lokað. Búist er við því að um 1.300 manns verði viðstaddir athöfnina, þar á meðal fjöldi sænskra ráða- manna og erlendra fyrirmanna. Hundruð lögreglumanna munu gæta öryggis gestanna. Lindh hafði í gegnum starf sitt myndað tengsl við fjölda ráðamanna um allan heim. Á meðal þeirra sem boðað hafa komu sína til Stokk- hólms til að heiðra minningu hennar eru Romano Prodi, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópu- sambandsins, og utanríkisráð- herrarnir Joschka Fischer, Dom- inique de Villepin og Jack Straw auk danska forsætisráðherrans Anders Fogh Rasmussen. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra og Svavar Gestsson sendi- herra verða viðstödd athöfnina fyrir Íslands hönd. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, afboðaði komu sína vegna felli- bylsins Isabel. Sænski forsætisráðherrann Göran Persson og Georgios Papandreou, utanríkisráðherra Grikklands, munu ávarpa gesti. ■ Valur Richter, meindýraeyðir Ísafjarðarbæjar, berst við villikattaplágu í fjölbýlishúsi. Skaut 25 ketti á lóðinni. Býður bætur vegna riffilskots sem fór í gegnum hurð. Kattabani sver fyrir norskan skógarkött ■ „Í þessari törn hef ég náð 25 köttum á lóðinni.“ VALUR RICHTER Hefur sagt villiköttum stríð á hendur. Hér er hann að vísu með mink, sem er þó óæskilegur talinn innan bæjarmarkanna ekki síður en villikettir. Minningarathöfn um Önnu Lindh, utanríkisráðherra: Flugumferð bönnuð og götum lokað BLÓM VIÐ ÞINGHÚSIÐ Fjöldi manna hefur skilið eftir blóm og kerti á tröppunum fyrir framan þinghúsið í Stokkhólmi til þess að heiðra minningu Önnu Lindh utanríkisráðherra. HÆSTIRÉTTUR Dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var snúið við. Finnlandsferð Hóla- Biskups: Milljón í bætur DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur snúið dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmt konu eina til að greiða meðeiganda sínum í stóðhestinum Hóla-Biskupi eina milljón króna í bætur fyrir að hafa flutt hestinn til Finnlands. Þannig hafi meðeig- andinn misst eignarhald sitt á skepnunni. Meðeigandinn fékk heilablóð- fall í febrúar árið 2000 og var svo illa á sig kominn að honum var skipaður lögráðamaður. Tæpu ári síðar flutti konan hestinn utan í því augnmiði að selja hann. Hvorki meðeigandinn né lögráða- maðurinn voru inntir álits á þess- ari ráðstöfun. ■ Starfsgreinasamband Íslands: Undrast vinnubrögð Samtaka atvinnulífsins GAGNRÝNA RÁÐHERRA Starfsgreinasambandið segir yfirlýsingar Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra um gæði framkvæmdaaðila við Kárahnjúka vanhugsaðar. Orðrétt

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.