Fréttablaðið - 19.09.2003, Page 16

Fréttablaðið - 19.09.2003, Page 16
16 19. september 2003 FÖSTUDAGUR ■ Bandaríkin ÓSÁTT BALLETTMÆR Ballettdansarinn Anastasia Volotsjkova, sem var rekin úr Bolshoj-ballettinum fyrir skömmu, íhugar nú málsókn vegna brott- rekstrarins. Hún ásakar yfirmenn sína m.a. um að hafa logið um þyngd sína og hæð. Volotsjkova er mjög vinsæl í Rússlandi og hefur mál hennar vakið mikla athygli. Góða veðrið gengur á jökla landsins: Snæfellsjökull hopar 24 metra UMHVERFI Snæfellsjökull hefur enn rýrnað á milli ára eins og undan- farin ár. Hallsteinn Haraldsson, sem tók árið 1975 við af föður sínum sem mælingarmaður á Snæ- fellsjökli, mældi jökulinn 7. sept- ember. Mælt er á tveimur stöðum austan til í jöklinum; á Jökulhálsi og við sporð skriðjökulsins Hyrn- ingsjökuls. Niðurstaðan er sú að jökullinn hopaði um 24 metra á Jökulhálsi en um 2 metra á Hyrn- ingsjökli. Sömu tölur í fyrra voru 9 metrar fyrir Jökulháls og 7 metrar fyrir Hyrningsjökul. „Hopið fram að þessu hefur ekki verið mjög mikið. Hins vegar hefur hann þynnst geysimikið, ekki síst ofan til. Þó er mjög mik- ill aur á jökulsporðinum sem varnar því að hann þynnist,“ segir Hallsteinn. Þrátt fyrir talsverða rýrnun Snæfellsjökuls á undanförnum árum hefur Hallsteinn séð jökul- inn enn minni en hann er nú: „Það vantar enn yfir hundrað metra upp á Háhyrningsjökull komist í sömu stöðu og þegar hann var stystur niður rétt fyrir 1970. Ef það gerir nokkur góð snjóaár er þetta fljótt að snúast við aftur,“ segir Hallsteinn. ■ Þetta er farið að minna óþægi-lega á deilur þær sem við átt- um við Rússana á sínum tíma,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands- ins, um deilur þær sem nú standa yfir á milli verkalýðsfélaga í Sam- ráðsnefnd og verktakafélagsins Impregilo, sem sér um að reisa Kárahnjúkavirkjun. „Það er með ólíkindum að lenda aftur og aftur í þessari að- stöðu sem við erum í í dag. Ann- ars staðar í hinum vestræna heimi væru yfirvöld löngu búin að af- greiða mál sem þessi, en slíku er ekki til að dreifa hér á landi. Ef ein- hver er tekinn án atvinnuleyfis í Englandi eða Bandaríkjunum er hann viðstöðulaust sendur úr landi eða í steininn.“ Guðmundur segir að aðvörun- arbjöllur hefðu átt að hringja um leið og tilboð Impregilo barst inn á borð Landsvirkjunar, en útboðið er það stærsta sem nokkru sinni hefur farið fram á Íslandi. „Það sögðu margir þegar tilboðin í virkjunarframkvæmdina voru opnuð að það væri dularfullt hversu mikill munur væri á tilboði Impregilo og næsta tilboði fyrir ofan það. Það voru hvorki meira né minna en 13 milljarðar sem bar á milli. Þar sem launakostnaður er yfirleitt stærsti hluti útgjalda hvers fyrirtækis þarf engan snill- ing til að sjá að ein besta leiðin til að ná þessum mismun er í launa- kostnaði. Það eru einu útgjöldin sem fyrirtækið getur haft áhrif á að einhverju marki.“ Guðmundur segir að þessum deilum svipi til annars máls sem tengist Landsvirkjun, sem Rafiðn- aðarsambandið kom að fyrir nokkrum árum. „Við stóðum í átökum við rússneska mafíu lengi vel út af starfsmönnum Techno- prom Export sem unnu hér fyrir Landsvirkjun. Starfsmenn þeirra voru skjóllitlir að störfum langt uppi á heiði og fengu hvorki mannsæmandi laun né voru önnur réttindi virt. Eftir miklar deilur og átök náðum við loks að keyra Landsvirkjun upp að vegg í því máli og gripið var til aðgerða gagnvart Technoprom.“ Guðmundur óttast með tilliti til fortíðar Impregilo, en fyrirtækið hefur víða staðið í málaferlum, að ekki séu öll kurl komin til grafar og að vandamál tengd fyrirtækinu séu rétt að byrja. „Ég get ekki annað en brosað að þessu Kárahnjúkamáli,“ sagði Birgir Björgvinsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. „Þetta ástand hefur blasað við í langan tíma og enginn haft mikl- ar áhyggjur fyrr en nú. Núna standa allir upp á afturlappirnar og svitna sem aldrei fyrr. Fáir hafa sýnt okkur stuðning í gegn- um tíðina þegar við höfum mót- mælt öllum þeim fjölda starfa á íslenskum skipum sem er í hönd- um útlendinga. Það eru einna helst Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Sævar Gunnarsson, for- maður Sjómannasambands Ís- lands, sem hafa staðið vaktina með okkur.“ Birgir segir sérstaklega mikið um erlenda starfsmenn á fragt- flutningaskipum Íslendinga. „Þeir koma allir frá þessum starfsmannaleigum eins og raun- in er með starfsmenn Impregilo. Þetta er ekkert einsdæmi. Flug- félagið Atlanta hefur í áraraðir notað erlenda starfsmannaleigu. Okkar reynsla er sú að það dugar ekkert annað en að berja í borðið og steyta hnefann. Þessi verka- lýðssambönd gera ekkert annað en ota einum hagfræðingnum á annan og það breytir engu. Þess- um stuldi á íslenskum störfum verður að linna og það gerist ekki nema verkalýðsforingjar hætti að röfla yfir kaffi og klein- um og grípi til aðgerða. Það er löngu kominn tími til að fólk slíti sig úr viðjum kreditkortareikn- inga og berjist fyrir sínu því ann- ars er hætta á að hér gangi út- lendingar í öll störf. Þetta er tímasprengja og hún tifar með hverju augnabliki sem líður.“ albert@frettabladid.is Fréttaviðtöl ALBERT ÖRN EYÞÓRSSON ■ talar við Guðmund Gunnarsson og Birgi H. Björgvinsson um Kárahnjúkadeilurnar. FRÁ KÁRAHNJÚKUM Formaður Rafiðnaðarsambandsins óttast að ástandið þar eigi eftir að versna til muna. ATVINNULEYFI Til lengri tíma: 33 leyfi - Þar af: Tyrkir 4 Kínverjar 3 Aðrar þjóðir 26 Til styttri tíma: 96 leyfi Rúmenar / Tyrkir Tifandi tímasprengja Guðmundur Gunnarsson og Birgir Björgvinsson hafa báðir mikla reynslu af átökum vegna erlendra starfsmanna hér á landi. Þeir vara báðir við því að ástandið við Kárahnjúka eigi eingöngu eftir að versna. GUÐMUNDUR GUNNARSSON Ekki í fyrsta sinn sem hann stendur í stríði vegna erlendra starfsmanna. BIRGIR BJÖRGVINSSON Telur löngu tímabært að breyta orðum í aðgerðir. SNÆFELLSJÖKULL Hyrningsjökull sunnan og austan í Snæfellsjökli er annar tveggja staða í jöklinum sem mældir eru á hverju hausti. Þó hann hafi ekki hopað mikið hefur hann þynnst því meira. Samræmd vísitala EES: Ísland næstlægst VERÐBÓLGA Verðbólga á Íslandi síð- asta árið var næstminnst ríkja Evrópska efnahagssvæðisins, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs. Vísitalan hækkaði um 0,2% að meðaltali í ríkjum EES milli júlí og ágúst, en lækkaði hér á landi um 0,4%. Meðaltal verðbólgu síðustu tólf mánuði var 2% hjá EES-ríkjum, 2,1% á evru- svæðinu en 1% á Íslandi. Hagstof- an birti vísitöluna í gær. Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mán- aða tímabili var 3,9% á Írlandi og 3,3% í Grikklandi. Verðbólgan var minnst 0,9% í Austurríki. ■ VILL HALDA KOSNINGAR Æðsti yfirmaður stofnunarinnar sem sér um kosningar í Kaliforníu hvetur dómstólinn sem setti lög- bann á væntanlegar ríkisstjóra- kosningar að snúa við ákvörðun sinni. Hann segir úrskurðinn hættulegt fordæmi sem skaði hagsmuni almennings. ÓNÝTT HEIMILD Heimild banda- rískra stjórnvalda til að krefjast upplýsinga um kaup og lán fólks hjá bókasöfnum, bókabúðum og fleiri fyrirtækjum vegna rann- sókna sem beinast að hryðjuverka- starfsemi hefur aldrei verið nýtt, samkvæmt frétt í Washington Post. Heimildin hefur sætt mikilli gagnrýni. BUSH OG ABDULLAH II Bush var harðorður í garð Yassers Arafats á fundi með Abdullah II Jórdaníukonungi. Bush gagnrýninn: Arafat mislukkaður CAMP DAVID, AP „Palestínumenn verða að skilja að ef þeir vilja frið verða þeir að hafa forystusveit sem er fullkomlega reiðubúin til að berjast gegn hryðjuverkum,“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti eftir að hann fundaði með Abdullah II Jórdaníukonungi. Bush sagði Yasser Arafat hafa brugðist sem leiðtoga. Bush lýsti vonbrigðum með afsögn Mahmouds Abbas, fyrrum forsætisráðherra, og sagði Arafat hafa grafið undan friðarvið- leitni hans. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.