Fréttablaðið - 09.10.2003, Síða 18

Fréttablaðið - 09.10.2003, Síða 18
Félagsmálaráðherrann, ÁrniMagnússon, segir ekkert hafa komið fram sem bendir til þess að kjarasamningar hafi verið brotnir á starfsmönnum við Kárahnjúka. Sama segir hann hvað varðar lög. Þau hafa ekki verið brotin, segir ráðherrann. Hann er mjög ósammála for- mælendum starfsmanna. Þeir hafa hver á eftir öðrum fullyrt annað. Þorbjörn Guðmundsson, Guð- mundur Gunnarsson, Halldór Björnsson og Grétar Þorsteinsson hafa allir sagst hafa sannanir fyrir brotum á kjarasamningum og lög- brotum. Ráðherrann trúir þeim ekki. Forystumenn starfsmanna hafa ekki sparað lýsingarnar á að- búnaði og kjörum starfsmann- anna. Ráðherrann er annarrar skoðunar. Þess vegna er komin fram ný Kárahnjúkadeila. Hún er um trúverðugleika ráðherrans annars vegar og talsmanna verka- manna hins vegar. Auðvitað á eftir að skýrast hvorir hafa rétt fyrir sér. Þá mun einnig skýrast hvort málstaður einhvers skaðast. Samkvæmt hefðinni munu eflaust deilendurn- ir allir standa eftir ósárir. Reyndar er það ekki aðalmálið - heldur hitt að bætt verði úr því sem miður hefur farið. Af öllu sem hefur heyrst frá virkjunarvinnunni er ekkert eins tíkarlegt og að ekki sé sami matur fyrir alla starfsmenn þegar matast er á miðnætti. Íslenskir starfs- menn eru sagðir fá heita máltíð en erlendir samlokur. Eflaust er það ekki lögbrot og varla brot á kjara- samningum, annars veit ég það ekki, en hvað sem hver segir er ga- lið að mismuna með þessum hætti. Auðvitað bendir allt til að ástandið verði verra og verra með hverjum degi. Vetur er að koma og ef bústaðir halda ekki sandi þá halda þeir varla snjó og skafrenn- ingi. Þess vegna eiga eftir að verða skrifaðar margar fréttir í vetur. Þar verður trúlega sagt frá köld- um verkamönnum. Það á eftir að sverfa til stáls, hafi talsmenn starfsmanna rétt fyrir sér. Þá verður ekki við það unað að hund- ruð starfsmanna standi ískaldir í röðum eftir að fá mat á disk, svo löngum að þeir öftustu komast ekki að og snúa aftur svangir til vinnu. Ábyrgðin hlýtur ekki síst að vera Landsvirkjunar og ráðherr- ans. Nema verkalýðurinn ljúgi öllu saman og allt sé í himnalagi. Þá er ábyrgðin forkólfa verkalýðshreyf- ingarinnar. ■ Áaðalfundi Breska íhalds-flokksins sem nú er haldinn í Blackpool hvíslast fundarmenn og fjölmiðlafólk á um að samsæri sé í undirbúningi og því sé beint gegn Iain Duncan Smith formanni flokksins. En nú hefur samkoman staðið í þrjá daga og ennþá bólar ekkert á samsærinu. Að skaða ímynd flokksins Sumir telja að samsærismenn muni ekki láta til skarar skríða gegn formanninum á aðalfundi flokksins því að þeir telji að slíkt til- tæki mundi skaða ímynd Íhalds- flokksins, þess í stað hafi þeir í hyg- gju að bíða eftir hentugu tækifæri þegar þing hefur komið saman. Hvort sem þetta samsæri er í bí- gerð eða ekki er ljóst að Iain Dunc- an Smith nýtur ekki einróma stuðn- ings samflokksmanna sinna. Marg- vísleg gagnrýni beinist gegn hon- um, og þykir sumum að hann sé of „mjúkur og félagslega þenkjandi“ en öðrum að hann sé of hægrisinn- aður, og þurfi að taka meira tillit til hinnar „ábyrgu hægristefnu“ sem William Hague, fyrirrennari hans í embætti, boðaði. Í reykfylltum bakherbergjum á fundinum í Blackpool flytja áhrifamenn í flokknum ræður um stefnumál flokksins eða skort hans á stefnumálum, og úr ræðu- stóli á flokksþinginu hafa menn verið mjög gagnrýnir. Engu að síður hefur enginn vogað sér að blása til sóknar gegn foringjanum og enginn hefur stungið upp á hugsanlegum arftaka hans. Fyrirsagnaþyrstir fréttamenn Ef til vill er samsæri íhalds- manna gegn foringja sínum ein- ungis til í höfðinu á fyrirsagna- þyrstum fjölmiðlamönnum. Á ný- afstöðnu þingi Breska verka- mannaflokksins töluðu frétta- menn um að hugsanlega yrði gerð uppreisn gegn formanninum Tony Blair. Sú varð þó ekki raunin, heldur fór þingið vel og stillilega fram, og Tony Blair þótti heldur hafa styrkt stöðu sína innan flokksins, meðan krónprinsinn, Gordon Brown, þótti hafa veikt stöðu sína að sama skapi. En þeir fréttamenn sem halda fram samsæriskenningum gegn Iain Duncan Smith sitja við sinn keip og segja, að þótt engir samsærismenn hafi gefið sig fram sé ekki þar með sannað að ekki sé um samsæri að ræða. Þeir telja líklegt að samsær- inu sé slegið á frest þar til samsær- ismenn, andstæðingar Smiths, hafi komið sér saman um eftirmann hans. Þrátt fyrir að alls staðar sé hvíslað um samsæri kveðst Iain Duncan Smith hvergi banginn. Á flokksþinginu hefur hann haft frumkvæði að því að leggja fram ný stefnuskráratriði um allt milli himins og jarðar frá heilbrigðis- málum, menntamálum og eftir- launamálum til löggæslumála - á öllum þessum sviðum hefur stefnuskrá Íhaldsflokksins verið endurnýjuð. Duncan Smith segist ætla að þagga niður í andstæðingum sín- um með því að leggja fram raun- veruleg og sigurstrangleg stefnu- mál. Engu að síður halda hvísling- arnar áfram á flokksþinginu. ■ Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um framkvæmdirnar við Kárahnjúka Úti í heimi ■ Flokksþing breska Íhaldsflokksins fer nú fram í Blackpool. Hvíslað er um hugsanlegt samsæri gegn Iain Duncan Smith. 18 9. október 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Spurning dagsins er þessi: úr þvíað Sjálfstæðisflokkurinn leiddi Íslendinga ótrauður inn í Atlants- hafsbandalagið á sínum tíma og sami flokkur sýnir nú aðild að Evr- ópusambandinu engan áhuga, hvað hefur þá breyzt? Spurningin vakn- ar af þeirri ástæðu, að bæði þessi bandalög eru allsherjarbandalög: þau eru samtök flestra þeirra þjóða, sem standa okkur Íslendingum næst, en þó ekki allra, enda stendur Svíþjóð utan við NATO og Noregur utan ESB. En þau eru eigi að síður allsherjarsamtök þeirra þjóða, sem búa í höfuðatriðum að okkar tegund af evrópskri siðmenn- ingu - samtök, sem við ættum því að réttu lagi að eiga að- ild að. Spurningin er því þessi: er afstaða Sjálfstæðis- flokksins til ESB núna samboðin afstöðu hans til NATO frá upphafi og æ síðan? Hver er munurinn? Er hann fyrst og fremst munur á NATO og ESB? Eða munurinn á Sjálfstæðisflokknum þá og nú? Inngangan í NATO 1949 Lykilákvæði Norður-Atlants- hafssamningsins, stofnsáttmála NATO, felst í fimmtu grein hans. Þar segir að vopnuð árás á eitt eða fleiri aðildarríki í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þau öll, og komi þá önnur aðildar- ríki til aðstoðar, hvert um sig eða í sameiningu - með vopnavaldi ef á þarf að halda. Við undirskrift samningsins áskildi Ísland sér að vísu undanþágu frá ákvæðinu um beitingu vopnavalds, þar sem Ís- lendingar væru vopnlaus þjóð og ætluðu ekki að koma sér upp her. Þessi fyrirvari haggaði þó ekki höf- uðatriðinu, sem er lykillinn að vörnum Íslands: árás á Ísland er árás á öll hin, svo að árás á annað aðildarríki er þá með líku lagi jafn- framt árás á Ísland, og komi þá Ís- land eins og önnur aðildarríki með einhverjum hætti til aðstoðar, þótt vopnlaust sé. Með undirritun Atl- antshafssáttmálans afsöluðu Ís- lendingar sér réttinum til þess að skerast úr leik í stríði. Fyrirvarinn af hálfu Íslands var ekki skriflegur, hann var mest til heimabrúks, og honum var lýst svo hér heima, að Ísland hefði gerzt stofnaðili að NATO með fyrirvara um algera sérstöðu Íslands. Tillögu á Alþingi þess efnis, að fyrirvarinn væri tekinn í sáttmálann, var þó hafnað. Raunverulegt framlag Ís- lands til varnar- samstarfsins, þ.e. heim- ild til hernaðarumsvifa í landinu, var frá upphafi háð óskoruðu neit- unarvaldi íslenzkra stjórnvalda. Auk þess gengu Íslendingar að því vísu, að NATO-aðildin kostaði land- ið ekki krónu. Þvert á móti var, þegar fram í sótti, ýmislegt gert til að hafa tekjur af varnarsamstarf- inu. Íslendingar lögðu ekki fram herlið, og á þeim vettvangi sam- vinnunnar, sem snerist um fjár- framlög, en ekki liðsafla, þ.e. Mannvirkjasjóðurinn, var um það samið, að aðrir greiddu hlut Ís- lands. Aðild að ESB 2007? Ef Ísland ætti nú kost á ESB-að- ild með hliðstæðum skilmálum, t.d. 2007, þegar Búlgaría og Rúmenía búast til inngöngu, myndi Sjálf- stæðisflokkurinn þá snúa við blað- inu? Það er ekki gott að vita, því að ESB býður ekki upp á hliðstæða skilmála. Rómarsáttmálinn, sem er eins konar stjórnarskrá ESB, legg- ur blátt bann við mismunun eftir þjóðerni, en ESB virðir þó eigi að síður sérstöðu viðsemjenda sinna, skárra væri það nú. Sambandið hefur engan hag af því að kippa fótunum undan verðandi aðildar- löndum. Það segir sig sjálft. Einn munurinn á NATO og ESB er sá, að þróunarsjóðir ESB bjóða ekki upp á einkamang af því tagi, sem hægt var að stunda í krafti Mannvirkjasjóðs NATO, enda þótt þeir í Brussel kalli nú ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Íslend- ingar gætu sótt mikið fé í þróun- arsjóðina eins og t.a.m. Finnar og Svíar gera til handa dreifðum byggðum, en þó aðeins á gagnsæj- um jafnræðisgrundvelli. Atlants- hafsþjóðirnar féllust í reynd á það sjónarmið 1949 að koma til móts við Íslendinga eins og þeir töldu sig þurfa. Gætu sjálfstæðismenn hugsað sér að sækja nú um aðild að ESB eftir því lögmáli? Hver veit? Vandinn hér er sá, að ESB fylgir þeirri grundvallarreglu, að í stórum dráttum skuli eitt yfir alla ganga. Hefði Sjálfstæðis- flokkurinn leitt Ísland inn í NATO upp á þau býti? Kannski. Kannski ekki. Munurinn á NATO og ESB helzt í hendur við muninn á Sjálfstæðis- flokknum þá og nú. Ólafur Thors, formaður flokksins, fól varafor- manni sínum, Bjarna Benedikts- syni, forustu í NATO-málinu á sín- um tíma. Bjarni var utanríkisráð- herra og vel til forustunnar fallinn. Ólafi og Bjarna var umhugað um hvort tveggja í senn, varnir Íslands og framlag Íslands til sameigin- legra varna Atlantshafsþjóðanna. Hvaða forustumaður í flokki þeirra heyrist nú tala um skerf Íslands til evrópskrar samvinnu? Enginn. Hvers vegna ekki? ■ Vinnugleði Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur MBA skrifar Þau eru allt of sjaldgæf þauaugnablik þegar stjórnmála- menn segja eitthvað annað en það sem allir geta verið sam- mála um. Þau augnablik eru þó dýrmæt því þá opinbera þeir sérstöðu sína og lífsýn og auð- velda okkur, kjósendum, að meta hvort við eigum samleið með þeim. Það gerðist þó í Eldhúsdags- umræðum á Alþingi er þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins lýsti við- horfum flokksins til vinnunnar: atvinnuleysi væri böl og hátt at- vinnustig jákvætt. Að vera sviptur sjálfum möguleikanum til að afla sér lífsviðurværis er sannarlega böl og eflaust ein mesta frelsis- skerðing sem nokkur maður lendir í. Aftur á móti er hægt að deila um kosti og galla hærra at- vinnustigs. Sérstaklega á Ís- landi, í dag. Hátt atvinnustig merkir að hærra hlutfall landsmanna er í vinnu. Að fleiri hendur þurfa að vinna, og vinna lengur, til að halda uppi lífskjörum þjóðarinn- ar. Þannig vinna Íslendingar næstum helmingi lengur en Norðmenn. Samt hafa þeir of lít- ið upp úr krafsinu því lands- framleiðsla á vinnustund er næstum tvisvar sinnum hærri í Noregi en á Íslandi. Hærra atvinnustig merkir einnig að færri eru á ellilífeyri. Þannig fara Íslenskir karlmenn 8 árum seinna á ellilífeyri held- ur en kynbræður þeirra í OECD. Hærra atvinnustig merkir einnig að færri eru í skóla og er nú hlutfall Norðmanna sem ljúka háskólanámi helmingi hærra en Íslendinga. Samkvæmt stefnu Sjálfstæðis- flokksins er þetta jákvætt enda sagði Ólafur Thors að vinnan væri grundvöllur allrar lífsgleði (ekki menntun, tómstundir eða fjölskylda), og Íslendingar þyrftu að afkasta meira en aðrir. ■ ÞORVALDUR GYLFASON ■ skrifar um Atlantshafsbandalag ið, Ísland og Evrópusambandið ■ Bréf til blaðsins FLOKKSÞING ÍHALDSFLOKKSINS Iain Duncan Smith formaður Íhaldsflokksins heilsar upp á Nicholas Brooke, verkamann í plastverksmiðju í Blackpool, en þar fer flokksþing Íhaldsflokksins fram um þessar mundir. Samloka fyrir útlendinga ■ Einn munurinn á NATO og ESB er sá, að þróun- arsjóðir ESB bjóða ekki upp á einkamang af því tagi, sem hægt var að stunda í krafti Mannvirkja- sjóðs NATO, enda þótt þeir í Brussel kalli nú ekki allt ömmu sína í þeim efn- um. Formaðurinn valtur í sessi Um daginnog veginn Hver er munurinn? FRÁ NATOFUNDI „Munurinn á NATO og ESB helzt í hendur við muninn á Sjálfstæðisflokknum þá og nú.“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.