Fréttablaðið - 09.10.2003, Síða 31
31FIMMTUDAGUR 9. október 2003
KÖRFUBOLTI Intersport-deild karla
hefst í kvöld með fjórum leikj-
um. KFÍ tekur á móti Haukum,
KR fær Breiðablik í heimsókn,
Tindastóll tekur á móti Snæfelli
og í Þorlákshöfn taka nýliðar
Þórs á móti ÍR. Allir leikirnir
hefjast klukkan 19.15.
Sigurði Ingimundarsyni, sem
stýrði Keflvíkingum til sigurs í
Intersport-deildinni síðasta
tímabil, líst vel á deildina í ár.
„Þetta verður flott og
skemmtileg deild. Liðin líta flest
mjög vel út,“ segir Sigurður og
telur Keflvíkinga sigurstrang-
legasta í deildinni. „Þeir eru með
mjög vel mannað lið og eru nú-
verandi meistarar. Þeir hafa líka
verið að spila sannfærandi á
undirbúningstímabilinu. Það má
búast við að þessi fjögur til fimm
lið verði að bítast um titlana;
Grindavík, KR, Njarðvík og jafn-
vel Haukar.“
Körfuknattleikssamband Ís-
lands setti á launaþak fyrir kom-
andi tímabil og afnam reglu um
fjölda útlendinga utan Evrópu.
Sigurður segir breytingarnar
ekki miklar. „Liðin voru með
fleiri Evrópubúa en eru nú kom-
in með fleiri leikmenn frá Amer-
íku, sem eru þar af leiðandi yfir-
leitt betri í körfubolta. Ef við
viljum á annað borð hafa útlend-
inga er eins gott að þeir geti eitt-
hvað,“ segir Sigurður Ingimund-
arson. ■
FÓTBOLTI „Við viljum leika gegn
Tyrkjum með þessum hópi,“ sagði
Paul Barber, talsmaður enska
knattspyrnusambandsins. „Leik-
mennirnir vildu fá Rio Ferdinand í
hópinn en knattspyrnusambandið
er ekki tilbúið í það. Við tókum erf-
iða ákvörðun eftir langar umræð-
ur og munum ekki breyta henni,“
sagði Barber.
Ensku landsliðsmennirnir grei-
ddu atkvæði með því að fara í
verkfall eftir að Ferdinand var
ekki valinn í hópinn. „Það er góð
samstaða meðal leikmanna og þeir
hafa miklar áhyggjur,“ sagði Gor-
don Taylor, framkvæmdastjóri
leikmannasamtakanna. „Við höf-
um látið knattspyrnusambandið
vita af því.“
„Okkur verður vísað úr keppn-
inni ef við spilum ekki á laugar-
daginn,“ sagði Barber við frétta-
vef BBC en vildi ekki tjá sig um
hvort aðrir leikmenn yrðu valdir í
stað þeirra sem neita að fara til
Tyrklands. ■
Leikmaður Leeds:
Grunaður
um nauðgun
FÓTBOLTI Lögreglan í Yorkshire á
Englandi hefur tvo menn í haldi
grunaða um nauðgun og er annar
þeirra sagður vera leikmaður
Leeds United.
Mennirnir voru handteknir á
þriðjudag, annar fyrir utan æf-
ingasvæði Leeds. Annar leikmað-
ur félagsins var yfirheyrður
vegna málsins en hann er ekki
grunaður um verknaðinn.
Lögreglan vill ekki staðfesta
að annar mannanna sé leikmaður
Leeds en félagið hefur staðfest
að það muni veita alla þá hjálp
sem lögreglan fer fram á. At-
burðurinn átti sér stað á mánu-
dagskvöld. ■
GERARD HOULLIER
Hefur áhyggjur af leikmönnum Liverpool.
Gerard Houllier:
Gagnrýnir
Eriksson
FÓTBOLTI Gerard Houllier, knatt-
spyrnustjóri Liverpool, segir að
vinátta Sven-Göran Erikssonar,
landsliðsþjálfara Englands, við
Roman Abramovic, eiganda Chel-
sea, gæti haft áhrif á leikmenn
Liverpool. Eriksson hefur undan-
farið verið orðaður sem næsti
knattspyrnustjóri Chelsea.
Houllier hefur áhyggjur af því
að Michael Owen, sem verður
samningslaus næsta sumar, og
Steven Gerrard gætu freistast til
að fylgja landsliðsþjálfaranum
eftir fari svo að hann taki við
stöðunni á Stamford Bridge.
Houllier segist óánægður með
þær fréttir að Gerrard hafi verið
orðaður við Chelsea aðeins
nokkrum dögum eftir að Eriks-
son heimsótti Abramovich á
heimili hans í London fyrir sköm-
mu.
„Eriksson hitti Abramovich og
aðeins tveimur dögum síðar birt-
ust fréttir af því að Chelsea vildi
fá Steven Gerrard í sínar raðir,“
sagði Houllier í samtali við The
Guardian. ■
Enska landsliðið:
Ferdinand
fer ekki með
RIO FERDINAND
Rio Ferdinand var ekki valinn í enska
landsliðshópinn vegna þess að hann
mætti ekki í lyfjapróf í september.
Sigurður Ingimundarson um Intersport-deildina:
Liðin líta vel út
SIGURÐUR INGIMUNDARSON
Sigurður segist ekki vera hættur að skipta
sér af körfuboltanum þó hann hafi hætt
þjálfun Keflavíkur eftir síðasta tímabil.