Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2003, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 09.10.2003, Qupperneq 38
Hrósið 38 9. október 2003 FIMMTUDAGUR Háskólabíó fékk góðan gest umdaginn. Þar mætti á sýningu Friðfinnur Sigurðsson, bóndi í Fagranesi í Aðaldal í Þingeyjar- sýslu, en hann hafði þá ekki farið í kvikmyndahús í 33 ár: „Ég fór stundum í bíó heima í sveitinni en hef ekki farið í kvik- myndahús í Reykjavík frá því að Ríkissjónvarpið hóf útsendingar fyrir norðan, 1970,“ segir Frið- finnur sem sá Stormviðri eftir Sólveigu Anspach. Hann skemmti sér ágætlega: „Kannski var efnisþráðurinn ekki merkilegur en landslagið var fallegt og ég hafði gaman af að sjá það. Sérstaklega frá Vestmanna- eyjum,“ segir Friðfinnur sem sleppti því að fá sér popp og kók eins og flestir. Segist ekki nota svoleiðis nasl. Þá fannst honum hléið fljótt að líða. Friðfinnur á kúabú í Fagranesi og er með 30 kýr. Ástæða þess að hann fór loks í bíó nú eftir 33 ár var að honum var boðið. Hann er alls ekki viss um að hann fari aft- ur: „Þetta er ósköp svipað og í sjónvarpinu. Bara stærra,“ segir hann. ■ Bíó FRIÐFINNUR SIGURÐSSON ■ Bóndi í Fagranesi í Aðaldal fór í Há- skólabíó um daginn. Hann hafði þá ekki farið í bíó frá því Ríkissjónvarpið hóf út- sendingar fyrir norðan. ...fær samgöngunefnd Reykjavík- urborgar fyrir að lækka stöðu- mælasektir um 37 prósent. Í fyrsta sinn í bíó í 33 ár Sonur Ladda í 70 mínútum SJÓNVARP Þórhallur Þórhallsson hef- ur verið ráðinn til að leysa af í sjón- varpsþættinum 70 mínútur á Popp Tíví á meðan um- sjónarmennirnir fara í upptökur á Svínasúpunni sem Stöð 2 er að láta gera. Þórhallur er sonur Ladda sem um árabil hefur verið einn vinsæl- asti skemmtikraftur landsins: „Laddi yngri er fyndnari en Laddi eldri ef eitthvað er,“ segir Sveppi í 70 mínútum sem bindur miklar vonir við Þórhall en auk þess hafa tveir aðrir verið ráðnir til að leysa af í þær fjórar vikur sem upp- tökur á Svínasúpunni standa yfir: „Auk Ladda yngri eru það Skúli Örn flugkennari og Þröstur sem vann í félagsmiðstöð. Allt þrælfyndnir ná- ungar,“ segir Sveppi. ■ Kringlunni skór X18 dagar í kringlunni 10% afsláttur af öllum X18 skóm um helgina 6.290.- 6.290.-4.490.- 4.990.- st.36-46st.36-41 st.36-41 st.36-41 Við erum opnir fyrir öllum hug-myndum sem blásið geta lífi í miðbæinn,“ segir Björgólfur Guð- mundsson, stjórnarformaður Landsbankans og hæstráðandi í Eimskipafélaginu, um hugmyndir þess efnis að Kvennaskólinn fái inni í gamla Eimskipafélagshúsinu við Pósthússtræti. Kvennaskólinn er sem kunnugt er í húsnæðisvand- ræðum og dreifir starfsemi sinni þegar víða um miðbæinn. Eim- skipafélagshúsið myndi fullnægja öllum þörfum skólans og staðsetn- ingin er ákjósanleg. Vitað er að fyrri stjórnendur Eimskipafélagsins hugðust flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins inn í Sundahöfn en af því varð ekki áður en nýir menn tóku þar við stjórn- taumum. Ljóst er að Björgólfur Guðmundsson er hrifinn af hug- myndinni um Kvennaskóla í Eimskipafélags- húsinu enda myndi það koma heim og saman við óskir hans um aukið líf í miðbænum. Er hann þeg- ar farinn að skoða hugmyndir um að breyta hluta af Landsbankahús- inu í Hafnarstræti í íbúðir sem myndu mæta verulegri eftirspurn sem í gangi er. Eða eins og einn í nánasta samstarfshópi hans orðaði það: „Menn fúlsa ekki við því þegar Kvennaskólinn býður upp í dans.“ Ingibjörgu Guðmundsdóttur, skólameistara í Kvennaskólanum, líst vel á: „Þetta væri frábært. Ég er til í allt,“ segir hún en bætir við að gamall draumur hennar um framtíðarhúsnæði Kvennaskólans sé í Hljómskálagarðinum: „Ég hef alltaf átt mér draum um fjölnota skólahús á horni Hringbrautar og Sóleyjargötu þegar búið verður að flytja Hringbrautina. Þar værum við í nábýli við fyrirhugað þekking- arþorp í Vatnsmýrinni og rétt hjá Háskólanum.“ ■ LADDI YNGRI Fetar í fótspor föður síns. FRIÐFINNUR SIGURÐSSON Mest gaman af landslaginu í Stormviðri. KVENNASKÓLINN Skólahald dreift vítt og breitt um miðbæinn. Hugmynd BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON ■ tekur vel í hugmyndir sem upp hafa komið um að Kvennaskólinn fái inni í Eimskipafélagshúsinu við Pósthússtræti. Kvennaskólinn í Eimskipafélagshúsið EIMSKIPAFÉLAGSHÚSIÐ Myndi fullnægja þörfum Kvennaskólans til framtíðar. BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON Vill líf í miðbæinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.