Fréttablaðið - 17.10.2003, Side 2

Fréttablaðið - 17.10.2003, Side 2
2 17. október 2003 FÖSTUDAGUR “Ef það er einn þá eru þeir of margir.“ Útvarpsstjóri hefur áhyggjur af vinstri slagsíðu í dagskrá Ríkisútvarpsins. Páll Magnússon er fulltrúi Framsóknarflokksins í útvarpsráði. Spurningdagsins Páll, er allt fullt af kommúnistum í Ríkisútvarpinu? Grunar samsæri í Hafnarstrætismáli DÓMSMÁL Varnarliðsmanninum John Edwin Rehm III, sem dæmdur var fyrir tilraun til man- ndráps í Hafnarstræti í sumar, hefur verið tilkynnt af rannsók- nardeild bandaríska sjóhersins að hann hafi nú stöðu grunaðs manns. Hyggst rannsóknardeild hers- ins rannsaka enn frekar þann glæp sem Rehm hlaut 18 mánaða fangelsisdóm fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir þremur vikum. Til viðbótar er Rehm sagður grun- aður um samsæri, að hafa leynt vopni, borið ljúgvitni, hindrað réttvísina, gefið rangar upplýsin- gar, logið eiðsvarinn og truflað almannafriðinn. Rehm var kynnt þessi staða sín á þriðjudag. Hann hefur verið í vörslu á svæði varnarliðsins síðan dómur féll í máli hans. Samkvæmt bandarísku stjórn- arskránni er ekki heimilt að sækja mann til saka tvisvar fyrir sama glæpinn. Lögfróðir menn sem til þekkja segja mögulegt að þetta eigi ekki við þegar um dómsniðurstöðu frá erlendu ríki sé að ræða. Bandarísk lög og venjur séu ákaflega teygjanleg. Sérstaklega sé erfitt að meta slíkt þegar um herrétt sé að ræða. Margar sérstakar reglur gildi við herrétt sem ekki séu í gildi undir venjulegum kringum- stæðum. Að sama skapi er erfitt að meta mögulegan dóm ef sjóherinn ákveður að sækja Rehm til saka og vinnur málið. Má þó búast við að dómurinn gæti verið frá fimm árum og upp í 30 ár. Á hinn bóginn gæti verið að sjóherinn sé að beita Rehm þrýstingi vegna sterkra grun- semda um að annar varnarliðs- maður hafi verið viðriðinn árás- ina í Hafnarstræti. Rehm væri að hylma yfir með hinum meðseka, sem þá væri sá maður sem fyrst var hnepptur í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að málinu. Sá neitaði allri sök og var látinn laus þegar Rehm gaf sig fram daginn eftir voðaverkið. Við réttarhöldin sagðist Rehm hafa játað vegna þess að rangur maður sæti í varðhaldi. Fram- burður vitna og meinafræðings benti þó eindregið til að árásar- mennirnir hefðu verið tveir. Samkvæmt upplýsingum frá Friðþóri Eydal, upplýsingafull- trúa varnarliðsins, eru engin áform uppi um að ákæra Rehm á þessari stundu. Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalags Íslands: Himinlifandi með dóminn DÓMSMÁL „Eftir allt sem á undan er gengið, fúkyrðaflaum forsæt- isráðherra og múgæsingu þing- meirihlutans, er ég auðvitað him- inlifandi yfir þessum dómi. Í fyrra skiptið voru stjórnvöld dæmd með þremur atkvæðum gegn tveimur. Nú eru hins vegar allir sjö dómarar Hæstaréttar á einu máli um að ríkisstjórnin hafi brotið gegn sjálfri stjórnarskrá lýðveldisins,“ sagði Garðar Sverrisson, formaður Öryrkja- bandalags Íslands. Hann rifjaði upp gagnrýni sem talsmenn öryrkja fengu frá valdhöfum fyrir að halda því fram að ríkisstjórnin væri að taka fé ófrjálsri hendi og brjóta gegn stjórnarskránni. „Hæstiréttur hef- ur tekið af skarið hvað þetta varðar. Þrátt fyrir viðvaran- ir af okkar hálfu, lög- manna okkar og al- þingismanna, brutu stjórnvöld í tvígang gegn stjórnarskrá. Ríkisstjórnin fótum tróð sjálfsögðustu réttindi þeirra sem afskiptastir eru í samfélagi okkar,“ sagði Garðar. Hann segist ekki gera sér fyllilega grein fyrir hvað dómurinn muni kosta, enda sé það algert aukaatriði. „Þetta eru peningar sem öryrkjarnir eiga og til þess hafa bæði þeir, ættingjar þeirra og vinir greitt bæði skatta og eyrnamerkt tryggingagjald, gjald sem ætlað er að standa undir lífeyrisgreiðsl- um almannatrygginga og nemur nú um 20 milljörðum á ári hverju.“ ■ Fjármálaráðherra: Lögin rétt frá setningu þeirra DÓMUR „Það má ráða af dómnum að lögin séu rétt frá þeim tíma sem þau voru sett,“ segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra. „Hæstiréttur fellst á kröfu stefnanda hvað varðar mismun áranna 1999 og 2000 og við verðum nú að fara yfir dóminn,“ segir hann. Geir segist ekki gera sér grein fyrir því hvað dómurinn komi til með að kosta ríkissjóð mikið fé. Hann fagnar því að Hæstiréttur hafi fallist á sjón- armið ríkisins hvað varðar fyrningu. Geir vildi ekki tjá sig um hvort dómurinn þýddi að ríkisstjórnin og Alþingi hefðu brotið stjórnarskrá. ■ SJÁVARÚTVEGUR „Það er ómögulegt að segja til um það,“ sagði Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra aðspurður um hvort úthlutun byggðakvóta sem tilkynnt var um í gær væri sú síðasta í röðinni. Meðal þeirra hugmynda sem hafa komið fram um upptöku línuíviln- unar er sú að byggðakvótinn verði lagður niður í núverandi mynd og hann þess í stað nýttur í línuíviln- un. Þingeyri fær mesta úthlutun byggðakvóta af einstökum sveit- arfélögum. 119 tonn, um átta prósent þeirra 1.500 tonna sem var úthlutað í byggðakvóta, fara til Þingeyrar. Sandgerði fær næstmest úthlutað, tæpum 93 tonnum. Af þeim sveitarfélögum sem fá kvóta úthlutað fá Grímseyingar og Grenvíkingar minnst, fjögur tonn hvorir um sig. Það vekur athygli að Akureyri fær úthlutað byggðakvóta, reynd- ar ekki nema fimm og hálfu tonni. Ástæðan er sú að einn af þátt- unum sem ráða því hvernig byggðakvóta er úthlutað er tekjur íbúanna. Þær eru undir lands- meðaltali á Akureyri. „Þetta kemur svona út þegar búið er til punktakerfi,“ segir sjávarútvegs- ráðherra. „Auðvitað hefði maður getað fiktað í því,“ segir hann en ákveðið hafi verið að gera það ekki. ■ ÁRNI MATHIESEN Kannski síðasta úthlutun byggðakvóta, kannski ekki. 1.500 tonna byggðakvóta úthlutað til 42 hafna: Þingeyri og Sandgerði fá mest MESTA ÚTHLUTUN Þingeyri 118,9 tonn Sandgerði 92,6 tonn Brjánslækur 76,0 tonn Eskifjörður 70,5 tonn Bolungarvík 66,4 tonn MINNSTA ÚTHLUTUN Grímsey 4,1 tonn Grenivík 4,1 tonn Akureyri 5,5 tonn Bakkafjörður 9,7 tonn Tálknafjörður 15,2 tonn Varnarliðsmaðurinn sem hlaut fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hnífstungumálið í Hafnarstræti fyrr á þessu ári er undir smásjá rannsóknarnefndar bandaríska sjóhersins. DÓMSDAGUR Rehm og verjendur hans við réttarhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur. ■ Má þó búast við að dómurinn gæti verið frá fimm árum og upp í 30 ár. albert@frettabladid.is gar@frettabladid.is Forstjóri TR: Bíðum fyrirmæla DÓMSMÁL „Mér sýnist að þarna sé Hæstiréttur að dæma að lög og reglugerð sem sett voru standist ekki stjórnarskrá,“ segir Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar. „Við í Trygg- ingastofnun erum greiðsluaðili, höfum hvorki lagasetningar- né reglugerðarvald.“ Karl Steinar sagði ljóst að dómurinn gæti þýtt veruleg útgjöld af hálfu ríkisins. „Við munum að sjálfsögðu fara eftir niðurstöðu dóms Hæsta- réttar og bíðum fyrirmæla um það hvernig haga skuli greiðsl- um.“ ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Guðni Ágústsson: Ummælin þýða ekki neitt DÓMUR „Menn verða að taka þeim úrslitum og deila ekki við dómar- ann,“ segir Guðni Ágústsson, vara- formaður Framsóknarflokksins, um dóminn í öryrkjamálinu í gær. Þegar hann er spurður hvort hann hafi verið sammála því sem formaður Framsóknarflokksins, Halldór Ásgrímsson, sagði í um- ræðum á Alþingi í janúar árið 2001 um að ef það kæmi fram að ríkisstjórnin væri vísvitandi að brjóta stjórnarskrá, ætti ekki bara einn ráðherra, heldur ríkis- stjórnin öll að segja af sér, svarar hann: „Það er margt sem sagt er í pólitíkinni og ég tók ekkert sér- staklega eftir þeim ummælum. Ég sé ekki að þessi ummæli þýði neitt í dag.“ ■ RAGNAR AÐALSTEINSSON Lögmaður Öryrkjabandalagsins segir að það beri að hafa í huga að dómurinn sé að hluta til málamiðlunardómur. Hæsti- réttur hafi ekki viljað lenda í útistöðum við framkvæmdavaldið öðru sinni. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður: Viðvaranir að engu hafðar DÓMSMÁL „Dómurinn er merkilegt framlag til félagslegra mannrétt- inda og hann er enn eitt nýtt skref í þá átt að gera félagsleg mann- réttindi jafnsett borgaralegum og pólitískum mannréttindum, einn- ig hér á landi,“ segir Ragnar Aðal- steinsson, lögmaður Öryrkja- bandalagsins. „Það var búið að vara ríkis- stjórnina og meirihluta þing- manna við því í janúar 2001 að lögin sem þá voru sett í tilefni af dómi Hæstaréttar frá desember 2000 myndu brjóta í bága við stjórnarskrána. En þau ráð voru virt að vettugi og því fór sem fór. Hún var brotin eins og í ljós kom í gær. Ríkisstjórnin taldi réttara að hafa ráðgjöf stuðningsmanna sinna í fyrirrúmi,“ segir Ragnar. „Það ber að hafa það í huga að dómurinn er að hluta til málamiðl- unardómur og ber það með sér að Hæstiréttur hefur ekki viljað lenda í útistöðum við fram- kvæmdavaldið öðru sinni.“ ■ GARÐAR SVERRISSON Garðar segir ríkisstjórnina hafa fótum troðið sjálfsögð- ustu réttindi þeirra sem af- skiptastir væru í samfélaginu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.