Fréttablaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 8
8 17. október 2003 FÖSTUDAGUR
Skeytingarleysi þriggja ríkja
„Japan, Ísland og Noregur eru
einu iðnríkin, sem hafa byrgt
efnahagslíf sitt svo inni undan-
gengna áratugi, að viðskipti við
útlönd hafa vaxið engu örar en
landsbúskapurinn að öðru
leyti.“
Þorvaldur Gylfason í Fréttablaðinu 16. október.
Þökkum Drottni
„Þökkum Drottni fyrir liðin tutt-
ugu og fimm ár og sérstaklega
fyrir að hafa gefið okkur þann
mann sem hefur einkennt þau
öðrum fremur: Jóhannes Pál
páfa II.“
Jóhannes Gijsen í DV 16. október.
Ofstjórnarmenn
„Hin dapurlega staðreynd er sú
að núverandi valdhafar hafa
fótum troðið alþingi...“
Sverrir Hermannsson í Morgunblaðinu
16. október.
Orðrétt
Fyrsta mannaða geimfar Kínverja lenti heilu og höldnu:
Hetjan komin heim
PEKING, AP Mannaða geimfarið
Shenzhou 5, sem Kínverjar
skutu á loft á miðvikudag, lenti
heilu og höldnu í fyrrinótt á
sléttum Innri-Mongólíu, um
300 kílómetra norðvestur af
höfuðborginni Peking.
Einn geimfari var í flaug-
innu, Yang Liwei, 38 ára gam-
all, og segir kínverska frétta-
stofan Xinhua að hann sé heill
á húfi.
„Mér líður vel. Ég er stoltur
fyrir hönd föðurlandsins,“
sagði Liwei þegar hann sté út úr
geimfarinu.
Þetta var fyrsta mannaða
geimferð Kínverja en geimfarinu
var skotið á loft frá Jiuquan í
Norðaustur-Kína. Kínverjar
urðu þar með þriðja þjóðin til
að skjóta mönnuðu geimfari á
loft.
Yang Liwei fór 14 sinnum
umhverfis jörðu í geimfarinu
og gekk allt að óskum. Geim-
ferðin tók 21 klukkustund og
hafði Liwei næga næringu
meðan á ferðinni stóð en 20
réttir voru á matseðli geim-
farsins, einn fyrir hverja
klukkustund.
Undirbúningur ferðarinnar
hefur staðið í 11 ár og kostað um
2,2 milljarða dala eða nálægt 170
milljörðum íslenskra króna. ■
Alþingi:
Spurt um
Sundabraut
ALÞINGI Samgönguráðherra hefur
verið beðinn um svör við fyrir-
spurnum á Alþingi í sambandi við
umferðarmannvirki í Reykjavík.
Guðjóni Ólafur Jónsson, vara-
þingmaður Framsóknarflokksins,
spyr hvað líði undirbúningi að gerð
Sundabrautar, gerð mislægra
gatnamóta Miklubrautar og
Kringlumýrarbrauta og færslu
Hringbrautar.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt-
ir, Samfylkingu, spyr hvað sé því til
fyrirstöðu að báðar þær leiðir sem
verið hafa til athugunar varðandi
legu Sundabrautar fari í lögform-
legt umhverfismat. ■
PEKÍNG, AP Kínversk stjórnvöld
saka meðlimi hinna forboðnu
samtaka Falun Gong um að hafa
truflað útsendingu frá geimskoti
Kínverja á dögunum. Kínverski
kommúnistaflokkurinn hætti á
síðustu stundu við að senda beint
út frá því þegar fyrsta mannaða
geimfari Kínverja var skotið á
loft á miðvikudag. Í staðinn var
ákveðið að senda upptöku frá at-
burðinum út þegar ljóst var að
geimskotið hefði heppnast. Út-
sending frá geimskotinu og um-
fjöllun því tengd átti að vera eina
efnið í kínverska ríkissjónvarpinu
á miðvikudag og fimmtudag.
Talsmenn kínverska komm-
únastaflokksins segja að Falun
Gong hafi sent út sjónvarpsmerki
sitt frá Taívan og vísvitandi trufl-
að gervihnattaútsendingu kín-
verska ríkissjónvarpsins frá þess-
um merka viðburði í sögu Kína.
„Þeir komu í veg fyrir að al-
menningur fengi að sjá fréttir af
geimskoti Shenzhou 5, hins helga
fleys,“ sagði í fréttum Xinhua-
fréttastofunar.
Ekki fylgdi sögunni hvað það
var sem Falun Gong sendi út
gegnum dreifikerfi sitt. ■
Í FAÐMI FJÖLSKYLDUNNAR
Fyrsti kínverski geimfarinn, Yang Liwei,
lentur heilu og höldnu. Hann er hér ásamt
konu sinni, Zhang Yumei, og átta ára
gömlum syni.
Kommúnistaflokkurinn æfur út í Falun Gong:
Trufluðu útsend-
ingu frá geimskoti
ÆÐSTU RÁÐAMENN KÍNA
Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, og aðrir háttsettir ráðamenn hugsa Falun Gong-sam-
tökunum nú þegjandi þörfina. Stjórnvöld segja Falun Gong hafa truflað útsendingu frá
fyrsta mannaða geimskotinu í sögu landsins.
Eldur um borð
í Nílarferju:
Ellefu
slasaðir
KAÍRÓ, AP Eldur braust í gær út í
farþegaferju sem siglir um Níl í
Suður-Egyptalandi. Að minnsta
kosti ellefu manns slösuðust og
eins manns er saknað. Hinir slös-
uðu eru ferðamenn frá Mexíkó,
Ítalíu og Spáni.
Ferjan var á leið frá Luxor til
Aswan þegar eldurinn kom upp og
voru 140 manns um borð, allt er-
lendir ferðamenn.
Upptök eldsins eru ókunn, að
sögn lögreglu. ■
Ungir framsóknarmenn:
Standi við
loforðin
STJÓRNMÁL Ungir framsóknar-
menn á norðanverðum Vestfjörð-
um skora á stjórnvöld að standa
við loforð sín um að línuívilnun
verði komið á í haust. Þetta kom
fram í einni ályktana sem var
samþykkt á aðalfundi þeirra í
fyrrakvöld. Jafnframt var skorað
á menntamálaráðherra að efla
háskólanám á Vestfjörðum og
upphafi hvalveiða á ný fagnað.
Albertína Friðbjörg Elíasdótt-
ir var kjörin nýr formaður fé-
lagsins. ■
Lögreglumál:
Reglur um
myndasöfn
ALÞINGI Guðjón Ólafur Jónsson,
varaþingmaður Framsóknar-
flokksins, hefur lagt fram fyrir-
spurn á Alþingi til dómsmálaráð-
herra um mynda-
safn lögreglu.
Hann spyr
hvaða vinnureglur
gildi um mynda-
safn lögreglu
varðandi myndir
af einstaklingum,
þar með talið
h a n d t e k n u m
og/eða grunuðum
mönnum og mynd-
ir frá opinberum
fundum og öðrum
samkomum.
Guðjón Ólafur vill vita hjá
hvaða lögregluembættum slík
myndasöfn eru varðveitt og í
hvaða tilgangi, hvað valdi því að
mynd af mönnum sé varðveitt í
myndasafni og af hvaða tilefni
hún sé fjarlægð þaðan. Þá óskar
hann eftir upplýsingum um það
hvert lögregla sækir heimild til
varðveislu slíkra myndasafna og
hvenær og með hvaða hætti við-
komandi sé tilkynnt að mynd af
honum sé varðveitt í myndasafni
lögreglu eða hafi verið fjarlægð
þaðan.
Að lokum spyr varaþingmaður-
inn hvort dómsmálaráðherra telji
ástæðu til að setja sérstök ákvæði í
lög eða reglugerð um þessi efni. ■
GUÐJÓN ÓLAF-
UR JÓNSSON
Vill vita hvort
lögregla geymi
myndir af mönn-
um.
Markús uppnefnir
danska útvarpið
Í tölvupósti útvarpsstjóra líkir hann Danmarks Radio við kommúnistaríki og lýsir því að sú
stofnun sé á hliðinni vegna vinstrivillu og nái ekki að rétta sig við. Gerir athugasemd við
umfjöllum Spegilsins um Nóbelsskáldið og ríkisstjórnina árið 1955.
FJÖLMIÐLAR Í tölvuskeyti Markúsar
Arnar Antonssonar útvarpsstjóra til
lykilstjórnenda hjá Ríkisútvarpinu,
sem Fréttablaðið birti kafla úr í
gær, lýsir hann meintri vinstrivillu
danska útvarpsins og líkir stofn-
uninni við kommúnistaríki: „Það er
með ólíkindum að fylgjast með
umræðum um Danmarks Radio, þar
sem sú fleyta er sögð hafa gjörsam-
lega lagst á hliðina og nái ekki að
rétta sig við. Blöðin rifja upp
ummæli starfsmanna, sem sögðu
berum orðum að þeir ætluðu að
hengja pólitíska andstæðinga sína í
hæsta ljósastaur (m.a núverandi
utanríkisráðherra) þegar byltingin
hæfist. Annar hver toppmaður í
stjórnkerfi (D)DR á að hafa verið
handbendi austur-þýzku stjórnarin-
nar o.s.fr. Christian Nissen
útvarpsstjóri vísar því á bug að DR
sé vinstrioríentíerað núna, en það
hafi einu sinni verið það!! Ja,
hvenær hefði það verið viðurkennt
áður og forðum?...,“ spyr
útvarpsstjóri.
Þegar Markús Örn snýr út úr
nafni danska útvarpsins með
skammstöfuninni DDR er hann að
vísa til hins horfna Þýska
alþýðulýðveldis. Sjálfur sagði
hann í samtali við Fréttablaðið að
tölvuskeytið hafi verið á köflum
skrifað í léttum dúr.
Megininntak tölvupóstsins er
um vinstrivillu þeirra sem standa
að útvarpsþættinum Speglinum
sem sendur er út á samtengdum
Rásum. Meðal þess sem Markús
Örn gerir athugasemdir við er
umfjöllun Hjálmars Sveinssonar
umsjónarmanns þegar hann rifj-
aði upp heimkomu Halldórs
Laxness Nóbelsskálds árið 1955
þegar íslensk þjóð fagnaði skáld-
inu á hafnarbakkanum: „...En
hann tók sérstaklega fram að
ríkisstjórn Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks (eins og sú sem
nú situr) hefði ekki látið sjá sig...,“
segir útvarpsstjóri um efnistök
Spegilsins.
Hann veltir upp þeim mögu-
leika í niðurlagi bréfsins að nýr
fréttaskýringaþáttur verði settur
við hlið Spegilsins þar sem hægri-
menn myndu sitja við stjórn-
völinn. Útvarpsstjóri telur þó að
leita verði að umsjónarmönnum
utan RÚV.
rt@frettabladid.is
RÍKISÚTVARPIÐ
Starfsmönnum er brugðið eftir að tölvupóstur útvarpsstjóra komst í hámæli.