Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.10.2003, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 17.10.2003, Qupperneq 18
Fyrir nokkrum dögum, þegarumræðan um kaup Björgólfs Guðmundssonar og þeirra Lands- bankamanna á Eimskipafélaginu stóð sem hæst, færði góðvinur minn þessar viðskiptahræringar í tal við mig. Innlegg hans reyndist eftirminnilegra en flest sem við- skiptasérfræðingar höfðu um þetta talað. Hann sagði einfaldlega, að þetta væri allt saman að verða eins og í hinni frægu bíómynd „Carrie“ sem gerð var eftir sögu Stephen King hér um árið. Eftir miklar sviptingar og læti alla myndina endar hún á því að á tjaldinu er ný- leg gröf og áhorfendur gátu andað rólega því átökin og óhugnaðurinn láu þar grafin. En rétt í þann mund sem hjartslátturinn er að verða eðlilegur, sprettur hönd upp úr moldinni og áhorfendur öskra af skelfingu og undrun. Frá og með þeirri stundu var ljóst, að ballið var síður en svo búið! „Eimskips- menn hafa sennilega verið löngu hættir að reikna með samkeppni og átökum við Hafskip,“ botnaði vinur minn söguna. Hagræðingartrúboðið Eimskipafélagið hefur á umliðn- um misserum verið í fararbroddi hagræðingarstefnunnar, sem kennd er við hagkvæmni stærðar- innar. Í gegnum fjárfestingarfélag- ið Burðarás hefur fyrirtækið keypt til sín og sameinað ýmis helstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Landsmenn hafa um nokkurra missera skeið horft upp á virðulega forstjóra og bankastjóra tala fyrir þeirri nauðsyn í íslensku atvinnu- lífi sem samþjöppun í stærri ein- ingar er. Hagræðing og sameining hafa verið lausnarorð, hinn stóri sannleikur, sem menn hafa haft yfir á markaðstorgum þrisvar á dag, rétt eins og þau væru mús- limskt bænakall í Listasafni Akur- eyrar. Óskabarn þjóðarinnar hefur raunar ekki látið duga að vera sjáv- arútvegsrisi og eitt stærsta eignar- halds- og fjárfestingarfélag lands- ins. Það er auðvitað trútt uppruna sínum og er líka annað tveggja flutningafyrirtækjanna í landinu, sem náð hafa að hagræða einyrkja og smærri fyrirtæki burt úr flutn- ingastarfsemi hvort heldur er á sjó eða landi. Allt hefur þetta verið í samræmi við það hagræðingartrú- boðið sem „markaðurinn“ hefur boðað og viðskiptalífið lifað eftir af lúterskri skyldurækni og vinnu- semi. Hundruð einkennisklæddra smápresta, hinna svonefndu starfs- manna á fjármálamarkaði – ýmist dragtarklæddar framakonur eða bindisbúnir og vatnsgreiddir jakkafatamenn – hafa séð um að boða fagnaðarerindið meðal al- múgans. Engin meðalmaður velkt- ist því lengur í vafa um að hagræð- ing og sameining fyrirtækja var forsenda þess að hægt væri að búa á Íslandi. Upplausnarvirði En svo virðist hins vegar sem siðskipti séu að verða í landinu þessa daga. Í stað hagræðingar- og sameiningartrúboðsins eru nýir sið- ir að ryðja sér til rúms. Eftir að Samson sjálfur tók sig til og negldi yfirlýsingu um uppstokkun á eigna- tengslum í íslensku atvinnulífi á kirkjudyr Óskabarnsins, hefur ný uppljómun leyst hagræðinguna af hólmi. Sú uppljómun hefur þotið um byggðirnar og ýmist valdið hrifn- ingu eða hræðslu. Hið nýja lausnar- orð er „upplausnarvirði fyrir- tækja“. Nýrri trú fylgja nýir siðir og að sjálfsögðu ný ásýnd. Íhygli, kurteisi, og alþýðlegheit eru nú í forgrunni í stað yfirlætis gamla valdsins. Æðsti presturinn er enda hinn geðfelldi mannasættir Magnús Gunnarsson, sem nú er búinn að kasta frá sér bindinu og mætir sanngjarn á svip í sjónvarpsviðtöl með fráhneppt í hálsinn eins og hver annar alþýðumaður. Engum dylst þó, og það reynir Magnús ekki að fela, að upplausnarvirðið er grunnboðorð hinnar nýju trúar- deildar. Þetta undirstrikaði Magnús á Stöð 2 í fyrrakvöld þegar hann sagði það alltaf hafa legið ljóst fyrir að verðmæti fyrirtækja væri meira ef þau væru seld í pörtum en ef þau væru seld í heilu lagi. Það verður því ekki annað séð – og það er vitaskuld sú villutrú sem vígslubiskup hagræðingartrúboðs- ins Benedikt Jóhannesson reyndi árangurslítið að bannfæra á aðal- fundi Eimskips – að næstu misseri fari í það að vinda ofan af hagræð- ingar- og sameiningarstarfi undan- genginna missera. Spurningin snýst einungis um hvernig þetta verður gert og hversu víðtæk sund- urgreiningin verður. Enn upprisa? Í sjávarútveginum birtast siða- skiptin líka í því að heimamenn á Akranesi, Skagaströnd og Akur- eyri eru komnir í startholur til að kaupa til baka í dag það sem þeir seldu frá sér í gær. Byggðafestufé- lag eins og KEA, sem nýlega hafði lýst því hátíðlega yfir að sögulegu hlutverki þess í sjávarútvegs- rekstri væri lokið, stígur nú fram upprisið eins og Lasarus forðum og býðst til að borga hluta upplausnar- virðis sjávarútvegshlutans. Hvort og þá hvert flutningastarfsemin fer á líka eftir að koma í ljós. Þegar þessu þjóðþrifastarfi verður nú öllu lokið og búið að vinda ofan af sameiningum og hag- ræðingu síðustu ára er ekki ólíklegt að ný verkefni taki við. Þannig má búast við að gröfin sem sameining- artrúboðið liggur í núna sé grunn, og það verði því hagræðingarhönd- in sem skjótist upp úr henni næst, einhvern tíma þegar menn eiga síst von á. Hagræðingin á líklega enn eftir einhverja fylgismenn þó hljótt fari í bili, e.t.v. hjá Samskipum, sem myndu væntanlega glaðir greiða uppsett upplausnarverð fyrir flutn- ingahlutann, þó ekki væri nema til að fullkomna hagræðinguna í flutn- ingum hér innanlands, þegar þeirra tími kemur! ■ Það er nokkuð sérstætt að MarkúsÖrn Antonsson útvarpsstjóri skuli kvarta undan vinstrislagsíðu á starfsmönnum Ríkisútvarpsins við menn úti í bæ. Ef það er rétt mat hjá Markúsi – sem er alls ekki svo fráleitt – að fréttaskýringarþát- turinn Spegillinn endurspegli heimsmynd vinstrimanna – og ef hann telur það ekki hæfa dagskrá Ríkisútvarpsins – þá er ekkert eðlile- gra en að laga vandamálið, breyta þættinum, stokka upp í umsjónar- mannahópnum eða beita öðrum aðferðum til að laga þáttinn. Hann nefnir í skeytinu til vina sinna að hugsanlega væri réttast að búa til annan þátt til höfuðs Speglinum – eins konar hægrisinnaða útgáfu hans. Fréttaskýringar RÚV færu þá að minna á gömlu flokksblöðin. En Markús efast um getu sína til að búa til nýjan þátt. Hann rekst ekki á marga hægrimenn á göngum Ríkis- útvarpsins og þyrfti því að finna hægrisinnaða Spegilsmenn úti í bæ. Í skeytinu til vina sinna er Markús að bregðast við skömmum Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra út í Spegilinn og meinta vinstristefnu starfsmanna Ríkis- útvarpsins. Afstaða þeirra Björns og Markúsar er kunnugleg. Það hefur löngum loðað við hægrimenn pirr- ingur út í hversu íslenskir mennta- menn – svokölluð intellígensía – er vinstrisinnuð. Eða öllu heldur lítt hægrisinnuð. Fyrir tæpri öld samanstóð hægri intellígensían af Kristni Albertssyni og síðan hefur hún varla vaxið og alls ekki skánað. Staða æðsta páfa hægrimanna innan intellígensíunnar hefur verið svo lengi laus að Hannes Hólmsteinn hefur reynt að vaxa upp í hana. Þetta getuleysi til að ná fótfestu innan lista og menningar, mennta og fjölmiðlunar hefur farið í taugarnar á áköfum hægrimönnum eins og Birni. Og oft á tíðum brýst óánægjan út í vanmáttarkennd – hægrimenn láta sem inni í menntamannaheim- um séu þeim brugguð svikráð. Það má skilja margar mannaráðningar í Ríkisútvarpinu á undanförnum árum út frá þessu. Stjórnvöld eru nokkuð kerfisbundið að koma þar fyrir góðum og gegnum flokksmön- num til að vega upp slagsíðuna sem þeir þykjast hafa mátt þola lengi. En er þetta endilega rétt stefna? Skal ætíð illt reka út með illu? Felst einhver lausn í því að draga einn hægrimann að míkrófóninum fyrir hvern vinstrimann sem fær óhindrað að tala til þjóðarinnar? Ég held ekki. Ef menn hafa á annað borð nokkra trú á rekstri óháðra og hlut- lausra fjölmiðla hlýtur lausnin að vera sú að auka og efla fagmennsku starfsmanna Ríkisútvarpsins. Það má til dæmis gera með því að ráða reynslumikið fjölmiðlafólk í stjórn- unarstöður. Ef einstakir þættir hafa óæskilega slagsíðu er það ekki síður faglegt vandamál en pólitískt. Tilraunir ríkisstjórnar til að koma sínu fólki fyrir innan Ríkis- útvarpsins gera ekkert annað en að auka vandann – minnka fagmennsku og auka pólitíska slagsíðu. ■ Er maðurinn að tapa sér?“ spyrspjallarinn Bóbó á vefnum malefni.com um nýlegan tölvu- póst Markúsar Arnar Antonsson- ar útvarpsstjóra til samstarfs- manna sinna, þar sem hann talar m.a. um vinstrislagsíðu í frétta- þættinum Speglinum, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Bóbó furðar sig á þessu: „Af hverju sendir hann ekki út bréf þar sem hann mótmælir erlendu fréttadeildinni í Sjónvarpinu?“ spyr hann. „Þegar Ólafur Sigurðs- son segir fréttir utan úr heimi er það eins og að horfa á einhvern lesa upp fréttatilkynningu frá Pentagon. Til dæmis eru fréttir RÚV frá Ísrael og Palestínu ansi litaðar. Þetta á reyndar ekki bara við um RÚV. Ég held til dæmis að Óli Tynes tali aldrei um araba öðruvísi en sem herskáa múslima. Þetta þykir öllum í lagi. Ég vona að besti fréttaþáttur landsins í dag fái að vera í friði.“ Einkaskoðun eða fagmennska? „Það verður nú að viðurkenn- ast að þessi Spegill er ansi eins- leitur,“ skrifar netverjinn Hazel. „Í gær var til dæmis einhver Helga Vala að fjalla um málefni útlendinga, og reglur um þá. Hún blandaði sinni einkaskoðun og vandlætingu rækilega í umfjöll- unina, sem snerist um það hvað reglur væri ósanngjarnar að hennar mati. Hún hefði sem fag- manneskja átt að fá einhvern sem útskýrði að reglurnar verða að vera svona, ef við ætlum að starfa sem sjálfstæð þjóð, sem ræður því, hverjir koma hingað og af hverju.“ Spjallarinn Alex er fljótur til að mótmæla þessu: „Það er greini- legt að þú hefur ekki haft fyrir því að hlusta á pistil Helgu Völu í gær. Hún var einmitt að leiðrétta þann leiða misskilning að útlend- ingar geti komið hingað á ein- hverja „ríkisjötu“. Pistillinn var þannig að sumu leyti dæmigerður fyrir pistla Spegilsins sem leið- rétta heimskulegt bull sem menn gapa hér oft hver upp eftir öðrum án þess að kynna sér málin eða hugsa yfir höfuð.“ Hlutleysi og litleysi Markús hlýtur að fara að gera eitthvað í málinu,“ skrifar rekt- or. „Annað hvort að reka starfs- mennina eða leggja niður þátt- inn. Rökin: Þátturinn var of vinstri sinnaður. Mikið væri gaman að heyra hvað hlustend- um þykir um þáttinn (það skiptir náttúrulega ekki máli, hjá Mark- úsi McCarthy). Ég hlusta oft á Spegilinn en aldrei datt mér í hug að ég væri að hlusta á vinstri áróður þegar ég hlustaði á þátt- inn. Stórlega efast um að flestum hlustendum hafi meira segja dottið það í hug, að um vinstri áróður hafi verið að ræða. Vert að taka það fram að ég lít ekki á mig sem vinstri mann, ekki í nokkrum skilningi þess hug- taks.“ Hnakkus veltir vöngum yfir því hversu mikils virði það sé í raun og veru að gæta hlutleysis: „Persónulega finnst mér þetta gríðarlega hlutleysi sem alltaf er verið að tala um ofmetið. Menn mega alveg setja fram efni sem er þeim hjartans mál og hafa skoðun á því sem þeir fjalla um. Það er ekki glæpur. Hlutleysi er fínt fyrir dómara og löggur en er hægt að gera kröfu um eitthvað rosalega hlutleysi annars staðar? Þarf ekki bara umfjöllun frá báð- um hliðum. Mér sýnist það alla- vega. Þar sem reynt er endalaust að gæta fullkomins hlutleysis gætir oft líka litleysis.“ ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um Ríkisútvarpið og eiganda þess. 18 17. október 2003 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Vor siður og ósiðir Ólafur Sigurðsson, Ásatrúarfélaginu, skrifar: Í fréttum á Stöð 2 11. október vargreint frá því er Ásatrúarmenn fóru að Kárahnjúkum til að heita á landvættina. Var svo reist níð- stöng með Löngu að fornum sið, gegn þeim sem skaða náttúru landsins. Þetta erum við vanir að gera, þetta er vor siður og hefur verið mjög lengi. En fréttamenn- irnir voru ekki að fatta þetta, sögðu að við værum að fara með „bölbænir“ og gerðu góðlátlegt grín að öllu saman. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem slíkur ósiður er hermdur upp á okkur Ásatrúarmenn af frétta- stofunni. Við erum ekkert að biðja bæn- ir, það er væmið. Við bölvum held- ur ekki þeim sem við erum ósam- mála, það er barnalegt. Einnig trúum við ekki á helvíti kristinna manna, frekar en á Grýlu barn- anna. Okkur nægir að heita á goð og góðar vættir okkur til hug- hreystingar. Við höfum heldur ekkert með kristna ósiði að gera eins og að kalla til andskota þegar illa gengur. Hvaðan koma eigin- lega þessar hugmyndir frétta- manna á Stöð 2 um okkur Ásatrú- armenn? Það var Haraldur Gormsson Danakonungur sem sendi menn til Íslands, því hann vildi hefna níðs Íslendinga um sig. Landvættirnar tóku á móti þessu liði og hröktu brott. Til forna var trú mikil á Landvættina og er enn heitið á þá í vorum sið, Ásatrúnni. Við erum enn miklir náttúrudýrkendur á mjög íslenskan hátt. Börnin í ferð okkar á Kárahjnúka ætluðu að vekja drekann, unglingarnir voru að vekja anda drekans, en við full- orðnu vorum aðeins að heita á landvættirnar. Stöð 2 sagði svo að við færum með bölbænir! Vil ég nota tækifærið nú og heita á fréttamenn á Stöð 2 að segja einfaldlega rétt frá, það er mun skemmtilegra og oft afar fræðandi. Vil ég og heita á góða menn á Stöð 2 að fíflast ekki með það sem þeir ekki þekkja, það verður kjánalegt. Slíkt er ósiður. ■ Um daginnog veginn BIRGIR GUÐMUNDSSON ■ stjórnmálafræðingur skrifar um breytt boð- orð í viðskiptalífinu. Siðaskiptin nýju ■ Bréf til blaðsins MARKÚS ÖRN ANTONSSON Telur fréttaþáttinn Spegilinn einkennast af vinstrislagsíðu. Netverjar eru ekki allir sammála því. Flokksblöðin í Ríkisútvarpinu Hlerað á Netinu NETVERJAR ■ velta vöngum yfir bréfi Markúsar Arnar til samstarfsmanna sinna. Einsleitur Spegill? Gjaldmiðill loforða Þegar ríkið hefur afhent gæludýrum sínum eignarhald á auðlindum hafsins, er eðlilegt, að þau reyni að koma happinu í verð. Kaupendur kvótans lofa yfirleitt hver um annan þveran að flytja hann ekki burt úr sjá- varplássum, en meina ekkert með því. Þeir eru bara að kaupa sér tímabundinn frið. Samherji lofaði öllu fögru um kvótann á Vestfjörðum og sveik það. Eimskip lofaði öllu fögru, þegar það keypti kvótann á Akranesi og ætlar nú að svíkja. Undarlegt er, að menn skuli hafa trúað, því að loforð eru ekki gjaldmiðill í markaðshagkerfinu. Á endanum flyzt allur kvótinn í Kvosina, þangað til gæludýr ríkisins finna leiðir til að koma honum úr landi. JÓNAS KRISTJÁNSSON AF VEFNUM JONAS.IS ■ Af Netinu

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.