Fréttablaðið - 17.10.2003, Page 31
Leikkonan Kristanna Loken, semlék illa vélmennið í Terminator
3, segir það mun unaðslegra að
kyssa stelpur en stráka. Nýverið
sást til hennar og söngkon-
unnar Pink deila nokkrum
heitum og blautum koss-
um á skemmtistað. Þetta
hefur vakið mikla athygli í
bandarísku slúðurpress-
unni, sérstaklega þar sem
Pink sagði nýverið skilið
við kærasta sinn til langs
tíma. Kristanna segist þó enn
laðast líka að karlmönnum þó
það sé betra að kyssa stúlkur.
Hún tók það svo einnig skýrt
fram að þetta hefði nú ekki
verið í fyrsta skiptið sem hún
kelar við aðra stelpu.
31FÖSTUDAGUR 17. október 2003
Kringlunni s. 568 9017 - Laugavegi s.511 1717 - www.ntc.is
NÝJAR ÚLPUR
L
jó
s
m
y
n
d
a
ri
:
A
ld
ís
P
á
ls
d
ó
tt
ir
4 You
4 You
Diesel
Diesel
Vans
úlpa
peysa
bolur
gallabuxur
skór
11.990
4.990
4.990
9.990
7.990
Sparkz
Y London
Diesel
Converse
úlpa
peysa
gallabuxur
skór
9.990
9.990
3.990
8.990
Mia
Morgan
Diesel
Diesel
kápa
peysa
gallabuxur
skór
14.990
6.990
6.990
12.990
Bakarí í Santiago í Chile hefurheldur betur slegið í gegn hjá
þarlendum kvenpeningi. Ástæðan
er svo afar einföld því bakarinn
þar ákvað að höfða til frumeðlis
þeirra og baka typpakökur.
Það eru ekki bara typpi á
boðstólnum í erótíska bakaríinu
því þar er einnig hægt að kaupa
rassa, píkur og aðra kynferðislega
hluti úr brauði.
Bakarinn, sem heitir Lucio
Penaloza, segir að 90% kúnna
sinna séu kvenkyns. Þegar hann
fær þau verkefni að baka fyrir
einkasamkvæmi er það nánast
undantekningarlaust fyrir einka-
samkvæmi kvenna.
„Fyrst var fólk svolítið feimið
við að spyrja um erótískar kökur
en núna kemur fólk bara inn og
kaupir það sem það vill,“ sagði
bakarinn í nýlegu viðtali. „Konur
virðast eiga auðveldara með að
panta svona kökur. En karlarnir
koma einnig inn og kaupa fyrir
steggjaveislurnar og afmæli. Fólk
er meira að segja byrjað að skila
inn eigin mótum og teikningum
sem það vill að ég baki eftir.“ ■
SIGUR RÓS Á DANSSÝNINGU Í NEW YORK
Þessi ljósmynd var tekin á æfingu fyrir danssýningu Merce Cunningham í New York á mánu-
dag. Sýningin hefur hlotið mikla athygli, aðallega vegna þess að hljómsveitirnar Radiohead
og Sigur Rós sáu um að semja tónlistina fyrir verkið. Sveitirnar flytja tónlistina svo sjálfar á
sviðinu. Sýning er sýnd í Music Opera House í Brooklyn-hverfi New York-borgar.
Fréttiraf fólki
12minningar heitir nýjastabreiðskífa Travis upp á ís-
lensku, en svo er aðeins að finna
11 lagarásir. Þeir klikkuðu þó ekk-
ert á þessu, því tólfta lagið er
„falið“ á eftir því ellefta. Líklegast
vegna textainnihalds síns, en þar
gefur Fran Healy kaþólsku kirkj-
unni á trýnið. Þetta gerir hann
samt snyrtilega, eins og öllum al-
vöru herramönnum sæmir.
Þannig eru textarnir betri á
nýju Travis-plötunni en áður. Tón-
listin er óvenju blúsuð, mjúk og
lágstemmd á niðursveiflunni og á
því eftir að renna misvel ofan í þá
poppáhugamenn sem vilja bara
svamla um í stanslausu stuði
FM957. Það kom mér bara á óvart
hvað skífan reyndist bragðgóð.
Re-Offender gefur rétta mynd af
heildarsvip plötunnar.
Þó það sé vissulega frekar und-
arlegt að heyra Fran Healy á
bömmer, kvartandi yfir böli
heimsins, þá fer það honum bara
ágætlega. Hann virðist taka stöðu
heimsmála heldur betur inn á sig
og hikar ekki við að endurspegla
það til aðdáenda sinna. Þrátt fyrir
niðurtúrinn í tónlistinni hafa Trav-
is-menn öllu að fagna, þar sem
minnstu munaði að trommarinn
lamaðist eftir sundlaugarslys.
Bítlaáhrifin heyrast betur en
áður, og þau eru sterk strax í upp-
hafslaginu Quicksand. Önnur upp-
áhaldslög voru The Beautiful
Occupation, Love Will Come
Through og „falda lagið“ Some
Sad Song.
Þetta er plata sem krefst ítar-
legri hlustunar en aðrar Travis-
plötur, en hún verðlaunar þá sem
nenna að leggja við hlustir.
Birgir Örn Steinarsson
Umfjölluntónlist
TRAVIS
12 Memories
Niðurlútur
Travis
DJARFAR KÖKUR
Hér er ekki um neinar smá kökur að ræða.
Skrýtnafréttin
Erótískt bakarí slær í gegn