Fréttablaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 36
36 17. október 2003 FÖSTUDAGUR HAKA Haka er hefðbundin athöfn fyrir leiki Tong- verja í rúgbíi. Hér búa þeir sig undir leik- inn við Ítali í heimsmeistarakeppninni sem stendur yfir í Ástralíu. Rúgbí FÓTBOLTI Barcelona burstaði slóv- akíska félagið SK Matador Púchov 8-0 í UEFA-bikarkeppn- inni á miðvikudag. Ronaldinho skoraði þrennu, Luis Enrique og Javier Saviola tvö hvor og Thiago Motta eitt. Barcelona hefur einu sinni áður skorað átta mörk í leik í Evrópukeppni. Árið 1982 vann Barcelona kýpverska félagið Apollon Limassol með sömu tölum í keppni bikarhafa. Argentínu- maðurinn Diego Maradona skor- aði þá þrjú mörk og Þjóðverjinn Bernd Schuster tvö. Barcelona hefur þrisvar náð að skora sjö mörk í sama leiknum. Árið 1995 unnu Börsungar ísraelska félagið Hapoel Beer Sheeva 7-0 á útivelli og þrjátíu árum fyrr burstuðu þeir hollenska félagið DOS Utrecht 7-2 á heimavelli. José António Zaldúa skoraði fimm af mörku Barcelona gegn Utrecht. Árið 1990 vann Barcelona tyrk- neska félagið Trabzonspor 7-2 á heimavelli. Ronald Koeman, nú þjálfari Ajax Amsterdam, skor- aði þrennu en Búlgarinn Hristo Stoichkov setti tvö mörk. ■ Manchester United: Barthez til Marseille? FÓTBOLTI Franska liðið Marseille vill fá franska landsliðsmarkvörð- inn Fabien Barthez að láni frá Manchester United. Barthez lék sinn 63. landsleik fyrir Frakkland í 3-0 sigri á Ísrael í undankeppni Evr- ópumótsins. Hann hefur hins vegar fengið fá tækifæri með United. Jacques Santini, landsliðsþjálf- ari Frakklands, hefur ráðlagt Barthez að yfirgefa herbúðir United og leika ætli hann sér að standa milli stanganna á Evr- ópumótinu í Portúgal á næsta ári. Fari svo að Barthez verði enn á varamannabekk United þegar Evrópukeppninn hefst má búast við að Gregory Coupet, markvörð- ur Lyon, muni leysa hann af. ■ FÓTBOLTI Fyrsti leikurinn í umspili um laust sæti á Evrópumótinu í Portúgal á næsta ári verður á Mestalla-leikvanginum í Valencia þegar Norðmenn sækja Spán- verja heim þann 15. nóvember. Seinni leikur þjóðanna verður á Ullevål-leikvanginum í Osló fjór- um dögum síðar. Spánverjar eiga engan þjóðar- leikvang en Mestalla, sem tekur um 50 þúsund manns í sæti, var tekinn fram yfir Ólympíuleik- vanginn í Sevilla og Santiago Bernabeu, heimavöll Real Ma- drid. Spánverjar hafa leikið 28 leiki á Mestalla, unnið sautján og að- eins tapað fimm. Síðast þegar landsliðið lék á vellinum lagði það Austurríki að velli 4-0. ■ FÓTBOLTI Leikmenn Sporting Lissa- bon eru í sviðsljósinu eftir leik fé- lagsins við Malmö FF í UEFA-bik- arkeppninni á miðvikudag. Starfs- fólk hótelsins sem þeir dvöldu á fann notaðar sprautur á herbergj- um Anderson Polga og Roberto Sevenos og gerði lögreglunni við- vart. Læknar og sjúkraliðar félags- ins gáfu upphaflega misvísandi skýringar á tilvist sprautanna en um síðir sögðu þeir að leikmenn- irnir hefðu fengið fjölvítamín svo þeir næðu sér fyrr eftir æfingu. Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) neitaði að setja leikmenn- ina í lyfjapróf og vísaði í reglur sínar sem segja að dregið sé um það hvaða leikmenn skuli prófaðir. Lögreglan ætlaði að fara fram á að leikmennirnir skiluðu þvagprufu en lögmaður saksóknara í Málmey stöðvaði áformin. Lögreglan gerði sprauturnar upptækar og ætlar að ljúka sinni rannsókn. Það getur tekið hana nokkra daga að fá nið- urstöður en leikmenn og liðsstjórn Sporting yfirgáfu Svíþjóð strax eftir leikinn. ■ Umspil Evrópumótsins: Spánverjar leika á Mestalla VALENCIA Spænska úrvalsdeildarliðið Valencia leikur heimaleiki sína á Mestalla-leikvanginum. Sporting Lissabon: Fjölvítamín í sprautum? UEFA-bikarkeppnin: Metburst Barcelona RONALDINHO Ronaldinho skoraði þrisvar gegn SK Matador Púchov á miðvikudag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.