Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.10.2003, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 17.10.2003, Qupperneq 41
FÖSTUDAGUR 17. október 2003 41 BROADWAY - FYRIR ÞÁ SEM BÖMPA OG ALLA HINA... ÁRMÚLI 9 - 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1100 broadway@broadway.is www.broadway.is „Bömpaðu“ með okkur og upplifðu diskóbylgjuna í dúndrandi diskótónlist frá árunum! Daddi diskó og Hlynur verða í diskótekinu St afr æn a h ug m yn da sm ið jan / 37 31 Sister Sledge 24. og 25. október Diskóbylgja ársins! Aðgangseyrir kr. 2.500 stemning...hin eina sanna ...allir eru stjörnur í Hollywood! KÍKI ÞEIR SEM ÞORA Áhorfendur eru hluti af verki Jónu Thors á Mokka. Sýning- in nefnist Peep Show og opnar í dag. TÓNLEIKAR Hallgrímskirkja verður að teljast óvenjulegur staður fyrir tónleika á hátíðinni Iceland Airwaves, þar sem framsækið rokk og tilraunakennt ræður ríkj- um. Í kirkjunni stóru á Skólavörðu- holtinu verður í dag flutt tónlist eftir Jóhann Jóhannsson, sem undanfarin ár hefur vakið athygli meðal annars sem liðsmaður Org- elkvartettsins Apparats og sem höfundur tónlistarinnar við leik- ritið Englabörn. Hann hefur fengið til liðs við sig strengjakvartettinn Eþos og Matthías Hemstock trommuleik- ara. Flutt verður tónlistin af geisladisknum Englabörnum ásamt nýju efni eftir Jóhann sem væntanlegt er á tveimur plötum á næstunni. „Þetta verður forsmekkur að efni sem er að koma út hjá mér á næsta ári,“ segir Jóhann. „Annars vegar er þetta tónlist fyrir dans- verk sem við Erna Ómarsdóttir dansari höfum verið að túra með út um allt. En þetta er í fyrsta sinn sem við flytjum það efni lifandi. Við höfum alltaf verið með það á bandi.“ Þetta verk heitir IBM 1401 Notendahandbók og er unnið upp úr tónlist sem gerð var fyrir fyrstu tölvuna sem kom hingað til lands upp úr miðri síðustu öld. Þau Erna hafa komið fram með þetta verk víða um Evrópu og um næstu mánaðamót sýna þau það í Frakklandi. „Síðan verður líka glænýtt efni sem kemur vonandi út á disk á næsta ári. Það er eitthvað sem ég er að búa til bara núna þessar vik- urnar. En uppistaðan á tónleikun- um verður samt tónlistin af Englabarnadisknum.“ ■ JÓHANN JÓHANNSSON Kemur fram ásamt strengjakvartettinum Eþos og Matthíasi Hemstock trommuleikara á tónleikum í Hallgrímskirkju klukkan 17 í dag. Englabörn í Hallgrímskirkju FRÉTTAB LAÐ IÐ /IN G Ó

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.