Fréttablaðið - 17.10.2003, Side 42

Fréttablaðið - 17.10.2003, Side 42
42 17. október 2003 FÖSTUDAGUR Þetta er í fyrsta skipti sem ég erað vinna með leikstjóranum Rimas Tuminas,“ segir leikkonan Nanna Kristín Magnúsdóttir, sem frumsýnir Ríkharð III í Þjóðleikhúsinu í kvöld. „Ég hef séð allar sýningarnar hans og hefði sætt mig við að leika spjót- bera til að fá að vinna með þess- um manni en í bónus fékk ég alveg stórkostlegt hlutverk.“ Rimas hefur áður sett upp Máfinn, Þrjár systur, Don Juan og Kirsuberjagarðinn hér á landi: „Rimas er leikstjóri á heims- mælikvarða. Hann er mjög eftirsóttur og það eru 13 uppsetn- ingar eftir hann í gangi núna í leikhúsum víðs vegar um Evrópu. Það er mikil hvatning fyrir leikhúslífið á Íslandi að hann sé að koma hingað í fimmta sinn.“ En hvaða leið fer Rimas að Shakespeare í uppsetningu Þjóðleikhússins? „Rimas hefur búið til harmþrunginn gleðileik úr Ríkharði III. Hann leggur meiri áherslur á konurnar í lífi Ríkharðs en áður hefur verið gert og í byrjun æfingatímabilsins sagði hann að leikrit án kvenna skorti alla fegurð. Þá átti hann ekki við að konur ættu að vera litl- ar sætar dúkkur á sviðinu, konurnar í Ríkharði eru mjög sterkar og fegurðin felst í til- finningum þeirra; móðurást, afbrýðisemi, hefndarþorsta og kærleika.“ Nanna Kristín fer með hlutverk Önnu eiginkonu Ríkharðs: „Anna syrgir eigin- mann sinn eftir að Ríkharður hefur drepið hann. Hún leggur bölbæn á þá konu sem getur hugsað sér að eiga Ríkharð en síðar þarf hún að eiga það við sjálfa sig. Við förum ekki steríótýpísku leiðina að Önnu. Hún er engill Guðs í gervi konu en við leitum að fallna englinum í henni og það gerir hana mjög áhugaverða.“ Ríkharður III verður frum- sýndur í kvöld klukkan 20.00: „Ég er að vinna með mörgum í fyrsta skipti í þessari uppsetningu og hef lært mjög mikið. Það er vand- að til verksins á öllum sviðum og ég held að við séum með stórkostlega sýningu í hönd- unum.“ thora@frettabladid.is ■ FRUMSÝNING Ekki litlar sætar dúkkur Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 25 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Heimsmeistari sinfóníunnar á 2 . öld Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Kór ::: Söngsveitin Fílharmónía FIMMTUDAGINN 23. OKTÓBER KL. 19:3 Hljómsveitarstjóri ::: Philippe Entremont Einleikari ::: Philippe Entremont Wolfgang Amadeus Mozart ::: Píanókonsert nr. 21 Sergej Prokofíev ::: Sinfónía nr. 5 FIMMTUDAGINN 30. OKTÓBER KL. 19:3 Hljómsveitarstjóri ::: Philippe Entremont Einsöngvari ::: Ginesa Ortega Juan Arriaga ::: Sinfónía í d-moll Enrique Granados/Guimovart ::: Goyescas svíta Jesús Guridi ::: Diez melodías vascas Manuel De Falla ::: El amor brujo TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI FIMMTUDAGINN 16. OKTÓBER KL. 19:3 Dímítríj Sjostakovitsj ::: Sinfónía nr. 1 Dímítríj Sjostakovitsj ::: Sinfónía nr. 2 Dímítríj Sjostakovitsj ::: Sinfónía nr. 3 ■ ■ SKEMMTANIR  00.00 Dj KGB verður á Kaffibarnum á Airwaves.  00.00 Dj Kári á Sirkus á Airwaves.  20.00 Octal, John Log, Berglind, Jara, Biogen, Frank Murder, Ruxpin, President Bongo og Buckmaster de la Cruz koma fram á Airwaves-hátíðinni á Kapital.  20.30 Lokbrá, Han Solo, Michael Pollock, Örkuml, Moody Company, Handsome Joe og Úlpa spila á Vídalín á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.  20.30 Daysleeper, Maus, Brain Police, Prosaics, TV on the Radio. Captain Comatose, Audio Bullys og Alfons spila rokk og elektró á Airwaves á Gauknum. ✓ 20.45 Búdrýgindi, Dikta, Sein, Miðnes, The Flavours, One Rhino, 200.000 naglbítar og Tequile Jazz rokka á Grand Rokk á Airwaves-tónlis- tarhátíðinni.  21.30 Kimono, Vinyl, Singapore Sling, The Kills, Quarashi og Dáðadrengir spila á Nasa á Iceland Airwaves.  22.00 Drifter, Molesting Mr. Bob og Andlát spila hardcore á Airwaves á Laugavegi 11.  22.00 Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur í Húnabúð, Skeifunni 11.  22.00 Hryðjuverk, Tvítóla, Everything starts here og Kanis spila á de Boomkikker, Hafnarstr. 9. Rvk. Frítt inn. ✓ 22.30 Móri, Skytturnar, Perculator og Jagúar spila á Airwaves í Þjóðleikhúskjallaranum.  23.00 Hilmar Sverrisson leikur á Fjörukránni.  Dj Andrea Jónsdóttir annast tónlist- ina á Café Dillon.  DJ Bjarki spilar á Pravda.  Hljómsveitin Tilþrif spilar á Fat Sam.  Brimkló spilar á Players í Kópavogi.  Rokktríóið Penta spilar á Café Amsterdam.  Gleðisveitin ástsæla Gilitrutt leikur á Sölku á Húsavík.  Hljómsveitin Spútnik heldur dansleik á Cactus bar í Grindavík.  Hörður Torfa syngur og spilar á Gamla Bauk, Húsavík, á sínu árlega haustferðalagi um landið. Á ferðalaginu kynnir hann nýútkomna plötu sína Eldssaga. hvað?hvar?hvenær? 14 15 16 17 18 19 20 OKTÓBER Föstudagur RÍKHARÐUR III OG ANNA Hilmir Snær og Nanna Kristín í hlutverkum sínum í uppfærslu Rimas Tuminas á Ríkharði III sem verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld. OPIÐ KL 11.00-22.00 Föstudag og Laugardag frá 10.00-18.00 Kaffihúsið við stíginn FJARAN Rómantískur staður FJÖRUGARÐURINN Víkingaveislur fyrir hópa og einstaklinga Föstudagskvöldið 17. október leikur Hilmar Sverrisson á Fjörukránni frá kl. 23.00 - 03.00. Laugardagskvöldið 18. október leikur svo hin sívinsæla VÍKINGASVEIT á Fjörukránni frá kl. 23.00 - 03.00.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.