Fréttablaðið - 31.10.2003, Page 4

Fréttablaðið - 31.10.2003, Page 4
4 31. október 2003 FÖSTUDAGUR Semst um stækkun EES-samningsins? Spurning dagsins í dag: Ætlar þú að lesa bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxnes? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 32,9% 67,1% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is VIÐSKIPTI Baugur, sem hefur lýst áhuga á áframhaldandi fjárfest- ingum í Bretlandi, stendur í við- ræðum um kaup á Oasis-tísku- verslanakeðjunni. Breska dagblaðið Financial Times greindi frá málinu í gær og sagði að Baugur væri reiðubúinn að kaupa keðjuna á 150 milljónir punda, sem gera tæpa tuttugu milljarða íslenskra króna. Oasis rekur meira en 160 verslanir í Bretlandi, ýmist sjálfstæðar eða inni í verslunarmiðstöðvum. Fyrirtækið sem rekur verslan- irnar er í eigu fjárfestingararms tryggingarisans Prudential. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jó- hannesson, forstjóra Baugs, en náinn samstarfsmaður hans tjáði Fréttablaðinu að Baugur myndi ekki tjá sig um málið á þessu stigi. Ljóst væri að fyrirtækið hefði áhuga á frekari umsvifum á breskum smásölumarkaði. ■ VETRARDEKK „Nagladekkjanotkun hefur minnkað eitthvað. Áður en hálkan kom þetta árið seldum við mikið af ónegldum vetrardekkj- um en í hálku eins og er núna selj- um við nánast eingöngu nagla- dekk,“ segir Ásgeir Gíslason, eig- andi Hjólbarðaverkstæðis Sigur- jóns. Ásgeir segir aðaltörnina vera hafna og búast megi við því að hún standi yfir næstu tvær til þrjár vikurnar. „Það er grundvallaratriði að hjólbarðar séu í góðu lagi og henti við þær aðstæður sem fólk er að keyra í,“ segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu um hvernig bílar þurfi að vera útbúnir fyrir veturinn. Sigurður segir að þeir sem keyri mikið úti á landi hafi kann- ski aðrar þarfir en þeir sem keyra að mestu á höfuðborgarsvæðinu. Einnig sé nauðsynlegt að fólk gefi sér þau augnablik sem það tekur að skafa vel af öllum rúðum, því miklu skipti að sjá vel í kringum sig, ekki sé nóg að gera gægjugat. Hann segir mikilvægt að frostlög- ur og annar búnaður sé í lagi og auðvelt sé að fá hjálp frá starfs- mönnum bensínstöðva til að fylgj- ast með því. Þá sé stórt atriði að leita upplýsinga áður en haldið sé af stað í lengri ferðir. „Þeir sem geta losnað við að vera á nagladekkjum gera það. Þau eru óþægilegri, hávaðasam- ari og bíllinn eyðir meira bens- íni,“ segir Sigurður. Hann segir að starfsmenn Umferðarstofu reyni að hvetja fólk til að kynna sér þá kosti sem eru í boði. Fólki beri skylda til að vera á vetrar- dekkjum yfir vetrartímann. „Það eru komnar þannig að- stæður að fólk verður að fara að setja vetrardekkin undir,“ segir Ragnar Árnason, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Ragnar segir að lög- reglunni finnist fáir búnir að huga að vetrardekkjum. Hins vegar hafi verið hátt hálkustig í gær- morgun en sáralítið af óhöppum. Meðalverð reyndist vera tæp- lega 4.700 krónur þegar Frétta- blaðið hringdi á fimm hjólbarða- verkstæði til að athuga verð á um- felgun á fjórum venjulegum vetr- ardekkjum. hrs@frettabladid.is Fertugur karlmaður: Braut gegn dóttur og stjúpdóttur KYNFERÐISBROT Rúmlega fertugur maður var dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur. Hann var ákærður fyrir að hafa káfað margoft á kynfærum þeirra og brjóstum. Brotin framdi hann frá árinu 1995 til ársins 2000. Stúlkurnar eru fæddar árið 1987 og 1988. Í dómnum segir að brotin sem hann er sakfelldur fyrir séu alvar- leg. Hann hafi með þeim rofið fjölskyldutengsl og brotið gegn trúnaðartrausti stúlknanna, sem hann hafði uppeldis- og umsjár- skyldur við. Þá er hann ekki talinn hafa neinar málsbætur. Ákærði hefur ekki áður sætt refsingu en ekki þótti koma til álita að skil- orðsbinda dóminn vegna eðlis brotanna. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða stúlkunum samtals eina milljón króna í bætur. ■ EKKERT LÁT Á ELDUNUM Þyrla sækir vatn í Arrowhead-stöðuvatnið í Kaliforníu en tugir þyrlna og 13.000 slökkviliðsmenn berjast nú örvæntingar- fullri baráttu við skógarelda í ríkinu. Skógareldarnir: Rignir á eldana KALIFORNÍA, AP Slökkviliðsmenn í Suður-Kaliforníu keppast nú við að bjarga nokkrum sögufrægum smábæjum í ríkinu frá því að verða skóareldunum að bráð. Að minnsta kosti 20 hafa látist af völdum eldanna, þeirra á meðal einn slökkviliðsmaður. Óttast er að mun fleiri lík eigi eftir að finn- ast. Um 13.000 slökkviliðs- og björgunarmenn berjast nú vð eldana, sem hafa eyðilagt 265.000 hektara lands og grandað yfir 2.600 heimilum. Rúmlega 70.000 manns hafa þurft að flýja heimili sín. Heldur hefur dregið úr vindi og rigning og þoka hafa auðveldað baráttuna við skógareldana. Hins vegar er óvíst hve lengi veðrið léttir slökkvistarfið. ■ Í viðtali við Ingvar Sverrissonútvarpsráðsmann kom fram að hann hefði fundið út að Sjónvarp- ið hefði keypt sjónvarpsefni af Alvís síðan árið 1994 sem nemur 1.900 klukkustundum. Þetta var mishermi Ingvars. Hið rétta er að innkaupin námu 1.900 mínút- um eða rúmlega 30 klukkustund- um. ■ VIÐSKIPTI Tekjur DeCode, móðurfé- lags Íslenskrar erfðagreiningar, jukust um 48 prósent fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Tap fyrirtækisins minnkaði um 56 prósent á milli tímabila, úr 4,26 milljörðum í 1,86 milljarða. Ef miðað er við þriðja ársfjórðung lækkar tap fyrirtæk- isins stórlega milli ára, úr 6,5 milljörðum í tæpar 100 milljónir króna í ár. Kári Stefánsson, forstjóri fyr- irtækisins, segir batnandi afkomu ráðast af aukinni áherslu á að hag- nýt a rannsóknaniðurstöður í vöruþróun. Þá hafi fyrirtækið ein- beitt sér að því að auka tekjur á sama tíma og kostnaði hafi verið haldið niðri. Hann segir komandi mánuði mikilvæga í vexti DeCode. Meðal rannsókna sem DeCode hefur unnið að undanfarið er að finna offitugen með rannsókn á þúsund konum og gen sem teng- ist heilablóðfalli, auk þess að rannsaka tengsl erfða við hjarta- áföll. ■ Tæplega tveggja milljarða króna tap á árinu: Batnandi afkoma DeCode KÁRI STEFÁNSSON Hagnýting rannsóknanið- urstaðna í vöruþróun skilar árangri. TAP DECODE FYRSTU NÍU MÁNUÐI 2002 4,26 milljarðar 2003 1,86 milljarðar TAP DECODE Á ÞRIÐJA ÁRSFJÓRÐUNGI 2002 6,5 milljarðar 2003 100 milljónir ■ Leiðretting OASIS Baugur hefur áhuga á verslanakeðjunni. Baugur stefnir á frekari fjárfestingar: Vill eignast Oasis fyrir 20 milljarða Hálkan glæðir nagladekkjasölu Nóg er að gera á hjólbarðaverkstæðum um land allt þessa dagana og er búist við að törnin standi næstu vikur. Lögreglan í Reykjavík segir fáa komna á vetrardekk. Mikil hálka var í gær en lítið um umferðaróhöpp. Á HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI SIGURJÓNS Fólki ber skylda til að aka á vetrardekkjum yfir vetrartímann. Sigurður Helgason hjá Um- ferðarstofu hvetur fólk til að keyra eftir aðstæðum. Síbrotamaður: Dómurinn þyngdur DÓMSMÁL Hæstiréttur þyngdi dóm yfir ungum síbrotamanni sem meðal annars varð valdur að slysi á hjólreiðamanni þar sem hann ók gáleysislega. Maðurinn var dæmdur fyrir töluverðan fjölda brota á almenn- um hegningarlögum, umferðar- lögum og fíkniefnalögum. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn í sex mánaða fangelsi en Hæstiréttur taldi níu mánaða fangelsi vera réttláta refsingu. Jafnframt staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms um að ákærði yrði sviptur öku- réttindum í þrjú ár. ■ Gæsluvarðhald: Staðfest í Hæstarétti ÚRSKURÐUR Gæsluvarðhaldsúr- skurður yfir manni á þrítugsaldri var staðfestur í Hæstarétti í gær. Maðurinn var dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun júlí fyrir inn- flutning fíkniefna. Hann áfrýjaði dómnum og bíður þess að málið verði tekið fyrir í Hæstarétti. Manninum er gert að sæta gæslu- varðhaldi til 12. desember nema Hæstiréttur dæmi í máli sínu fyr- ir þann tíma. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi í rúmlega hálft annað ár. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.