Fréttablaðið - 31.10.2003, Page 14

Fréttablaðið - 31.10.2003, Page 14
14 31. október 2003 FÖSTUDAGUR TYRFT Í KULDANUM Snjórinn, hálkan og kuldinn gerði vart við sig á höfuðborgarsvæðinu í gær. Það kom þó ekki í veg fyrir að unnið væri að tyrf- ingu en vinnugallinn er vissulega hlýlegri en áður. ALÞINGI Fimm þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem farið er fram á að dómsmálaráð- herra skipi nefnd sem á að kanna hvort rétt sé að tryggja með lögum rétt hjóna til hlut- deildar í lífeyrisrétti maka við skilnað. Í greinargerð með tillögunni segir að samkvæmt hjúskapar- lögum geti maki krafist þess við skipti að áunnin lífeyrisréttindi hans komi ekki til skipta við skilnað. Telja þingmennirnir að það sé álitamál hvort ekki sé eðlilegra að litið sé á öflun líf- eyrisréttinda sem eignamyndun, sem hjón hafi stuðlað að með ákveðinni verkaskiptingu. Vilja þingmennirnir að athug- að verði hvort rétt sé að breyta lögum með þeim hætti að skipta áunnum lífeyrisréttindum með samningi eða dómi. Það er mat þingmannanna að ekki sé nægj- anlegt að sá sem t.d. hefur sinnt heimili og börnum meginhluta starfsævi sinnar verði að eiga það undir góðvild maka síns við skilnað hvort hann fái hlutdeild í lífeyrisréttindum hans. Vilja þingmennirnir að skipuð verði nefnd til að fara yfir málið og skili hún skýrslu um það til Al- þingis 1. desember 2004. ■ Hér með er auglýst að álagningu opinberra gjalda á árinu 2003 er lokið á alla lögaðila sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla laga nr. 90/2003 sem og þeirra sem lagt er á í samræmi við VIII. - XIV. kafla tilvitnaðra laga. Jafnframt er lokið álagningu á lögaðila, sem skattskyldir eru af fjármagnstekjum samkvæmt ákvæði 4. mgr. 71. gr. laganna. Álagningarskrár með gjöldum lögaðila verða lagðar fram í öllum skattumdæmum í dag, föstudaginn 31. október 2003. Skrárnar liggja frammi til sýnis á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum í hverju sveitarfélagi dagana 31. október til 14. nóvember að báðum dögum meðtöldum. Skattseðlar, er sýna álögð opinber gjöld lögaðila hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda 2003 samkvæmt ofangreindu skulu hafa borist skattstjóra eigi síðar en mánudaginn 1. desember 2003. Auglýsing þessi er birt samkvæmt ákvæði 1. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt. 31. október 2003 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. Auglýsing um álagningu opinberra gjalda lögaðila á árinu 2003Ríkisskattstjóri P P F O R L A G www.ppforlag.isSími: 5687054 PP FORLAG & MEÐLÆTI PP FORLAG PP FORLAG KÍNVERSKIR RÉTTIR PP FORLAG PP FORLAG LEIÐBEINANDI ÚTSÖLUVERÐ AÐEINS 990 KR. HVER BÓK! Fást í öllum betri bókaverslunum. Fimm þingmenn leggja fram þingsályktunartillögu: Lífeyrisréttindum verði skipt við skilnað SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR Sigríður Anna er einn af fimm þingmönn- um Sjálfstæðisflokks sem hafa lagt fram þingsályktunartillögu um rétt hjóna til hlut- deildar í lífeyrisréttindum maka við skilnað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FUGLALÍF Skipverjar á Bjarti NK frá Neskaupstað björguðu villtum ungfálka á dögunum sem var við það að örmagnast á flugi yfir Þórsbanka fyrir austan land. Hann hlaut vist í síldartunnu sem var hulin trollbúti til að hindra flótta og var síðan sendur með flugi til Reykjavíkur. Fálkinn klaktist út í maí, en þekkt er að fálkar á fyrsta ári vil- list út á rúmsjó og leiti ásjár á skipum. Ólafur Nielsen, fugla- fræðingur hjá Náttúrufræðistofn- un, segir stofnunina hafa fengið fjóra fálka af skipum í haust, en fálkastofninn telur á fjórða hund- rað varppara. „Við fáum fjölda fálka til okkar á hverju ári, bæði sjúka, villta og olíublauta. Það er yfirleitt reynt að hjálpa þessum kvikindum. Ef skipanna nyti ekki við myndu fleiri villtir fálkar ör- magnast og falla í sjóinn,“ segir hann. Fálkar voru þýðingarmikil út- flutningsvara fyrr á öldum og þóttu stöðutákn fyrir heldri menn sem notuðu þá við veiðar. Lægð í rjúpnastofninum veldur nú niður- sveiflu í fálkastofninum en rjúpan er helsta fæða fálkans. ■ Bjargað frá drukknun á Íslandsmiðum: Sjómenn fóstr- uðu ungfálka FÁLKINN HEPPNI Villtur ungfálki sem fór hrakförum í haustnepjunni á Ísllandsmiðum leitaði ásjár skipverja á Bjarti NK. Hann dvelur nú á Náttúrufræðistofnun og verður sleppt fljótlega. Tóbaksmál: Frávísun ógilt DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur ógilt að hluta, frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli British Amer- ican Tobacco á hendur ríkinu. Fyrirtækið krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að því væri heimilt þrátt fyrir ákvæði tóbaksvarnarlaga, að hafa tóbak eða vörumerki tóbaks sem það flytur inn sýnilegt viðskiptavin- um á útsölustöðum. Héraðsdómur vísaði þessu frá en ber nú að taka þetta til efnismeðferðar. Hæstiréttur staðfesti frávísun á þeim lið kröfunnar að tóbaksfyr- irtækinu væri heimilt að fjalla um vörur sínar í fjölmiðlum. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.