Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2003, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 31.10.2003, Qupperneq 16
16 31. október 2003 FÖSTUDAGUR NORÐUR-KÓRESKIR BÆNDUR Norður-Kóreumenn standa frammi fyrir gífurlegum matarskorti í vetur vegna upp- skerubrests. Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna hvetur al- þjóðasamfélagið til að koma landinu til aðstoðar. Liechtenstein getur notið góðs af samningum Sviss: Hótun sem verður að taka alvarlega EVRÓPUMÁL „Það sem gerir málið alvarlegt er að Liechtensteinar hafa ekki sömu hagsmuni af EES- samningnum og Ísland og Noreg- ur. Þeir ættu að geta stokkið á tví- hliða samninga Sviss við Evrópu- sambandið í staðinn,“ segir Eirík- ur Bergmann Einarsson, stjórn- málafræðingur við Háskóla Ís- lands, um óvissuna sem ríkir um staðfestingu á stækkun EES- samningsins. „Hagsmunir Liecht- ensteins eru allt aðrir en okkar og þess vegna verðum við að taka þessa hótun alvarlega.“ Eiríkur segir þetta ekki einu töfina í stækkunarferlinu. „Við vorum orðin allt of sein fyrir út af vand- ræðunum með samningana um fjárframlög sem voru komin með okkur á ystu nöf.“ Útilokað er að Evrópusambandið stækki en Evr- ópska efnahagssvæðið ekki, segir Eiríkur. „Það er ekki hægt að beita ólíkum viðskiptareglum inni í sjálfu Evrópusambandinu, þar með yrði EES-samningurinn kom- inn í algert uppnám.“ Hann segir einn möguleika í stöðunni ef Liechtensteinar gefa ekki eftir. Hún sé að Ísland og Noregur leit- ist eftir því að EES-samningurinn stækki gagnvart þeim ríkjum en Liechtenstein verði skilið eftir. Hins vegar sé óvíst hvernig Evr- ópusambandið tæki því. ■ TÖLVUVEIRA Tölvufyrirtæki hafa varað við nýjum tölvuormi sem nú herjar á tölvur sem keyra á Windows-stýrikerfinu, Windows 2000, 95, 98, NT og XP. Ormsins, sem ber nafnið Sober, varð fyrst vart fyrir réttri viku en hann dreif- ir sér mjög hratt um Netið, einkum í Þýskalandi og Bretlandi. Þess er skammt að bíða að hann berist til annarra landa. Óttast er að Sober verði jafn útbreiddur og Sobig- ormurinn sem hrelldi Windows- notendur í ágúst í sumar. Ormurinn dreifir sér með tölvu- pósti, sækir öll netföng á tölvu við- komandi og sendir síðan tölvupóst á þau öll. Pósturinn lítur út fyrir að vera viðvörun frá veiruvarnafyrir- tækjum en í honum er falinn texti sem lofar höfund Sobig-ormsins. Líkt og aðrir tölvuormar er Sober falinn í viðhengi tölvupósts og þarf að opna viðhengið til þess að hleypa orminum í stýrikerfið. Hægt er að sækja tól til að út- rýma orminum á vefsíðuna www.symantec.com ■ MALASÍA, AP Árásum á sæfarendur hefur fjölgað verulega á þessu ári og hvetur Alþjóða siglingamála- stofnunin yfirvöld um allan heim til að herða baráttuna gegn sjó- ræningjum. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar 344 árásir á skip á siglingu, 27% fleiri en á sama tímabili á síðasta ári. Tuttugu sæ- farendur voru drepnir, flestir á Filippseyjum og úti fyrir strönd- um Bangladess. Árið 2002 voru aðeins sex myrtir. Særðum fjölg- aði úr 28 í 61 og gíslum úr 176 í 221. Sæfarendur eru í mestri hættu í Indónesíu en þar voru framin 87 sjórán á fyrstu níu mán- uðum ársins. Afar sjaldgæft er að sjóræn- ingjar séu handteknir og dregnir fyrir rétt. ■ Björgólfur Thor: Í hópi fyrirmenna VIÐSKIPTI Björgólfur Thor Björg- ólfsson, stjórnarformaður Pharm- aco Group, er á meðal þeirra sem ræða um áskoranir fyrir lönd í Suðaustur-Evrópu í evrópsku við- skiptaumhverfi á stórri ráðstefnu í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu, í næstu viku. Björgólfur situr í pallborði með átta öðrum, m.a. forseta og forsæt- isráðherra Búlgaríu, forseta Svart- fjallalands og leiðandi mönnum í búlgörsku efnahagslífi og alþjóð- legum fjárfestingasjóðum. ■ DÆMI UM YFIRSKRIFT TÖLVUPÓSTS SEM INNIHELDUR SOBER-ORMINN New internet virus! You send spam mails (Worm?) Sorry, Ive become your mail Viurs blocked every PC (Take care!) New Sobig-Worm variation (please read) A worm is on your computer! Surprise Back At The Funny Farm I love you (Im not a virus!) Varað við nýjum ormi á Netinu: Sober sækir í Windows Þingsályktunartillaga: Kanna á stöðu hjóna ALÞINGI Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga sem felur í sér að skipuð verði nefnd sem kanna eigi stöðu hjóna og sambúð- arfólks með börn á sínu framfæri með tilliti til skatta, almannatrygg- inga og félagslegrar aðstoðar. Tillagan, sem lögð er fram af fimm sjálfstæðismönnum, á að kanna hvort brögð séu að því að fólk skilji eða slíti sambúð til mála- mynda til að njóta fjárhagslegs hagræðis í kerfinu. Nefndin, sem á að skila af sér í desember á næsta ári, á líka að kanna hvernig styrkja megi stöðu hjóna og sambúðar- fólks í framangreindu tilliti. ■ EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON Það er skrýtið að tengja saman tvö lönd í Norður-Evrópu og hálfan dal í Mið-Evrópu. Alþjóða siglingamálastofnunin: Varað við sjóræningjum BRUNI Eldur kviknaði í veiðar- færageymslu við Grandagarð um hádegið í gær. Slökkvilið frá tveimur stöðvum réðu niðurlög- um eldsins á tæplega klukkutíma. Eldsupptök eru óljós. „Í fyrstu héldum við að fólk væri inni og að hér væri verbúð þar sem sofið væri í. Fólk sem kom hér að úr nágrenninu sagðist halda að aðeins væri um vinnu- búðir að ræða,“ segir Þórir Stein- arsson, útivarðstjóri hjá slökkvi- liðinu. Í húsinu reyndist vera bæði veiðarfærageymsla og fisk- vinnsla. Fjórir reykkafarar fóru inn til að ráða niðurlögum eldsins. Þórir segir að í fyrstu hafi þeir haldið að eldurinn stafaði af reykofni sem var þar inni. Eldur- inn reyndist hins vegar loga að mestu í fiskikari sem stóð innar- lega í húsinu og hafði náð að læsa sig í netadræsur sem lágu ofan á fölsku lofti. Húsið er nokkuð skemmt af reyk. Fiskbúð Hafliða er með að- stöðu í þeim helmingnum sem fiskurinn var í og var verið að kæsa þar tæplega sex tonn af skötu. Að sögn Þorkels Hjaltason- ar, eins eiganda fiskbúðarinnar, er víst að einhver hluti fisksins sé skemmdur. Hins vegar hafi aðeins farið reykur inn í þann hluta og lítill hiti verið, og því eigi eftir að koma betur í ljós hversu mikið sé skemmt. ■ GRANDAGARÐUR Fjórir reykkafarar fóru inn til að ráða niðurlögum eldsins. Slökkviliðið var kallað út að Grandagarði: Eldur logaði í veiðarfæra- geymslu

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.