Fréttablaðið - 31.10.2003, Side 18

Fréttablaðið - 31.10.2003, Side 18
18 31. október 2003 FÖSTUDAGUR TÍBETSK FEGURÐ Karl Bretaprins ræddi við tvær fegurðar- drottningar þegar hann heimsótti samfélag Tíbeta í Nýju Delí. Prinsinn er í níu daga opinberri heimsókn á Indlandi. Happdrætti Háskóla Íslands og Íslandsspil: Tekjur vegna spilakassa 7,4 milljarðar ALÞINGI Tekjur Íslandsspils og Happdrættis Háskóla Íslands af söfnunarkössum og happdrættis- vélum í fyrra námu tæpum 2,6 milljörðum króna samanborið við 2,5 milljarða árið 2001 og tæpa 2,3 milljarða árið 2000. Á þremur árum nema tekjur vegna spilakassa því um 7,4 millj- örðum króna. Þetta kemur fram í svari Björns Bjarnasonar dóms- málaráðherra við fyrirspurn Rann- veigar Guðmundsdóttur, þing- manns Samfylkingarinnar. Heildar- gjöld fyrirtækjanna af rekstrinum námu rúmum 900 milljónum króna. Í svari ráðherra er vakin athygli á því að þeir peningar sem spilað er fyrir kössunum og eru greiddir út á staðnum eru ekki innleystir sem tekjur í bókhaldi, né eru vinningar gjaldfærðir. Rannveig spurði um heildarvinn- ingsfjárhæðir hvors fyrirtækis. Ekki fengust upplýsingar um það hjá Íslandsspilum en hjá Happ- drætti Háskóla Íslands nam upp- hæðin um 280 milljónum króna og er þá einungis um að ræða greiðslu úr gull- og silfurpottum Gullnámu Happdrættis Háskóla Íslands. Íslandsspil aflar fjár til reksturs SÁÁ, Slysavarnafélagsins Lands- bjargar og Rauða kross Íslands. ■ STJÓRNMÁL Formaður breska Íhaldsflokksins hefur verið felldur af stalli enn eina ferðina. Ólíkt því sem áður hefur gerst, stefnir í að forystumenn komi sér saman um arftaka. Allt bend- ir til þess að Michael Howard, 62 ára gamall lögfræðingur og fyrrum innanríkisráðherra, verði næsti formaður flokksins. Þungavigtarmenn í flokknum hafa einn af öðrum lýst því yfir að þeir ætli ekki að bjóða sig fram á móti Howard. Framboð- um má skila fram til 6. nóvem- ber og gert er ráð fyrir að kjöri nýs formanns verði lýst 11. nóv- ember. Hlutirnir hafa gerst hratt eft- ir að þingmenn flokksins lýstu vantrausti á Iain Duncan Smith fráfarandi formann. Af 165 þing- mönnum studdu 75 Duncan Smith en 90 studdu vantraust. Fyrsti til að leiða flokkinn ekki í kosningum Duncan Smith barðist fram í það síðasta og var með miklar yfirlýsingar um að hann væri maðurinn sem myndi leiða Íhaldsflokkinn inn í næstu kosn- ingar. Hann tapaði og verður fyrir vikið fyrsti formaður Íhaldsflokksins sem ekki fær að leiða flokk inn í kosningar. Hann sætti mikilli gagnrýni allt frá því hann tók við embætti þegar hann sigraði keppinauta sína í formannsslag árið 2001. Hann reyndi að spila veikleikum sín- um upp í styrkleika og kallaði sig sjálfan hljóðláta manninn í breskum stjórnmálum. Þannig mistókst honum að ná eyrum al- mennings. Bent hefur verið á að Duncan Smith hafi mistekist við að skipuleggja flokksstarf, við stefnumótun og við að koma málstað flokksins á framfæri. Þolinmæðin fyrir honum var á þrot- um og þegar upp komst að hann hefði ráðið eiginkonu sína sem ritara, var mælirinn fullur. Tuttugu og fimm þingmenn fóru fram á það bréflega að atkvæði yrðu greidd um vantraust, sem hann síðan tapaði. Margir virðast hafa stutt hann í orði á meðan þeir lögðu drög að nýrri forystu á bak við tjöldin. Strax eftir að tilkynnt var um úrslit í atkvæðagreiðslunni komu menn sem þóttu líklegir til að taka við af Duncan Smith fram og sögðust ekki ætla í framboð og myndu fylkja sér á bak við framboð Howards. Allt bendir því til þess að maðurinn sem lýsti því yfir fyrir minna en ári að hann myndi aldrei stefna í formannskjör í Íhaldsflokknum verði formaður. Glæsileg endurkoma Endurkoma Howards er glæsileg. Hann var sá ráðherra Íhaldsflokksins sem naut minnstra vinsælda þegar flokk- urinn hrökklaðist frá völdum eft- ir stórtap í kosningunum 1997. Hann hafði þá staðið í ströngu sem innanrík- isráðherra. Í for- mannskjörinu 1997 eftir að John Major sagði af sér, varð Howard neðst- ur en William Hague vann. Þegar Iain Duncan Smith tók við sótti hann Howard og gerði hann að skuggaráðherra í fjár- málum. Þar hefur hann átt marga spretti í sennum við Gordon Brown í kappræðum um evruna. Þannig hefur hann sýnt einna mestan lit þingmanna á breska þinginu á kjörtímabilinu á meðan Duncan Smith átti í vandræðum með að koma Tony Blair í vand- ræði í vikulegum kappræðum þeirra á þinginu. Það var nokkuð sem Hague tókst í það minnsta vel. Nái Howard kjöri eins og flest bendir til, verður það ekki í fyrs- ta sinn sem hann mætir Tony Bla- ir í þinginu. Þá voru þeir í öðrum hlutverkum því þegar Howard var innanríkisráðherra var það Tony Blair sem var í skuggaráðu- neyti Verkamannaflokksins, þá í stjórnarandstöðu. ■ ÞRETTÁN ÞORPSBÚAR MYRTIR Uppreisnarmenn gerðu árás á þorp í norðanverðu Úganda og myrtu þrettán óbreytta borgara. Að sögn vitna bundu árásarmenn- irnir hendur fórnarlambanna og börðu þau til ólífis með kylfum. Uppreisnarmennirnir námu ein- nig fjölda þorpsbúa á brott með sér. Uppreisnarmennirnir hafa háð blóðuga baráttu gegn Yoweri Museveni forseta síðan hann komst til valda árið 1986. MANNSKÆTT RÚTUSLYS 21 mað- ur fórst og fjórtán slösuðust þeg- ar rúta lenti í árekstri við flutn- ingabíl á þjóðvegi í Suður-Afríku. 36 farþegar voru um borð í rút- unni. Orsakir slyssins eru ókunn- ar en grunur leikur á því að bíl- stjóri annars ökutækisins hafi sofnað undir stýri. Eitthva› fyrir alla! BARNABÆKUR • ÆVISÖGUR • SPENNUSÖGUR SJÁLFSHJÁLPARBÆKUR • LJÓÐ • DULRÆNT EFNI MATREIÐSLUBÆKUR • SKÁLDSÖGUR • ÞJÓÐLEGUR FRÓÐLEIKUR • HESTABÆKUR • ÁSTARSÖGUR • SPENNUSÖGUR O.FL . Grensásveg i 14 - bakhús • 108 Reyk jav ík • S ími : 588-2400 Fax: 588 8994 • Net fang: sk ja ldborg@sk ja ldborg . is BÓKAÚTGÁFA OPIÐ: 9-18 virka daga 10-17 laugardaga 13-17 sunnudaga Michael Howard á beinu brautinni Breskir íhaldsmenn felldu formann sinn í atkvæðagreiðslu þingmanna. Þeirra bíður nú það verkefni að finna nýjan leiðtoga. Margir telja hann fundinn í gervi fyrrverandi ráðherra. FALLINN Iain Duncan Smith, fráfarandi leiðtoga breskra íhaldsmanna, virtist brugðið þegar úrslit at- kvæðagreiðslu meðal þingflokksins lágu fyrir. Smith mun gegna formennsku í flokknum þar til kjöri nýs formanns hefur verið lýst, í síðasta lagi 11. næsta mánaðar. ARFTAKINN? Flestir eru á því að Michael Howard, þing- maður breska Íhaldsflokksins, taki við for- mennskunni af Iain Duncan Smith þótt yf- irlýsingar Howards fram til þessa bendi til annars. ■ Afríka SPILAKASSASALUR Ekki fengust upplýsingar frá Íslandsspilum um heildarvinningsfjárhæðir. Myndin er sviðsett. Fréttaskýring KRISTJÁN GUY BURGESS ■ fjallar um leiðtogakjör breskra íhaldsmanna ÚRSLITIN Duncan Smith áfram 75 Duncan Smith burt 90 Kynferðisglæpamenn: Verði með ljósin slökkt TEXAS, AP Yfirvöld í þremur sýsl- um í Texas hafa skipað kynferð- isglæpamönnum að halda sig heima með ljósin slökkt á hrekkjavökunni. Menn sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisbrot gegn börn- um og eru á skilorði verða að vera komnir heim fyrir klukkan sex og hafa ljósin slökkt allt kvöldið. Þeir mega ekki fara til dyra ef einhver bankar upp á. Lögreglumenn munu fylgjast með því að þeir hlýði þessum fyrirskipunum. Á hrekkjavökunni fara banda- rísk börn í grímubúninga og ganga á milli húsa til að safna sælgæti. Ákvörðun yfirvalda hefur að sögn fengið góð viðbrögð foreldra sem telja bör- num sínum betur borgið. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.