Fréttablaðið - 31.10.2003, Síða 26
26 31. október 2003 FÖSTUDAGUR
■ Andlát
Indira Gandhi, forsætisráðherraIndlands, var myrt í Nýju Delhi
á þessum degi fyrir 19 árum. Hún
er sögð hafa verið á vappi um garð-
inn sinn þegar hún var skotin.
Fljótlega var hún flutt á sjúkrahús
og þar fór hún í erfiða skurðaðgerð
en lést einum og hálfum tíma síðar.
Í fyrstu var talið að morðingj-
arnir hafi verið tveir af lífvörðum
hennar og að þeir hafi verið skotn-
ir af öðrum öryggisgæslumönnum.
En það reyndist ekki satt og þótt
lítið væri vitað um ástæður fyrir
morðinu beindust böndin fljótlega
að öfgahópnum Sikh sem tengdist
Gullna musterinu en á það hafði
verið ráðist í júní sama ár. Síðan
árásin átti sér stað höfðu margar
morðhótanir borist Indiru en 1000
manns dóu í árásinni á Gullna
musterinu.
Í kjölfar morðsins á Indiru
Gandhi brutust út óeirðir í landinu
og margir þeir sem aðhyllast
Hindú-trú réðust til atlögu gegn
hinum Sikhs trúuðu. Tala látinna í
þessum óeirðum er líklega um
1000 en herinn neyddist til að ryðj-
ast inn í borgirnar og stöðva út-
breiðslu ólátanna.
Sonur Gandhi, Rajiv Gandhi,
varð svo forsætisráðherra í des-
ember 1984 en sjálfur lést hann af
völdum sjálfsmorðsárásar í maí
1994. ■
Ámorgun, laugardag klukkan 13hefur Hundaræktarfélag Ís-
lands skipulagt árlega göngu hunda
og manna niður Laugaveg.
Gengið verður frá Hlemmi að
Ráðhúsinu í Reykjavík og verður
lagt af stað frá Hlemmi kl. 13.30.
Allar líkur eru á að mikill fjöldi
manna og hunda mæti og hundar af
öllum stærðum og gerðum verði á
ferli í miðbænum í tengslum við
gönguna. Hanna Björk Kristins-
dóttir hjá HRFÍ segir að alla jafna
sé bannað að vera með hunda á
Laugaveginum en Hundaræktarfé-
lagið hefur fengið leyfi til göngunn-
ar hjá yfirvöldum og Þróunarfélagi
miðborgarinnar. „Stolt félagsins,
unglingadeild HRFÍ, mun leiða
gönguna auk þess sem hljóðfæra-
leikarar hafa verið fengnir til að slá
taktinn fyrir okkur. Því má reikna
með mikilli stemningu í miðbænum
og eru allir hundaeigendur hvattir
til að mæta með hunda sína,“ segir
Hanna Björk.
En það verður ekki bara stemn-
ing á Laugavegi því Suðurnesingar
og Akureyringar ætla að hefja
göngu á sama tíma.
Svæðafélagið á Akureyri hefur
göngu sína við Umferðarmiðstöð-
ina í Hafnarstræti og á sama tíma
verður lagt af stað frá pósthúsinu í
Keflavík.
Ekki þarf að taka fram við ábyr-
ga hundaeigendur að vera með
poka meðferðis. ■
Hundaganga
REYKJAVÍK
■ Hundaeigendur ætla að ganga
saman niður Laugaveg á morgun,
Hundaganga niður Laugaveg
Guðmundur Árni Stefánsson al-þingismaður á afmæli í dag
og fagnar deginum í miklum
mannfjölda á Landsfundi Sam-
fylkingarinnar í Haukahúsinu í
Hafnarfirði. „Fundurinn ber upp
á afmælisdaginn minn og það má
segja að í afmælinu verði yfir
þúsund manns,“ segir hann hlæj-
andi en Guðmundur á enn tvö ár í
fimmtugt.
Fundurinn verður settur
klukkan 4 síðdegis og játar Guð-
mundur að hann hlakki mikið til.
„Það er alltaf gaman að eiga af-
mæli en enn skemmtilegra verður
að taka þátt í fundinum. Þetta er
eins og eitt stórt ættarmót þegar
fólk hittist hvaðanæva af landinu
og ánægjulegt að hitta fólk sem
maður hefur ekki hitt um tíma,“
segir hann
Á fundinum verður ýmislegt
rætt fyrir utan að kjósa formann
og varaformann en um það virðist
ríkja einurð og ekki við neinum
átökum að búast. „Við gerum upp
kosningarnar, leggjum línurnar
fyrir framtíðina og án efa verða
Evrópumálin í brennidepli. Þetta
er fyrsta þing eftir kosningar og
um margt að ræða. Það er oftast
tekið hressilega á en oftast er
þetta á mjúku nótunum,“ segir
Guðmundur sem man tímana
tvenna og hefur setið ófá þingin.
Guðmundur segir að vanalega
fái hann eitthvað lítilsháttar í af-
mælisgjöf frá sínu fólki en það
tíðkist ekki að gefa neinar stór-
gjafir á svona afmælum. „Mér
finnst ógurlega gaman að eiga af-
mæli og um að gera að varðveita
krakkann í sjálfum sér sem lengst
og leyfa sér það,“ segir hann hlæj-
andi og bætir við að það verði
ekki fyrr en seint um kvöldið sem
hann geti drukkið afmæliskaffið
með fjölskyldunni.
Íþróttirnar hafa lengi átt hug
Guðmundar allan og drengirnir
hans þrír leggja allir stund á fót-
bolta og spila og æfa með FH. „Ég
slaka á með því að vera formaður
knattspyrnudeildar FH og hef óg-
urlega gaman að vesenast í því og
það er hvíld frá daglegu amstri
um leið. Sjálfur er ég ekkert að
sprikla lengur, fikta í golfi þegar
tími gefst til en er meðaljón í því,“
segir Guðmundur Árni en hann er
einnig fastagestur Bókasafns
Hafnarfjarðar og les hvað sem
fyrir augu ber.
MICHAEL LANDON
Afmælisbarn dagsins lék í Húsinu á slétt-
unni og hreiðraði um sig í hjörtum land-
ans. Hann fæddist 1936 en lést 1991, þá
aðeins 55 ára.
31. október
■ Þetta gerðist
1955 Margrét Bretaprinsessa lýsti því
yfir að hún ætlaði ekki að giftast
manninum sem hún elskaði,
honum Peter Townsend, en
heimurinn hafði beðið í margar
vikur eftir því að fá að vita hvort
systir drottningarinnar myndi
voga sér að giftast alþýðumanni.
1961 Lík Stalíns var fjarlægt úr grafhýsi
Leníns.
1963 Sugar Shack með Jimmy Gilmer
& The Fireballs er á toppi banda-
ríska listans.
1993 Rapparinn Tupac Shakur var
handtekinn grunaður um að
hafa skotið tvær löggur sem
voru í helgarfríi í Atlanta. Hann
bar við sjálfsvörn og vann málið.
1997 Louise Woodward, breskur au
pair, er dæmd sek um morð á
barni sem hún átti að gæta hjá
bandarískri fjölskyldu.
INDIRA GANDHI
Hér vígir Indira nýjar skrifstofur forsætis-
ráðuneytisins í september 1981 en hún
lést þremur árum síðar.
INDIRA GANDHI
■ Á þessum degi fyrir tæpum tveim ára-
tugum var forsætisráðherra Indlands
myrt. Sonur hennar tók við og dó 10
árum síðar í sjálfsmorðsárás.
31. október
1984
!
!"#
!"
# # $
$%&
#
'
( "## )# '*
+',-.'
-/0 1 2
#2
3
%
&'()
*
! +
' / 450
ARTIC TRUCKS er endursöluaðili PIAA
PIAA LJÓSKASTARAR FYRIR ALLAR GERÐIR BIFREIÐA
LAUSNIN ER LJÓS
HUNDAR AF ÖLLUM TEGUNDUM
Þeir sem ekki eiga hunda en langar í þá
ættu að ganga með niður Laugaveginn og
upplifa gleði og ánægju hunda og manna.
Afmæli
GUÐMUNDUR ÁRNI
■ Eyðir afmælinu með yfir þúsund
jafnaðarmönnum í íþróttarhúsi Hauka
í Hafnarfirði
Þúsund
manna afmæli
GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON
Hann viðurkennir að hafa gaman af af-
mælum og öllum veislum hvort sem er
hans eigin eða annarra.
Indira Gandhi skotin
Steinþór Eyþórsson veggfóðrari og
dúkalagningameistari, Víðilundi 7,
Garðabæ, lést mánudaginn 27. október.
Carla Ingeborg Halldórsdóttir síðast til
heimilis í Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykja-
vík, lést laugardaginn 18. október.
Gunnar Hjörtur Björgvinsson frá Pat-
reksfirði, lést þriðjudaginn 28. október.
Esther Jónsdóttir lést mánudaginn 27.
október í Utha.
Haukur Ingason Hlíðarvegi 5, Ytri-Njarð-
vík, lést þriðjudaginn 28. október.
Erik Stig Henriksen Nordborg, Dan-
mörku, verður jarðsunginn Klausturkirkj-
unni í Horsens í Danmörku.
10.30 Sigríður Jónsdóttir Heiðarlundi
3G, Akureyri, verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju.
13.30 Kristján Bergur Kristjánsson
Brikihvammi, Kópavogi, áður
Smárahvammi, verður jarðsung-
inn frá Digraneskirkju.
13.30 Gísli Angantýr Magnússon frá
Langabotni, Geirþjófsfirði, verður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Reykjavík.
13.30 Kristinn Óli Kristinsson bifreiða-
smiður, Torrevieja, Spáni, verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju.
13.30 Ásta Margrét Magnúsdóttir verð-
ur jarðsungin frá Fossvogskirkju.
13.30 Gudmund Knutsen dýralæknir,
Fjólugötu 3, Akureyri, verður jarð-
sunginn frá Akureyrarkirkju.
14.00 Margrét Einarsdóttir dvalarheim-
ilinu Höfða, áður Einigrund 28,
verðu jarðsungin frá Akranes-
kirkju.
14.00 Jóhann Kjartan Björgvinsson frá
Grænuhlíð í Reyðarfirði, verður
jarðsunginn frá Reyðarfjarðar-
kirkju.
14.00 Jóhann Gunnar Friðriksson
Hólabraut, Keflavík, frá Látrum í
Aðalvík, verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju.
15.00 Jóhanna R. Kristjánsdóttir frá
Ísafirði, Kaplaskjólsvegi 29,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Neskirkju.
■ Jarðarfarir
■ Tilkynningar
Fréttablaðið býður lesendum aðsenda inn tilkynningar um
dánarfregnir, jarðarfarir, afmæli
eða aðra stórviðburði. Tekið er á
móti tilkynningum á netfangið
tilkynningar@frettabladid.is. Ef
óskað er eftir jarðarfarar- eða
andlátsauglýsingu má senda
texta í slíkrar auglýsingar á
auglysingar@frettabladid.is.