Fréttablaðið - 31.10.2003, Síða 28
Veitingamaðurinn í Alþjóðahús-inu við Hverfisgötu heitir
Murat Özkan og kemur frá Tyrk-
landi. Hann fæddist í Istanbúl og
bjó þar þangað til fyrir átta árum
að hann kynntist íslenskri konu og
flutti til Íslands. Murat býður upp á
veitingar í Alþjóðahúsinu alla daga
og öll kvöld vikunnar. „Við erum
með lifandi tónlist á kvöldin og
húsið er mjög vel sótt, en þó kemur
mun meira af Íslendingum en ný-
búum,“ segir Murat, á mjög góðri
íslensku.
Honum fannst sú ákvörðun að
flytja til Íslands ekki erfið, þó
vissulega sakni hann fjölskyldu og
vina í Istanbúl.
„Ísland er frábært land og ekki
erfitt. Í Istanbúl, sem er 15 millj-
óna borg, er mikil velmegun, en
líka mikið atvinnuleysi og fátækt.
Á Íslandi er ekki erfitt að finna
vinnu ef fólk vill vinna á annað
borð,“ segir Murat.
Það sem honum hefur þótt
skrýtnast við nýjar aðstæður er að
hér eru engar moskur. „Þó ég sé
ekki strangtrúaður múslimi og fari
ekki mikið í moskur í Tyrklandi, er
það samt svo stór hluti af menn-
ingu okkar að heyra öldungana
kalla til bænagjörða. En Tyrkland
hefur breyst mikið og er orðið
miklu vestrænna en það var. Það er
alveg óhætt að tala um nýja kyn-
slóð af Tyrkjum,“ segir Murat.
Hvað matarvenjur Tyrkja
varðar segir Murat að Tyrkir eldi
mikið heima. „Við borðum nær
eingöngu kalda grænmetisrétti
með ólífuolíu á sumrin, en á vet-
urna eru eldaðir sætir mjólkur-
grautar og búðingar og mikið kjöt
og þá helst lambakjöt. Tyrkir nota
líka mikið krydd, en þó ekkert
sérstaklega sterkt. Helstu krydd-
in eru kúmen, oregano og minta,
og svo auðvitað salt og pipar.“
Murat gefur lesendum upp-
skrift að tyrknesku garð-kebabi.
edda@frettabladid.is
matur o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is
Tyrkneskur veitingamaður í Alþjóðahúsinu:
Lambakjöt
vinsælasta kjötið
GARÐ-KEBAB AÐ
TYRKNESKUM HÆTTI
2 stk. eggaldin
500 g lambagúllas
1 laukur
10-12 stk. sveppir
3-4 tómatar
2 stk. pepperóní-paprikur
2 tsk. olía
salt, pipar og oregano
ostur
hrísgrjón eða búlgur (fæst í
Heilsuhúsinu)
Eggaldinin skorin í þriggja
sentímetra sneiðar og djúpsteikt
í um það bil þrjár mínútur. Það
gerir aldinið mjúkt. Gúllasið,
laukurinn, sveppirnir, tómatarn-
ir og paprikan steikt í olíunni og
kryddað með salti og pipar. Opn-
ið eggaldinin með matskeið og
fyllið með kjötinu. Osturinn rif-
inn yfir og steikt í ofni í 10-12
mínútur.
Borið fram með hrísgrjónum
eða búlgum.
Faxe Festbock er bragðmikill,sterkur dökkur bjór, ein 7,7%.
Hann hefur verið þróaður um ald-
ir samkvæmt danskri brugghefð
með bestu fáanlegu hráefnum:
byggi, humlum og að sjálfsögðu
vatn úr einkalindum Faxe, þar
sem vatnið hefur fengið sín ein-
kenni úr fornum kóralrifum undir
Sjálandi í Danmörku. Faxe Fest-
bock er bruggaður samkvæmt
þýsku hreinleikalögunum frá
1516, Der Deutsche Reinheitsge-
bot. Bragðið er vel fyllt og með
miklum maltkeim. Litur er dökk-
brúnn. Faxe Festbock á að drekka
við kjallarakulda, rétt ofan við
frostmark til að ná fram bestu
bragðeinkennum þessa mikla
mjaðar. Faxe Festbock fæst í 50 cl
dósum í flestum Vínbúðum og
kostar 299 kr. ■
MURAT ÖZKAN OG ENES
Bjóða gestum Alþjóða-
hússins upp á exótíska rétti
Faxe Festbock:
Helkaldur
sterkur danskur
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Sítróna
Sítrónur eiga rætur sínar að rekja
til Indlands og Malasíu og bárust
til Grikklands og Rómar. Sítrónur
bárust til Vestur-Evrópu með
krossförum á miðöldum. Þær voru
taldar til ýmissa hluta nytsamleg-
ar, meðal annars til að gera varir
rauðar. Sítrónur eru í dag aðallega
notaðar í matargerð ýmis konar. Þær eru c-vítamínríkar
eins og aðrir sítrusávextir. ■
Jólaævintýrið
hefst 27. nóvember
Borðapantanir eftir kl. 14
í síma 551 9555
www.argentina.is
N Ý R M A T S E Ð I L L
restaurant bar take-away
Sólin rís í austri Nýr veitingastaður
Aðalstræti 12
sushi, salöt, misósúpur,
curries, núðlur og grillréttir
opið í kvöld frá kl.17.30
Villibráð
Villibráðarkvöld verður þann 8. nóvember
á Hótel Ólafsvík og dansleikur um kvöldið.
Verð með gistingu í tveggja manna herbergi
kr. 8.500 á mann.
Pantanir í síma 430 1650
Hótel Ólafsvík
Villibráðarkvöld