Fréttablaðið - 31.10.2003, Page 29

Fréttablaðið - 31.10.2003, Page 29
Ostahúsið í Hafnarfirði hefursett á markað nýjan skyrdes- ert með tveim bragðtegundum, karamellusósu og súkkulaðisósu. Skyrdesertinn er bæði fituminni og kolvetnasnauðari en þeir des- ertar sem fyrir eru á markaðn- um. Skyrdesertinn er því sniðinn að þeim neysluvenjum sem fólk tileinkar sér nú í auknum mæli. Skyrdesertinn er framleiddur í 90 g og 285 g dósum, sem hentar minni fjölskyldum. Einnig er des- ertinn framleiddur í 80 g dósum fyrir mötuneyti skóla og stofn- ana. ■ Þetta er erfið spurning því mérfinnst flestur matur góður,“ segir Pétur Einarsson leikari þeg- ar hann er beðinn að nefna uppá- haldsmat. „Ég get jafnt notið þess að borða gufusoðna ýsu og dýrind- is steikur. En ég held ég nefni spaghettí bolognese sem ég bý til sjálfur.“ Pétur segist ekki vera alinn upp við að gera nokkurn skapaðan hlut í eldhúsi, en þegar hann full- orðnaðist voru allt í einu í gangi kröfur um að hann sýndi lit í eld- húsinu. „Ég byrjaði á að vaska upp endrum og sinnum og fikraði mig svo smátt og smátt út í mat- reiðsluna.“ Nú er Pétur hinn liðtækasti í húsverkunum og þegar hann eld- ar sérréttinn sinn, spaghettí bolognese, byrjar hann á að steik- ja hakkið. „Það er nú svo merki- legt þegar maður steikir íslenskt hakk að þá fyllist pannan skyndi- lega af vatni. Vatninu er nefnilega bætt við þegar búið er að hakka kjötið og þetta þýðir bara að fyrst soðnar hakkið í vatninu. Mér krossbrá einhvern tíma þegar ég var í Skotlandi að steikja hakk, þá kom bara ekkert vatn. Ég þurfti að hafa mig allan við að hreyfa hakkið á pönnunni svo það brynni ekki,“ segir Pétur. Í spaghettíréttinn notar Pétur svo lauk, mikið af tómötum, kjötkraft, léttsteikta papriku og kraminn hvítlauk, sem hann stráir grænmetisalti yfir og setur út í síðast. „En spag- hettíið er svo kapítuli út af fyrir sig. Til að það heppnist sem best sýður maður vatn með salti og smjöri. Setur svo spaghettílengj- urnar út í og passar vel upp á þær. Þær mega hvorki vera of harðar eða slepjulegar.“ ■ 29FÖSTUDAGUR 31. október 2003 Uppáhaldsmaturinn: Má hvorki vera hart né slepjulegt Vín vikunnar GRAND HÓTEL REYKJAVÍK býður til jólahátíðar með sérstakri hátíðarstemningu og ilmandi jólahlaðborði. Við bjóðum glæsileg salarkynni fyrir einstaklinga og fyrirtæki. B o r ð a p a n t a n i r í s í m a 5 1 4 8 0 0 0 GRAND JÓL – Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld og í hádeginu á föstudögum. Glæsilegt og ilmandi jólahlaðborð í anda íslenskra jóla. Trió Grande leikur undir borðhaldi og létta danstónlist á eftir. Gunnar Páll leikur ljúfa tónlist í Brasserie. Alsace-svæðið skiptist upp ítvö svæði: Bas-Rhin og Haut-Rhin sem er sunnar. Bas- Rhin gefur af sér léttari og ein- faldari vín en þetta vín frá Wilm úr riesling-þrúgunni kemur ein- mitt frá því svæði. Íslendingar hafa til langs tíma kunnað að meta vínin frá Alsace og er þetta vín við flestra hæfi. Fínleg angan af blómum ein- kennir vínið, það er ávaxtaríkt þar sem finna má vott af þroskuðum ferskjum, eplum og kalki. Lipur stíll í víninu sem endar í kröftugu og leikandi eft- irbragði. Það á vel við sjávarfang og hentar til að mynda þetta klassíska Riesl- ing ákaflega vel íslenska skel- fisknum sem og fiskréttum ýmiss konar, sérstak- lega fiski í rjómasósum. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar 1190 kr. ■ PÉTUR EINARSSON LEIKARI Orðinn góður kokkur með árunum. SKYRDESERT FRÁ OSTAHÚSINU Desertinn er framleiddur í 90 g og 285 g dósum. Nýr eftirréttur frá Ostahúsinu: Skyrdesert fyrir nútímafólk Alþýðlegt Alsace vín Chateau de Barbe Blanche Lussac Saint-Emilion 1998 kemur frá 28 hektara ekru í hjarta Lussac Saint Emilion og hefur legið 12 mánuði á eikartunnum, þar af fjórðunginn af tímanum í nýrri eik sem gefur mikinn kraft. Í angan býður vínið upp á nettan sveitakeim með leðri og örlitlum vindlakassa en bragðið hefur skemmtilegan ávöxt af rauðum berjum, mikla fyllingu, nett tannín og milt eftirbragð. Vínið er blandað úr 65% merlot, 25% cabernet franc og 10% cabernet sauvignon, mjög klass- ísk Saint-Emilion blanda. Hentar vel með lambakjöti og ljósu fuglakjöti. Fáanlegt í flestum stærri Vínbúðum og kost- ar 1490. ■ Sveitavín frá Saint Emilion Wilm Riesling Vín vikunnar Chateau de Barbe Blanche

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.