Fréttablaðið - 31.10.2003, Side 31

Fréttablaðið - 31.10.2003, Side 31
31FÖSTUDAGUR 31. október 2003 Ævintýradansleikhús barn-anna á Akureyri hefur hafið starfsemi sína að nýju á haust- dögum. Þetta er annað árið í röð sem þær Arna Valsdóttir og Anna Richardsdóttir standa fyr- ir námskeiði af þessu tagi fyrir börn, en þær hafa báðar getið sér gott orð í listalífinu. Fjölmörg börn taka þátt í Æv- intýradansleikhúsi barnanna og nú þegar hefur hópurinn sett upp eina sýningu í haust í versl- unarglugga tískuverslunarinnar Centro í miðbæ Akureyrar. Það er eitt af markmiðum Ævintýra- dansleikhússins, að það sé sýni- legt almenningi og stuðli að auknu menningarlífi í miðbæ Akureyrar. Ráðgert er að vera með leiksýningar í gluggum miðbæjarins síðasta föstudag hvers mánaðar auk þess sem vegleg jólasýning verður í des- ember. Næsta gluggasýning verður í Pennanum/Bókval á Akureyri föstudaginn 31. október klukkan 17. ■ s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m ÞURRIR OG HEITIR FÆTUR Í BARNASKÓM FRÁ ECCO Ecco Kids 73992-3 Stærðir: 27-40 Litir: Svart og silfur Ecco Kids 70271-3 Stærðir: 22-40 Litir: Svart, vínrautt og rautt Ecco Kids 70301-3 Stærðir: 22-40 Litir: Blátt, silfur, svart og rautt B æ j a r l i n d 1 - 3 K ó p a v o g i S í m i 5 5 5 6 6 8 8 Nýjar vörur haust 2003 !!! Barnavagnar Bílstólar Ömmustólar Leikföng Sundföt Bandarísk forskólabörn eyða aðmeðaltali tveimur tímum á dag fyrir framan sjónvarps- eða tölvu- skjái, eða um það bil jafn löngum tíma og þau eyða í leiki utanhúss. Þetta kom fram í nýlegri banda- rískri könnun, en niðurstöður hennar voru kynntar í vikunni. Samkvæmt könnuninni er þetta þrisvar sinnum sá tími sem börnin lesa eða njóta þess að lesið sé fyrir þau. Könnunin sýndi einnig fram á að jafnvel yngstu börnin eru ekki undanskilin. Tveir þriðju barna undir tveggja ára aldri sitja við sjónvarp að minnsta kosti klukku- stund á dag. Bandarískir uppeldis- fræðingar eru uggandi um þróun- ina og benda á að börn undir tvegg- ja ára ættu ekki að horfa á sjón- varp yfirleitt. Aðeins 34% barna sem eru alin upp á heimilum þar sem sjónvarp- ið er „alltaf“ eða „oftast“ í gangi eru læs um sex ára aldur. Könnun- in leiddi líka í ljós að: Þriðjungur barna undir sex ára aldri eru með eigið sjónvarp í herberginu sínu. Eitt af hverjum fjórum er með DVD-spilara. 7% barna á þessum aldri eru með tölvu inni hjá sér. Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að tengsl eru milli sjónvarps- og tölvunotkunar barna og offitu, slæmra svefnvenja og ofbeldis- hneigðar á uppvaxtarárunum. Samtök uppeldisfræðinga í Banda- ríkjunum hvetja foreldra til að stjórna tíma barnanna við skjáinn, ákveða hvað þau horfa á og reyna að hvetja þau til annarra athafna, eins og íþróttaiðkunar eða tónlist- arnáms. ■ Sögustund: Búálfur í Þjóðmenn- ingarhúsinu Laugardaginn, 1. nóvember, lesÓlafur Gunnar Guðlaugsson upp úr bók sinni Höfuðskepnur Álfheima - Benedikt búálfur. Þetta er fimmta bók Ólafs um Benedikt og félaga hans búálfana. Ólafur er þriðji í röð níu barnabókahöfunda, sem gefur út bók um jólin og tekur þátt í Sögustundum sem kenndar eru við Gevalia-kaffi. Sögustundir miða að því að hvetja foreldra til að lesa fyrir börn sín og vekja athygli á þeirri grósku sem er í ritun ís- lenskra barnabóka. Samhliða upplestrinum verða myndir úr bókinni sýndar. Sögustundir hefjast klukkan 14 í Veitingastofunni Matur og Menn- ing í Þjóðmenningarhúsinu. Boðið er upp á Gevalia-kaffi , ávaxtasafa og kleinur, meðan á upplestri stendur. ■ SÖGUSTUNDIR Í NÓVEMBER 8. nóv. Axel Gunnlaugsson: Eldgos í garðinum. 15. nóv. Sigrún Eldjárn: Týndu augun. 22. nóv. Yrsa Sigurðardóttir: Biobörn. 29. nóv. Brian Pilkington: Mánasteinar í vasanum. 6. des. Elías Snæland Jónsson: Valkyrjan. 13. des. Björk Bjarkadóttir: Leyndarmálið hennar ömmu. Hvað er skemmtilegast að gera? Hilmir: Að perla. Gunnhildur Bára: Að byggja úr duplo-kubbum. Hvað er leiðinlegt að gera? Hilmir: Að fara í dúkkó. Gunnhildur Bára: Mér finnst leiðinlegast í búðum. Því mömm- ur eru stundum lengi í búðum og við nennum ekki að vera lengur með þeim. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Hilmir: Töframaður. Ég kann að gera alls konar spilagaldra.˚ Gunnhildur Bára: Ég veit það ekki. Hver ræður á Íslandi? Hilmir: Ólafur Ragnar Gríms- son. Gunnhildur Bára: Borgarstjórinn. Hvað er skemmtilegast í sjón- varpinu? Hilmir: Mér finnst Idol-stjörnu- leit skemmtilegast því þar eru allir að syngja. Gunnhildur Bára: Barnatíminn, til dæmis Andrés önd. Hvar eru jólasveinarnir núna? Hilmir: Á fjöllunum, þeir eru að elda matinn. Gunnhildur Bára: Heima hjá mömmu sinni og pabba, þeir eru að setja dótið ofan í poka. Hver myndir þú vilja vera? Hilmir: Ég myndi vilja vera lögga og handtaka einhvern bófa. Gunnhildur Bára: Ég vildi vera löggukona og taka bófana. ■ FYRIR FEÐUR Flestir foreldrar hafa lent í því að reyna í örvænt- ingu að sefa grátandi barn og þeirri angist sem þetta getur valdið. Feður geta augljóslega ekki gripið til þess ráðs sem oft dugar best, að gefa þeim brjóst, en hér koma nokkrar ábendingar sem gætu gagnast þegar snuðið eða pelinn virka ekki. • Reynið að komast að orsök grátsins, hvort það er tanntaka, hungur, blaut bleia eða annað. Þetta hljómar næstum of einfalt en fólk með hágrátandi ungabarn á öxlinni nær ekki alltaf að hugsa rökrétt. • Prófaðu að bjóða litlaputtann sem snuð. Þetta virkar oft og er mjög vinsælt. (FRAMHALD NEÐAR Á SÍÐUNNI) SJÓNVARP OG TÖLVUR Börn í Bandaríkjunum eyða alltof miklum tíma við tölvur og sjónvarp að mati upp- eldisfræðinga. Bandarísk börn yngri en sex ára: Tveir tímar á dag við skjáinn ■ Góð ráð ■ Góð ráð • Ruggaðu barninu. Annaðhvort í vöggu eða í fanginu. Ruggustóll getur gert kraftaverk. • Rifjaðu upp hvað þér fannst fyndið sem barn. Grettur, asnaleg hljóð og leikir ná athygli barnsins. Virkar vel heima en gæti verið vandræðalegt á kaffihúsi eða í kjörbúðinni. • Söngur er alltaf róandi. Ekki er verra að dansa rólega um með barnið í fanginu á meðan. • Réttu móðurinni barnið. Vin- sælasta ráðið af þeim öllum. Þú getur þó sagt að þú hafir reynt. (FRAMHALD) FJÖR FYRIR KRAKKANA Síðasta föstudag hvers mán- aðar er sett upp ævintýraleik- hús í búðarglugga á Akureyri. Miðbær Akureyrar: Ævintýradansleikhús í búðarglugga HILMIR ÁRNASON OG GUNNHILDUR BÁRA ATLADÓTTIR Eru á leikskólanum Gullborg. Hvað finnst þér? Mömmur stund- um lengi í búðum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.