Fréttablaðið - 31.10.2003, Síða 36
31. október 2003 FÖSTUDAGUR
FÓTBOLTI Aganefnd enska knatt-
spyrnusambandsins dæmdi
Arsenal í 175.000 punda sekt
vegna framkomu nokkurra leik-
manna félagsins í leik gegn
Manchester United í síðasta mán-
uði. Fimm leikmenn voru sektaðir
og fjórir þeirra dæmdir í leikbann
að auki.
Ashley Cole var sektaður um
10.000 pund en slapp við leikbann.
Patrick Vieira og Ray Parlour
voru dæmdir í eins leiks bann og
var Vieira var einnig sektaður um
20.000 pund en Parlour um 10.000
pund.
Martin Keown fékk þriggja
leikja bann vegna framkomu sinn-
ar gagnvart Ruud van Nistelrooy
og 20.000 punda sekt að auki.
Lauren fékk þyngsta dóminn,
fjögurra leikja bann og 40.000
punda sekt. Hann var sakfelldur
fyrir framkomu sína gagnvart
van Nistelrooy og fyrir að sparka
til Quinton Fortune.
Næstu fjórir leikir Arsenal eft-
ir að dómurinn tekur gildi, 17.
nóvember, eru gegn Birmingham
og Úlfunum á heimavelli og Ful-
ham og Leicester á útivelli. Leik-
urinn gegn Úlfunum verður í
deildabikarnum en hinir þrír í úr-
valsdeildinni. ■
Aukum breiddina
hægt og bítandi
HANDBOLTI Íslenska karlalandsliðið
í handbolta mætir Pólverjum um
helgina í þremur æfingaleikjum.
Fyrsti leikurinn verður í kvöld í
Kaplakrika, annar leikurinn á
morgun í Ólafsvík og sá þriðji í
Laugardalshöll á sunnudag.
Guðmundur Guðmundsson
landsliðsþjálfari hefur haft í nógu
að snúast síðustu daga enda langt
síðan liðið kom síðast saman.
„Við erum að koma saman í
fyrsta sinn síðan í mars þegar við
mættum Þjóðverjum í Berlín og
erum að fara yfir okkar mál. Þetta
er töluvert breytt lið þar sem
nokkrir leikmenn eru meiddir,“
segir Guðmundur. Sigfús Sigurðs-
son getur ekki leikið með þar sem
hann er meiddur á auga, Aron
Kristjánsson er meiddur á hné,
Patrekur Jóhannesson er að jafna
sig eftir aðgerð og Roland Eradze
sleit krossbönd fyrir skömmu.
Landsliðsþjálfarinn segir ljóst
að nýir menn verði í lykilstöðum
gegn Pólverjum. Ragnar Óskars-
son og Snorri Steinn Guðjónsson
munu til að mynda leika á miðj-
unni og nafnarnir Róbert Gunn-
arsson og Sighvatsson verða á lín-
unni. Auk þeirra eru Ásgeir Örn
Hallgrímsson, Björgvin Gústafs-
son og Brynjar Þór Hreinsson í
landsliðshópnum.
„Það er gott að fá ungu strák-
ana inn. Þeir fá að kynnast vinnu-
brögðum landsliðsins og komast
inn í aðferðafræðina. Landsliðið
er góður skóli en það er spurning
hvað þeir fá mörg tækifæri gegn
Pólverjum,“ segir Guðmundur.
„Þetta er jákvætt því svona getum
við aukið breiddina hægt og bít-
andi.“
Að sögn Guðmundar hefur und-
irbúningurinn gengið vel. „Það
eru flestir í góðu standi en
Jaliesky Garcia hefur verið að
glíma við ökklameiðsli. Það er
góður andi í hópnum og það er
heilmargt að gera á stuttum tíma.“
Leikirnir gegn Pólverjum eru
liður í undirbúningi landsliðsins
fyrir Evrópumótið í Slóveníu á
næsta ári og býst Guðmundur við
hörkuleikjum enda gestirnir með
sitt sterkasta lið í áraraðir.
„Við stefnum á að gera eins vel
og við getum og vinna alla leiki
sem við spilum. En við þurfum
fyrst og fremst að sjá hvar við
stöndum, sjá hvað er gott og hvað
þarf að laga.“ ■
Föstudagur: 31. okt. kl. 20:00 - Kaplakriki
Laugardagur: 01. nóv. kl. 16:30 - Ólafsvík
Sunnudagur: 02. nóv. kl. 19:40 - Laugardalshöll
ÍSLAND - PÓLLAND
Mætum öll og styðjum strákana okkar til sigurs
Íslenska landsliðið í handbolta mætir Pólverjum í þremur æfingal-eikj-
um. Nýir leikmenn í lykilstöðum. Nokkrir leikmenn meiddir.
Getum aukið breiddina, segir landsliðsþjálfarinn.
Í LANDSLEIK GEGN SLÓVENÍU
Landsliðið hefur æft stíft síðustu daga en landsliðsþjálfarinn hefur ekki útilokað að fleiri leikmenn bætist í hópinn. Þar á meðal eru
Birkir Ívar Guðmundsson, Markús Máni Mikaelsson, Bjarni Fritzson, Arnór Atlason, Vilhjálmur Halldórsson og Logi Geirsson.
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
Guðmundur segist ekki vera farinn að
setja sér markmið fyrir mótið og hyggst
ekki gera það fyrr en í byrjun árs.
Arsenal:
Sektir og bönn
LAUREN
Etame-Mayer Lauren (til hægri á mynd-
inni) fékk fjögurra leikja bann fyrir fram-
göngu sína í leik Arsenal og Manchester
United í september.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T