Fréttablaðið - 31.10.2003, Qupperneq 38
38 31. október 2003 FÖSTUDAGUR
450 konur ráfuðu um naktar áaðallestarstöðinni í New York
um helgina. Ástæðan er sú að ljós-
myndarinn Spencer Tunick aug-
lýsti eftir konum til þess að láta
mynda sig naktar í fallegustu
byggingu borgarinnar. Fyrirsæt-
urnar létu ekki á sér standa frekar
en fyrri daginn.
Konurnar mættu klukkan þrjú
um nóttina, tóku af sér fötin og
stilltu sér upp á gólfið eftir skip-
unum. Þeim var raðað þannig upp
a gólfið að naktir líkamar þeirra
mynduðu götur, skýjakljúfa og
aðrar þekktar byggingar.
„Ég elska listaverkin hans og
mér finnst hann vera að gera stór-
kostlega, nýja, öðruvísi og spenn-
andi hluti,“ sagði Anna Springer,
30 ára fasteignasali sem beraði sig
fyrir ljósmyndarann.
Tunick er orðinn heimsfrægur
fyrir að ná að lokka til sín hundr-
uð naktra fyrirsætra fyrir
myndatökur við þekkt kennileiti
víðs vegar um heim. Eftir að Tun-
ick öðlaðist frægð er það orðið
eftirsóknarvert að komast að í
tökur hjá honum, og komast færri
að en vilja.
„Í gegnum tíðina hafa yfirvöld í
New York talið líkamann vera
ólöglegan, eða klámfenginn,“
sagði Tunick. „Ég vonast til þess
að núverandi borgarstjórn sjái
hversu viðkvæmur líkaminn er.“
Myndatakan á lestarstöðinni er
hluti af Naked World-seríunni, en
Tunick vonast til að ljósmynda 35
þúsund manneskjur naktar áður
en henni lýkur. ■
SPENCER TUNICK
Myndin var tekin á aðallestarstöðinni í
New York um helgina.
Skrýtnafréttin
450 ALLSBERAR KONUR
■ Ljósmyndarinn Spencer Tunick fékk
um 450 allsberar konur til þess að fækka
fötum fyrir myndatöku á aðallestarstöð-
inni í New York.
Allsberar konur
Kári Sturluson umboðsmaðurhljómsveitanna Vínyls og
Quarashi, fór til New York í síð-
ustu viku til að fylgja tónleikum
hljómsveitanna eftir á CMJ-há-
tíðinni. Þegar hann mætti á hótel-
ið Hudson, sem hljómsveitirnar
dvöldu á, gekk hann í flasið á
upptökuliði sjónvarpsþáttarins,
Sex and the City: „Það var verið
að taka upp atriði fyrir næstu
seríu þáttarins og einhverra
hluta vegna datt ég inn í eitthvað
atriði. Ég var bara eitthvað að
þvælast í afgreiðslunni og
skyndilega héldu allir að ég væri
einn af statistunum,“ segir Kári,
sem slysaðist þannig til að vera
statisti í Sex and the City. „Því
miður voru aðalleikkonurnar
hvergi sjáanlegar og líklega var
bara verið að taka upp eitthvað
lítið atriði.“
Hljómsveitirnar Leaves og
Singapore Sling voru á sama tíma
að spila í New York: „Ferðin var
fín og það var mjög góð mæting á
tónleikana með Vínyl og Quar-
ashi og góður rómur gerður að
þeim. Það eru nokkrir aðilar bún-
ir að sýna báðum böndunum
áhuga í kjölfarið og ég er að
vinna úr því núna,“ segir Kári,
sem komst því miður ekki til að
sjá Leaves en náði tónleikum með
Singapore Sling.
Kári býst ekki endilega við að
sjá sig á sjónvarpsskjánum í Sex
and the City: „Tökuliðið gekk á
milli og lét fólk skrifa undir eitt-
hvað en ég laumaði mér í burtu
svo það er mjög líklegt að ég
verði klipptur út úr atriðinu.“ ■
Upp á síðkastið hefur veriðmjög í tísku bæði hjá rokk- og
poppurum að taka lagið með sin-
fóníuhljómsveitum. Quarashi og
Botnleðja spiluðu með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands og rokkhund-
arnir í Metallica tóku upp heila
plötu með sinfóníusveit á bak við
sig, svo eitthvað sé nefnt.
Ég hef ekkert á móti samspili
dægurtónlistar og sinfóníusveita.
Hljómsveitir þurfa ítrekað að
prófa nýja hluti til að staðna ekki
og því ekki að djamma með sin-
fóníunni eins og hvað annað?
Sálin ákveður að stíga þetta
skref á plötunni Vatnið og kann-
ski ekki skrítið. Sveitin hefur í of
mörg ár staðið í sömu sporunum
og þessi tilbreyting því eflaust
kærkomin.
Sálin kemst ágætlega frá
þessu vandasama verkefni og
vinnur platan mjög á við hverja
hlustun, enda tekur tíma að venj-
ast þessu nýja samstarfi. Í flest-
um tilfellum er sinfónían notuð
sem krydd í lögunum í stað þess
að yfirgnæfa þau, eins og mikil
hætta er á. Sambræðingur popps-
ins og sinfóníunnar tekst yfirhöf-
uð vel upp og eflaust eiga Sálar-
menn þar mikið að þakka Þor-
valdi Bjarna Þorvaldssyni.
Titillagið Vatnið (skemmtileg-
ur texti), Allt eins og það á að
vera, Aðeins eitt og Síðasta tæki-
færið voru fremst í flokki af lög-
unum níu.
Freyr Bjarnason
Umfjölluntónlist
SÁLIN & SINFÓ: Vatnið
Vandasamt
verkefni
KÁRI STURLUSON
Umboðsmaður Vínyls og Quarashi fylgdi hljómsveitunum til New York og góður
rómur var gerður að tónleikum þeirra.
Heppni
KÁRI STURLUSON
■ Gekk í flasið á upptökuliði þáttarins
Sex and the City á hóteli í New York og
var fyrir misskilning talinn vera einn af
statistunum.
Íslendingur í
Sex and the City
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FÓLK Bítilinn Paul McCartney og
eiginkona hans Heather eignuðust
stúlkubarn í gærmorgun. Mikil
leynd hvíldi yfir kyni barnsins í
fyrstu og hlupu nokkrir fjölmiðlar
á sig og tilkynntu að þau hefðu
eignast strák. McCartney-hjónin
höfðu þegar ákveðið nafn á stúlk-
una áður en hún leit dagsins ljós
og heitir hún Beatrice.
Stúlkan fæddist tveimur vik-
um fyrir tímann og var tekin með
keisaraskurði. Öllum heilsast vel.
Heather McCartney er 35 ára
gömul og er þetta hennar fyrsta
barn. Hún giftist Paul í júní árið
2001. ■
McCartney
eignaðis stúlku
PAUL OG HEATHER
Eru líklegast í skýjunum þessa dagana
með nýju stúlkuna sína.
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
MEST SELDU SKÁLDVERKIN Í VERSL-
UNUM PENNANS-EYMUNDSSONAR
PRO EVOLUTION SOCCER 3
PS2
JAK 2 RENEGADE
PS2
C&C GENERALS ZERO HOUR
PC
HOMEWORLD 2
PC
TIGER WOODS PGA 2004
Allar tölvur
SIMS DOUBLE DELUXE
PC
JEDI KNIGHT : JEDI ACAD...
PC
FREEDOM FIGHTERS
Allar tölvur
WARCRAFT 3 FROZEN THR...
PC
DAY OF DEFEAT
PC
Topp 10tölvuleikir
Fréttiraf fólki
Nú hefur því verið uppljóstraðað breska söngkonan Annie
Lennox kemur til með að syngja
lokalag þriðju og síðustu Lord of
the Rings-myndarinnar. Lagið
heitir Into the West og verður að
finna á geislaplötunni sem fylgir
útgáfu myndarinnar The Return
of the King. Myndin fer í al-
menna sýningu hér á landi annan
í jólum,
26. des-
ember.
Fréttiraf fólki
Leikkonan og fyrirsætan Eliza-beth Hurley var niðurlægð á
miðvikudaginn þegar kvöldmáltíð
með henni var hluti af góðgerðar-
uppboði fyrir brunalið New York
borgar. Henni til mikillar skelf-
ingar bauð enginn peninga fyrir
það að fara út að
borða með henni.
Hún hafði séð
þetta sem leið til
þess að láta gott
af sér leiða, en
hún þótti því
miður ekki
eftirsóknar-
verðari
matargest-
ur en
þetta.