Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2003, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 31.10.2003, Qupperneq 46
Hrósið 46 31. október 2003 FÖSTUDAGUR ■ Eina ósk Sundhöllinni verður breytt íkaffihús,“ segir Bergþóra Þórhallsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og símenntunar hjá Vestmannaeyjabæ, sem skipu- leggur Landsmót saumaklúbba sem haldið verður í Eyjum um miðjan nóvember. „Við verðum með kertaljós á laugarbakkan- um, tískusýningar og alls konar kynningarbása með varningi sem konurnar kynnu að hafa áhuga á. Svo verður að sjálf- sögðu ball.“ Bergþóra gerir ráð fyrir að um 30 saumaklúbbar streymi til Eyja í tilefni af Landsmótinu og verða saumaklúbbskonurnar ekki færri en 200: „Við reyndum þetta innanbæjar í fyrra og það tókst svo vel að við vildum end- urtaka leikinn á landsvísu. Auk þess að skemmta okkur í Sund- höllinni verður boðið upp á alls kyns örnámskeið sem spanna allt frá fræðsluerindum yfir í danskennslu,“ segir Bergþóra og tekur fram að eiginmennirnir séu velkomnir með til Eyja. Þeir fái hins vegar ekki að taka þátt í dagskráratriðum og verði því að dunda sér við eitthvað annað. Bæjarstjórnin í Vestmanna- eyjum hefur þegar styrkt Lands- mót saumaklúbba um álitlega fjárupphæð og verður reynt að gera þetta að árlegum viðburði í framtíðinni. Er ekki að efa að Landsmót saumaklúbba á eftir að lífga upp á bæjarlífið í Eyjum og varpa ljósi á nýtilkomið skammdegi. ■ Landsmót BERGÞÓRA ÞORHALLSDÓTTIR ■ Sviðstjóri fræðslu- og símenntunar hjá Vestmannaeyjabæ skipuleggur landsmót saumaklúbba sem haldið verður í Eyjum eftir tvær vikur. ...fær Björn Bjarnason dóms- málaráðherra fyrir vefsíðu sína sem kjörin var besta einstak- lingsvefsíðan 2003 af íslensku vefakademíunni - http://www.bjorn.is Saumaklúbbar í sundlaug ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að tveggja manna tal er ekki þriggja manna hjal. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Stefán Jón Hafstein og Mar- grét Frímannsdóttir um emb- ætti formanns framkvæmda- stjórnar. Alvís. Iain Duncan Smith. 1 7 8 9 10 12 13 15 16 14 17 2 3 4 5 11 6 LÁRÉTT: 1álfinn,7smiðja,8mjór, 9 alautt,11ær, 12sigur, 15ei,16ól,17 brella.LÓÐRÉTT: 1ásta,2lm,3fimari, 4iðju,5njóttu,6nartar, 10læsir, 13gól, 14ull,15eb. Að fátæktinni í heiminum yrðiútrýmt. Gamall frændi minn kallaði það fátæktardjöfulinn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon al- þingismaður um óskina sína einu. „Hvað sjálfan mig varðar vantar mig meiri tíma til að koma því í verk sem ég þarf að gera og vera meira með fjölskyldunni.“ ■ SAUMAKLÚBBUR Í HEITUM POTTI Palóma, Bergþóra, Erna og Valgerður. Listamaðurinn Tolli er aðpakka saman penslum sínum og litum á vinnustofu sinni í Berlín og flytja yfir til Kaup- mannahafnar. Þar hyggur hann á frekari landvinninga í málara- listinni: „Ég er að ganga frá samning- um um leigu á vinnustofu við Grábræðratorg og ef af verður flyt ég næsta vor,“ segir Tolli, sem sér ýmsa möguleika á Norð- urlöndum. „Það er bara orðið praktískara að vera í Kaup- mannahöfn en í Berlín. Ekki síst eftir að Iceland Express fór að fljúga. Nú er hægt að skjótast yfir hafið,“ segir Tolli, sem verið hefur með vinnustofu og annan fótinn í Berlín í nokkur ár. „Grábræðratorgið er 101 Kaupmannahafnar og rúmlega það. Þarna eru húsin frá fjórt- ándu öld og mannlíf mikið,“ seg- ir Tolli, sem vill þó ekki gefa upp hvað hann borgar fyrir vinnu- stofu á þessum eftirsótta stað: „Þetta kostar sitt eins og konan sagði.“ Tolli var að opna málverka- sýningu í Arndean-galleríinu í Cork Street í London fyrir nokkrum dögum. Þar hefur ver- ið gestkvæmt og „...reytingur selst, slatti,“ segir Tolli. ■ TOLLI Var að opna sýningu í London – næst er það Kaupmannahöfn. Tolli til Kaup- mannahafnar Myndlist TOLLI ■ Hefur leigt sér vinnustofu við Grá- bræðratorg í Kaupmannahöfn og hyggst flytja sig frá Berlín þar sem hann hefur unnið um árabil. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M LÁRÉTT: 1 huldumanninn, 7 verkstæði, 8 grannur, 9 alveg autt, 11 kindur, 12 vinningur, 15 ekki, 16 belti, 17 hrekkur. LÓÐRÉTT: 1 konunafn, 2 í röð, 3 leiknari, 4 starfi, 5 hafðu nautn af, 6 kroppar, 10 lokar, 13 öskur, 14 hlýtt efni, 15 skammstöfun. LAUSN:

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.