Fréttablaðið - 29.11.2003, Síða 2

Fréttablaðið - 29.11.2003, Síða 2
2 29. nóvember 2003 LAUGARDAGUR „Fyrr skal ég hundur heita.“ Andri Óttarsson situr í Útvarpsráði. Kolbrún Hall- dórsdóttir, Vinstri grænum, segir að þar sitji varð- hundar ríkisstjórnarinnar. Spurningdagsins Andri, ertu varðhundur? ■ Lögreglufréttir Tekið á markaðs- skiptingu olíufélaga Seinni frumskýrsla Samkeppnisstofnunar verður kynnt olíufélögunum í næstu viku. Hún fjallar meðal annars um verðsamráð á frostlegi og rúðuvökva. Einnig er tekið á fyrirtækinu Olíudreifingu. OLÍUFÉLÖGIN Í seinni frumskýrslu Samkeppnisstofnunar um meint samráð olíufélaganna er fjallað um markaðsskiptingu félaganna, samráð þeirra á einstökum lands- svæðum og fyrirtækið Olíudreif- ingu. Í skýrslunni, sem verður afhent olíufélögunum í næstu viku, er ein- nig fjallað um al- mennt verðsam- ráð þeirra á elds- neyti, smurolíu, gasi og jafnvel frostlegi og rúðu- vökva. Í skýrsl- unni er enn frem- ur fjallað um það hvernig þau reyn- du markvisst að ná ekki til sín við- skiptavinum frá hverju öðru. Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar, vildi ekkert tjá sig efnislega um seinni skýrsluna, þar sem trúnaður ríki um innihald hennar. Eftir að olíufélögin fá skýrsluna í hendur fá þau tvo mán- uði til að skila inn skriflegum and- mælum og athugasemdum. Skýrsl- an verður því ekki gerð opinber fyrr en í fyrsta lagi eftir rúma tvo mánuði. Gestur Jónsson, stjórnarformað- ur Skeljungs, gagnrýndi í Ríkisút- varpinu í gær Samkeppnisstofnun fyrir að hafa gert samkomulag við Olíufélagið um að halda Olíudreif- ingu fyrir utan rannsóknina. Olíu- dreifing sér meðal annars um dreif- ingu og birgðahald fyrir Esso og Olís, sem eiga fyrirtækið í samein- ingu. Guðmundur segir þetta al- rangt. „Hann ályktar þetta út frá ein- hverjum orðrómi og mér finnst það svolítið djarft af honum,“ seg- ir Guðmundur. „Olíudreifingu er ekki haldið utan við þetta.“ Guðmundur segir að fjallað sé um Olíudreifingu í þeim tilfellum þar sem fyrirtækið tengist hugs- anlegu samráði milli Esso og Olís. Gestur sagði einnig að það gengi ekki upp að málið væri rannsakað á tveimur stöðum. Hann sagði nöturlegt að horfa upp á átök milli lögreglu- og sam- keppnisyfirvalda í málinu. Guðmundur vildi ekkert tjá sig um þetta atriði. „Það er búin að vera nógu mik- il umfjöllun um samskipti emb- ættanna.“ trausti@frettabladid.is Fjárhagsstaðan væri verri ef spítalarnir hefðu ekki sameinast: Sameiningin sjálf kostaði peninga HEILBRIGÐISMÁL Kostnaðarlega hefur sameining spítalanna engu skilað, samkvæmt skýrslu Ríkisendur- skoðunar um sameininguna. Magn- ús Pétursson, forstjóri Landspítala- háskólasjúkrahúss, segist vilja hafa fyrirvara á því hvort þetta sé rétt staðhæfing. Magnús segir menn verða að átta sig á því að sameiningin ein og sér hafi kostað peninga. Þeir fjár- munir séu inni í útreikningum Rík- isendurskoðunar, en ómögulegt sé hins vegar að segja hversu mikið sameiningin hafi kostað. Hann seg- ist enn fremur sannfærður um það að ef spítalarnir hefðu ekki sam- einast væri fjárhagsstaða þeirra samanlagt verri en hún sé nú. Að teknu tilliti til þessa hafi samein- ingin vissulega skilað einhverju fjárhagslega. Magnús tekur undir þá gagnrýni sem kemur fram í skýrslunni að framtíðarstefnumótun skorti fyrir spítalann. Hann segir þetta gamalt vandamál sem hann hafi oft bent á. Almennt segist Magnús mjög ánægður með skýrslu Ríkisendur- skoðunar. „Það kemur mjög skýrt fram að borið saman við sjúkrahúsin í Bret- landi er þjónustan sem við erum að veita mjög góð. Í skýrslunni eru margar góðar ábendingar sem ég mun taka til athugunar.“ ■ Heilbrigðisráðherra: Skýrslan gagnleg HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra er mjög sáttur við niðurstöðu skýrslu Ríkisendur- skoðunar um sameiningu sjúkra- húsanna. „Ég tel að skýrslan sé mjög gagn- leg. Í henni eru ýmsir þættir sem eru jákvæðir fyrir sameininguna en jafnframt bent á þætti sem mættu betur fara. Það er ljóst að helsti ávinningurinn er sá að stofnunin er sterkari eftir sameininguna og það er gríðarlega mikilvægt. Hins vegar hefur hún ekki skilað eins miklu fjárhagslega en það gæti breyst þeg- ar meiri reynsla hlýst af sameining- unni.“ ■ Thule-málið: Fá ekki að snúa heim DANMÖRK Inúítar sem fluttir voru nauðugir frá Dundas-skaga á Græn- landi þegar Bandaríkjamenn reistu Thule-herstöðina fá ekki að snúa aftur. Hæstiréttur í Danmörku stað- festi dóm héraðsdóms í málinu og vísaði frá kröfum um að bætur til handa fólkinu yrðu hækkaðar. Hér- aðsdómur hafði dæmt inúítunum sem svarar um 20 milljónum ís- lenskra króna samtals en þeir fóru fram á yfir 2,7 milljarða. Í dómnum kemur fram að fyrrum íbúar Dundas-skaga séu ekki sjálfstæð þjóð og því hafi þeir ekki þau rétt- indi sem því fylgir. Inúítarnir höfðu lýst því yfir að ef þeir töpuðu málinu ætluðu þeir að leita réttar síns fyrir Mannrétt- indadómstól Evrópu. ■ Akureyri: Þjófar á ferð LÖGREGLUMÁL Nokkrir þjófnaðir hafa verið tilkynntir lögreglunni á Akureyri á síðustu dögum. Í gær var tilkynnt að um 200 kílóum af rækju hefði verið stolið af at- hafnasvæði Samherja. Talið er að ránið hafi átt sér stað aðfaranótt fimmtudags. Þá var 32 tommu sjónvarps- tæki, heimabíói, DVD-spilara og myndbandstæki stolið úr félags- heimili unglinga við Hafnar- stræti. Ef fólk telur sig hafa upp- lýsingar um þessi mál er það beð- ið að hafa samband við lögregluna á Akureyri í síma 464-7700. ■ AMFETAMÍN Á FRUMSTIGI Ýmis efni, tæki og tól fundust í vesturbæ Kópavogs í húsleitinni. Amfetamínframleiðslan: Efnin í rannsókn RANNSÓKN „Við erum að flokka efnin og munina sem hafa verið handlagð- ir,“ segir Ásgeir Karlsson, yfirmað- ur fíkniefnadeildarinnar. Ásgeir segir efnin sem fundust í húsi í Kópavogi hafa verið send á rannsóknarstofu Háskólans. Þar verður fundið út hvaða efni er um að ræða og hvaðan þau koma. Meðal þess sem var haldlagt eru þrjár tölvur, handþeytarar, smásjá og vatnsbað auk ýmissa tækja og tóla sem gjarnan má finna á rann- sóknarstofum. Ásgeir segir mörg efnanna vera stórhættuleg, sprengjuhættan fari mikið eftir magninu og að mjög var- lega þurfi að fara í kringum þessa hluti. „Ef menn hafa ekki góða þekkingu er voðinn vís.“ ■ FANNST LÁTINN Maður á sextugs- aldri, sem lögreglan á Selfossi hafði svipast um eftir frá því snemma á fimmtudag, fannst lát- inn skammt frá bifreið sinni í Grafningi. Lögreglan í Reykjavík: Fimm voru handteknir HANDTEKNIR Mikið af munum fannst í heimahúsi í austurborginni sem talið er vera þýfi. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, voru fimm menn hand- teknir vegna þessa og seinnipartinn í gær voru þeir enn í haldi lögreglu. Ekki var vitað í gær hvaðan þýf- ið er komið. Málið er í rannsókn lög- reglu. ■ Sameinuðu þjóðirnar samþykkja nýjan vopnasáttmála: Hergögn fjarlægð að loknu stríði GENF, AP Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa komist að samkomu- lagi um nýjan sáttmála sem kveður á um að löndin verði að fjarlægja virkar sprengjur og önnur hergögn á átakasvæðum að loknu stríði. Samningurinn nýtur stuðnings allra aðildarríkjanna. Þetta er fyrsti afvopnunarsamn- ingurinn sem stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta samþykkir. Sáttmálinn verður sendur Kofi Ann- an, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, áður en hann verður und- irritaður af stjórnum aðildarríkj- anna. Samkvæmt samningnum bera ríkisstjórnir allra landanna ábyrgð á því að fjarlægja eða eyða öllum hergögnum á yfirráðasvæðum sín- um þegar stríði lýkur. Engar tölulegar upplýsingar liggja fyrir um það hversu mikið magn hergagna hefur verið skilið eftir á vígvöllum heimsins en Sam- einuðu þjóðirnar áætla að bara í Írak megi finna hátt í eina milljón tonna af virkum sprengjum. Banda- ríkin hafa hafist handa við að hreinsa svæðið en talið er að það geti tekið allt að áratug. Í Evrópu og Kína má enn finna þúsundir virkra sprengja úr heimsstyrjöldunum tveimur og í Víetnam og nágranna- ríkjunum í Suðaustur-Asíu kosta hergögn úr Víetnamstríðinu tugi manna lífið á ári hverju. ■ MAGNÚS PÉTURSSON Magnús tekur undir þá gagnrýni sem kem- ur fram í skýrslunni að framtíðarstefnu- mótun skorti fyrir spítalann. GÖMUL SPRENGJA Ítalskur sprengjusérfræðingur stendur við hliðina á 500 kílógramma sprengju úr síðari heimsstyrjöldinni sem fannst í miðborg Mílanó. OLÍUDREIFING Esso á 60% í Olíudreifingu en Olís 40%. Fyrirtækið kemur við sögu í seinni frumskýrslu Samkeppnisstofnunar. „Olíudreif- ingu er ekki haldið utan við þetta.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.