Fréttablaðið - 29.11.2003, Side 38

Fréttablaðið - 29.11.2003, Side 38
40 29. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Ólafur Páll Gunnarsson er einnhelsti tónlistarspekingur Rás- ar 2 og miðlar meðal annars af visku sinni í þættinum Rokklandi. Hann var 14 ára þegar Rás 2 var stofnuð fyrir 20 árum en fannst þessi tímamót í íslenskri útvarps- sögu ekkert sérstaklega merkileg. „Mér var skítsama. Allir krakk- arnir í bekknum mínum á Akra- nesi hópuðust út í Félagsheimili til þess að hlusta en þar var FM útvarp og ég held að ég hafi ekki einu sinni verið með í hópnum,“ segir Óli Palli. „Ég hlustaði mikið á útvarp þegar ég var krakki og sofnaði út frá útvarpinu og vakn- aði svo við það morguninn eftir. En ég var aðallega að hlusta á Út- varpssöguna, Jón Múla og leikrit- in á fimmtudögum. Ég veit ekki alveg út af hverju en mér var bara einhvern veginn alveg sama þó það væri að koma einhver önn- ur útvarpsstöð. Mér fannst þetta ekkert spennandi þá. Ég man að ég kom hérna í starfskynningu þegar ég var 16 eða 17 ára og var að læra rafeindavirkjun í Fjöl- brautaskólanum á Akranesi og þá var Goggi tæknimaður (Georg Magnússon) eini maðurinn á Rás 2 sem ég þekkti með nafni. Hann var náttúrlega stjarnan hérna áður fyrr. Hann reddaði öllu og sá um að allt væri í lagi og er hérna enn.“ Vinsældalisti götunnar Óli Palli segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á tónlist en hafi þó aldrei ætlað sér að tala um hana í útvarpið. „Ég var í tónlistarskóla á Akranesi og var búinn að hafa ofboðslegan áhuga á tónlist alla tíð, svo var ég í hljómsveit og músík var bara mitt líf og yndi. Ég sótti um vinnu hérna sem tæknimaður þegar ég kláraði raf- eindavirkjanámið og svo bara leiddi eitt af öðru. Ég fékk gríðar- legan áhuga á þessu öllu saman og hef elskað Ríkisútvarpið síðan. Fyrsti þáttur hérna á Rás 2 var Vinsældalisti götunnar. Hann var á laugardagskvöldum og ég fór bara eitthvert út í bæ og bauð fólki að velja sér óskalag. Þetta var mjög skemmtilegt prógramm. Ég held ég hafi ekki verið búinn að vinna hérna nema í hálft á þeg- ar ég byrjaði með hann. Ég tók við honum af Lísu Páls en hann var einhvern veginn svona inni í hennar helgarprógrammi. Ég var með þáttinn í nokkur ár og svo 1995 þá byrjaði þátturinn Rokk- land.“ Nýjasta tækni og vísindi Óli Palli segir að Rokkland hafi byrjað fyrir tilviljun eins og svo margt annað í lífinu. „Það eru að verða komin átta ár og ég hef fjallað um fleiri þúsund hljóm- sveitir. Það er afskaplega gaman að því að hafa verið fyrstur hérna að kveikja á fullt af hljómsveit- um; Travis, Coldplay, Muse, nefndu það bara. Ég er í svo góð- um tengslum við Radio One hjá BBC og fæ mikið efni í þáttinn þar og það þýðir að maður er með hlutina á hreinu alveg um leið og þeir gerast í Bretlandi. Og það er bara gaman að því.“ Óli Palli sér einnig um Popp- land ásamt Guðna Má Hennings- syni og Frey Eyjólfssyni. „Við skiptum Popplandi bróðurlega á milli okkar og erum meira að spila lögin við vinnuna þar. Poppland var upphaflega þátturinn minn og var 3 klukkutímar á morgnanna og ég sá um hann einn. Ef við segjum að vinnutitilinn á Popp- landi sé „lögin við vinnuna“ þá má segja að Rokkland sé svolítið svona eins og „nýjasta tækni og vísindi“ í rokkinu, eða bara dæg- urtónlist almennt. Það er verið að segja frá alls konar hlutum og kynna nýtt efni, viðtöl við erlenda tónlistarmenn og live upptökur eru spilaðar, bæði efni sem er tek- ið upp hér á Rás 2 og úti. Ég fæ mikið af efni frá John Peel á Radio One en hann er mikill frum- kvöðull í Bretlandi og var til dæmis fyrstur til að spila Sykur- molana og Joy Division í útvarpi í Bretlandi. Hann er búinn að vera í þessu í 30 ár og er enn ferskur og alltaf á tánum. Hann er svona Andrea Jóns þeirra Breta.“ Versta skeið tónlistarsög- unnar Óli Palli fullyrðir að níundi ára- tugurinn sé versta skeið í sögu tónlistarinnar og þá eru miðald- irnar meðtaldar. „Ég var svo óheppinn að vera unglingur á þessum tíma og þegar Duran Dur- an og Wham komu fram á mínum mestu mótunarárum þá fórnaði ég höndum til himins og spurði „af- hverju þarf ég að lenda í þessu!“ Mér fannst þetta alveg hundleið- inlegt en hlustaði á U2, Simple Minds og Big Country þó ég væri ekkert að kaupa plötur með þeim. Ég gramsaði mest í Safnarabúð- inni á Frakkastíg og keypti allt með Bowie, Zeppelindótið, Bob Dylan og Clash. Það var bara allt slæmt á þessum árum, tískan og meira að segja Neil Young og Ro- bert Plant. Það voru bara allir að gera vonda hluti á þessum árum. Þetta var ágætt framan af, svona í kringum 83 til 84, en varð áber- andi verst 1987. Það þýðir auðvit- að samt ekki að alhæfa svona og það var hellingur að gerast en ég átti frekar lítinn pening og fylgd- ist voða lítið með þessu. Það er kannski þess vegna sem mér var alveg sama um Rás 2 á sínum tíma þar sem tónlistin sem hún spilaði höfðaði ekki til mín. Ég var bara í mínum eigin heimi.“ Of breitt kynslóðabil Óli Palli ætlar að vera á dans- skónum ásamt félögum sínum á Rás 2 um helgina en Laugardags- kvöld Gísla Marteins í sjónvarp- inu i kvöld verðu tileinkaður 20 ára afmæli Rásarinnar. „Það koma nokkrar vinsælustu hljóm- sveitir þessa tveggja áratuga að spila, meðal annars Stuðmenn og Sálin en svo verða nýrri bönd, eins og Brain Police, í bland. Það eru nefnilega ákveðnir fordómar ríkjandi í garð Rásar 2 og ég veit það að tvær kynslóðir hafa aldrei hlustað á stöðina.“ Óli Palli segir að þetta sé af- leitt þar sem Rás 2 spili allt það ferskasta sem sé að gerast í tón- listinni. „Þau myndu hlusta á Rás 2 ef þau vissu þetta. Við vorum til dæmis að spila efni frá Hró- arskeldu um daginn. Hverjir vissu af því? Ég vissi það, en vissu þau þúsund manns sem voru á Hróarskeldu af þessu? Ég held ekki.“ thorarinn@frettabladid.is Model IS 26 - 3 sæta sófi og tveir stólar Verð áður kr. 249.000 stgr. Sprengi- tilboð aðeins 179.000 stgr. Einnig fáanlegt: 3ja sæta, 2ja sæta og stóll gæða húsgögn Bæjarhrauni 12, Hf., sími 565-1234 Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-16 og sunnudaga 13-16 Glæsileg ítölsk leðursófasett Sprengitilboð 70.000 kr. afsláttur Óli Palli hefur haldið Rokklandi úti á Rás 2 í átta ár. Stöðin er 20 ára á mánudaginn og hóf útsendingar á versta skeiði í sögu tónlistarinnar að mati forseta Rokklands. Hann var 14 ára þegar þessi tímamót urðu í útvarpssögunni og lét sér fátt um finnast. Var alveg sama um Rás 2 ÓLAFUR PÁLL GUNNARSSON Er búinn að gefa út tvöfaldan geisladisk með efni úr Rokklandi. „Ég vona að þetta sé orðin árviss útgáfa. Þetta er ákveðin framlenging á þættinum og ég hef bara gaman að því að standa í þessu með hjálp RÚV og Skífunnar.“ Ég hlustaði mikið á útvarp þegar ég var krakki og sofn- aði út frá útvarpinu og vaknaði svo við það morg- uninn eftir. En ég var aðal- lega að hlusta á Útvarps- söguna, Jón Múla og leikrit- in á fimmtudögum. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.