Fréttablaðið - 29.11.2003, Page 52

Fréttablaðið - 29.11.2003, Page 52
54 29. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Á FLUGI Þjóðverjinn Max Rauffer á brunæfingu fyrir heimsbikarmótið í Lake Louise í Kanada. Skíði Enska 1. deildin: Íslendingalið mætast FÓTBOLTI Fjögur Íslendingalið mætast í innbyrðis viðureignum í 1. deildinni ensku í dag. Topplið West Bromwich Albion heimsæk- ir Nottingham Forest og Reading tekur á móti Watford. Heiðar Helguson verður tæp- lega í leikmannahópi Watford þó að hann sé að verða leikfær að nýju eftir langvarandi meiðsli. Heiðar átti að leika með varaliði Watford gegn Charlton í vikunni en leiknum var frestað vegna mikillar úrkomu. Félagið reynir nú að koma á æfingaleik fyrir Heiðar og Gavin Mahon til að koma þeim í leikæfingu sem fyrst. Ívar Ingimarsson verður eflaust í byrjunarliði Reading enda hefur hann leikið alla sjö leiki félagsins frá því hann gekk til liðs við það fyrir fimm vik- um. Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið í byrjunarliði í síðustu tveimur leikjum Nottingham For- est. Samkeppni um stöður á miðj- unni hjá Forest minnkaði í vik- unni þegar lánsmaðurinn Stephen McPhail fór aftur til Leeds. Stoke leikur gegn Gillingham á útivelli í dag. Gillingham tapaði síðasta heimaleik sínum fyrir botnliði Wimbledon en Stoke hef- ur tapað síðustu sjö útileikjum sínum. ■ Tekst Leeds að komast af botninum? Sex leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leeds heimsækir Charlton og vona Leedsarar að sagan frá því í vor endurtaki sig. FÓTBOLTI Sex leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í dag. Leeds getur komist af botni deildarinnar en liðið sækir Charlton heim. Leeds hefur gengið hörmulega það sem af er tímabili, bæði innan vallar og utan, og hefur tapað síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Eddie Gray, sem tók við liðinu fyrir skömmu af Peter Reid, er ekki öfundsverður af hlutskipti sínu en honum til huggunar má þó benda á að Leeds bar sigurorð af Charlton, 6-1, í apríl síðastliðnum í öðrum leik Peters Reids sem knatt- spyrnustjóra liðsins. Þá hafði Reid, líkt og Gray gerði um síðustu helgi, tapað sínum fyrsta leik við stjórn- völinn hjá félaginu en komið síðan sterkur til baka. Að vísu verður að taka það með í reikninginn að Charlton hefur gengið frábærlega það sem af er tímabilinu og er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar. Ekkert bendir til annars en að Her- mann Hreiðarsson verði á sínum stað í vörn Charlton. Bolton og Everton mætast á Reebok-leikvanginum. Bæði lið eru í botnbaráttunni og Sam Allar- dyce, knattspyrnustjóri Bolton, var með skýringuna á reiðum höndum. „Hvorugt þessara liða hefur náð að nýta færi sín nógu vel í vetur. Hjá okkur hefur þetta verið viðvarandi vandamál í mörg ár en Everton er að upplifa þetta í fyrsta sinn eftir frábært tímabil í fyrra. Ég tel bæði liðin hafa burði til að vera mun ofar í deildinni,“ sagði Allardyce. Blackburn hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er þessu tímabili og þó andstæðingar liðsins í dag, Tottenham, hafi ekki beint verið að gera frábæra hluti hafa þeir þó verið skömminni skárri. Graeme Souness, knattspyrnu- stjóri Blackburn, hefur húð- skammað framherja sína að undan- förnu og sagt að þeir lifi á fornri frægð. Ef þeir fara að svara kallinu á Blackburn-liðið eftir að rísa fljót- lega upp en Tottenham hefur verið að braggast undanfarið. Þar á bæ eru menn komnir með sjálfstraust og David Pleat, knattspyrnustjóri liðsins, segir sína menn vera reiðu- búna til að komast í efri hluta deildarinnar. ■ Barnsley: Úr greiðslu- stöðvun? FÓTBOLTI „Við höfum skrifað öllum skuldunautum Barnsley og þeir hafa frest til 5. desember til að taka tilboði okkar,“ sagði Matt Dunham, sem hefur farið með málefni félagsins meðan það er í greiðslustöðvun. „Í stuttu máli erum við vongóð- ir um að félagið losni úr greiðslu- stöðvun fyrir jól.“ Barnsley leikur við Stockport í 20. umferð ensku 2. deildarinni í dag. Barnsley hefur gengið vonum framar í haust og er í þriðja sæti, þremur stigum á eftir toppliði QPR, en Stockport er sem stendur í fimmta neðsta sæti. ■ Evrópukeppni félagsliða: Dregið eftir tvær vikur FÓTBOLTI Dregið verður í 3. um- ferð UEFA-bikarkeppninnar og sextán liða úrslit Meistaradeild- arinnar föstudaginn 12. desem- ber. Daginn áður verður síðasti leikur 2. umferðar leikinn. Maccabi Haifa frá Ísrael og spænska félagið Valencia keppa á hlutlausum velli. Riðlakeppni Meistaradeildar- inn lýkur miðvikudaginn 10. des- ember. Tvö efstu félög hvers rið- ils keppa í sextán liða úrslitum en félögin sem lenda í þriðja sæti hefja keppni í UEFA-bikarnum. Fyrri leikir sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar fara fram 24. og 25. febrúar og seinni leik- irnir tveimur vikum síðar. Leikir 3. umferðar UEFA-bikarsins verða háðir 26. febrúar og 3. mars. ■ HEIÐAR HELGUSON Er að verða leikfær að nýju eftir langvarandi meiðsli. EDDIE GRAY Eddie Gray stjórnaði Leeds í fyrsta sinn um síðustu helgi og mátt horfa upp á lið sitt tapa fyrir Bolton, 2-0, á Elland Road. LEIKIR Í DAG Wolves - Newcastle 12.30 Aston Villa - Southampton 15.00 Blackburn - Tottenham 15.00 Bolton - Everton 15.00 Charlton - Leeds 15.00 Portsmouth - Leicester 15.00 LEIKIR Á MORGUN Arsenal - Fulham 14.00 Chelsea - Man. United 16.05 Liverpool - Birmingham 15.00 Man. City - Middlesbrough 15.00 STAÐAN Arsenal 13 10 3 0 28:10 33 Chelsea 13 10 2 1 27:9 32 Man. United 13 10 1 2 25:8 31 Charlton 13 6 4 3 20:16 22 Fulham 13 6 3 4 24:18 21 Birmingham 13 5 5 3 11:11 20 Newcastle 13 5 4 4 19:18 19 Man. City 13 5 3 5 22:18 18 Liverpool 13 5 3 5 18:14 18 Southampton 13 4 5 4 10:8 17 Portsmouth 13 4 3 6 17:18 15 Tottenham 13 4 3 6 13:17 15 Middlesbrough 13 4 3 6 11:15 15 Bolton 13 3 6 4 11:19 15 Everton 13 3 4 6 15:17 13 Leicester 13 3 3 7 20:22 12 Blackburn 13 3 2 8 18:24 11 Aston Villa 13 2 5 6 10:17 11 Wolves 13 2 4 7 8:26 10 Leeds 13 2 2 9 11:33 8

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.