Fréttablaðið - 29.11.2003, Síða 53

Fréttablaðið - 29.11.2003, Síða 53
55LAUGARDAGUR 29. nóvember 2003 hvað?hvar?hvenær? 26 27 28 29 30 1 2 NÓVEMBER Laugardagur Á leið á Broadway DAGBLAÐIÐ VÍSIR 267. TBL. – 93. ÁRG. – [ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2003 ] VERÐ KR. 250 Formenn stjórnar- flokkanna beygja heilbrigðisráðherra Bls. 6. Hommar breyta pipar- sveinaíbúð Bls. 34. Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, gerir það gott í London. Stóru leikhúsin vilja fá hann til samstarfs um Rómeó og Júlíu, auk þess sem hann íhugar tilboð frá Broadway í New York og kvikmynda- fyrirtækið Miramax vonast til að fá hann til starfa í náinni framtíð. ■ ■ LEIKIR  10.00 Keppni í 1. deild karla á Ís- landsmótinu í innanhússfótbolta hefst í Laugardalshöll.  13.00 Keppni í 1. deild kvenna á Íslandsmótinu í innanhússfótbolta hefst í Austurbergi.  14.00 Þróttur V. mætir Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í Vogum á Vatnsleysuströnd í Bikarkeppni KKÍ&Lýs- ingar í körfubolta karla.  14.00 Keflavík leikur við ÍS í Kefla- vík í Hópbílabikar kvenna í körfubolta.  14.00 Víkingur mætir Gróttu/KR í Víkinni í RE/MAX-deild kvenna í hand- bolta.  14.00 ÍBV og Breiðablik keppa í Eyjum í suðurriðli RE/MAX-deildar karla í handbolta.  14.00 Grundarfjörður/Reynir H. leikur við Smára V. í Grundarfirði í Bikar- keppni KKÍ&Lýsingar í körfubolta karla.  15.00 UMFG keppir við Breiðablik í Grindavík í Bikarkeppni KKÍ&Lýsingar í körfubolta karla.  16.00 Stjarnan og KA/Þór keppa í Ásgarði í RE/MAX-deild kvenna í hand- bolta.  16.00 Fylkir/ÍR keppir við FH í Fylkishöllinni í RE/MAX-deild kvenna í handbolta.  16.00 Þór A. leikur gegn Fram í Höllinni á Akureyri í norðurriðli RE/MAX- deildar karla í handbolta.  16.00 Keflavík B mætir HK í Kefla- vík í Bikarkeppni KKÍ&Lýsingar í körfu- bolta karla.  16.30 Valur og Grótta/KR leika í Valsheimilinu í norðurriðli RE/MAX- deildar karla í handbolta.  16.30 Reynir S. leikur við Val í Sandgerði í Bikarkeppni KKÍ&Lýsingar í körfubolta karla.  17.00 UMFN og KR keppa í Njarð- vík í Bikarkeppni KKÍ&Lýsingar í körfu- bolta karla.  17.00 Haukar tekur á móti Fram á Ásvöllum í RE/MAX-deild kvenna í handbolta.  17.00 ÍG mætir Haukum í Grinda- vík í Bikarkeppni KKÍ&Lýsingar í körfu- bolta karla.  18.00 SA og SR keppa á Akureyri á Íslandsmóti karla í íshokkí.  21.00 SA og Björninn keppa á Ak- ureyri á Íslandsmóti kvenna í íshokkí. ■ ■ SJÓNVARP  12.15 Enski boltinn á Sýn. Bein út- sending frá leik Úlfanna og Newcastle.  14.25 Þýski fótboltinn á RÚV. Bein útsending frá leik Bochum og Stuttgart í úrvalsdeildinni.  14.40 Enski boltinn á Stöð 2. Bein útsending frá leik Charlton og Leeds.  16.20 Íslandsmótið í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Vals og Gróttu/KR í karlaflokki. FÓTBOLTI Hamborg fær nágranna sína í Norður-Þýskalandi, Werder Bremen, í heimsókn í dag í 14. umferð þýsku Búndeslígunnar. Werder er í næstefsta sæti deild- arinnar eftir sigur á Bochum um síðustu helgi. Werder hefur skor- að 37 mörk í Búndeslígunni í vet- ur, fleiri en önnur félög. Ailton er markahæstur með þrettán mörk, aðeins tveimur færri en allir leik- menn Hamborgar samanlagt. Króatinn Ivan Klasnic og Frakk- inn Johan Micoud hafa skorað sex mörk hvor. Hamborgarliðið er í tí- unda sæti og er ósigrað í síðustu fjórum heimaleikjum. Topplið Stuttgart heimsækir Bochum í dag. Stuttgart hefur verið í góðum meðbyr í haust og náði stórum áfanga í Meistara- deildinni á miðvikudag. Bochum er erfitt heim að sækja. Félagið er taplaust á Ruhrstadion og hefur meðal annars unnið Bayer Leverkusen og Borussia Dort- mund á heimavelli í haust. Bayern München komst á skrið að nýju eftir 4-1 sigur á Dortmund fyrir tveimur vikum og fylgdi því eftir með 1-0 sigri á nágrönnum sínum í 1860 München um síðustu helgi. Bayern mætir botnliði Kölnar í München í dag en Bæjar- ar unnu 8-0 í bikarleik félaganna í vor. Bayer Leverkusen féll niður í þriðja sætið eftir jafntefli í Dort- mund fyrir viku. Leverkusen er ósigrað síðan í águst og leikur í dag heima gegn 1860 München. Á morgun leika tvö félög sem eru í sárum eftir útreið í UEFA- bikarnum á fimmtudag. Schalke sækir Herthu Berlín heim og Bor- ussia Dortmund á útileik gegn Hansa Rostock. ■ LEIKIR 14. UMFERÐAR Laugardagur 29. nóvember Bayern München - Köln Hamburg - Werder Bremen Bochum - Stuttgart Bayer Leverkusen - 1860 München Hannover - Freiburg Eintracht Frankfurt - Wolfsburg Bor. Mönchengladbach - Kaiserslautern Sunnudagur 30. nóvember Hertha Berlín - Schalke Hansa Rostock - Borussia Dortmund Þýska Búndeslígan: Nágrannaslagur í norðri WERDER BREMEN Ailton (til hægri á myndinni) og Valerien Ismael fagna einu marka Werder gegn Bochum um síðustu helgi. Leikmenn Werder Bremen skora mest í þýsku Búndeslígunni og Ailton er markahæstur með þrettán mörk.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.