Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2003, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 29.11.2003, Qupperneq 55
LAUGARDAGUR 29. nóvember 2003 N O N N I O G M AN N I I YD D A • 10 54 9 • si a. is y f i r h a f n i r • l e › u r • t e i n ó t t • f l a u e l • j a k k a f ö t • s t a k i r j a k k a r • s k y r t u r Flauelsföt: 18.900 Stuttfrakkar: 14.900 Stakar buxur: 3.900 Mikið úrval af jakkafötum! TENNIS „Þetta var erfitt,“ sagði Lleyton Hewitt eftir sigur sinn á Juan Carlos Ferrero í fyrstu viðureigninni í úrslitaleik Ástrala og Spánverja í Davis-bikarnum. „Ferrero er einn af þeim bestu í heiminum. Ég gaf allt sem ég átti.“ Carlos Moya jafnaði viðureign- ina fyrir Spánverja með sigri á Mark Philippoussis. Moya gengur best á leirvöllum og hefur ekki leikið á grasvelli síðan á Wimbledon-mótinu árið 2000. Hann var fljótur að laga sig að að- stæðum í Melbourne og sigraði í þremur settum en Philippoussis sigraði aðeins í einu. Ástralar hafa sigrað 26 sinnum í Davis-bikarnum en Spánverjar leika til úrslita í fjórða sinn. Þeir hafa alltaf mætt Áströlum í úrslit- um, töpuðu árin 1965 og 1967 en sigruðu árið 2000. ■ SKÍÐI Skíðadeild Breiðabliks varð í gær fyrst deilda á höfuðborgar- svæðinu til að hljóta viðurkenn- ingu gæðaverkefnisins Fyrir- myndarfélag/deild ÍSÍ. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, afhenti Hildi Ástþórsdóttur, formanni skíða- deildar Breiðabliks, viðurkenn- inguna. Sjö deildir og félög í Reykja- nesbæ hafa hlotið viðurkenning- una en fram kemur á vef ÍSÍ að flestar deildir innan Breiðabliks vinni að því að fá þessa viður- kenningu og búast megi við því að fleiri deildir fái viðurkenninguna innan skamms. Í handbók sem ÍSÍ hefur sam- þykkt eru leiðbeiningar fyrir íþróttafélög sem vilja fá gæðavið- urkenningu. Félag, eða deild inn- an þess, fær gæðaviðurkenningu að undangenginni úttekt á starf- semi þeirra. ■ FYRIRMYNDARFÉLAG Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, Hildur Ástþórs- dóttir, formaður skíðadeildar Breiðabliks, og Sigríður Jónsdóttir, varaforseti ÍSÍ. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands: Blikar til fyrirmyndar LLEYTON HEWITT Ástralinn Lleyton Hewitt fagnar eftir sigur á Spánverjanum Juan Carlos Ferrero í úrslita- leik Davis-bikarsins. Davis-bikarinn: Jafnt eftir fyrsta daginn Upplýsingar um áskriftarpakka og allar aðrar upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar. Í tilefni af sölu okkar á FIMMHUNDRAÐASTA móttökubúnaðinum fyrir Sky bjóðum við viðskiptavinum einstakt tilboð sem felur í sér upphafspakka fyrir Sky Digital. Hann inniheldur: • Fullkominn Panasonic Digibox TU-DSB40 sem er besti móttakarinn á markaðinum í dag. • Disk sem er 1 metri. • Móttökunema fyrir disk (LNB). • Veggfestingu. Sími 421-3333 GSM 893-6861 Tilboðsverð aðeins 59.900 www.skydigital.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.