Fréttablaðið - 23.12.2003, Síða 2
2 23. desember 2003 ÞRIÐJUDAGUR
„Nei. Hann hefur alltaf stutt við bakið
á mér og gerir það nú eins og áður.“
Markakóngurinn Björgólfur Takefusa ákvað í gær
að ganga til liðs við Fylki en hann hafði einnig átt í
viðræðum við KR. Björgólfur Guðmundsson, nafni
hans og afi, er einn harðasti KR-ingur landsins.
Spurningdagsins
Björgólfur, verður afi nokkuð
brjálaður?
■ Norðurlönd
Rúmir 1,6 millj-
arðar til öryrkja
Tryggingastofnun endurgreiddi 3.815 öryrkjum í gær í samræmi við dóm
Hæstaréttar frá 16. október. Meðalgreiðslan nam 422 þúsund krónum.
Dráttarvextir vegna dómsins gætu leitt til skerðingar bóta þessa árs.
ÖRYRKJADÓMUR Dráttarvextir vegna
svokallaðs öryrkjadóms munu í ein-
hverjum tilvikum skerða bótarétt
örorkulífeyrisþega á þessu ári og
leiða til lækkunar bóta við uppgjör í
ágúst á næsta ári.
Tryggingastofnun ríkisins
endurgreiddi í gær leiðrétta tekju-
tryggingu til örorku- og endurhæf-
ingarlífeyrisþega í samræmi við
dóm Hæstaréttar í svokölluðu síð-
ara öryrkjamáli, sem féll 16. októ-
ber síðastliðinn.
Greidd var tekjutrygging, auk
orlofs- og desemberuppbóta fyrir
tímabilið frá 1. janúar 1999 til 31.
janúar 2001, ásamt dráttarvöxtum.
Greiðslur þessar eru skattskyld-
ar og er staðgreiðsla skatta því
dregin af þeim, en staðgreiðslan er
nú 38,55% af tekjutryggingu og or-
lofs- og desemberuppbótum en 10%
af dráttarvöxtum.
Heildarfjárhæð
endurgreiðslna nam
alls 1.609 milljónum.
Þar af voru tekju-
trygging, orlofs- og
desemberuppbætur
tæpar 850 milljónir
og dráttarvextir
rúmar 760 milljónir.
Tekjuskattur og fjár-
magnstekjuskattur
nema tæplega 380
milljónum og komu
því rúmar 1.230
milljónir til útborg-
unar.
Alls fengu 3.815
einstaklingar endur-
greiðslu, 3.013 konur
og 802 karlar. Að
meðaltali fékk hver
um sig tæpar 422
þúsund krónur eða tæpar 323 þús-
undr kónur eftir staðgreiðslu skat-
ta.
Hæsta greiðsla nam ríflega 1,5
milljónum en alls fengu 385 einstak-
lingar endurgreidda milljón eða
meira.
1.290 einstaklingar fengu endur-
geidda hálfa milljón eða meira.
Fjármagnstekjur, þeirra á meðal
dráttarvextir, teljast til tekna í
skilningi laga um almannatrygging-
ar og hafa því áhrif á útreikning
bótafjárhæða. Því má gera ráð fyrir
að þeir dráttarvextir sem greiddir
voru vegna öryrkjadómsins muni
hafa áhrif á endanlegan bótarétt
viðkomandi lífeyrisþega fyrir þetta
ár. Það gæti leitt til þess að í upp-
gjöri bótagreiðslna, sem fer fram
um mánaðamótin ágúst-september
2004, hafi einhverjir fengið of háar
bótagreiðslur á árinu 2003.
the@frettabladid.is
Framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins:
Dráttarvextirnir ekki
venjulegar fjármagnstekjur
ÖRYRKJADÓMUR „Í okkar huga leik-
ur vafi á því hvort hægt sé að
meðhöndla dráttarvexti með
sama hætti og venjulegar fjár-
magnstekjur. Dráttarvextirnir
eru í raun skaðabætur sem
greiddar eru vegna vanefnda og
eru, að minnsta kosti í tilvikum
öryrkja, hugsaðar til þess að
staða þeirra verði jöfn við það
sem hún annars hefði verið,
hefðu þeir fengið greitt sam-
kvæmt því sem lög sögðu til um.
Það á því ekki að skattleggja
dráttarvextina eins og aðrar fjár-
magnstekjur. Þá ber það ekki
vott um góða stjórnsýslu að
senda fólki bréf þar sem lýst er
yfir hugsanlegri lækkun lífeyris-
greiðslna. Starfsmenn Trygg-
ingastofnunar ríkisins hefðu átt
að ganga úr skugga um lagalega
hlið þessa máls áður en bréfið
var samið og á það var þeim
bent,“ sagði Arnþór Helgason,
framkvæmdastjóri Öryrkja-
bandalags Íslands.
Tryggingastofnun hefur lýst
því yfir að dráttarvextir, sem
lögðust ofan á þær endurgreiðsl-
ur sem inntar voru af hendi sam-
kvæmt dómi Hæstaréttar, kunni
að hafa áhrif á endanlegan bóta-
rétt lífeyrisþega, þegar uppgjör
vegna þessa árs fer fram í ágúst
á næsta ári.
„Ég tel víst að einhverjir ein-
staklingar hafi hug á að láta á það
reyna hvernig þessar tekjur
verði meðhöndlaðar. Það er leitt
að hugsa til þess að ekki sé að
skapast friður um málefni ör-
yrkja hér á landi. En það er sjálf-
sagt að öryrkjar sæki rétt sinn ef
þeim þykir brotið á sér,“ sagði
Arnþór Helgason. ■
ABDUL RAHMAN
Framsali hans til Indónesíu var frestað af
óþekktum ástæðum.
Grunaður hryðjuverka-
foringi:
Framsali
frestað
MALASÍA Stjórnvöld í Malasíu hafa
frestað því að framselja Mo-
hamad Iqbal Abdul Rahman til
Indónesíu en hann er grunaður
um að vera einn helsti foringi
Jemaah Islamiah-samtakanna,
sem talin eru hafa staðið að Balí-
árásinni í október í fyrra.
Rahman, sem kenndi við ís-
lamska trúarbragðaskóla í
Malasíu í mörg ár, var handtekinn
árið 2001 og hefur síðan verið í
varðhaldi án þess að nokkuð sann-
aðist á hann.
Búist var við að Rahman, sem
er fæddur og uppalinn í
Indónesíu, yrði framseldur þang-
að á sunnudaginn en skyndilega
var því frestað af óþekktum
ástæðum.
Talsmaður indónesískra stjórn-
valda sagði að ef ekkert sannaðist
á Rahman þar í landi yrði að slep-
pa honum lausum. ■
TUGÞÚSUNDIR ÁN RAFMAGNS
Nær 50.000 Svíar buggu við raf-
magnsleysi í gær eftir að óveður
gekk yfir landið á sunnudag og
mánudag. Fresta þurfti flugi frá
Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi
um klukkustund og lestarferðum
var aflýst eða þeim seinkað.
QUEEN MARY 2
Skipið í höfn í Saint Nazaire í Frakklandi
þar sem það var smíðað.
Queen Mary 2 afhent:
Á leið til
heimahafnar
BRETLAND, AP Queen Mary 2,
stærsta og dýrasta farþegaskip
heims, sem verið hefur í smíðum í
Saint Nazaire í Frakklandi, var í
gær afhent eigendum sínum og
siglt áleiðis til heimahafnar í
Southampton.
Elísabet Englandsdrottning
mun gefa skipinu nafn 8. janúar
og þann tólfta heldur það í jóm-
frúarsiglinguna til Fort Lauder-
dale í Bandaríkjunum. Uppselt er
í siglinguna fyrir löngu en alls ber
skipið 2.620 farþega auk þess sem
1.253 eru á áhöfn.
Skipið komst í fréttir í síðasta
mánuði þegar bráðabirgðaland-
gangur brotnaði niður með þeim
afleiðingum að fimmtán manns
létu lífið. ■
ÍSRAEL, AP Ahmed Maher, utanríkis-
ráðherra Egyptalands, sem kom í
opinbera heimsókn til Ísraels í gær-
morgun, var fluttur á sjúkrahús í
gærdag eftir að hafa orðið fyrir að-
kasti æstra palestínskra múslíma
þegar hann kom til bæna í al-Aqsa-
moskunni á Musterishæðinni í Jer-
úsalem. Lífverðir Mahers komu
honum strax til hjálpar og slógu um
hann skjaldborg og sögðu nær-
staddir að honum hefði verið mjög
brugðið og átt erfitt með öndun.
Hann hefði heyrst stynja: „Ég er að
kafa, ég er að kafna,“
Sjónarvottar sögðu að sumir
hefðu hent skónum sínum að Maher
bæði utan og innan moskunnar, án
þess þó að hann hafi hlotið áverka.
Maher, sem er í sinni fyrstu
heimsókn til Ísraels í meira en tvö
ár, heimsótti moskuna eftir að hafa
fundað með ísraelskum ráðamönn-
um, þar á meðal Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels og Silvan
Shalom utanríkisráðherra.
Maher sagði eftir fundinn með
Sharon að Ísraelar hefðu lofað því
að koma að samningaborðinu eins
fljótt og mögulegt væri og hrósaði
þeim fyrir samstarfsvilja. ■
ARNÞÓR HELGASON
Framkvæmdastjóri Öryrkjabandlags Íslands
segir dráttarvexti sem lögðust á endur-
greiðslur samkvæmt öryrkjadómi ekki
venjulegar fjármagnstekjur heldur skaða-
bætur. Því beri að meðhöndla dráttarvext-
ina sem slíka.
MAHER FLUTTUR Á BROTT
Ahmed Maher, utanríkisráðherra Egyptalands, varð fyrir aðkasti í Jerúsalem og kvartaði yfir
öndunarörðugleikum.
ENDURGREIÐSLUR TR VEGNA ÖRYRKJADÓMS
Tekjutrygging, orlofs-
og desemberuppbætur 847.532.587 (52,65%)
Dráttarvextir 762.044.909 (47,35%)
Samtals 1.609.577.496
Staðgreiðsla skatta - 378.331.699
Til útborgunar 1.231.245.797
Greitt til 3.815 einstaklinga
- 3.013 konur
- 802 karlar
Meðaltalsgreiðsla 421. 908 krónur fyrir skatta
Meðaltalsgreiðsla 322.738 krónur eftir skatta
ALDURSSKIPTING OG FJÖLDI
Aldur Fjöldi
20-29 68
30-39 380
40-49 774
50-59 1.030
60 og yfir 1.563
3.815
ENN VÆRINGAR ÞRÁTT FYRIR ENDURGREIÐSLUR
Forsvarsmenn Öryrkjabandalags Íslands og stjórnvöld takast enn á þrátt fyrir að
Tryggingastofnun hafi nú innt af hendi greiðslur í samræmi við dóm Hæstaréttar frá í
október. Nú er deilt um hvort eða hvernig beri að skattleggja dráttarvexti sem féllu á
leiðrétta tekjutryggingu öryrkja.
Fréttablaðið:
Útgáfan
um jólin
ÚTGÁFA Fréttablaðið mun koma út
á morgun, aðfangadag jóla.
Fréttablaðið mun hins vegar
ekki koma út á jóladag og annan í
jólum. Næsta blað á eftir aðfanga-
dagsblaðinu mun því koma út
laugardaginn 27. desember. ■
Maher varð fyrir aðkasti:
Fluttur á sjúkrahús