Fréttablaðið - 23.12.2003, Page 4
4 23. desember 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Myndir þú hika við að leita réttar
þíns gegn opinberri stofnun eða
öðrum valdhafa?
Spurning dagsins í dag:
Ætlarðu að borða skötu á
Þorláksmessu?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
53%
21%
Nei
26%Fer eftir aðstæðum
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Asía
BANKAR Verði af viðskiptum
SPRON og Kaupþings Búnaðar-
banka verður til sex milljarða
sjóður með eign í Kaupþingi Bún-
aðarbanka. Núverandi fulltrúaráð
stofnfjáreigenda mun í samræmi
við lög um sparisjóði fara með
stjórn sjóðsins og er honum ætlað
að sinna líknar- og menningarmál-
um. Stjórnin mun þar með fara
með atkvæðarétt í samræmi við
eignarhlut sinn í Kaupþingi Bún-
aðarbanka. Fulltrúaráðsmenn
munu sitja í stjórn sjóðsins til
dauðadags. Ekki færri en þrjátíu
skulu sitja í stjórn sjóðsins og
skulu núverandi stofnfjáreigend-
ur kjósa í stað þeirra sem falla frá.
Pétur Blöndal, formaður efna-
hags- og viðskiptanefndar og
stjórnarmaður í SPRON, hefur
barist gegn því sem hann kallar fé
án hirðis. Aðspurður um hvort
sjóðurinn væri ekki dæmi um slíkt
fé kvað Pétur svo vera. „Ég var
andvígur frumvarpinu á þingi, en
lögin eru svona og við fylgjum
þeim.“ Pétur var fulltrúi uppreisn-
arafla í stjórn SPRON. Hann seg-
ist sáttur við niðurstöðuna og
fagna henni.
Pétur segir meginmuninn á
viðskiptunum nú og þegar hann
ásamt fimmmenningunum gerði
tilboð þann að hlutur stofnfjár-
eigenda hafi aukist örlítið, en
sjóðurinn hafi hins vegar stækk-
að verulega. ■
VIÐSKIPTI Stjórn SPRON hefur und-
irritað viljayfirlýsingu við Kaup-
þing Búnaðarbanka um hlutafjár-
skipti eftir að SPRON hefur verið
breytt í hlutafélag. Stjórn SPRON
mun leggja til við stofnfjáreigend-
ur að sparisjóðnum verði breytt í
hlutafélag.
Samkvæmt viljayfirlýsingunni
mun Kaupþing Búnaðarbanki gefa
gengið 5,55 fyrir nafnverð stofn-
fjár sparisjóðsins, eða þrjá millj-
arða króna. Kaupverðið í heild er
um níu milljarðar króna og fara
um sex milljarðar króna í sérstak-
an sjóð sem lýtur eigin stjórn. Ein-
ungis er heimilt að ráðstafa sjóðn-
um til samfélagsverkefna. Skipt
verður á hlutabréfum stofnfjáreig-
enda og bréfa bankans og mun
bankinn sölutryggja hlutaféð inn-
an tiltekins tímabils.
Fyrirvarar kaupa Kaupþings
Búnaðarbanka á SPRON eru sam-
þykki Fjármálaeftirlits, stofnfjár-
eigenda SPRON og hluthafafundar
Kaupþings Búnaðarbanka um
aukningu hlutafjár, auk hefðbund-
innar áreiðanleikakönnunar á
rekstri SPRON. Gert er ráð fyrir
að niðurstaða geti fengist fyrir
febrúarlok.
Jón G. Tómasson, formaður
stjórna SPRON, sagði einhug hafa
ríkt um þessa niðurstöðu í stjórn-
inni. Vinnuhópi sem í sátu Pétur
Blöndal stjórnarmaður, Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, varamaður í stjórn
SPRON, og Guðmundur Hauksson
sparisjóðsstjóri var falið að leita
leiða til þess að stofnfjáreigendur
gætu fengið hærra verð fyrir eign
sína. Þetta var gert eftir að fyrir lá
álit Fjármálaeftirlitsins um að
heimilt væri að greiða yfirverð fyr-
ir stofnfjárhlut og í samræmi við
lög um sparisjóði sem samþykkt
voru á Alþingi í fyrra.
Jón G. Tómasson segir meg-
inmuninn á kaupunum nú og þegar
fimm stofnfjáreigendur, meðal
annarra Pétur Blöndal, gerðu til-
boð í SPRON fyrir hönd Búnaðar-
bankans, að sjálfstæði SPRON
væri tryggt nú.
Stefnt er að því að SPRON verði
áfram rekinn sem sjálfstæð ein-
ing. „Það þrennt var haft að leiðar-
ljósi í þessum viðskiptum að hagur
starfsmanna, viðskiptavina og
stofnfjáreigenda væri tryggður,“
segir Jón G. Tómasson. Um þetta
hefði öll stjórnin verið sammála og
niðurstaðan gæfi tilefni til bjart-
sýni um framtíð SPRON.
haflidi@frettabladid.is
KEYPTU BÍLAVERKSMIÐJU Kín-
verska ríkisfyrirtækið Blue Star,
sem rekur eina stærstu efnaverk-
smiðju landsins, hefur keypt
Ssangyong-bílaverksmiðjuna í
Suður-Kóreu, sem er sú fjórða
stærsta þar í landi. Ssangyong
hefur rambað á barmi gjaldþrots
síðan 1999.
ÁSTANDIÐ HEFUR VERSNAÐ
Mannréttindasamtökin Amnesty
International segja að lítið fari
fyrir efndum hvað varðar loforð
herforingjastjórnarinnar í
Mjanmar um aukið lýðræði í
landinu. Sendinefnd Amnesty,
sem nýkomin er úr sautján daga
heimsókn til landsins, segir að
ástandið hafi versnað.
SKÆRULIÐI DÆMDUR Indónesísk-
ur liðsmaður múslímskra öfga-
samtaka hefur verið dæmdur í
átján ára fangelsi fyrir aðild að
sprengjuárás á McDonald’s-veit-
ingastað í borginni Makassar í
Indónesíu á síðasta ári. Hann er
ákærður fyrir að hafa flutt og
geymt sprengiefnið en skipu-
leggjanda árásarinnar er enn leit-
að.
Meintur barnaníðingur
á Patreksfirði:
Játar sumt
LÖGREGLUMÁL Meintur barnaníð-
ingur á Patreksfirði hefur, sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins,
játað að hluta þau brot sem hann
var kærður fyrir. Samkvæmt
heimildum blaðsins hefur maður-
inn játað kynferðisbrot gegn
þremur ungum drengjum á Pat-
reksfirði. Þá hefur blaðið heimild-
ir fyrir því að ofbeldi gagnvart
einum drengjanna hafi staðið í
rúm tvö ár.
Maðurinn var handtekinn á
heimili sínu 5. desember síðastlið-
inn eftir að forráðamenn fjögurra
ungra drengja lögðu fram kærur
á hendur manninum. Fljótlega
bættist fimmta kæran við.
Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi
til 15. desember en var sleppt úr
haldi eftir að Hæstiréttur hafnaði
kröfu um frekara gæsluvarðhald.
Maðurinn var kærður fyrir
kynferðisbrot gegn drengjunum
og vörslu barnakláms.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
fer með rannsókn málsins. ■
STJÓRNMÁL Ögmundur Jónasson,
fulltrúi Vinstri grænna í efnahags-
og viðskiptanefnd Alþingis, segir
að lagasetning Alþingis í kjölfar
átakanna um Sparisjóð Reykjavík-
ur á síðasta ári hafi klikkað.
„Það átti aldrei að heimila að
sparisjóðir yrðu gerðir að hlutafé-
lögum. Það er á þeirri forsendu
sem á að fara í gegnum þessar
breytingar,“ segir Ögmundur um
fyrirhuguð kaup Kaupþings Bún-
aðarbanka á SPRON. Hann hefur
óskað eftir fundi í efnahags- og
viðskiptanefnd um málið. „Það
stefnir í aukna fákeppni og sam-
þjöppun. Ætla menn bara að góna á
þetta eins og dofnir áhorfendur
eða ætla menn að taka á þessu af
alvöru?“ spyr Ögmundur.
„Það voru fest í lög ákvæði um
að ekki mætti heimila kaup á eign-
arhluta nema að uppfylltum til-
teknum skilyrðum, annars vegar
að þau séu liður í nauðsynlegri
endurskipulagningu eða hins veg-
ar að þau séu liður í að efla sam-
vinnu sparisjóðanna í landinu,“
segir Ögmundur en telur sölu
SPRON geta grafið undan spari-
sjóðakerfinu og samstarfi þeirra á
milli. ■
ÖGMUNDUR JÓNASSON
„Vandinn er sá að ef SPRON hverfur út af samstarfi sparisjóðanna er hættan að starfsemi
þeirra veikist.“
Fulltrúi Vinstri grænna óskar eftir fundi efnahags- og viðskiptanefndar:
Lagasetningin hefur klikkað
PÉTUR BLÖNDAL
Segir sex milljarða sjóð sem lúti stjórn fulltrúaráðs SPRON vera dæmi um fé án hirðis.
Hann var andvígur lögum um sparisjóði, en beygir sig undir þau.
Stjórn sex milljarða sjóðs:
Þar til dauðinn
aðskilur
SPRON-eigendur
fá þrjá milljarða
Kaupþing Búnaðarbanki stefnir að því að kaupa SPRON fyrir níu
milljarða. Þar af fara þrír milljarðar til stofnfjáreigenda. Algeng eign
einstaklinga er 20 stofnbréf sem gefa rúmar fjórar milljónir.
SÁTT STJÓRN
Jón G. Tómasson, formaður stjórnar SPRON, og Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri.
Stjórn sparisjóðsins er skipuð fulltrúum beggja fylkinga sem tókust á innan sparisjóðsins
og var hún einhuga um þá niðurstöðu að ganga til samninga við Kaupþing Búnaðarbanka
um sölu á SPRON.
NÝJAR ELDFLAUGAR Rússar hafa
tekið í notkun nýjar eldflaugar til
að bera kjarnorkuvopn. Sergei
Ivanov varnarmálaráðherra sagði
eldflaugarnar þær fullkomnustu í
heimi. „Aðeins slík vopn geta
tryggt sjálfstæði okkar og ör-
yggi.“
SONURINN Í FRAMBOÐ Yngsti
sonur Lech Walesa, fyrrum for-
seta Póllands og þar áður leið-
toga andspyrnuafla gegn komm-
únistastjórninni, hyggst hasla sér
völl í stjórnmálum. Hinn 27 ára
gamli Jaroslaw Walesa ætlar í
framboð til borgarstjórnar
Gdansk og hugsanlega til þings
síðar meir.
■ Evrópa
■ Evrópa
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T