Fréttablaðið - 23.12.2003, Síða 11
■ Lögreglufréttir
■ Asía
11ÞRIÐJUDAGUR 23. desember 2003
GLÆPAFORINGI LÍFLÁTINN Kín-
verjinn Liu Yong, sem sakaður
var um að vera foringi glæpa-
gengis sem tengdist meiriháttar
spillingu í Kína, hefur verið líf-
látinn. Yong hafði áður verið
dæmdur til tveggja ára fangelsis-
vistar í héraðsdómi en dómnum
síðan breytt í dauðadóm í hæsta-
rétti.
KÍNVERJAR SETJA METAMET Kín-
verjar eru mikið fyrir það að
setja met og hafa sett nýtt heims-
met í því á þessu ári með alls
nítján ný heimsmet skráð af
heimsmetabók Guinness. Þar á
meðal er minnsti tepottur í heimi,
sem tekur aðeins 6,8 millilítra,
lengsta ættartréð, sem nær yfir
2.500 ár, og fjölmennasti dreka-
dansinn, sem 3.200 manns tóku
þátt í.
ÓTTAST UM FERJU Óttast er að
ferja með meira en sjötíu manns
innanborð hafi farist úti fyrir
ströndum Filippseyja um helgina.
Ferjan, sem er 63 tonn að stærð,
fór frá smáeyju í Sulu-hafi á
laugardaginn og hefur ekkert
spurst til hennar síðan á sunnu-
dag.
SNJÓFLÓÐ FÉLL Snjóflóð féll í
Kirkjubólshlíð skammt frá Bás-
um í Skutulsfirði rétt fyrir klukk-
an tvö í fyrrinótt. Hvorki fólk né
mannvirki urðu fyrir flóðinu en
það lokaði veginum.
STAÐINN AÐ VERKI Húfuklæddur
maður var handtekinn þar sem
hann var að reyna að brjótast inn
með kúbeini í íbúðarhús á Lauga-
vegi í fyrrinótt. Íbúi í húsinu
gerði lögreglu viðvart.
LENTI ÚTI Í HRAUNI Ökumaður
missti stjórn á bíl sínum og lenti
utan vegar, í fljúgandi hálku, í
Norðurárdal rétt sunnan við Bif-
röst. Engin slys urðu á fólki.
Undirvagn bílsins var nokkuð
skemmdur auk þess sem hjól-
barðar fóru af tveimur felgum.
vatns og einnig þarf mikið af 4
gráðu köldu, mjög hreinu vatni.
Samningar um orku til handa
fyrirtækinu og allt það vatn sem
til þarf, bæði heitt og kalt, liggja
fyrir við Orkuveitu Húsavíkur.
Samningurinn og aðrar að-
stæður á Húsavík munu lækka
framleiðslukostnaðinn miðað við
eldri framleiðsluaðferð um 15-
20%.
Glucomed ehf. er í eigu
Glucomed AS í Haugasundi í
Noregi. Hluthafar eru á annað
hundrað, þeir stærstu og kjöl-
festufjárfestar eru meðal ann-
ars Öyvind Brekke og aðilar
tengdir honum, Hydro Organics,
lyfjafyrirtækið Weifa AS í Nor-
egi og þýska fyrirtækið Kreeber
Ghbh Hamburg, sem framleiðir
ýmis efni til lyfjagerðar.
„Erlendu fjárfestarnir vilja
gjarnan fá innlendan kjölfestu-
fjárfesti með í verkefnið og við
erum að leita að þeim fjárfesti
hér,“ sagði Tryggvi Finnsson.
Heildarkostnaður við kítín-
verksmiðju og lyfjaverksmiðj-
una sjálfa er áætlaður 500 til 600
milljónir króna. Ætlunin er að
röskur helmingur verði hlutafé,
afgangurinn verður tekinn að
láni.
Glucomed AS er skráð á verð-
bréfamarkað í Noregi. Í mars
eða apríl á næsta ári er gert ráð
fyrir hlutafjárútboði hjá
Glucomed AS til að fjármagna
áframhaldandi uppbyggingu á
Húsavík.
the@frettabladid.is
Kaupþing Búnaðarbanki:
Styrkir viðskipti við einstaklinga
VIÐSKIPTI Aðdragandi þess að
viljayfirlýsing um kaup Kaup-
þings Búnaðarbanka á SPRON
var undirrituð tók rétta viku.
Stjórn SPRON setti sig í sam-
band við viðskiptabankana þrjá
og bað þá um að leggja fram
hugmyndir að aðkomu sinni að
sparisjóðnum. Frestur til að
skila hugmyndunum rann út
klukkan sex á föstudag. Á
sunnudag var svo gengið frá
samningi við Kaupþing Búnað-
arbanka.
Hreiðar Már Sigurðsson seg-
ir Kaupþing Búnaðarbanka hafa
séð tækifæri í SPRON. „Við
erum minnsti bankinn þegar lit-
ið er til viðskipta við einstak-
linga. Með samstarfi við SPRON
náum við að auka þá hlutdeild
okkar.“ Hann segir SPRON
munu njóta stærðar bankans
með aðgangi að ódýrara lánsfé.
Hreiðar Már segir þá skoðun
hafa verið uppi um skeið innan
Kaupþings Búnaðarbanka að
frekari sameiningar og hagræð-
ingar á fjármálamarkaði lægju í
samstarfi við sparisjóðina. „Við
höfum talið ólíklegt að af sam-
einingum stóru bankanna
þriggja gæti orðið vegna sam-
keppnissjónarmiða.“
Hann segir stefnt að því að
SPRON verði rekinn sem sjálf-
stæð eining með áherslu á aukna
þjónustu við einstaklinga. Nýj-
ungar á því sviði verði kynntar
innan skamms. ■
HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON
Stefnt er að því að nýta styrk SPRON í
þjónustu við einstaklinga og kynna nýja
þjónustu við þá innan skamms.