Fréttablaðið - 23.12.2003, Page 19

Fréttablaðið - 23.12.2003, Page 19
19ÞRIÐJUDAGUR 23. desember 2003 Two Oceans eruaðgengileg og fersk vín frá Suður- Afríku á mjög góðu verði. Best er að njóta þeirra á með- an þau eru ung en óhætt er að geyma þau í nokkur ár. Vín- línan dregur nafn sitt af stóru höfun- um tveimur, Ind- landshafi og Atl- antshafi, en þau mætast fyrir sunnan Höfðaborg. Í það heila eru níu vín í Two Oceans-línunni, fjög- ur rauð, fjögur hvít og eitt rósa- vín. Þrúgurnar sem notaðar eru í Two Oceans-vínin koma frá vín- ekrunum við strandlengju Góðr- arvonarhöfða en þar er loftslag ekki ósvipað og þekkist við Mið- jarðarhafið. Strandlengjan er blessuð með svölum vindi yfir daginn og köldum nóttum þannig að þrúgurnar ná að halda fersk- leika sínum. Góður jarðvegur í Stellenbosch og lega víngarðanna hjálpa einnig til að gæðin séu eins og best verður á kosið. Two Oceans-vínin eru með miðlungs fyllingu, fersk og aðgengileg og henta þar af leiðandi mjög vel í móttökur en einnig með léttari fisk- og kjötréttum. Fjölmörg vín frá Two Oceans fást í Vínbúðum. Vert er að vekja athygli á að hægt er að fá vínin allt frá því í litlum 20 cl flöskum upp í 3 lítra kassa og að sjálfsögðu í hefðbundinni 75 cl stærð. ■ Þorláksmessa er mesti veisludag-ur ársins hjá mér. Í hádeginu fer ég í gríðarlega skötuveislu til Vest- firðings sem bæði er með skötu- stöppu og skötu með tilheyrandi hnoðmör og mörfloti. Eftir friðar- gönguna fer ég heim og sýð mikið af hangikjöti og pokabaunum. Svo mæti ég í stórt boð hjá vinkonu sem er með margskyns góðmeti á borð- um en sauðahangikjöt skipar heið- urssess. Eftir það kaupi ég síðustu jólagjafirnar og fer svo heim að hita upp pokabaunirnar því margir koma við hjá mér í mat eftir búðar- rápið í bænum. Að springa? Nei, vestfirska skatan er svo góð fyrir meltingarfærin að eftirleikurinn verður auðveldur fyrir þau.“ ■ Two Oceans tilvalin í móttökur Hallgerður Gísladóttir safnvörður:Þrjár veislur á Þorlák HALLGERÐUR GÍSLADÓTTIR Efnir sjálf til miðnæturáts á hangikjöti og pokabaunum. Leikur að elda: Eldar lamb með súkku- laði Á nýjum margmiðlunardiskiLandsliðsins í matreiðslu, Leikur að elda, er boðið til lamba- kjötsveislu. Ein af uppskriftunum er eftir Ásgeir Sandholt konditori- meistara, sem er ekki síður lið- tækur í matargerðinni en köku- skreytingunum. Ásgeir notar frumlegt hráefni í steikina, eins og til dæmis súkkulaði og kirsu- berjagljáa. Innbakað lambalæri með gráðosti, sveppum og bakaðri kartöflu. Framreitt með súkkulaði og kirsuberjagljáa. Gráðostafylling salt og pipar 5 msk brauðraspur 150-200 g gullgráðostur 30 g dökkt súkkulaði guanaja 70% 1 egg Aðferð: Bætið soði við og sjóðið stutt. Bætið brauðraspi í og kælið. Blandið ostinum og súkkulaðinu saman við þegar blandan er köld. Innbakað lambalæri (smjördeig er hægt að fá útflatt hjá betri bakaríum) 1 lambainnlæri (ca. 4-500 g) 1 búnt blóðberg salt og pipar 250 g smjördeig Aðferð: Marinerið lambið í 24 tíma með krydd- inu. Lokið kjötinu á mjög heitri pönnu og kælið. Fletjið smjördeigið út (um 2 mm) frekar þunnt en þykkt. Smyrjið um 2 cm þykku lagi af ostafyllingunni á deigið og leggið lambið ofan á. Lokið deiginu og snúið þannið að samskeytin séu niður og penslið deigið með eggjarauðu. Gott er að loka deiginu með vatni. Bakið í 20-25 mínútur við 200˚C. Súkkulaðigljái (gaman er að prófa að gera eigin soð en hægt er að nota kraft) 300 ml kröftugt kálfa eða lambasoð 1 skalotlaukur 200 ml rauðvín salt og pipar 50 ml kirsuberjaedik (hvítvínsedik og frosin kirsuber) 40 g fínt saxað dökkt súkkulaði, guanaja Valhrona 70% smjör Aðferð: Sjóðið soðið niður um helming. Skrælið laukinn og saxið fínt, steikið í ólífuolíu. Bætið rauðvíni í þegar laukurinn er orð- inn glær og sjóðið vínið alveg niður. Bæt- ið svo sama magni af rauðvíni í og helm- ingi minna magni af kirsuberjaediki. Sjóð- ið alveg niður. Bætið soðinu út í og sjóð- ið niður um helming. Sigtið soðið og lát- ið sósuna sjóða mjög langt niður undir vægum hita, þar til sósan fer að þykkna. INNBAKAÐ LAMBALÆRI ÁSGEIRS Lærið er borið fram með súkkulaði og kirsuberjagljáa. Bætið súkkulaði við (50- 70 g á 1 l soð) og bragðbætið með salti og pipar. Þeytið kalt smjörið í súkkulaðigljáann rétt áður en rétturinn er borinn fram. Þegar smjör- ið er komið í má sósan ekki sjóða. Sultuð kirsuber með blóðbergi (gott er að kaupa tilbúið í krukku en þessi klikkar ekki) 250 g vatn 250 g sykur 5-6 strá blóðberg 250 g kirsuber frosin Aðferð: Sjóðið vatn, sykur og blóðberg niður um helming og bætið þiðnuðum kirsuberj- unum við. Geymist á kæli. Einnig hægt að kaupa tilbúinn kirsuber í krukku, sigtið vökvann frá og hitið með blóðbergi bætið kirsuberjum við og kælið. Fontant kartöflur 4 bökunarkartöflur 50 g smjör 20 ml lambasoð eða vatn sjávarsalt og pipar frá Ducros í millu McCormick-múskatduft vatn og kraftur Aðferð: Skrælið nýjar stórar kartöflur, skerið til helminga og snyrtið til. Steikið á pönnu þar til þær eru gulbrúnar. Bragðbætið með salti, pipar og múskat. Bakið í ofn- skúffu með botnfylli af kálfa- eða lamba- soði við 200˚C í 45 mín. Baðið kartöflurn- ar í soðinu nokkrum sinnum á meðan á bakstrinum stendur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.