Fréttablaðið - 23.12.2003, Síða 22
23. desember 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Tíu efstu í kjöri íþróttamanns ársins kunngjörð:
Fjórar konur á listanum í ár
VERÐLAUN Samtök íþróttafrétta-
manna tilkynntu í gær hvaða tíu
íþróttamenn eru tilnefndir sem
íþróttamaður ársins 2003 en sam-
tökin heiðra þann einstakling í
hófi 30. desember næstkomandi.
Handknattleiksmaðurinn Ólafur
Stefánsson var kjörinn íþrótta-
maður ársins í fyrra með miklum
yfirburðum en hann er meðal tiu
efstu í ár líkt og bróðir hans,
körfuknattleiksmaðurinn Jón
Arnór Stefánsson, sem spilar með
Dallas Mavericks í NBA-deild-
inni. Fjórar konur eru á listanum,
kylfingurinn Ragnhildur Sigurð-
ardóttir, stangarstökkvarinn
Þórey Edda Elísdóttir, dansarinn
Karen Björk Björgvinsdóttir og
knattspyrnukonan Ásthildur
Helgadóttir. Eiður Smári
Guðjohnsen, fyrirliði íslenska
landsliðsins í knattspyrnu og leik-
maður Chelsea, er á listanum sem
og félagi hans í landsliðinu, Her-
mann Hreiðarsson hjá Charlton.
Gamla brýnið Jón Arnar Magnús-
son er einnig á meðal tíu efstu
sem og sundkappinn Örn Arnar-
son en hann hefur verið meðal tíu
efstu í kjörinu undanfarin sex ár,
þar af í öðru af tveimur efstu sæt-
unum undanfarin fimm ár. ■
HANS-JOACHIM MEYER
Þjálfar Herthu Berlín til loka leiktíðarinnar.
Hertha Berlín:
Meyer
þjálfar
FÓTBOLTI Hans-Joachim Meyer var
í gær ráðinn þjálfari Herthu
Berlín til loka leiktíðarinnar.
Hann tekur við af Andreas Thom
sem þjálfaði Herthu frá því Huub
Stevens var rekinn í byrjun des-
ember.
Meyer, sem varð 61 árs í nóv-
ember, hóf þjálfaraferil sinn árið
1971 þegar hann tók við austur-
þýska félaginu Carl Zeiss Jena.
Árið 1984 fór hann Rot Weiß Erf-
urt, árið 1988 til Chemnitz og aft-
ur til Carl Zeiss Jena árið 1993.
Hann þjálfaði Union Berlin árið
1995, hollenska félagið Twente
Enschede á árunum 1996-99 og
Borussia Mönchengladbach frá
1999 til 2003. Carl Zeiss Jena var
þrisvar bikarmeistari undir
stjórn Meyers og lék til úrslita í
Evrópukeppni bikarhafa vorið
1981. ■
Handlyftarar
Dalvegur 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 · Fax 535 3519
tjorvi@kraftvelar.is · www.kraftvelar.is
Lyftigeta 2,3 tonn
Sterkbyggðir
og öruggir
Standard
Quicklift
kr
kr
48.515,-
55.966,-
m/vsk
m/vsk
ARSENAL RÆÐIR VIÐ CAMPBELL
Arsenal hefur boðið varnarmann-
inum Sol Campbell nýjan samn-
ing. Enn eru tvö og hálft ár eftir
af núgildandi samningi Cambell
við Arsenal en félagið vill bæta
við þremur árum svo hann verði
liðsmaður þess til ársins 2009.
„Það er rétt að við erum að ræða
við Sol um nýjan samning,“ sagði
Arsene Wenger. „Viðræðurnar
eru rétt hafnar en ég er mjög
bjartsýnn um að hann semji
áfram.“
ÞREYTA HJÁ MILAN „Við vorum
ekki búnir að jafna okkur eftir
leikinn í Yokohama. Þreytan
sagði virkilega til sín,“ sagði Al-
essandro Costacurta, varnarmað-
ur AC Milan, eftir tapið gegn
Udinese á sunnudag. Milan lék
gegn Boca Juniors í HM félags-
liða í miðri síðustu viku.
Val í enska landsliðið:
Brooking
semur reglur
FÓTBOLTI „Trevor Brooking verður
lykilmaður í að endurskoða regl-
urnar um val í landslið,“ sagði
Andrin Cooper, talsmaður enska
knattspyrnusambandsins. „Mark-
miðið er að skýrar reglur verði
tilbúnar fyrir leikinn við Portúgal
í febrúar.“
Knattspyrnusambandið ákvað
að endurskoða reglurnar í kjölfar
ágreinings milli leikmanna og
sambandsins vegna mála Rio
Ferdinand og Alan Smith. Ferdin-
and var ekki valinn í landsliðshóp-
inn sem lék gegn Tyrkjum í októ-
ber vegna þess að hann skrópaði í
lyfjaprófi. Smith var vikið úr
hópnum sem lék gegn Dönum í
nóvember þegar lögreglan kallaði
hann til yfirheyrslu vegna atviks í
leik með Leeds. ■
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS 2002
Ólafur Stefánsson var kjörinn íþróttamaður
ársins 2002 með miklum yfirburðum.
■ Fótbolti