Fréttablaðið - 23.12.2003, Síða 32

Fréttablaðið - 23.12.2003, Síða 32
Bakþankar KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Manísk jólakona hefur verið ífremur litlu jólaskapi þessa að- ventu og það er óvanalegt að horfa upp á hana hengslast um og hafa passlegan áhuga á öllu stússinu. Jóla- dónarnir eiga sennilega stærstan hlut að máli og þá er ekki átt við þessa sem afgreiddu sjálftökufrumvarp við Austurvöll í liðinni viku. Nei, hér er um að ræða Grýlusyni. Lítil mann- eskja hefur verið skelfingu lostin yfir því að eiga von á þrettán skeggj- uðum og subbulegum körlum sem paufast við gluggann hennar á meðan hún sefur. Henni finnst þetta svo óhugnanleg tilhugsun að hún hefur staðið í stífum samningaviðræðum við foreldra sína og systur um stað- setningu á litlum, bleikum spariskó. MARGAR TILLÖGUR hafa verið lagðar fram, svo sem eins og að láta þennan spariskó standa úti við götu, en sú tillaga var felld af fjárhags- ástæðum. Foreldrar stubbu hafa boð- ist til að hafa samband við jóladónana og biðja þá um að sleppa hennar húsi, en aðrir í húsinu, sem kæra sig koll- ótta um hverjir snuðra við gluggana þeirra á nóttunni, hafa mótmælt harð- lega. Stubbu finnst enda erfitt að detta með öllu út af gjafalista svein- anna svo bleiki spariskórinn hefur ferðast á milli glugga heima hjá henni á aðventu. Sjálf ferðast hún, eins og skórinn, og kúrir hjá kjarkmeira jóla- fólki – en sofnar með djúpa áhyggju- hrukku á enninu á kvöldin. FRUMVARP um gervijólatré, sem lagt var fram í fjölskyldunni snemma á aðventu, hefur fengið mun ýtarlegri umræðu en eftirlaunafrum- varpið. Einhverjir óttast að jólaskap- ið fjúki út í veður og vind með plast- fæti og pólýester, en aðrir eru orðnir þreyttir á mislukkuðum leiðöngrum í leit að sæmilegustu hríslunni. Þeir sömu dæsa yfir hálfdauðum, síð- botna grenigreyjum með sköllóttum toppum sem feykjast svo dauð um götur fram í febrúar. Þá finnst þeim skárra að vera með ekta gervi, út- spekúlerað og reglulegt pólýester sem kemur upp úr pappakassa. SKRÝTIN þessi lúxusvandamál, en víða eru skítblankir jólasveinar sem prísa sig sæla að skóvesenið er senn að baki. Að minnsta kosti ef marka má fréttir af vel á annað þúsund manns sem þurfa hjálp við jólahaldið – í bakgarðinum hjá einni af ríkustu þjóðum veraldar. ■ Jóladónar og pólýester www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.