Tíminn - 29.09.1971, Page 1

Tíminn - 29.09.1971, Page 1
220. tbL Smitberinn brátt send- ur úr landi KJ—Keykjavík, þriðjudag. Að því er Hrafnkell Helga son yfirlæknir á Vífilsstöðum sagði Tímanum í dag, þá er Libanonbúinn, sem bar með sér berklaveiki hingað til lands, til meðferðar á Vífilsstöðum, og fer hann bráðlega héðan og til heimalands síns. Þá er fimmtán ára stúlkan, sem sagt var frá í Tímanum í dag, ekki sögð hættulega veik, en er til meðferðar á Borgar- spítalanum. Slátursala hefst í dag ÞÓ—Reykjavík, þriðjudag. Sala á slátri hefst á morgun, miðvikudag, í Reykjavík. Eins og undanfarin ár eru það aðal lega tveir aðilar, sem annast slátursöluna, það er afurðasala SÍS og Sláturfélag Suðurlands. Eftir þeim upplýsingum, sem blaðið aflaði sér í dag er búizt við að slátursa|an standi yfir í um það bil þrjár vikur, og er reiknað með að eftir- spurn eftir sláturmat verði meiri en undanfarin ár. Talið er, að það sem valdi meiri eftir spurn sé aukinn áhugi fólks fyrir liaustmat og að nú eiga margir orðið frystikistur eða fxystiskápa, og verður þá auð- veldara með alla gejnnslu. Guðjón Guðjónsson hjá Af- urðasölu SÍS, sagði, að slátur sala hjá þeim hæfist eftir há- degi á morgun og búast þeir við mikilli sölu, ef dæma má eftir öllum þeim fyrirspurnum sem þeir hafa fengið. Guðjón sagði að slátursalan hjá SÍS myndi standa í 2-3 vik- ur. Færi hún fram á Kirkju- sandi og væri opið frá klukk an 1—4 frá þriðjudegi til föstu dags, en á laugarlögum verður slátrið selt frá kl. 8—11. Vigfús Tómasson sölustjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands, sagði að slátursalan hjá þeim hæfist kl. 9 í fyrramiálið og er búizt ivið að slátursala standi yfir í þrjár vikur. Vigfús sagði að hann byggist við f jöri í söl- unni og væri vissara fyrir fólk að draga ekki að kaupa slátrið enda má búast við að framboð ið nægi ekki eftirspurn að þessu sinni, ef marka má áhuga fólks nú í haust. Sláturfé- lagið verður með sína sölu í Brautarholti.' f haust kostar slátrið, með sviðnum og klofnum haus, hreinsaðri vömp og einu kílói af mör 179 kr., en það er um 8% hækkun frá í fyrra. — Miðvikudagur 29. september 1971 55. árg. r-------------—— ---------» Morgunfréttatíma útvarps breytt í vetur? SB—Reykjavík, þriðjudag. Til umræðu er nú, að breyta morgunfréttatíma útvarpsins, þegar vetrardagskrá tekur gildi um veturnætur. Munu þá frétt ir kl. 8,30 færast fram um 15 mínútur og verða kl. 8,15, en strax á eftir þeim verður lesið úr forustugreinum dagblað- anna, sem verið hefur kl. 9. Verið er nú að vinna að gerð vetrardagskrárinnar og sagði Haraldur Ólafsson, dagskrár- stjóri, að engar aðrar tilfærsl- ur yrðu gerðar, sem máli skiptu, annars væri þetta svo skammt á veg komið, að ekki væri tímabært að segja mikið uim vetrardagskrána. Niðurstaðan á fundi Einars Ágústssonar með Alec Douglas Home í gær: VIÐRÆÐUM UM ÚTFÆRSLUNA HALD- IÐ ÁFRAM / L0ND0N 06 RFYKJA VÍK TK—Reykjavík, þriðjudag. Tíminn átti í kvöld símtal við Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, skömmu eftir að hann lauk viðræðum sínum við Sir AlecyDouglas Home, utanríkisráðherra Breta, á Waldorf Astoria gistiliúsinu í New York. Ráðherrarnir skiptust á skoðunum um iandhelgismál og fl. og var niðurstaða viðræðna þeirra sú, að viðræðum milli ríkisstjórnanna vegna ákvörðunar íslenzku ríkisstjórnarinnar að færa fiskveiðilögsög- una við ísland út í 50 sjómílur skyldi haldið áfram. Munu þær á næsta stigi verða milli embættismanna ríkisstjórnanna og ákvcðið að viðræður skyldu fara fram í London (/g Reykjavík á víxl, en fyrsti fundur em- bættismannanna verður í London. Vegna anna við samninga um inn- göngu Breta í Efnahagsbandalag Evrópu, taldi Sir Alec, að ekki yrði unnt fyrir brezku ríkisstjórnina að hefja þessar viðræður fyiT en í nóvembermánuði. Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, sagði í viðtalinu við Tímann, að Sir Alec Douglas Home hafi túlkað mjög harða andstöðu Breta gegn útfærslu fiskveiðilögsögunnar við ísland og taldi brezki utanríkisráðherrann, að útfærslan væri ólögleg. Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra, sagði eftir fundinn með Home á Waldorf Astoría í kvöld, að brezki ráðherrann hefði verið mjög harður í horn að taka í fyrstu og spurt, hvað íslendingar hyggðust eiginlega fyrir með því að ákveða einhliða útfærslu fiskveiðilögsög- unnar við Island í 50 sjómílur. Út- færslan væri ólögleg. Einar kvaðst hafa svarað því til, að engin lög bönnuðu að íslendingar segðu upp landhelgissamningnum við Breta og færðu fiskveiðilögsöguna í 50 sjó- mílur. Útfærslan bryti ekki í bága við lög og væri þar að auki lífs- nauðsyn íslendinga, ef ísland ætti áfram að vera byggilegt. Einar' sagði, að þeir Sir Alec hefðu síðan skipzt á skoðunum um málið og borið mi’kið á milli, en Einar kvaðst hafa ítrekað þau helztu rök, sem íslenzka ríkisstjórnin fæi’ir fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Er á samtalið leið, sagði Einar, varð niðurstaðan þó sú, að æskilegt væri að halda áfram viðræðum og skoðanaskiptum um málið. Taldi sir Alec heppilegast að það yrðu embættismenn ríkisstjórnanna, sem ræddust við fyrst um sinn, og að þeir héldu fundi í Reykjavík og London á víxl og fyrsti fundur þeirra yrði í London. Vegna anna í ráðuneytum brezku ríkisstjómar- innar næstu vikur, vegna samning- anna og undirbúningsins að inn- göngu Bretlands í Efnahagsbanda- lag Evrópu, taldi brezki utanríkis- ráðherrann, að brezka ríkisstjórnin gæti ekki byrjað þessar viðræður fyrr en í nóvembermánuði. Einar Ágústsson sagði að brezki utanríkisráðherrann hefði einnig spurt um afstöðu íslenzku ríkis- stjórnarinnar til Atlantshafs- bandalagsins. Sagðist Einar hafa greint honum frá því ákvæði stjórnarsamningsins, að ísland skyldi áfram vera í Nato, en hins vegar ætlaði íslenzka ríkisstjórn- in að óska eftir endurskoðun á varnarsamningnum við Bandarik- in. skv. ákvæðum þeim samnings Framhald á bls. 14. Meirihluti stjómar FIB segir af sér: Ásakanir um valdabrölt og annarleg sjónarmiö KJ—Rcykjavík, þriðjudag. , Það virðist ætla að verða tölu verður eftirlcikur vegna lands- þings FÍB á Akureyri, og þeirra atburða, sem gerðust þar. í dag barst Tímanum yfirlýsing ásamt greinargerð, þar sem þrír af fimm aðalstjúrnarmönnum FÍB segja af sér stjórnarstörfum, en þessir menn voru allir kjörnir í stjórnina í desember 1970. f greinargcrðinni með yfirlýsingunni segir m. a. að þar hafi „virzt koma í ljós meiri áhugi á annarlcgum hagsmunasjón armiðum og valdabrölti ákvcðinna cinstaklinga og hópa innan félags ins, en áhugi á sjálfu félagsstarf inu.“ Síðar í greinargerðinni seg ir: „Við álítum að FÍB sé nej’t- endasamtök, sem eigi að lxerjast fyrir hagsmunum liins almcnna bíleiganda, hvar í flokki, sem menn standa, og hjá hvaða ti’ygg ingafélagi sein menn tryggja bfla sína.“ Svo aðeins sé minnzt á undan fara yfirlýsingar stjói-narmann- nnna þriggja, þá skal þess getið, að á nýafstöðnu landsþingi,, sem haldið var á Akureyri hratt meiri hluti þingheims ákvörðun stjórnar innar um kjörgengi 10 fulltrúa á þinginu úr Reykjavík, í þeirra stað ákvað landsþingið að lög- lega kjömir fulltrúar væru 10 fulltrúar, sem áður höfðu átt sæti á landsþinginu, en þrír þeirra vovu mættir á þinginu, og tóku Framhald á bls. 14 J r

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.