Tíminn - 05.10.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.10.1971, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 5. október 1971 TIMINN 7 Bandaríkjamenn undirbúa nýtt iaxastríð: Mótmæla uthafsveiðum Dana á laxi með því að afneita dönskum vörum KIESINGER HÆTTUR NTB—Saarbruecken, mánudag. Kurt Georg Kiesinger hefur nú látið af störfum sem formað- ur Kristilega demókrataflokks- ins í V-Þýzkalandi. Hann er nú 67 ára og hættir til að gefa yngri manni tækifæri. Kiesinger hefur verið formað-; ur flokksins í 4 ár. Þeir, sem líklegastir eru sem eftirmenn hans, eru báðir á fimmtugsaldri, | þeir Rainer Candidus Barzel, leiðtogi þingflokksins, og Hel- mut Kohl, sem er leiðtogi flokks ins í Rheinland-Pfalz. 1 kveðjuræðu sinni í dag sagði Kiesinger, að Vestur-Þjóðverjar ættu að varast að tefla austri gegn vestri, og reyna ekki að gerast leiðandi í Vestur-Evrópu. — Við Þjóðverjar höfum brennt okkur tvisvar á því, sagði Kies- inger, og lauk ræðu sinni á því, að gagnrýna harðlega stjórn ' Brandts kanslara. J Thieu forseti fekk yfir 90% atkvæðanna NTB—Saigon, mánudag. Thieu forseti Suður-Víetnam fékk yfir 90% atkvæða í forseta- fcosningunum í gær, en hann var einn í framboði. Hann liélt ræðu í dag og þakkaði landsmönnum traustið, en hann hafði bent fólki á, að það gæti eyðilagt atkvæði sín, ef það vildi ekki kjósa hann. Andstæðingar Thieus segja, að kosningarnar hafi verið skrípaleik- ur. Kjörsókn var allgóð í kosningun- um og alls staðar fékk Thieu nær öll greidd atkvæði. í ræðu sinni í dag sagði hann, að eftir þessum úrslitum að dæma, væri auðséð, að almenningur í landinu kærði sig ekki um aðra stjórnarhætti. Forsetinn hefur verið gagnrýnd- ur harðlega og sakaður um kosn- ingasvik. Keppinautar hans drógu framboð sín til baka og sögðust ekki vilja vera með í þessum skrípa leik. Mikið hefur gengið á í kosninga- baráttunni og hafa um 20 manns látið lífið í óeirðum. Þrátt fyrir að margir hópar andstæðinga Thieus skoruðu á fólk að kjósa ekki, varð kjörsókn góð, eða 87,7%, og fékk Thieu 91,51% greiddra atkvæða. í Saigon, þar sem andstaðan gegn Thieu var hvað mest, hlaut hann 80% greiddra atkvæða. Hann var kosinn til fjögurra ára. Varaforseti landsins, Ky, sem dró framboð sitt til baka, hefur ásakað stjórnina fyrir kosningasvik, og segir úrslitin vera fölsuð. Hann hefur farið þess á leit við hæsta- rétt landsins, að hann ógildi kosn- ingamar. Hefi til sölu notað D.B.S. gírahjól, ný uppgert. Upplýsingar á afgreiðslu Tímans eða í síma 12323 í dag. NTB—Boston, mánudag. Bandaríska nefndin, sem beitir sér fyrir varðveizlu laxins í Norð- ur-Atlantshafinu, býr sig nú undir nýja baráttu gegn togveiðum Dana á laxinum á Grænlandsmiðum. — Ætlunin er að fá alla Bandaríkja- menn til að hætta að kaupa dansk- ar vörur, nema Danir minnki þess- ar veiðar sínar niður i algjört lág- mark. í skýrslu, sem nýlega var birt, endurtekur laxanefndin fyrri árás- ir sínar á þá fullyrðingu Dana, að ekki sé vísindalega sannað, að veið- ar á laxi í úthöfunum hafi áhrif á laxastofninn við N-Ameríku. Þessi fullyrðing Dana er í skýrsl- NTB—Brighton, mánudag. Brczki verkaniaiinaflokkurinn vís aði í dag á bug, með yfirgnæfandi meirihluta, þeim kjörum, sem íhaldsstjórnin hefur samið um, við- víkjandi inng. Bretlands í EBE Verkamanaflokkurinn lýsti því jafn framt yfir, að hann myndi hefja samningaviðræður við EBE jafn- skjótt og hann næði völdum aftur. Kosningarnar um aðildina fóru fram í dag í Brighton, en Þar hef- ur verinð haldið landsþing brezka unni sögð þrákelni og auk þess eru Noregur og Bretland ásökuð fyrir að hafa svikið Bandaríkin og Kan- ada í þessu máli, með því að hafa á yfirborðinu lýst yfir stuðningi sínum við nefndina, en í rauninni aðeins verið að stuðla að sínum eigin hagsmunum, Laxanefndin leitaðist við að koma á lögum um laxveiðina í N- Atlantshafinu og hefur sú viðleitni borið þann árangur, að til er orðin tillaga um að sniðganga algjörlega á markaðnum allar sjávarafurðir Þeirra landa, sem leyfa laxveiði í Norður-Atlantshafinu í slíkum mæli, að verndunaraðgerðir geti ekki borið árangur. verkamannaflokksins undanfarið. Með 5.072.000 atkvæðum gegn 1.032.000 samþykkti Verkamanna- flokkurinn yfirlýsingu, andvíga að- ild að EBE með þeim skilyrðum, sem stjórn íhaldsflokksins hefur samið um. Jafnframt var skorað á alla þingmenn flokksins, að standa saman í atkvæðagreiðslunni um að- ild, sem fram fer í neðri deildinni 28. þ. m. Þetta var greinilega meint til þeirra 40 þingmanna, sem talið er að munu þrátt fyrir allt greiða atkvæði með aðildinni. í skýrslunni eru einnig margar harðar árásir á danskt þjóðfélag og danskan almenning. Þessar árás- ir eru greinilega byggðar upp á skýrslum frá sérstakri laxanefnd, sem heimsótti Danmörku í apríl sl. — Flestum Dönum þykir lax góð ur, segir orðrétt í skýrslunni, — en þeir veiða hann ekki sjálfir, vegna þess, að lax finnst ekki í dönskum ám. Danir halda að laxveiði sé bara dægrastytting fyrir ríka Breta og Bandaríkjamenn. Þeir gera sér ekki grein fyrir því, að beztu lax- veiðiárnar í Kanada og Bandaríkj- unum eru opnar öllum, sem hafa leyfi. Nefndin segir og, að það muni vera vita árangurslaust, að reyna að leiða Dönum það fyrir sjónir, hve vandamálið sé alvarlegt. — í landi eins og Danmörku, seg- ir ennfremur, — eru fjölmiölarnir undir áhrifum aimennings. Laxa- nefndin myndi einfaldlega ekki fá þar inni. Sagt yrði aðeins, að allt væri í lagi með laxinn og engin ástæða til að gera nokkuð í málinu. Að lokum segir, að þetta hafi að minnsta kosti verið reynsla þeirrar nefndar, sem farið hafi til Dan- merkur í vor til að tala máli laxins. Skrífstofustjóri Staöa skrifstofustjóra við Borgarspítalann er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi viðskiptafræðilega menntun. Upplýsingar um nám og fyrri störf sendist fram- kvæmdastjórn Borgarspítalans, sem gefur nánari upplýsingar. Reykjavík, 30. 9. 1971. Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar. Skrifstofustúlka Viljum ráða stúlku til bókhaldsstarfa, sem fyrst. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um ald- ur, menntun og fyrri störf, sendist fyrir 10. októ- ber. í S T A K íslenzkt verktak h.f., Suðurlandsbraut 6. JUDOFÉLAG REYKJAVÍKUR boðar félagsmenn sína á fund í hinu nýja félags- heimili sínu að Skipholti 21, fimmtudagskvöld kl. 20. Fundarefni: Opnun félagsheimilisins og skipulag æfinga í vetur. Stjórn JR ffffS <1? NÚTÍMAVERKSTJÖRN Næsta fjögurra vikna verkstjórnarnámskeið verð- ur haldið sem hér segir: Fyrri hluti: 18.30. október. Síðari hluti: 3.—15. janúar. Farið verður meðal annars yfir eftirfar- andi efni: • Nútímaverkstjórn og vinnusálarfræði. • Öryggi, eldvarnir, heilsufræði. • Atvinnulöggjöf, rekstrarhagfræði. • Vinnurannsóknir og skipulagstæki. Innritun og upplýsingar hjá Iðnþróunarstofnun ís- lands, Skipholti 37, sími 81533. AUKIN ÞEKKING — BETRI VERKSTJÓRN. Verkstórnarfræðsian. Utanmál: 24,6x17,5x17,4 em. Þetta er nýi, hvíti 12 volta 53 amp. SÖNNAK- rafgeymirinn í V.W., Opel o. fl. nýja þýzka bfla. Fjölbreytt úrval SÖNNAK-rafgeyma ávallt fyrir- liggjandi. S M Y R I L L , Ármúla 7. — Sís*»i 84450. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS TÓNLEIKAR í Háskólabíói fimmtudaginn 7. okt. kl. 21.00. Stjórnandi: George Cleve frá Bandaríkjunum. Einleikari: Jörg Demus frá Vín. Viðfangsefni: Glinka: Forleikur að Ruslan og Ludmila. Mozart: Píanókonsert nr. 21 C-dúr K. 467. Brahms: Sinfónía nr. 4 í e-moll op. 98. Aðgöngumiðar til sölu í Bókabúð Lárusar Blöndal og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Athugið að sætin eru tölusett. Kosið um EBE í Brighton: Yfirgnæfandi andstaða við kjör stjórnarinnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.