Tíminn - 05.10.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.10.1971, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 5. október 1971 10 manns ~ í árekstri 'r OÓ—Reykjavík, mánudag. Tveir jeppar gereyðilögðust er þeir óku framan á hvorn annan á Flóaveginum, rétt austan við Selfoss s.l. laugar- dagskvöld. í bílunum voru sam tals 10 manns. Fengu margir skrámur, en enginn slasaðist hættulega, en ökumaður ann- ars jeppans liggur á sjúkra- húsi ennþá. Jeppamir vom á talsverðri ferð. Ber ökumaður annars bílsins að hinn hafi vikið illa og hafi verið erfitt að forða árekstri. Leikur gmnur á að ökumaður þess jeppa, sem illa vék, hafi verið drukkinn. Samtökin unnu tvö sæti á tsafirði OÓ—Reykjavík, mánudag. Bæjarstjómarkosnir.var fóm fram á ísafirði í gær, sunnu- dag. Em það fyrstu kosning- amar sem fram fara eftir að Eyrarhreppur og ísafjörður vora sameinuð í eitt sveitar- félag. í kosningunum fengu Samtök frjálslyndra og vinstri manna tvo menn kjörna, en þeir buðu ekki fram í síðustu sveitarstjórnakosningum. Vann listinn sætin af Alþýðuflokki og Framsóknarflokki. Úrslit kosninganna urðu þau að að Alþýðuflokkur fékk 260 atkvæði og einn mann kjörinn. Framsóknarflokkur 141 atkv. og einn mann kjörinn. Sjálf- stæðisflokkur fékk 572 at- kvæði og fjóra menn kjöma, Samtök frjálslyndra og vinstri manna fékk 343 atkvæði og tvo menn kjörna og Alþýðubanda- lag 147 atkvæði og einn nnann kjörinn. Á kjörskrá vom 1580 en 1499 greiddu atkvæði. Auðir og ógildir seðlar vom 27. Þeir, sem nú sitja í bæjar- stjórn ísafjarðar em: Frá Sjálfstæðisflokki Högni Þórð arson, bankafulltrúi Kristján Jónsson, stýrimaður, Garðar Einarsson, verzlunarmaður og Ásgeir Ásgeirsson, apótekari. Frá samtökum frjálslyndra og vinstri manna Sverrir Hernes, prentari og Jón B. Hannibals- son .skólameistari. Frá Alþýðu flokki Sigurður Jóhannesson, bankafulltrúi. Frá Alþýðu- bandalagi Aage Steinsson, raf veitustjóri og frá Framsóknar- flokki Theodór Nordkvist, bankagjaldkeii. Þrennskonar aðgerðir til úrfaróta í fangelsismáium Sert; ráð fyrir að byggja nýtt fangelsi í Reykjavílc KJ—Reykjavíkr mánu^ag. í dag barst Tímanum frétta- tilkynning frá ríkisstjórninni, þar OÓ—Reykjavík, mánudag. Óheppinn ökumaður missti vél- ina fram úr bílnuim sínum á Hring brautinni um miðnætti s. 1. Var bílnum ekið á staur og snarstöðv- aðist hann þar, en vélin og sitt- hvað fleira þaut fram úr bílnum og þegar vélin loks stöövaðist var sem sagt er frá hvað sé í undir- búningi til úrbóta á fangelsismál- um. Kemur þar m.a. fram að í undirbúningi er að reisa nýtt hún komin 29 metra framúr bíln um, sem stóð staðfastur við staur inn. En ekki var allt búið enn, því næsti bíll, sem á eftir kom ók á fullri ferð á vélina, þar sem hún var á miðri akbrautinni, og skemmdist sá bíll talsvert. Bílnum, sem missti vélina, var fangelsi í Reykjavík fyrir um 50 fanga, og á það að leysa Hegning- arhúsið við Skólavörðustíg af hólmi. ekið vestur Hringbraut. Einhverra hluta vegna lenti hann svo á ljósastaur norðan brautarinnar. Varð áreksturinn svo harkalegur að vélin skutlaðist úr bílnum. Ýmislegt fleira úr bílnum kastað ist framúr honum og lágu hlutirn Framrald á bls. 14. Fréttatilkynningin fer hér á eftir: „Svo sem kunnugt er hefur verið mikill skortur á aðstöðu til þess að fullnægja refsidómum hér á landi að undanförnu. Hefur dómsmálaráðuneytið unnið að lausn þessara mála og era nú þrjár framkvæmdir í undirbún- ingi til lausnar þeirra. f fyrsta lagi var borgarráði skrifað 1. þ.m., að afstöðnum við- ræðum ráðuneytisins og borgar- innar, og það beðið að fallast á, að fangageymslan í Síðumúla verði um takmarkaðan tíma (3— 4 ár) hagnýtt sem gæzluvarð- halds -og afplánunarfangelsi, en ríkið og Reykjavíkurborg eiga þá húseign að jöfnu. Má búast við, að borgarráð taki umsókn þessa til meðferðar á næstunni. Framrald á bls. 14. Tvaer konur slösuðust OÓ—Reykjavík mánudag. Harður árekstur varð í gær- kvöldi á mótum Sogavegar og Réttarholtsvegar. Þar var Cor- tinabíll á leið vestur Sogaveg en Wolksvagenbíll á leið suður Rétt arholtsveg. Bílarnir skulln sam- an og köstuðust síðan til og frá. Fullorðin kona, sem var í Cor- tinabílnum slasaðist, rifbrotnaði hún og hlaut fleiri meiðsl. Kona, sem ók hinum bílnum hlaut höf- uðmeiðsli og skaddaðist á hálsi og fcaki. Vora þær báðar lagðar inn á Borgarspítalann. Bíll ók yffir 4 ára dreng OÓ—Reykjavík, mánudag. Fjögurra ára drengur lærbrotn- aði á báðum fótum, er hann varð fyrir bíl á Gunnarsbraut í gær, sunnudag. Slysið varð milli M. 3 og 4. Vora tveir drengir á sama aldri að leika sér á gangstéttinni. Vora þeir með bolta og skoppaði hann út á götuna og drengirnir hlupu á eftir honum. Varð annar þeirra fyrir bfl, sem bar þar að í sömu svifum. Er talið að bfllinn hafi ekið yfir báða fætur drengsins. Bíllinn var á hægri ferð, en drengirnir hlupu svo skyndilega út á götuna að slysi varð ekki forðað. Hinn drengurinn slapp ómeiddur. Loftleiðir auka flugflotann: Keyptu 160 farþega þotu fyrir 445 milljónir króna Bíllinn sem missti vélina er sex manna amerískur Dodge, árgerð 1963. Eru skemmdirnar svo miklar á bílnum, að vafasamt er að borgi sig að gera við hann. Vélin og allt sem í vélarhúsinu var, þaut framúr, er bílnum var ekið á staur. Myndin er af bílnum og liggur vélin við hliðina til vinstri. (Tímamynd GE) Bíllinn fór á staur, en vélin hélt ferðinni áfrum Á fundi í New York þann 1. október s.l. staðfesti stjórn Loft- leiða að festa kaup á þotu af gerð inni DC-8-55, sem félagið hyggst nota á flugleiðunum til Norður- landa og Bandaríkjanna. Jafnf. verður vélin notuð á flugleið félagsins til Lundúna og Glasgow, jafnskjótt og gengið hefur verið frá samningum við Bretland. Flugvélin er keypt af dóttur- félagi Flying Tiger Line fyrir 445 milljón ísl. kr. og greiðist fjárhæðin með jöfnum afborgun- um á tæpum sex árum. Ennfrem- ur fylgir með í kaupunum einn varahreyfill og varahíutir. Kaupin era háð leyfi íslenzkra stjórnar- valda. Ákveðið er að gagnger endur- nýjun fari fram á farþegaklefa þotunnar og hefur verið samið við bandaríska flugfélagið United Air Lines um að það taki að sér þetta verk. Verður það fram- kvæmt á verkítæðum félagsins í San Francisco. Ráðgert er að í þotunni verði sæti fyrir um 160 farþega og er flughraði hennar 900 kílómetrar á klukkustund. Samkvæmt því tek ur flugferðin milli Kaupmanna- hafnar og Keflavíkur tvær og hálfa klukkustund. Fyrsta flug þotunnar frá Kefla- vík verður væntanlega til Stokk- hólms, Kaupmannahafnar og Oslóar hinn 1. nóvember n.k. Þingmálafundur í Króksfjarðarnesi Þingmcnn Framsóknarflokksins í Vestfjarðakjördæmi boða til al- mcnns þingmálafundar í Króksfjarðarnesi fimmtudaginn 7. okt. nk., kl. 21.00. — Allir velkomnir. J Hafnarfjörður í Vikulegir fundir verða haldnir í vetur, alla mánudaga kl. 17.30 | til 19.00. Bæjarfulltrúi og ncfndarmenn flokksins verða þar til | viðtals um bæjarmál. Allir vclkomnir á fundi þessa, sem haldnir | verða að Strandgötu 33. Síminn er 5-18-19. — Framsóknarfélögin. i.....................................................

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.