Tíminn - 05.10.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.10.1971, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 5. október 1971 TÍMINN ...I GEFJUN AKUREYRI dralorí Loftleiðahótel OÓ—Rcykjavík, mánudag. ÞaS leynast víSa hættur í um- ferðinni. Aðfararnótt sunnudags valt jeppi á planinu framan við Loftleiðarhótelið. Jeppanum var ekið af bílastæði og út á braut- ina, meðfram hótelinu. Þar var leigubíll á ferð á leið frá hótelinu og lenti jeppinn á vinstri hlið leigubílsins, kræktist þar ein- hvern veginn fastur og dróst með bílnum einhvern spöl og valt á hliðina. Farþegi, sem var í leigubílnum skaddaðist í baki við áreksturinn. Hvorugur bílanna var á mikilli ferð, enda lítil umsvif að aka hratt, þar sem áreksturinn og bílveltan urðu. Hvað sagði ég ekki! Þú færð vinning // ÞÓ—Reykjavík, mánudag. Dregið var í happdrætti Dvalar hemilis aldraðra sjómanna í dag, og meðal vinninga var einbýlishús við Brúarflöt í Garðahreppi. Vinn ingurinn kom á miða nr. 42934 og var það 12 ára gömul dóttir Bald- vins Jónssonar framkvæmdastjóra DAS, sem dró vinninginn. Þegar farið var að kanna hver það væri sem ætti vinninginn kom í Ijós að það var Helgi Angantýsson, Staðarbakka 10. í kvöld afhentu þeir Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri happ drættisins og Pétur Sigurðsson, form. sjómannadagsráðs, Helga og fjölskyldu hans vinninginn. Þegar Baldvin og Pétur voru bún ir að afhenda þeim hjónum, Helga Angantýssyni og Ásdísi Hallgríms dóttur, vinninginn, náðum við að- eins tali af þeim. Helgi sagði, að þau væru ekki búin að jafna sig á þessu ennþá, og hefðu þau vart ætlað að trúa því, þegar hringt var heim til þeirra í dag, og þeim til- kynnt um vinninginn. Þetta væri hálf óraunverulegt ennþá. Annars sagði Helgi, að þau væru búin að spila £ happdrætti DAS frá stofn- un þess 1954 og aldrei fengið vinn- ing fyrr en nú, og í raun hefði Það verið sama í hvaða happdrætti þau hefðu spilað, þau hefðu aldrei feng- ið vinning. Helgi sagði, að þau hefðu átt 4 miða í DAS þangað til í vor, en þá fannst þeim orðið svo dýrt að spila í happdrætti, að þau slepptu tveim miðum, en svo hefði stóiri vinningur inn komið á annan miðann, sem þau héldu eftir. Ásdís Hallgrímsdóttir, kona Helga, sagði: „Þetta er eins og draumur. Ég veit ekki, hvemig ég á að vera. — Nú segja allir, að það hefði verið betra ef einhver annar hefði fengið vinninginn, því við fluttum í eigið húsnæði í fyrra, en það er nú reyndar allt vafið skuldum ennþá. Þá sagði Ásdís okkur, að mömmu sína hefði verið búið að dreyma fyrir vinningnum. Móðir hennar hafði dreymt að pahbi Ás- dísar hefði verið búinn að tæma heila verzlun og var hann að aka öllu heim til hennar. Mamma henn ar hafði sagt Ásdísi drauminn og sagt við hana að nú mundi hún fá vinning. Svo þegar Ásdís hringdi til móður sinnar í dag og sagði henni hvað þau hefðu fengið, þá sagði móðir hennar: Hvað sagði ég ekki, þú fékkst vinning! Þau hjón, Ásdís og Helgi, eiga þrjá syni. Jeppi valt viö .. .....'.....-t: Mi iwmiyi n riniii n m Baldvin E. Jónsson afhendir Helga Angantýssyni lykilinn að DAS-húsinu. Við hlið Heiga er kona hans, Ásdís Hallgrímsdóttir og tveir synir þeirra, Hallgrímur og Bragi. Stúlkan við hlið Baldvins er 12 ára dóttir hans, Slg- rún, en það var hún, sem dró út vlnninginn. (Tímamynd GE) ... og góð flík er á næsta leiti 3 AVIDA wm Undirlægjuháttur Mbl. Það bregzt ekki, að í hvert skipti, sem erlendir menn tala illa um hina nýju ríkisstjóm á íslandi, skal Morgunblaðið taka undir málflutning hinna erlendu manna og gera að sín- um skoðunum. Undirlægjuhátt ur gagnvart útlendingum er höfuðeinkenni málflutnings Mbl. Þannig segir Mbl. í leið- ara á sunnudag að ósmekkleg og villandi ummæli vestur- þýzka þingmannsins Blumen- felds á fundl Þingmannasam- bands Natóríkjanna hafi verið „í hæsta máta eðlileg og skilj anleg viðbrögð erlendra stjóm málamanna við þeirri stefnu- breytingu, sem orðið hefur í öryggismálum þjóðarinnar síð- asta misserið, og á rætur sínar að rekja til, að hér hefiir setzt að völdum ríkisstjóra með að- ild kommúnista/- Blumenfeld laglR fram skýrslu í stjómmálanefnd þing mannafundarins, þar sem verið var að gefa í skyn, að fdand ætlaði að segja sig úr Nato, eða kannski fremur, að endurskoð tni varaarsamningsins við Bandaríkin með brottflutning liðsins fyrir augum, jafngilti „óverulegri þátttöku“. í þessu sambandi minnti þessi vestur- þýzki þingmaður á stöðu Finn lands gagnvart Sovétríkjunum °S taldi hana sanna að smá- þjóðir á Vesturlöndum geti ekki leyst vandamál sín með Því að standa utan við Atlants hafsbandalagið. Sagði þessi ágæti Herr Blumenfeld, að Finnar væra í þann veginn að ganga inn f Comecon, Efna hagsbandalag Austur-Evrópu- ríkja. //í hæsta máta eðftleg og skiljanleg"? í fyrsta lagi verða þessi um- mæli þýzka þingmannsins að teljast villandi og ósmekkleg vegna þess, að það er skýíaus yfirlýsing íslenzku rikisstjómar innar, að ísland muni halda áfram aðild að Nató. BoUalegg ingar um úrsögn íslands þvert ofan í þá yfiriýsingu má því beinlínis teljast móðgun við ís- lenzku sendinefndina hjá þing mannasambandinu. . í öðru lagi var það vissulega viUandi að hafa viðkvæm vanda mál Finna í viðskipta- og utan- ríkismálum í flimtingum með þessum hætt. í. fjórða lagi var íslenzka ríkisstjórnin ekki ein um það, að telja þessi ummæli Herr Blumenfelds óviðeigandi. Norskum þingmanni ofbauð Er Herr Blumenfeld hafði gert grein fyrir skýrslu sinni í stjórnmálaefndinni og þar á meðal kaflanum um ísland og stefnu __ hinnar nýju rikisstjórn ar á íslandi, sem bætt hafði verið inn í skýrsluna á síðustu stundu og enginn hafði séð áð- ur, hvað þá að kaflinn hafi ver ið borinn undir íslenzku fuU- trúana áður, tók norski þing- maðurinn Oftedal til máls.Taldi hann ummæli Blumenfelds um Framrald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.