Tíminn - 05.10.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.10.1971, Blaðsíða 8
TIMINN ÞRIÐJUDAGm 5. október 1971 Þau kynntust í mennafélagsskapnum Rætt við Maríu Jónsdóttur og Einar Þórðar- son, skósmið, sem eiga 60 ára brúðkaupsafmæli í dag : • • — Við höfum bæði verið mjög hraust og heilsugóð alla tíð. Það er náttúrlega bezt að fá að vera svona sjálfbjarga fram á gamals aldur. íbúðina eigum við skuldlausa, og hér getum við verið þangað til við förum suður í kirkjugarð. Þannig fórust hjónunum Maríu Jónsdóttur og Einari Þórðarsyni, skósmið, Mávahlið 36, orð í stuttu spjalli við Tím ann fyrir helgina. Þau eiga 60 ára brúðkaupsafmæli í dag 5. október og telja hvort um sig hinu að þakka hve sambúðin hefur orðið farsæl. Hann er nú 86 ára, en hún 83. Böm þeirra Maríu og Einars eru sex og Uarnabömin 1,7, en þeirra börn aftur nær orðin jafnmörg, eða 15 barnabarna- böm. María er uppalin í Reykja- vík, að Bókhlöðustíg 6 í bæ, sem enn stendur og hét áður Stuðlakot. Hún fór ung að vinna fyrir sér og var m.a. í vist hjá Klemenz Jónssyni land ritara. Einar er einnig fæddur í Reykjavík, en missti föður sinn á öðru árinu og fluttist þá til skyldfólks síns að Fellskoti í Biskupstungum, þar sem hann ólst upp. 16 ára gamall kom hann til Reykjavíkur að læra skósmíði fyrst hjá Jóhannesi Jenssyni, föður Brynjólfs leik- ara. En þegar hann fluttist til fsafjarðar hélt Einar áfram námi hjá Bimi Þorsteinssyni, sem lært hafði skósmíðaiðn í Kaupmannahöfn. Einar var síð- ar um langt skeið prófdómari í skósmíðaiðn hér í Reykjavík. — Við voram bæði ungmenna félagar og kynntumst í þeirri starfsemi hér í Reykjavík, sagði Einar. — Ég gekk í Ung- mennafélagið 1907 og María árið eftir. f þeim félagsskap kynntumst við mörgum góðum mönnum svo sem Guðbrandi Magnússyni, Tryggva Þórhalls- syni og þeim systkinum í Lauf ási, Jónasi Jónssyni og Ásgeiri Ásgeirssyni. Það leiddi svo eins og af sjálfu sér, að þegar við fórum að kjósa þá studdum við þessa ágætu menn og kus- um Framsóknarflokkinn þótt við höfum aldrei verið flokks- bundin. — Og svo genguð þið í hjónaband 5. okt. 1911? — Já, séra Bjarni gifti okk- ur heima hjá sér að Bergastaða stræti, svaraði María. — Hvemig var félagslífið í ungmennafélagshreyfingunni? — Það var svona sitt af hverju tagi. Á sumrin var úti- líf mikið stundað, farið í göngu ferðir inn að Árbæ eða suður að Vífilsstöðum. — Þú hefur eitthvað meira komið nálægt félagslífi um dagana, Einar? María Jónsdóttir og Einar ÞórSarson meö yngsta afkomandann, Gunn- ar Tryggva Reynisson. , - *- — Ég. var einn af stofnend- um Lúðrasveitarinnar Hörpu, sem var undanfari Lúðrasveitar Reykjavíkur, og lék þar á alt- hom í 6 ár. — Þú varst með skósmíða- vinnustofu á Hverfisgötu, Vita- stíg og síðan á Laugavegi 63, en svo er eins og mig gruni, að þú hafir eitthvað fengizt við búskap og þið hjónin. Frumbýlingar í Sogamýri — Búskapurinn var okkar líf og yndi. Við höfðum fé fyrstu hjúskaparárin þegar við áttum heima á Grettisgötu. Frá þess- um dögum er margs að minn- ast. Við heyjuðum á sumrin uppi í Kollafirði og á Völlum á Kjalarnesi, lágum þar við í tjaldi, en móðursystir Maríu, sem hjá okkur bjó, gætti bam- anna á meðan. — Ég hafði alltaf brennandi áhuga á sveitastörfum þótt ég hefði aldrei komið nálægt þeim sem bam og unglingur sagði María, og eitt sumarið dreif ég mig í kaupavinnu aust ur að Kirkjuferju í Ölfusi með eitt barnið. —Nú, við höfðum bæði áhuga á búskap og það varð úr að við tókum þátt í stofnun fé- lagsins Landnám og urðum í hópi nokkurra frambýlinga inni í Sogamýri árið 1927. Þar vora síðan okkar beztu ár, þótt oft væri erfitt að hafa í sig og á, og barnahópinn framan af hjú- skap okkar. Ekki voru styrk- imir á þessum áram. — Þarna bjuggum við í 14 ár. Reistum gott hús, höfðum kýr, kindur og tvo hesta, hélt Einar áfram. — En þegar Bret amir komu var ekki hægt að vera þama áfram, þeir vora um allt og vildu helzt tjalda í miðju túninu. — Og hvað tók þá við? — Við fluttum í bæinn aft- ur og ég fór að vinna hjá Skó- gerðinni við Rauðarárstíg. Þar var mikil vinna á stríðsáran- um og lengur, oft 30—40 manns í vinnu. Þar var ég svo í 23 ár, unz fyrirtækið var lagt niður. Eftir það vann ég enn við skóviðgerðir og það era ekki nema nokkur ár síðan ég hætti. En nú er ég orðinn ónýt ur að fara út og get því miður ekkert fengið að gera heima við. — Ævin hefur liðið ósköp rólega hjá okkur, sagði María. — Og við höfum alltaf get- áð staðið í skiliim, það er fyrir mestu. Hvorugt okkar hefur nokkra sinni þurft að fara á sjúkrahús. Já, við getum sann- arlega verið ánægð. Og alltaf vilja bömin koma heim. Síð- ast í sumar komu dætur okk- ar tvær í heimsókn, sem giftar eru í Noregi og Ameríku. Við kveðjum þau Maríu og Einar, sem una glöð við sitt í notalegri íbúð sinni. María hugs ar að öllu leyti um heimilið og prjónar vettlinga að auki, og þótt Einar kvarti um aðgerð- arleysi vindur hann allt band, sem kona hans og dætur prjóna úr. S. J. á Idðum fiskvinnslustöðva? í dagblaðinu Tímanum, dags. unnudaginn 26. september 1971 er ætt um vanhirðu á lóðum fisk- innslustöðva og í því sambandi úrtar nokkrar myndir. Almennt séð tel ég þetta rétt- uæta og góða hugvekju hjá blað- !1U. Pags- 20. marz 1970 var gefsa ív eglugerð um eftirlit og mat á f hinu háa sjávarútvegsráðuneyti, erskum fiski o.fl. Reglugerð þessi inniheldur með- .1 annars ákvæði viðkomandi um- werfi fiskvinnslustöðva, sem þó ■ar pofinn frestm- á ið framkvæma .•.mkvæmt r.giugerðinni. Þrátt fyrir miklar ítrekanir Fiskmats ríkisins til viðkomanda rafa forráðam. fiskvinnslustöðva sýnt þeim tilmælum mikið hirðu- leysi, þótt þar séu sem betur fer heiðarlegar undantekningar á. Skulu hér aðeins tilfæarð tvö dæmi af mörgum um kröfur Fisk- mats ríkisins um jákvæðar aðgerð- ir við lagfæringu umhverfis. 1. Bréf Fiskmats ríkisins „til Sambands ísl. sveitafélaga Lauga- vegi 105 Reykjavík. „Vér viljura biðja yður að koma á framfæri við meðlimi yðar eftir- farandi skýringum. í reglugerð um eftirlit og mat á ferskum fiski o.fl. útgefinni 20. marz 1970, segir svo í III kafla 18. grein, „Lóð kringum fiskmóttöku- og aðgerðarhús skal rykbinda og halda hreinni, þar með taldir nær- liggjandi vegir. Nærliggjandi fjöru skal einnig halda hreinni". Þá skýringu viljum vér gefa á þessari grein reglugerðarinnar, að þar sem sagt er „nærliggjandi veg- ir“ hefur sú ákvörðun verið tekin, að rykbinda vegi í það minnsta 100 m. í allar áttir frá vinnslustöð. Komi það hins vegar í ljós, að að- stæður séu þannig á einhverjum stöðum, að Þessi vegalengd dugi Bergsteinn Á. Bergsteinsson fiskmatsstjóri ekki, verður í þeim tilfellum að endurmeta þessa ákvörðun“. 2. Tilkynning frá Fiskmati rikis- ins, lesin í Ríkisútvarpinu 18., 20. og 21. ágúst 1971. „TILKYNNING FRÁ FISK- MATI RÍKISINS. í reglugetrð útgefinni 20. marz 1970, um eftirlit og mat á ferskum fiski o.fl. eru ákvæði meðal ann- ars um hreinlæti umhverfis fisk- vinnslustöðvar. Fiskmat ríkisins vill alvarlega brýna fyrir öllum þeim, sem reka fiskvinnslustöðvar, og háðar eru eftirliti fiskmatsins, að framkvæma nú þegar lagfæringu á umhverfi stöðva sinna, svo ekki þurfi að koma til sérstakra ráðstafana til að uppfylla reglugerðar-ákvæðin. FISKMAT RÍKISINS“. Ég tel næst liggja fyrir, að fisk- mat ríkisins fari þess á leit, að ríkis valdið feli Bæjar- og sveitarstjórn- um eða þeim öðrum aðilum er það (ríkisvaldið) kynni að velja, að láta taka til á lóðum umhverfis fiskvinnslustöðvar og lagfæra þær svo viðunandi sé, á kostnað eigenda vinnslustöðvanna. Bergstelnn Á. Bergsteinsson fiskmatsstiórí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.