Tíminn - 05.10.1971, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.10.1971, Blaðsíða 14
14 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 5. október 1971 Skemmdarverk unnín í Eyjum OÓ—Reykjavík, mánudag. Talsverð skemmdarverk voru unnin í Vestmannaeyjum aðfara nótt sunnudags s. 1. Að afloknum dansleik hópaðist fólk út á göt urnar í góða veðrinu og bar mikið á ölvun. Voru rifin upp grindverk á gangbrautuim svo og umferðar merki. Þá var ráðizt á vinnupalla sem voru við símstöðvarhúsið og þeir rifnir niður. Ekki bar mikið á slagsmálum og menn létu sér yfirleitt nægja að ráðast á fyrrgreind mannvirki og rífa niður. Fjölskyldu minni og vinum, sem með gjöfum, skeyt- um og á annan hátt glöddu mig á 75 ára afmæli mínu 28. sept. s.l. vil ég þakka. Ennfremur sérstakar þakkir til forstjóra Olíufélagsins h.f., Vilhjálms Jónssonar og Jóhanns G. Stefánssonar svo og til starfsfélaga minna fyrir þær höfSinglegu gjafir mér til handa. GuS blessi ykkur öll. Erlendur Jónsson, Miðtúni 16. Guðrún Guðmundsdótfir, Smiðjustíg 13, lézt 2. október. Inga Valborg Einarsdóttir Björk E. Brekkan Auðunn Einarsson Gunnhildur Eiríksdóttir Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Kristín Hintze F. Jónsdóttir andaðist laugardaginn 2. október á Komunehospitalet, Kaupmanna- höfn. Elna og Palle Haundrup Hanne og Halldór Sigurðsson og barnabörn. Minn ástkæri eiginmaður, Oddfreyr Ásberg Níelsson, Litla-Landi, Ölfusi, sem lézt 29. september, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju mið- vikudaginn 6. október, kl. 2. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Halldóra Bára Halldórsdóttir Móðir mín, Guðbjörg Ólafía Magnúsdóttir, Bugðulæk 2, Reykjavík, lézt að Hrafnistu mánudaginn 4. október 1971. Magný G. Bárðardóttir Faðir okkar, Jóhann Pálsson frá Hofi, Öræfum, lézt á Ellihcimilinu Grund 4. október. Börn hins látna. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og jarðarför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Benediktu Benediktsdóttur, Álftröð 1. Ellert 'Haildórsson, börn, tengdasonur og barnabörn. Þökkúm auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengda- föður og afa, Höskuldar Magnússonar frá Hafnarnesi, Fáskrúðsfirði. Synir, tengdadæfur og barnabörn. Hjartans þakkir tii allra, er sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við fráfaJi Guðmundar Jóhanns Garibaldasonar. Sérstakar þakkir skulu færðar læknum og hjúkrunarfólki Landa- kofsspitala, fyrir hjúkrun og umönnun honum veitta. Þór Jóhannsson Elín R. Eyfells Jónína Jóhannsdóttir Sigurþór Þorgilsson Margeir P. Jóhannsson Liliy Samúelsdóttir Vélin hélt áfram Framhald af bls. 16. ir eins og hráviði út um akbraut ina. Lenti vinstri hlið bílsins á staurri um. Framhjólin lögðust niður og vélin fór á fullri ferð fram úr bílnum. Losnuðu allar festingar og gírkassinn kubbaðist í tvennt, og þurrkaðist allt úr vélarhúsinu. Þegar áreksturinn var afstaðinn kom piltur á Moskovitsbíl eftir göt unni. Segist hann hafa séð bíl inn við staurinn og hélt hann að bíllinn hafi lent í árekstri og verið ýtt þama út af til að rýma ak- brautina, og ók áfram og átti sér einskis ills von þangað til bíll hans snarstöðvaðist á vélinni, sem piltur sá ekki fyrr en hann fór að gæta að, á hvað hann hefði eiginlega ekið. Skemmdist bíllinn allmikið. Staurinn stóð af sér höggið en er mikið skaddaður. Ökumaður bílsins, sem missti vélina, var einn í bílnum. Hann segist ekki gera sér grein fyrir hvernig stóð á því að hann ók á staurinn. Var ökumaðurinn flutt ur á slysavarðstofuna. Fékk hann höfuðmeiðsli og meiddist í baki. Fangelsismál ^ramhaid aí bls 16. f öðru lagi hafa farið fram við- ræður milli dómsmálaráðuneytis- ins og Reykjavíkurborgar um út- hlutun lóðar, þar sem byggt verði gæzluvarðhaldsfangelsi til fram- búðarnotkunar, en það mundi koma í stað hegningarhússins við Skólavörðustíg og fangelsis í Síðumúla. Er gert ráð fyrir, að í hinu nýja húsnæði megi vista um 50 fanga. f þriðja lagi er viðbygging við vinnuhælið á Litla-Hrauni á loka- stigi,- cn þegar hún er fullgerð eykst fangarýmið þar úr 29 í 52. Verður hið nýja húsnæði tekið í notkun á komandi vetri. Ennfremur er áfram unnið að áætlanagerð um byggingu ríkis- fangelsis í landi ríkisins að Úlf- arsá í Mosfellssveit, en gert er ráð fyrir ,að framkvæmdir þess verkefnis hefjist að loknum þeim þremur verkefnum ,sem áður er getið. Reykjavílc, 4. október 1971. Forsætisráðuneytið. Eindreginn stuðningur Framhald af bls. 1. eða fyrirskipunum frá Alþjóða dómstólsins og Sameinuðu þjóð- unum. — Öll lýðræðissinnuð ríki verða að gera allt, serni í valdi þeirra stendur til að fá S-Afríku- stjórn til að breyta um stefnu og leysa tíunda hvern Afríkunegra undan þrælahaldi. Moktar ould Daddah, sagði, að sendinefndin hefði fullvissað ís- lenzku ríkisstjórnina um fullan stuðning aðildarríkja Einingar- samtaka Afríkuríkja — en þau eru 41 — í landhelgismálinu, enda væri það svo, að strandríki Afríku ættu mikilla hagsmuna að gæta útaf hinum verðmætu fiski miðum sínum. Ágangur erlendra veiðiskipa ykist stöðugt úti fyrir FOSTUR Vilja ekki einhver góð hjón taka 4 ára dreng í fóstur í vetur, helzt í sveit. Góð meðgjöf. Tilboð merkt: 1206“ legg- ist inn á afgreiðslu blaðs- ins. ströndum Afríku og vissu þeir því mæta vel hversu alvarlegt mál þetta væri. Að lokum sagði forsetinn, að hann og aðrir meðlimir sendi- nefndarinnar væru mjög ánægðir með viðdvölina hér á íslandi, þessi heimsókn ætti eflaust eftir að auka skilning á milli fslands og Afríkuríkja og vonandi yrðu teknar upp frekari samskipti milli þessara landa. Sendinefndin hélt í morgun áleiðis til Svíþjóðar, en þegar heimsókninni þangað líkur, mun hún halda til Noregs og Danmerk ur. Við brottför sína frá íslandi í morgun sendi Moktar ould Dadd- ah, eftirfarandi skeyti til Ólafs Jóhannessonar, forsætisráðherra. „Við brottför mína frá Reykja vík er mér sérstök ánægja að færa yður og hinni hugrökku og gestrisnu íslenzku þjóð einlægar þakkir fyrir hinar hlýju móttök ur, sem sendinefnd mín fékk á íslandi. Ég vil nota tækifærið til þess að taka enn á ný fram, hversu mikils ég met hinar jákvæðu nið urstöður af viðræðum okkar, sem miða að auknum _ vinsamlegum samskiptum milli íslands og ríkja Afríku í þágu gagnkvæmra hags muna þjóða okkar og fyrir auknu réttlæti og friði í heiminuim. Moktar ould Daddah, forseti Mauritaníu og formaður Einingarsamtaka Afríkuríkja.“ íþróttir Framhald af bls. 12 loga hjá ísfirðingum og þeir sóttu nær stanzslaust það sem eftir var. Áttu þeir nokkur góð tækifæri, en Akureyringum tókst að verjast þau, með höfði, fótum og hönd- um. í bæði liðin vantaði nokkra af leikmönnunum frá í sumar. Miss- ir ísfirðinga var þó tilfinnan- legri því þá vantaði 5 menn, sem ailir eru farnir burt til náms, en ef þeir hefðu verið með væru það örugglega ísfirðingar, en ekki Ak- ureyringar, sem komnir væru í 8-liða úrslit í Bikarkeppninni. — klp. Færeyjar Framhald af bls. 1. kosningum í Færeyjum, fær Zacharias Wang kannski tæki- færi, því það eru aðallega stuðningsmenn hans og Þjóð- veldisflokksins, sem setið hafa heima. Þeir gera það kannski líka núna, en Wang býður sig fram utan flokka í þetta sinn- ið, því Þjóðveldisflokkurinn tekur ekki þátt í kosningunum. Áhugi manna og athygli bein ist mjög að Wang þessa síð- ustu daga fyrir kosningarnar. Það er sagt verk hans, að ann ar grænlenzki fulltrúinn, Moses Olsen, hefur ekki tekið afstöðu, en almennt var talið, að hann myndi styðja Krag eins og hinn fulltrúinn, Hert- ling. Á kosningafundi í Þórshöfn fyrir skömmu, sagði Wang, að allir vissu, að ef Nielsen næði kjöri, myndi hann ganga í danska jafnaðarmannaflokkinn og styðja Krag. Þá kallaði fundarmaður utan úr sal: — Og þú ferð í grænlenzka flokkinn með Moses Olsen. Wang svaraði: — Stefna 01- sens er allt fyrir Grænland, en mín stefna er allt fyrir Færeyjar. Það eigum við sam- eiginlegt. Gert er ráð fyrir, að úrslit færeysku kosninganna liggi fyrir um miðnætti annað kvöld. íþróttir Framhald af bls. 13 um voru Framarar með boltann og var þá leikið „maður á mann“. Ingólfur Óskarsson fékk knöttinn og tók sýnilega of mörg skref, en í stað þess að dæma KR-ing um boltann, dæmdu dómararnir vítakast á KR (????), sem Pálmi skoraði úr og voru þar með bæði stigin komin örugglega í hendur Fram. Ekki voru það sanngjörn úrslit, því ekki voru KR-ingamir lélegri en Framararnir í þessum leik. Á víðavangi Fr'imhald af bls. 3. ísland óviðeigandi og undirstrik að það greinilega, að hann teidi, að aðild fsl. að Nato og varnarsamningurinn við Banda ríkin væru tvö aðskilin máL Margir erlendir þingmenn létu þá skoðun í ljósi við Bjama Guðbjörnsson, formann íslenzku sendinefndarinnar á þingmanna fundinum, að þeir teldu um- mæli Herr Blumenfelds óviðeig andi. En þótt jafnvel erlendir þing menn finni hjá sér hvöt til að taka upp varnir fyrir fs- land, þegar talað er með vill andi og ósmekklegum hætti um stefnu hinnar nýju íslenzku ríkisstjórnar á íslandi, finnur Mbl. aðeins hjá sér hvöt til að taka undir við hin ósmekklegu ummæl og telja þau hin „eðli Iegustu‘-. Það er með þessum hætti, sem „þjóðhollusta" Mbl. kemur skýrast í ljós. — TK. Þriðjudagsgrein Framhald af bls. 9. sem nú starfar, og að hipn nýi byggðajafnvægissjóður fái viðbótarfjármagn, sem að svo stöddu er ekki tiltekið, hve mikið verði. En það skiptir auðvitað miklu, hvert þetta við bótarfjármagn verður, og að hin sérstaka starfsemi til að stuðla að viðhaldi og eflingu landsbyggðar verði sem sjálf- stæðust í reynd og þjóni raun- verulega tilgangi sfnum. Sú skipulagða aukning fiskiflot- ans, sem stefnuyfirlýsingin gerir ráð fyrir, er einnig lík- leg til að geta stuðlað mjög að eflingu landsbyggðar. Gert er ráð fyrir nýrri skiptingu verkefna ríkis og sveitarfélaga, þannig að hlutur einstakra landshluta verði meiri en hann er, og að ríkisstofnunum verði ætlaður staður utan höfuðborg arinnar í meiri mæli en verið hefir. Það er ekki auðvelt að stöðva þann straum fólks og fjármagns, sem sums staðar er búinn, og víða komin langt á leið með að eyða framtíðar- vonum lífvænlegra byggðar- laga og stefnt hefir að því með vaxandi hraða, að gera ísland að borgrfki. Það er vorkunnarmál, þó að ýmsir þjóðfulltrúar og stjórnendur hafi freistazt til að gera sér hægt um hönd og láta hin blindu lögmál ráða. En það er í margra augum, eins og sakir standa sjálfsagt hlutverk og skylda róttækra manna og félagshyggjumanna í lands- stjórn að beita sér fyrir því að stigið verði skref, sem um munar, í þá átt, að stöðva borgríkisþróunina og stuðla að því eftir megni, að ísland verði á komandi tímum byggt land. Til þess ættu þeir að geta not- ið eindrcgins stuðnings hínna ungu, sem erfa landið. G.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.