Tíminn - 05.10.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.10.1971, Blaðsíða 9
MUÐJUDAGUR 5. október 1971 TÍMINN 9 Útgafandi: FRAMSÓKNARFLOKKURlNN rramkvæmdastjórl: Kristján Benedlktason Ritstjórar: Þórarinn Þórartnsaon (áb) Jón Helgason. lndriBI Q Þorsteinsson og Tómat Karlsson Auglýslngastjórl: Stelngrimur Gislason Rit ■tjómarskrilstofur I Edduhúsinu. simar 18300 - 18306 Skrif- ■totur Basiikastræti 7 — Afgreiðsluslml 12323 Auglýsingasiml: 19523. Aðrax skrifstofur stmi 18300. Askriftargjald kr 195,00 á mánuði tnnanlands. t lausasðlu fcr 12,00 elnt — Prentsm Edda hf. Verður hrollvekjunni af stýrt ? Þegar Ólafur Björnsson prófessor lét svo ummælt á síðasta þingi, að horfur væri hrollvekjandi, þegar verð- stöðvuninni svonefndu lyki, átti hann fyrst og fremst við þá kaupsamninga, sem nú er unnið að. Ólafi var ljóst, að „viðreisnarstjórnin“ hafði búið þannig að láglauna- fólki, að óhjákvæmilegt væri að veita því verulegar kjarabætur. Ótti hans var sá, að þetta myndi ekki tak- ast að óbreyttum vinnuaðferðum, án þess að það leiddi til nýrrar illviðráðanlegrar verðhækkunaröldu. Þess vegna lagði hann áherzlu á, að gengislækkunarleiðin væri ekki fær lengur, heldur jrði nú að reyna ný vinnubrögð. Það er misskilningur, að það dragi nokkuð úr þess- um ótta, sem Ólafur Björnsson lét svo eftirminnilega í ljós, þótt verðlag á sjávarafurðum sé hagstætt um þess- ar mundir. Hrollvekjan verður eigi að síður staðreynd, ef það tekst ekki að leysa mál láglaunafólksins án nýrra meiriháttar dýrtíðaröldu. Og tvímælalaust er það, að hrollvekjan hefði orðið staðreynd, ef fylgt hefði verið óbreyttri stefnu fyrrver- andi ríkisstjórnar, sém m.a. fól§t í stórfelldum víxl- hækkunum á kaupgjaldi og verðlagi. Vonin um, að það heppnist að afstýra hrollvekjunni, er fólgin í því, að nú takist að halda öðruvísi og hyggi- legar á málum en áður, þ.e. að það takist að bæta hlut þeirra, sem lakast eru settir, án þess að dýrtíðarhjólin fari aftur í fullan gang. Fráfarandi ríkisstjórn skyldi eftir erfitt og margþætt vandamál, þar sem voru hin þröngu kjör láglaunafólksins. Það þarf samstillt- an skilning og vilja launþegasamtaka, vinnuveit- enda og ríkisvalds, ef það mál á að leysa á heppilegan hátt. Sú von, sem ríkir nú um það, að þetta takist, byggist fyrst »g fremst á nýrri og breyttri stjórnar- stefnu. Tii þess að leysa þetta mál, nægir ekki kauphækkun ein, því að verði hún atvinnulífinu um megn, mun hún tapast aftur með einum eða öðr- um hætti. Til þess að leysa þetta mál, þarf að beita skattalögum, tryggingamálum og öðrum slíkum opinberum tækjum til að tryggja raunverulega kaup- máttaraukningu hjá þeim, sem minnst bera úr být- um. Það er ekki krónutala launanna, heldur raun- verulegur kaupmáttur þeirra, sem skiptir máli. Núverandi ríkisstjórn lét það vera meðal fyrstu verka sinna að bæta á ýmsan hátt aðstöðu þeirra, sem hafa erfiðasta aðstöðu. Þar var þó aðeins um byrjunina að ræða. Eigi að síður voru það glögg merki um breytta stjórnarstefnu. En því aðeins næst þó árangur þessarar stefnu til fulls, að nýrri dýrtíðaröldu verði afstýrt. Vegna hinnar nýju og breyttu stjórnarstefnu á nú að vera betri jarðvegur til að leysa þessi mál en lengi áður. Það er sameiginlegur hagur launafólks, atvinnu- rekenda og þjóðarheildarinnar að það takist að tryggja vinnufrið til lengri tíma og treysta og auba kaupmátt launanna og þá fyrst og fremst hjá þeim láglaunuðu. Hér er mikið í húfi fyi*ir alla, þvi takist þetta ekki, mun það sýna sig, að ekkert var ofmælt hjá Ólafi Bjömssyni á síðasta þingi. þegar hann gaf til kynna, að hrollvekja væri framundan, ef ckki væri tekin upp ný vinnubrögð Þ.Þ. r ■ ■»— -- ■■■ ■ ■ ■■ Gísli Guðmundsson, alþingismaður: Tekst að stððva borg ríkísþróunina? Þegar ég var að velta því fyrir mér, hvernig ég ætti að verða við ósk ritstjóra Tímans um að skrifa „þriðjudags- grein“ blaðsins að þessu sinni, varð fyrir mér 10 ára gamalt handrit að „hugvekju“, sem ég setti saman og birti í Dcgi á Akureyri á sínum tíma undir fyrirsögninni: „Á ísland að verða borgríki við Faxaflóa?“ Ég hefi oft orðið var við það síðan, að þessi fyrir: Vgn, um „borgríkið“ hefir orðið mönn- um umhugsunarefni, en eigi að síður hefir þróunin í áttina $ til borgríkis haldið áfram og jafnvel færzt í aukana á sum- um sviðum. Nefna má í því sambandi stórvirkjun Þjórsár og staðsetningu stóriðjunnar, sem nýtur meirihluta orkunn- ar þaðan. f vor síðast liðið var svo byrjað að stíga annað skref og enn stærra, er sam- þykkt var lagaheimild um tvær stórvirkjanir á sömu sióðum, og er að vísu enn ekki full- stigið. Hið valdamikla og mann marga ríkisbákn í höfuðborg- inin hefir fært út kvíarnar á þessum tíma og þar með auk- inn forgangsréttur hennar til starfskrafta, sem ætla má. að sén eftirsóknarverðir sakir lærdóms og forystu. Skal þessi þróun ekki nánar rakin hér, aðeins á það minnzt, að t Stór- Reykjavík á nú hcima meira en helmingur þjóðarinnar. Einsdæmi mun vera, að mann- fjöldi eins borgarsvæðis sé svo stór hluti þjóðar. Þessi hlut- fallslega stærsta borg heims- ins er fögur sýnum og hefir margt sér til ágætis. En galli er á gjöf Njarðar. Þjóðin, sem slík, er feig, ef hún safnast öll eða mestöll saman í stór- borg og mistekst að byggja landið. Vandamálin eru mörg, smá og stór, en þetta er mál málanna. Án landsbyggðar eng in íslenzk framtíð. Eitt af því, sem miklu getur ráðið um það, að, landið í heild verði í byggð, er út- færsla landhelginnar. Er þá gott til þess að vita, að komin er til valda ríkisstjórn, sem sett hefir landhelgismálið efst á stefnuskrá sína og virðist á góðri leið með að efla ein- ingu innanlands um það og m.eð ferð þess. En þar sem þess er nú skammt að bíða, að ný- kjörið Alþingi hefji störf, þykir mér hlýða að rifja upp ýmislegt annað af því, sem stefnuyfirlýsing hinnar nýju ríkisstjórnar gefur til kynna um vilja hennar til að rétta hlut landsbyggðar, vel vitandi þó, að orðalag slíkra yfirlýs- inga er, af skiljanlcgum ástæðum stundum eigi svo ljóst sem skyldi en skýrist, þegar til nánari athugunar og framkvæmda kemur. Eitt af frumskilyrðum þess, að landsbyggð haldist er, að komið verði I veg fyrir áfram- haldandi fólksfækkun í sveit- um. Nýlega hefir verið frá þvi sagt opinberlega, að bændum hafi fækkað um 1000 á einum áratug. Mikilvæg er sú yfir- Iýsing nýju stjórnarinnar, að kaupmáttur tekna hjá bænd- um verði aukinn um a.m.k. 20% á næstu 2 árum og sú áherzla, sem á það er lögð, að kjör þeirra skuli vera sambæri- leg við kjör annarra vinnandi stétta. Sama er að segja um þá fyrirætlun að gera stofn- lánakjör landbúnaðarins hag- stæðari en þau mbú i->eru, að hækka rckstrarlán bænda og jarðakátiþaláii og færa upp- hæðir íbúðalána f sveitum til samræmis við önnur lán. Al- menn íbúðalán í þéttbýli frá Húsnæðismálastofnuninn. geta nú orðið 600 þús. kr. og í mörgum tilfellum bætast þar við lán frá öðrum stofnunum. En bændur fá nú 450 þús. kr. lán, og hafa fengið 60 þús. kr. framlag að auki. Það framlag þarf bersýnilega að hækka mjög mikið, og taka ber fullt tillit til þess, að yfirleitt er útilokað, að bændur fái við eignarskipti það endurnýjunar- verð sem flestir aðrir fá. í stjórnarsáttmálanum er m.a. gert ráð fyrir ,að sveitarfélög fái aðstoð til að eignast eyði- jarðir. Áformað er að ljúka „innan þriggja ára“ rafvæð- ingu allra þeirra bújarða, sem „hagkvæmt er talið, að fái raf- magn frá samveitum“ en eftir er að skýra það orðalag nán- ar. Gera skal áætlun um yl- rækt og fiskirækt og um efl- ingu innlendrar fóðurfram- ieiðslu. Meðal „höfuðmarkmiða“ rík- isstjórnarinnar samkvæmt stefnuskránni er að jafna námsaðstöðu ungmenna. f þessu felst að sjálfsögðu, að veitt verði sérstök námskostn- aðaraðstoð til þeirra, sem eiga við þá sérerfiðleika að stríða, að geta ekki dvalið hcima þann tíma ársins þegar nám er stundað. Það er einnig í stefnuyfir- lýsingunni talið meðal „höfuð- markmiða“ ríkisstjórnarinnar, að JÖFNUÐ verði aðstaða landsmanna í heilsugæzlu- og heilbrigðismálum og sérstak- lega kostað kapps um að bæta úr vandræðum læknislausra héraða. Það er víst ekki of- mælt, að á árinu, sem er að líða, hafi nál. f jórða hvert hér- að af þeim 55 héruðum, sem að lögum eiga rétt til þess, að héraðslæknir sé þar búsettur, verið læknislaus. Norðaustur- land er mjög áberandi dæmi um vatnsafls- og jarðhitavirkj- vantar héraðslækna á Breiðu- mýri, Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórshöfn og Vopnafirði. f stefnuskránni er gert ráð fyrir því að koma upp raforku- verum „til öryggis“, þar sem þess er mest þörf og að stefnt verði að því að tengja saman „meginaflstöðvar“ landsins. Rætt er um, að þegar verði hafinn undirbúningur að stór- um vatnsafls- og jarðhitavirkj- unum. Eins og sakir standa eru „meginaflstöðvar“ landsins, sem komið hefir verið upp eða áformaðar samkvæmt lögum, allar á takmörkuðu svæði sunn anlands, og því tengdar sam- , an jafnóðnm og byggðar eru. -j En stórar aflstöðvar eða | „meginaflstöðvar i öðrum | landshlutum og tenging Suð- áf urlandsvirkjananna við þær j myndu að sjálfsögðu auka „ör- S yggi“ landsbyggðar og þá að | sjálfsögðu einnig auka'r ',,ör- S yggi“ raforkuframleiðslunnar M í heild, ef t.d. jarðhræringar | koma fram í einhverjum lands- ,.j hluta en ekki öðrum. Einnig ! er gert ráð fyrir að ,,vinna [j áfram að jöfnun raforkuverðs j í landinu og nú hefir ríkis- | stjórnin ákveðið að beita sér g fyrir því, að orkuframleiðslu- 1 fyrirtækið, „Landsvirkjun“, | verði þjóðareign, en svo er f ekki samkvæmt lögum þeim, a er nú gilda. i Gert er ráð fyrir ítarlegri i endurskoðun á flutningakerfi 9 landsins, einkum að því, er y varðar þungavöruflutninga, og að tekin verði rfkislán til vega- gerðay til viðbótar því fram- kvæmdafé, sem vegasjóður leggur þeim af sértekjum sín- um. En á síðari árum hefir verið á það bent, að verulegur hluti af umferðinni í landinu renni enn beint í ríkissjóð, en með þvf að láta ríkissjóð sjálf- an standa straum af vegagerð- arlánum mætti rér ráða bót á þannig að viðráðanlegt yrði fyrir ríkissjóðinn. Enn eru ótalin a.m.k. f jögur atriði stjórnarsáttmálans, sem gefa til kynna, að hin nýja rfk- isstjórn muni beita sér fyrir því, að landsbyggðarstefnunni verði veitt vaxandi brautar- gengi. Gert er ráð fyrir, að í tengslum við Framkvæmda- stofnun ríkisins, sem komið mun verða á fót nm leið og Framkvæmdasjóður svonefnd- ur, og að líkindum Efnahags- stofnunin hverfi úr sögunni, verði rekinn byggðajafnvægis- sjóður, sem taki við eignum og tekjum Atvinnujöfnunarsjóðs, Framnald á bls. 14. fi ÞRIÐJUDAGSGREININ^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.