Tíminn - 05.10.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.10.1971, Blaðsíða 2
2 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 5. október 1971 Hornaf jörður skartaði sínu fegursta er Skaftafell kom KJ—Reykjaivík, mánudag. Það er jafnam mikill viðburður á stöðum úti á landi, þegar nýtt vöruflutningaskip, kemur þangað í fyrsta skipti í heimahöfn, og svo var einnig á laugardaginn, þeg- ar Skaftafell, nýjasta skipið i flota Sambands ísl. samvinnufé- laga kom til heimahafnar í Horna firði á laugardaginn, skömmu fyr ir hádegið. Það er óhætt að segja, að Homafjörður hafi fagnað Skaftafelli, því meira en helming ur íbúanna var á bryggjunni þeg ar lagzt var upp að, og fólk hafði fylgzt spennt með, þegar skipið sigldi inn Hornafjarðarós, og inn á milli eyjanna. Strax og skipið hafði verið bund ið hófst hátíðleg móttöbuathöfn, sem Óskar Helgason fonmaður stjómar Kaupfélags Austur-Skaft fellinga stjómaði. Átta söngmenn fná Höfn sungu við athöfnina und ir stjóm Eyjólfs Stefánssonar og þar á meðal var frumflutt lag eftir Eyjólf, við texta eftir Aðal stein Aðalsteinsson fulltrúa í Höfn. Við móttökuna sagði Óskar ar Helgason m. a.: „Skaftafell er komið í heima- höfn á Hornafirði. f nafni Kaup félags Austur-Skaftfellinga og allra sýslubúa býð ég Skaftafell velkomið og skipshöfn velkomna með hið fríða skip, og flyt okkar beztu hamingjuóskir. Ég tjái for stjóra Sambands ísl. samvinnufé- laga Erlendi Einarssyni og fram kvæmdastjóra Skipadeildar Hirti Hjartar svo og stjórn Sambands ins þakkir okkar, fyrir að sýna Austur-Skaftfellingum þann, sóma að velja Skaftafelli heimahöfn hér á Homafirði. Við lítum á ‘ þessa ákvörðun, sem viðurkenn- ingu á þeim störfum sem hér hafa verið unnin, og er unnið að, í verzlunar-, atvinnu- og menningar málum á félagssvæði Kaupfélags Austur-Skaftfellinga. Á þessu ári ' er skiparekstur samvinnumanna 25 ára og í tilefni þessa merka af- mælis flyt ég Sambandinu okkar beztu hamingjuóskir og þakkir. Við íslendingar fögnum komu , hvers nýs skips, sem bætist í . skipastól þjóðarinnar. Við byggj um eyland og við þurfum öflug an og vel útbúin sMpaflota. Við þurfum góð og velútbúin fiski sMp, flutningasMp og farþega sMp. Við þurfum að verða sjálf um okkur nógir á þessum sviðum sem og á fjölmörgum öðmm. Við þurfum einnig að vera færir að taka að okkur verkefni s.s. flutn inga fyrir aðrar þjóðir og hafa sum sMpafélög hér á landi tekið að sér slíka flutninga og þar á meðal SMpadeild Sambandsins. Við þökkum þeim skipafélögum, sem halda uppi siglingum hafna í milli og landa í milli, og eitt af þeim er skipadeild sambands ins, sem nú á 25 ára afmælinu, á sMpaflota, sem sMpar veglegan sess í íslenzkri skipaútgerð. Við óskum að Skaftafellið fari ávallt heQt úr höfn og komi heilt til hafnar. LEIÐRÉTTING Sagt var í frétt í blaðinu á sunnudag, að 18 þúsund fjár yrði slátrað í haust í sláturhúsinu í ðorgamesi. Þetta er að sjálf- sögðu ekki rétt. Reiknað er með að um 60 þúsund fjár verði slátr- að jþar í haust — EB Guðs blessun fylgi skipi og skipshöfn“. Þá talaði Hjörtur Hjartar, fram kvæmdastjóri skipadeildar af brú skipsins og sagði Hjörtur m.a.: „Skaftafell er komið til sinnar heimahafnar. Ég vil fyrir hönd Sambandsins, skipstjóra þess og áhafnar, þakka þær heillaóskir, sem hér hafa ver ið færðar fram. Hvers vegna heitir þetta nýja Sambandsskip — Skaftafell? — Og hvers vegna hefir því verið valin heimahöfn hér? Þessi landshluti er kunnur frá upphafi byggðar á íslandi. Skafta fellssýslur geyma andstæður ís- lands allar innan sinna marka — Skaftafell liggur við festar fyrir utan Hornafjörð á laugardagsmorguninn, áður en siglt var inn Hornafjarðarós. Skipstjóri, gestir og heimafólk vlð komu Skaftafells tíl Hornafjarðar á laugardag. Miklll fjöldi fólks var viðstaddur móttökuathöfnina á bryggjunni á Höfn, (Tímamyndir Kári) eld og öræfi, ís og auðnir sanda, jökulvötn og hraunbreiður — gróðursælar sveitir, fagra dali fulla af skógi og fell fleiri en ég veit í nokkru öðru byggðarlagi. Þegar af þessari ástæðu var eðli legt, að hingað væri hugsað, þeg ar þessu nýja Sambandsskipi skyldi valið nafn og heimahöfn. En fleira kemur hér tíl. Bændur þessa byggðarlags hófu að leysa sameiginleg vandamál með samstarfi á samvinnugrund- velli. Hér sem víða annars staðar gaf sú leið góða raun. Þróunarsaga þessa héraðs er til vitnis um það. Hér hafa gerzt og eru að gerast stórir hlutir. Hvert framfarasporið er stigið af öðru til eflingar félagslegu starfi og efnahagslegri velmegun. Verzlun er reMn af myndarskap við góð ar aðstæður. Afurðasölu bænda búin ný og betri skilyrði. Nýtízku leg og stór vörugeymsla reist, síld arverksmiðja byggð, nýtt frysti- hús senn að rísa af grunni, mynd arlegir fiskibátar keyptir og sjáv arútvegur efldur á margan hátt. Að baki þessu öllu standa dug- miklir einstaklingar, framsæknir og framfarasinnaðir og félagssam stök þeirra — Kaupfélag-Austur- Skaftfellinga í Höfn í HomafirðL Samvinnufólkið í landinu hefir tekið eftir því, sem hér er að ger ast og því þykir vænt um það og það óskar ykkur velfamaðar. Til að undirstrika þær óskir er nafn þessa nýja —Fells — valið úr byggðarlagi ykkar og heima- höfn þess ákveðin hér. Þetta er lika gert til að undir strika og minna menn á, að samtök ykkar eru sterk og þau ná út fyrir þetta byggðarlag. Vegna skilnings á mætti sam- starfs og félagshyggju hefir verið unnt að lyfta Grettistökum hér:“ Var klukkan um tólf þegar mót- tökuathöfninni lauk, og Homa fjörður skartaði sínu fegursta og mynduðu Homafjarðarfjöllin og nærliggjandi jöMar, fallegan ramma um þessa merkisstund í sögu byggðarlagsins. Eftir hádegið var svo á annað hundrað gestum boðið til mót- töku um borð, og var þar fólk hvaðanæfa úr Austur-Skaftafells sýslu. Síðaru m daginn, var almenn ingi boðið að skoða skipið og þá sérstaklega ungu kynslóðinni í Höfn, sem naut þess í ríkum maeli að koma um borð í sMpið. Það voru víst nokkrar MacMntosh- dósir, sem tæmdust við heimsókn ungu kynslóðarinnar og ánægju- legt að sjá, hvað hún naut heim sóknarinnar. Samið var um smíði Skaftafells í júní 1969, og það var afhent í Þýzkalandi í lok september, sam kvæmt áætlun. Skipið er rúm 1700 tonn að stærð, og sérstaMega byggt til að geta komizt inn og út á þröngum höfnum, eins og er víða hér við land. Vél er af Deutz gerð, og mikil sjálfvirkni um borð. í brúnni er mikið stjóm borð, þaðan sem hægt er að stjóma vél skpsins, og fylgjast með ýmsum tækjum þess. Stefn ið er perulaga, og skipið er búiS bógskrúfu. Frystikerfi sMpsins er það öflugt, að það á að geta hald ið góðu frosti í farmi í 20 stiga hita. Einnig eru lestar þess þann ig útbúnar, að hægt er að flytja í þeim laust kom, en það mun vera sjaldgæft um frystisMp. Á sMpinu er 18 manna áhöfn, og búa allir í eins manns klefum. Skipstjóri er Barði Jónsson og yfirvélstjóri er Gunnar Þorsteins son. Um kvöldið bauð Kaupfélag Austur-Skaftfellinga til hófs í Hótel Höfn, en í móttökunni fyrr um daginn hafði Ásgrímur Hall- dórsson afhent sMpstjóranum fallegt málverk eftir Höskuld Björnsson. f hófinu á Hótel Höfn, voru flutt ar fjölmargar ræður, og töluðu þar heimamenn, skipsmenn og for- ráðamenn Sambandsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.