Tíminn - 06.10.1971, Page 3
•IÐVIKUDAGUR G. október 1971
TIMINN
sýnir í Þjóðleikhúsinu
stöku þjóðlega dansa. Það sama
gildir um tónlistina og þjóðbún-
inga Senegal, sem dansarar klæð-
ast meðan á sýningu stendur.
Stofnandi og stjórnandi flokks-
ins er Maurice Senghor, en hann
er sonur eins þekktasta skálds og
stjómmálamanns í Senegal. Eins
og fyrr segir hefur listafólkið ver
ið á sýningarferð í Evrópu. M.a.
sýndi flokkurinn í Albert Hall i
London fyrir fullu húsi hrif-
inna áhorfenda. Þá var sýnt á
SJ—Reykjavík, þriðjudag.
Fyrstu tónleikar Sinfóniuhljóm
sveitar íslands á þessum vetri
verða á fiimmtudaginn. Þeir verða
að vanda haldnir í Háskólabíó og
hefjast kl. 21. Hljómsveitarstjóri
á þessum tónleikum og þrem
næstu reglulegu tónleikum hljóm
sveitarinnar verður Geprge
Cleve. Á efnisskrá tónleikanna á
fimmtudagskvöld eru Eorleikur
að Rúslan og Lúdmíla eftir
Glinka, Píanókonsert nr. 21, K.
467 eftir Mozart og Sinfónía nr.
4 eftir Brarms. Einleikari á tón-
leikunum er Jörg Demus.
George Cleve er Bandaríkjamað
ur en af austurrískum uppruna og
fæddur í Vínarborg. Hann hefur
verið aðstoðarhljómsveitarstjóri
Pierres Monteuxs í hljómsveitar-
stjóraskóla hans í Hancock, Maine.
Hann hefur einnig verið aðstoðar
hljómsveitarstjóri Georgcs Szell
í Cleveland, en einnig hefur hann
stjórnað sem gestur öllum lielztu
sinfóníuhljómsveitum Bandaríkj-
anna. Fastráðinn stjórnandi hefur
hann verið við Sinfóníuhljómsveit
ina í St. Louis og Sinfóníuhljóm
sveitina í Winnipeg.
George Cleve stjórnaði tónleik
um Sinfóníuhljómsveitar íslands
25. febrúar 1971.
Píanóleikarinn Jörg Demus er
austurrískur. Hann stundaði m.
a. nám hjá Edwin Fischer, Walter
Gieseking og Wilhelm Kempf.
Hann hefur haldið, tónleika víða
um heim og leikið með hljóm
sveitum undir stjórn heimsfrægra
hljóimsveitarstjóra, svo sem Kara
jans o. fl.
Demus hefur hlotið mörg verð
laun og afburða góða dóma fyrir
píanóleik sinn.
Vetrarferðir til Costa del Sol
ýmsum stöðum í Frakklandi, í
Þýzkalandi og Austurríki og alls
staðar við frábærar viðtökur, eft-
ir blaðaummælum að dæma. Daly
Telegraph segir m.a. um sýning-
una:
„Senegal ballettinn frá Afríku
50 manna hópur dansara
og hljóðfæraleikara. Þeir sýndu
okkur fjölbreytta og þokkafulla,
þjóðlega dansa í Albert Hall s.l.
k-völd. Búningar þeirra voru mjög
sérstæðir og litauðugir. Dansmeyj
ar dansa sóló dans með mismun-
andi ssoj'um. En hápunktur sýn-
ingarinnar var trúarathöfn, túlk-
uð í dansi og tónum og mátti
segja að allir hrifust með, svo
vel var það gert.“
Evening Echo Bournemouth
segir í ritdómi:
„Það er ekki annað en hægt að
hrífast með hinum seiðmagnaða
„rytma“ frá trumbunum. Allir
dansararnir eru mjög léttklæddir,
fagurlega vaxnir, líða yfir sviðið
Framrald á bls. 14.
50 manna hópur dansara og
hljóðfæraleikara frá Afríku sýn-
ir í Þjóðleikhúsinu 18., 19. og 20.
þessa mánaðar. Þetta er í fyrsta
skiptið sem listafólk frá Afríku
sýnir hér á landi. Það er þjóðar-
ballett Senegal, sem sýnir hér, en
þessi flokkur hefur að undan-
fömu verið í sýningarferð um
Evrópu og _‘r það í fimmta skipt-
ið, sem flokkurinn sýnir í
Evrópu.
Senegal ballettinn var stofnað
ur fyrir 10 árum. Dansarar í
flokknum voru valdir úr hópi
2000 umsækjenda frá flestum
héruðum landsins. Listamennirnir
vom þjálfaðir saman í marga
mánuði áður en sýningar hófust
og ekkert til sparað að gera sýn-
inguna eins fjölbreytta og fágaða
og frekast voru tök á. Enginn
sker sig úr, allt byggist á ná-
kvæmni og samvinnu listafólks-
ins. Enda hefur árangurinn orðið
eftir því. Alls Staðar þar sem Sene
gal-ballettinn hefur sýnt hefur
hann hlotið frábæra dóma og
mikla aðsókn og aftur og aftur
hefur flokkurinn sýnt á sömu
stöðunum.
f Senegal er fjöldinn allur til
af gömlum þjóðdönsum og hvert
hérað landsins hefur sína sér-
á fímmtudag
Sinfónían
Dansatriði Senegalballettsins.
Senegal ballettinn
SB—Reykjavík, þriðjudag.
Ferðaskrifstofan Útsýn hyggst
nú færa út kvíarnar og bjóða við-
skiptavinum sínum upp á vetrar
ferðir suður á Costa del Sol.
Þá hefur Útsýn nú gert stóran
samning við Sofico h.f. sem ráð-
stafax gistiíbúðum þar syðra og
er þar með tryggt að íslenzkum'
sóldýrkendum verður ekki í kot
vísað á Sólarströndinni, því Sofico
á mjög glæsileg og fullkomin gisti
hús.
Þar sem vetrarorlof eru mjög
að færast í vöxt hér á landi, og
Útsýn hafa borizt margar fyrir-
spumir um vetrarferðir, hefur
verið ákveðið að hefja leiguflug
suður á Sólarströnd í byrjun
marz. Ingólfur Guðbrandsson, for
stjóri Útsýnar, sagði á blaðamanna
fundi í gær, að hann vissi til
þess, að fyrirtæki hérlendis ætl
uðu að styrkja starfsfólk sitt til
vetrarorlofs. Þá er, að þegar orlof
er tekið á þessum árstíma, er gist
ingin ódýrari. Ekki þarf að ótt-
ast neina vetrarveðráttu á Sólar
ströndinni í marz, að minnsta
kosti ekki á íslenzkan mælikvarða,
því hitinn er að jafnaði 20—30
stig og allt í blóma.
Einn aðalkosturinn við dvöl á
Costa del Sol, er hve margt er
hægt að gera sér til dundurs þar,
jafnvel skreppa á skíði upp í
Sierra Nevada. Vetrarferðirnar
verða þriggja vikna ferðir fyrir
20 þúsund krónur, en það er svip
að verð og greitt er fyrir hálfs
mánaðarferðir á suimrin.
Mjög mikið hefur verið að
gera hjá Útsýn í surnar, og hafa
að jafnaði dvalizt um 300 íslend
ingar f einu suður á Costa del
Sol á vegum Útsýnar, eða eitthvað
á þriðja þúsund frá áramótum.
Hér á landi er nú staddur á
vegum Útsýnar, Sr. Rickardo
Botet, framkvæmdastjóri Sofico,
en það er eitt stærsta almennings
hlutafélag á Spáni og hefur reist
hótel og íbúðabyggingar víða á
Costa del Sol og hefur nú til ráð-
stöfunar um 7000 gistirúm. Um-
setningin eykst stöðugt og er
áætlað að Sofico muni hafa um
20 þús. rúm eftir 3 ár. Útsýn skipti
í fyrsta sinn í ár við Sofico og
gengu viðskiptin vel og hefur nú
verið gerður annar og stærri
samningur fyrir næsta ár, til að
tryggja viðskiptavinum Útsýnar
gott húsnæði í orlofi sínu.
I morgun var farin síðasta ferð
sumarsins á vegum Útsýnar suður
á Sólarströndina og var fullskip-
að eins og venjulega. Ferðin stend
ur í 26 daga, en síðan er hægt að
leggja af stað aftur strax í marz.
George Cleve
LEIÐRÉTTING
Sú villa slæddist inn í frétt um
orkumál frá Fjórðungssambandi
Norðurlands, að þar stóð: .
þegar lokið verður við fyrri
áfanga virkjunarinnar Laxá III“,
en á að vera „... ef lokið verður
við o. s. frv.“ Villa þessi var í
ályktuninni frá þinginu, en þar
hafði verið samþykkt að ef kæmi
í staðinn fyrir þegar. Leiðréttist
þetta hér með.
Hr. Rickardo Botet (t. v.) og Ingólfur GuSbrandsson hafa nú gert meS sér
samning og eru tll þjónustu reiSubúnir fyrir viðsklptavini Útsýnar,
(Tímamynd GE)
f
3
Vegamál á Norður-
landi
Nú er unnið að gerð Notð-
urlandsáætlunar í samvinnu
Efnaliagsstofnunarinnar og
Fjórðungssambands Norð-
lendinga. f Norðurlandsáætlun
er Strandasýsla innifalin, þótt
hún teljist til Vestfirðinga-
fjórðungs.
f vegamálum á Norðurlandi
er ljóst, að mikil verkefni
blasa við. Mikill hluti vegakerf
isins er mjög gamall og ekki
fær um að bera þá umferð,
sem um hann fer, vegna lé-
legrar undirbyggingar. Þessir
vegir verða oft ófærir á vorin
vikum saman vegna aurbleytu.
Á þetta við í öllum sýslum
Norðurlands, en þó líklega f
minnstum mæli í Suður-Þing-
eyjarsýslu.
Víða eru mikil vandamál
vegna snjóþunga, sem unnt er
að bæta úr víðast hvar með
hækkuðum vegi eða breyttu
vegarstæði.
Millibyggðavegir
Á fjórðungsþingi Norðlend-
inga, sem haldið var í Ólafs-
firði í fyrra mánuði var gerð
ályktun um samgöngumál.
Taldi þingið að höfuðáherzla
í vegamálum ætti að leggja á
það, að millibyggðavegir frá
• Hrútafirði til Þórshafnar og
Vopnafjarðar með tengingum
við öll kauptún og kaupstaði á
Norðurlandi, yrðu gerðir
þannig úr garði, að þeir yrðu
vel færir svo til allt árið.
Yrði sérstaks fjármagns aflað
til þessara framkvæmda sbr.
Vestfjarða- og Austurlands-
áætlanir. Um leið yrði fram-
kvæmdum haldið áfram skv.
vegaáætlun.
Vegaviðhald
Þá lagði þingið áherzlu á,
að stóraukið yrði vetrar- og
sumarviðhald vegakerfisins í
fjórðungnum, enda yrði sóma-
samlegt viðliald að teljast lág
markskrafa, meðan vegirnir
væru ekki betur úr garði gerð
ir en raun bæri vitni. Endur-
skoða yrði reglur um snjó-
mokstur, þar sem þær væru
óviðunandi og stefnt yrði að
því að halda öllum vegum á
Norðurlandi opnum allan vet-
| urinn.
I Nýjar reglur
•5j Gerð fjölfarinna þjóðvega í
Igegnum þéttbýlisstaði er kost
uð af þéttbýlisvegafé. Fjár-
magn , sem til ráðstöfunar er
í þessu skyni er alls ónógt
til þess að þéttbýlisstaðir geti
gert þjóðvegi samhliða sam-
gönguáætlun. Telur Fjórðungs
þing Norðlendinga að koma
verði til sérstök fjármagnsút-
vegun, til þess að þessir hlut-
ar vegarins dragist ekki aftur
úr. Nú stend«r fyrir dyrum
endurskoðun á reglum um
mörk þjóðvega í þéttbýli og
taldi þingið nauðsynlegt að
fulltrúar þéttbýlisstaða á
>) Norðurlandi og Vegagerð rík-
, isins haldi fund um nýjar regl
, ur um þjóðvcgamörk og gerð
; þeirra f samræmi við sam-
Framhald á bls. 14.