Tíminn - 06.10.1971, Side 7

Tíminn - 06.10.1971, Side 7
2ÍIÐVIKUDAGUR 6. október 1971 TÍMINN Hittir keisarinn Maó? NTB—Peking, þriðjudag. Haile Selassie, Eþíópíukeisari kemur á morgun til Peking í viku heimsókn. Talið er, að hann muni hitta marga af æðstu mönnum landsins a'ð máli. Margir hafa beðið í of- vaeni eftír þessari heimsókn keisarans, ef vera kynni, að eitthvað kæmi þá í ljós um Mao formann, sem ekki hefur sézt á kreiki síðustu vikurnar. Keisarinn er 79 ára gamall og áreiðanlega einn víðreistasti þjóðhöfðingi heimsins og hefur hjartanlegustu sambönd bæði við Sovétrákin og vesturveldin. Fréttaskýrendur í Peking líta á þessa heimsókn hans til að afla sér enn meiri sambanda, þar sem Kína stendur nú á þröskuldi Sameinuðu þjóðanna. Þess hefur verið vænzt, að keisarinn muni ræða við Mao formann og „krónprinsinn'- Lin Piao, en enginn veit hvað verður með þá hlið málsins, því Mao er sagður hafa fengið hjartaslag um daginn. Bandaríkin sprengja 250 sinnum Hiroshima-sprengju í mánuðinum Getur sett af stað jarðskjálfta og eyðilagt laxastofninn í Kyrrahafi SB—Reykjavík, þriðjudag. Eftir rúman hálfan mánuð mun Bandaríkjamenn sprengja kjarnorkusprengju, sem er 250 sinnum öflugri, en sú, sem lagði Hirosliiina í rúst. Mikil mótmæli eru nú höfð í frammi gegn þess- ari sprengingu. Vísindamenn segja, að hún geti komið af stað jarðskjálfta á borð við þann, sem eyðilagði San Fransisco fyrir 67 árum. Náttúruverndarar scgja, að allur laxastofninn í Kyrrahafinu geti þurrkazt út. Sprengjan verður sprengd í 2000 metra djúpu gljúfri á Ale- úta-eyjum í Norður-Kyrrahafi. Sprengjumátturinn svarar til fimm milljóna tonna af dýnamiti. Þar sem staðurinn er aðeins um 500 km. frá Rúslandi, var spreng ingunni frestað, þar til Kosygin er kominn til Kanada, svo öruggt sé, að hann komi ekki til með að finna jörðina titra undir fót- um sér. Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á undirbúning sprengingarinnar og vinna 400 manns við það og hefur senni- lega aldrei verið annar eins mann fjöldi samankominn á þessari eyðieyju, sem heitir Anichitka. Út af öllum þeim mótmælum, sem fram hafa kornið, frá vísindamönn um, náttúruverndurum og ríkis- stjórnum, segja þeir í bandaríska landvarnarráðuneytinu, að þeir þurfi á þessurri hvelli að halda, þó ekki sé nema til að styrkja afslö'ðu sína í samningaviðræðun um um afvopnun sem nú eiga sér stað. Eyjan Amchikta liggur á sama jarðskjálftabelti og San Fran- cisco, en þar varð mikill jarð- skjálfti síðast í fyrra. Öldunga- deildarþingmaður Alaska, Mike Gravel, hefur síðustu dagana hringt til Hvíta hússins tvisvar á dag til að skýra frá grunsemdum sínum — og annarra um afleið- ingar þær, sem kynnu að verða af sprengingunni. Hann segir sprenginguna geta mælzt 7 stig á Richterkvarða og liún geti hæglega komið af stað eðlilegum jarðskjálfta, mun stærri og með gríðarlegri flóð- bylgju í kjölfarinu. Einn af uppfinningamönnum kjarnorkusprengunnar, Edward Kissinger undirbýr Kínverja — undir innrás blaðamanna NTB—Waslihigton, þriðjudag. Ráðgjafi Nixons í öryggis- og ntanríkismálum, Henry Kissinger, fer í lok mánaðarins í fjögurra daga heimsókn tíl Peking. Þar mnn hann ásamt fulltrúum kín- versku stjómarnmar skipuleggja fyrstu opinbera heimsókn banda rísks þjóðhöfðinga til Alþýðulýð veldisins Kína. Ekki er enn ákveð ið, hvenær Nixon fer til Kína, en það verður sennilega ákveðið, fljót lega eftir, að Kissinger kemwr aft nr heim. Margir hafa verið þeirrar skoð unar, að ferðalagi Nixons verði aflýst vegna ástandsins í Kína, sem enginn veit reyndar hvemig er, en svo virðist þó ekki ætla að verða. Kissinger mun hafa með sér 10 menn úr utanríkisráöuneytinu, Hvíta húsinu og af eigin skrif- stofu. Einn af þeim mun hafa það starf að fóðra kínverska frétta- menn á upplýsingum og búa þá undir að líta augum þann herskara af fréttamönnum, sem venjulega fylgja í kjölfar Nixons. — Ég held, að Kínverjar hafi aldrei í sinni löngu og æruverð- uðu sögu augum litið nokkuð í líkingu við blaðamannafylgdarlið forseta, sagði Kissinger á blaða- mannafundi fyrir skömmu. Hann undirstrikaði, að Banda ríkin og Kína eru í beinu sam- bandi, þrátt fyrir að ekki er stjómmálasamband milli ríkjanna. Aðspurður um, hvort ástandið í Kína myndi hafa einhver áhrif á ferð Nixons, svaraði hann, að Kínverjar virtust alls ekki hafa skipt urn skoðun í því máli. Israelsmenn farnir að smiða eldflaugar fyrir kjarnaodda NTB—Washington, þriðjudag. i það er leiðin milli Tel Aviv og f grein í New York Times í dag, Karió. Eldflaugarnar verða vænt- segir að ísraelsmenn séu farnir að anlega tilbúnar eftir fáa mánuði. framleiða eldflaugar sem draga Þetta eru tveggja þrepa eld- um 500 kílómetra vegalengd, en I flaugar, sem fengið hafa nafnið SÉRA JAKOB TIL PERSÍU SJ—Reykjavík, þriðjudag. Séra Jakob Jónsson og kona hans Þóra Einarsdóttir fóru áleiðis til Teheran í Persíu á mánudag til að taka þátt í há- tíðahöldum, sem senn hefjast vegna 2500 afmælis Persaríkis. Ástæðan til þess að persa- keisari bauð séra Jakobi og frú hans heim, er sú, að fyrir skömmu lauk séra Jakob við ritgerð sem nefnist Um Kýros- arrímu, en í henni telur séra Jakob gæta persneskra áhrifa. Þegar hafa tvö innbundin ein tök af handriti í-itgerðarinnar verið send til Persaveldis. Rit- gerðin verður gefin út ásamt framlögum annarra gesta á af- mælishátíðinni í Teheran. Þar verður auk sr. Jakobs prófessor frá Kaupmannahöfn og eflaust aðrir fræðimenn, en auk þcirra að sjálfsögðu kóngafólk og þjóðhöfðingjar hva'ðanæva að. Séra Jakob og frú Þóra eru nú í Kaupmannahöfn í heirn- sókn hjá dóttur sinni, en lialda á sunnudag áleiðis til Parísar, þar sem þau hitta aðra veizlu gesti Persakeisara, en síðan fer hópurinn til Teheran á mánudag. Teller ,segir hins vegar að neðan jarðarkjarnorkusprenging, sem sé vandlega undirbúin, sé ekki hættu meiri, en venjuleg bólusetning. En Alaska liefur ekki mjög góða reynslu af jarðskjálftum. Árið 1964 eyðilagði 8.4 stiga jarð- skjálfti verðmæti fyrir tugi millj- arða og varð 116 manns að bana. Náttúi-uverndarar segja, að geislavirkni geti stórspillt dýra- lífi þarna, enda séu Aleútaeyjar í leið Kyrrahafslaxins, þegar hann fer að hrygna. Þar að auki muni eyjan gjöreyðileggjast, en þar er merkilegt dýralíf, m.a. 3000 haf- otrar, margir ernir og sjaldgæfir sjófuglar. Samtök ein hyggjast stefna fólki til eyjarinnar eftir helgina og þar skuli það setjast upp og neita að fara, þegar sprengja á. Frakkar móðgaðir NTB—París, þriðjudag. Hin öfluga andstaða við inngöngu Breta í EBE, með þeim skilyrðum, sem ríkisstjórnin hefur samið uin, cn hún kom fram í atkvæðagreiðslu á landsþingi brezka verkamanna- flokksins í Brighton í gær, hefur móðgað Fraltka. — Þa'ð er greinilegt, að það hef- ur verið Þröngsýnisveðurfar í Brighton þessa dagana, skrifar Par ísarblaðið Le Monde í dag. Opin- berlega hefur ekkert verið sagt, enda vilja opinberir aðilar líklega ekki leggja sig niður við að ræða um skoðanir flokks, sem ekki fer með völdin í landinu. Frönsku blöð- in setja yfirleitt af öllum mætti út á þingið og finna því flest til foráttu, en þó sagði Le Monde, að fyrrum utanríkisráðherra, George Brown, hefði óhræddur staðið upp og sagt'sína méiningu, sem var vingjai'nleg í garð meginlandsins, en á meðan hann talaði, hafi þing- fulltrúar gripið fram í fyrir hon- um og sagt miður falleg orð. Le Figaro skrifar, að lágkúru- hátturinn á landsþinginu sé eink- >un af því, að aðild Breta er stað- reynd, hvað svo sem Verkamanna- flokkurinn kann að gera eða segja. Forseti þakkar forseta ,Eftir heimsókn sendinefndar Einingarsamtaka Afrikuríkja barst forseta íslands svohljóðandi skeyti: „Við brottför frá hinu fagra landi yðar vildi ég mega færa yður og íslenzku þjóðinni dýpstu þakkir mínar fyrir hlýjar viðtök- ur og gestrisni, sem sendinefnd mín og ég nutum á þessarí stuttu heimsókn til lands yöar og ágætu höfúðborgar.“ Dr. Daddah, forseti lýðveldisins Máritaniu og fonnaður Einingarsamtaka Afríkuríkja.“ Rússar launa lambið gráa NTB—London, þriðjudag. Sovétríkin munu vísa 10—20 brezkum sendiráðsstarfsmönnum úr landi, til að endurgjalda brott- vísun þeirra 105 Rússa, sem Bret ar ráku hcim nýlega. Þetta segir að minnsta kostí brezka blaðið Tlie Guardian í dag. Moskvu-fréttaritari blaðsins seg ist hafa þetta eftir áreiðanlegum heimildum, og segir, að brottvísun in verði tilkynnt um leið og sovézka farþegaskipið Baltika leggst að bryggju í Leningrad, en með skipinu koma flestir þeiira, sem Bretar vísuðu úr landi. Þá segir í fréttinni, að skipu lagðar verði mótmælaaðgerðir fyr ir framan brezka sendiráðið í Moskvu, eftir að brottvísunin hafi verið tilkynnt. „Jeríkó". Þær eiga að geta borið um 750 kíló af sprengiefni. Eld- flaugarnar eru svo dýrar, í fram- leiðslu, a ðsérfræðingar efast um, að tilgangurinn með smíði þeirra sé aðeins að bera venjulegt sprengiefni. Bandarískir hernaðar sérfræðingar segjast ekki þver- taka fyrir það, að ísraelsmenn eigi kjarnaodda í eldflaugarnar, en að minnsta kosti verði þeir búnir að útvega þá, þegar eldflug arnar séu tilbúnar. Engin eldflaug hefur enn verið staðsett á skotpalli. Framleiddar eru þrjár til sex eldflaugar á mán uði, en það styrkir sérfræðingana í þeirri trú, að ísraelsmenn eigi þegar, eða eigi von á, að fá kjarna odda. — Við látum ekkur ekki bregða, þó að eldflaugar með kjarnaoddi verðj skotklárar á næstu mánuðum, segir einn hátt settur bandarískur sérfræðingur í blaðinu. Parísarbúar „á puttanum“ — járnbrautarmenn í verkfalli NTB—París, þri'ðjudag. Gífurlegt umferðaröngþveiti varð í París í dag, þegar f jórar milljónir farþega með neðan- jarðarbrautunum urðu að nota fæturna, þcgar stjórnendur lest anna gerðu verkfall, vegna kröfu um hærri laun. Forsvarsmenn lestarstjór- anna, sögðu í dag, að verkfall- inu yrði haldið áfram á morg un. Venjulega ganga 300 neð anjarðarlestir í París, en um miðjan dag í dag voru aðeins átta á ferðinni. Á mesta umferðatimanum í morgun og eftir vinnu, urðu hreinustu slagsmál um að kom ast upp í strætisvagnana, en mörg þúsund manns biðu ósig ur og urðu að ganga, eða reyna að komast á puttanum heiim til sín eða í vinnuna. Lestarstjórarnir, sean eru um 2000 talsins, munu nær allir hafa lagt niður vinnu í mót- mælaskyni við nýtt launakerfi, sem þeir segja, að lækki í raun inni laun þeirra. Útvarpið hélt uppi stöðugum áróðri til ökumanna í dag, um að taka fólk upp í. En það munar |ió ekki mjög miklu, því þegar ástandið er svona í París, er fólk varla fljótara í bít en gangandi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.