Tíminn - 06.10.1971, Qupperneq 14

Tíminn - 06.10.1971, Qupperneq 14
14 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 6. október 1971 Heykögglar Framhaic! ai hls 16. verksmiðjunnai- í Gunnarsholti og Jóhanni Frankssyni, bústjóra Stór ólfsvallabúsins. Stefán sagði, að af því hey- kögglamagni, sem nú er búið að panta hjá verksmiðjunni í Gunn arsholti, færi mest til bænda í Dalasýslu og Strandasýslu, en bændur þar hafa mikið keypt af heykögglum handa bústofni sínum vegna sprettuleysis þar undanfar in ár. Eitthvað. færi í Húnavatns sýslu svo og norður í Skagafjörð. Vegna flutningskostnaðar væri ekki reiknað með að bændur, ann ars staðar á Norðurlandi né heldur bændur á Austurlandi pöntuðu heyköggla. Frank og Stefáni bar saman um, að sala á heykögglum gengi hæg ar fyrir sig nú en áður vegna liins góða heyskaparsumars. Færi salan fram eins og á annars kon ar fóðurbæti. — Heykögglamir verða nú ekki riíhir út eins og verið hefur, sagði Stefán. Sem kunnugt er af fyrri frctt um, voru í suanar vonir uppi um það, að ef til vill væri hægt að i flytja eitthvað heykögglamagn út ; og var einkum rætt um Þýzka í landsmarkað í því sambandi, en j 9 tonn voru flutt út þangað í sumar og stóð sá útflutningur í bcinu sambandi við hestaúíflutning j inn og var þetta rnagn flutt út á vegum Sambands ísl. samvinnu- | félaga, sem eitthvað mun hafa i kannað möguleika fyrir heyköggla útflutning. Aðspurður sagði Jó- i hann, að litlar vonir væru nú um ! að markaður fyrir ísl. heyköggla I væri fyrir hendi erlendis. í Ráðstefna Framhald af bls 16. j Bjarni Bragi Jónsson, forstjóri j Efnahagsstofnunarinnar og Þor- . björn Broddason, lektor. Eftir hádegisverðarhlé flytur í Einar B. Pálsson verkfræðingur erindi um „Bifreið og bæjarskipu lag“ og Guðmundur B. Björnsson, mælingaverkfræðingur ræðir um „Landmælingar og kortagerð sem grundvöll skipulagsvinnu.“ Seinna um daginn fara fram umræður um „Atvinnulífið og skipulag til aldamóta“. Þar munu fulltrúar atvinnugreinanna í land inu skýra frá sínum viðhorfum og hugmyndum til skipulagssjónar- miðanna. Síðasta daginn fara svo fram umræður uiji „Skipulag á íslandi árið 2000“. Þær umræður hefja Dr. Guðmundur Magnússon, Dr. Ólafui- Ragnar Grímsson, prófessor Björn Björnsson, Gestur Ólafsson arkitekt og skipulagsfræðingur, Hrafnkell Thorlacius, arkitekt, Ilannes Davíðsson, arkitekt og Björn Friðfinnsson, bæjarstjóri. Búizt er við að þessar umræður standi frainundir hádegi en eftir hádegi verður framhald morgun fundar og rætt um árangur ráð- stefnunnar. Upphaflega átti þessi ráðstefna að fara fram I Norræna húsinu, en fUét’ega reyndist þátttaka véra þ:.u mikil að annað og stærra húsnæCÍ varð að fá, og eins og fyrr segir verður ráðstefnan hald in á Hótel Sögu. Þetta er 16. ráðstefnan, sem Sam band íslenzkra sveitarfélaga held ur síðan það var stofnað árið 1965. Af 226 sveitarfélögum landsins cru 222 í sambandinu, en hin eru Við- víkurhreppur I Skagafirði, Fróðár hreppur á Snæfellsnesi, Álftanes hreppur á Mýrum og Loðmundar- fjai’ðarhreppur, en þar er aðeins einn íbúi. Þingvellir Framhald af bls 16. 1.7 km. að lengd og er nú ekið yfir brúna á Flosagjá, heldur norðar um hraunið þar, sem gjá- in hverfur og síðan austur yfir og kemur nýi vegarspottinn á gamla veginn skammt áður en komið er að afleggjaranum heim að Valhöll. Nauðsynlegt var orð- ið að byggja nýja brú á Flosa- gjá hefði vegarstæðið átt að vera hið sama og áður, en gamla brúin var að auki notuð sem sýningar- Þökkum innilega auðsýnda samúð við andiát og jarðarför móður okkar, tongdamömmu, ömmu og langömmu Lilju Björnsdóttur, skáldkonu. Ingibjörg Jónsdóttir Jóhannes Jónsson Guðbjörg Arndal Hreiðar Jónsson Jóna Pétursdóttir Úlfljótur Jónsson Bjarni Jónsson Margrét Þorsteinsdóttir Gíslína Jónsdóttir Óskar Kristinsson barnabörn, barnabarnabörn. Jarðarför méður mlnnar, Jóhönnu Jónsdóttur, Ránargötu 25, Akureyrl, sem andaðist i Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. september, fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 8. október, kl. 1,30 e. h. Fyrir mfna hönd og annarra vandamanna. Ragnheiður Árnadóttir Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför elglnmanns míns, föður okkar og afa, Tryggva Þorfinnssonar, skólastjóra. Birgit Johanson, börn og barnabörn Sonur minn og bróðir, Guðmundur Pétursson, pallur. Háskalegar beygjur voru barna á gamla veginum, en um- ferð hefur stóraukizt um Þing- velli síðastliðin ár, svo þarna var orðin slysahætta. Frágangur á nýja vegarkaflanum er mjög snyrtilegur og til fyrirmyndar, sagði þjóðgarðsvörður. Núverandi vegur er ekki hugs- aður til frambúðar sem gegnum umferðarvegur um Þingvelli. Að sögn séra Eiríks er nauðsynlegt að byggja hraðbraut um Þingvelli fyrir slíka umferð. Á víðavangi Frnrnhaid af bls. 3. gönguáætlun fyrir Norður- land. Þá lagði þingið áherzlu á, að undirbúningi samgöngu- áætlunar yrði hraðað svo, að mögulegt væri að framkvæma 1. áfanga áætlunarinnar á næsta ári, sem nái til aðkall- andi verkefna, sem ekki þoli bið og til að bæta samgöngu- niannvirki, scm liggi undir skcinmdum eða þjóni ekki hlutverki sínu. Þessi áætlun verður alhliða samgönguáætl- un um alla þætti samgangna í fjórðungnum, þ.e. samgöngur á sjó og í lofti, liafnir og flugvelli, auk vegaáætlunar. — TK Senegal-ballettinn Framhaid af bls. 3 eftir hljóðfaliinu, blóðheitir, með heillandi reisn, og það er eitt- hvað frámandi og stórbrotið við túlkun þeirra.“ Eins og fyrr segir verður fyrsta sýningin hjá listafólkinu þann 18. þessa mánaðar, og sýningar verða aðeins þrjár. Átnörkum... Framhald af bls. 8. dreifbýlinu, vel má vera að svo sé, en því veldur þá fyrst og fremst fólksfæðin. En trúað gæti ég, að ýmsir muni þó komast að raun um, að ekki er auðveldara að hafa sam- neyti við næsta granna þegar í f jölbýlið kemur. Ef til vill er ég minni fé- lagshyggjumaður en flestir aðr ir. Um tveggja ára skeið átti ég heima í fjölbýlishúsi, sem í voru 48 íbúðir. Að þeim tíma liðnum þekkti ég aðeins tvo menn í húsinu með nafni. Mér var Því öllu örðugra að komast í snertingu við næsta umhverfi í höfuðborginni en granna mína hekna á Strönd- um, þótt lengri séu þar leiðir milli dyra. Þeir sem fátækir yfirgefa byggð sína úti á landi munu fljótt finna það, að brauð stritið er litlu auðveldara, þó í fjölbýlið sé komið. Sjálfsagt stendur fólkinu til boða meiri þjónusta og fjöl- breyttari lifsþægindi, en hvort tveggja kostar peninga, og þeirra verður að afla ætli menn að verða þjónustunnar og þægindanna aðnjótandi. Það er án efa rétt, að bændafólk er bundið búi sínu og á ekki margar frjálsar stundir, hvort sem búseta þess er ákvörðuð norður í Bjarn- arfirði ellegar annars staðar á landinu. En mun þá stritandi hafnarverkamáður hafa öllu rýmri tíma og tómstundir fleiri, ætli hann að sjá vel borg ið sínu húsi? Þeir vita gjörst, sem hvort tveggja þekkja. Mel, Hraunhreppi, andaðist í sjúkrahúsi Akraness 2. október. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju laugardaginn 9. október, kl. 2 síðdegis. Guðrún Guðmundsdóttir Aðalsteinn Pétursson / Til er líka önnur hlið á þessu máli en sú, sem ein- göngu snýr að fólkinu, er að heiman flytur eða í byggðinni býr áfram. Ríkið hefur lagt fram, og 18936 Sirkusmorðinginn (Berserk) — íslenzkur texti — Æsispennandi og dularfull ný, amerísk kvikmynd í Tecrnicolor. Leikstjóri Jim O’Connolly. Aðalhlut- verk: Hinir vinsælu leikarar Joan Crawford ,Judy Gecson, Ty Hardin, Diana Dors, Michael Cough. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. leggur fram, fjármuni í vega- gerð, skólabyggingar, hafnar- bætur og rafvæðingu héraðs, sem er að fara í auðn. Hverj- um tilgangi hafa þessar fram- kvæmdir þjónað, ef ekki verð ur frekar að gert? Sterkasti aðili þjóðfélags- ins, ríkisvaldið verður að koma hér til sögu og finna leið til að nýta það fjármagn, sem það hefur af hendi látið. Það er hægt að flytja vélar og verk- færi milli byggða en naumast vegi, brýr eða skólahús. Meirihluti jarðarinnar Kaldrananes er nú i eigu rík- isins. Þar hafa eins og fyrr er sagt, verið gerðar miklar fram- kvæmdir, sem lofa framtíðinni góðu, ef öllu er vel til skila haldið Ég má fullyrða, að Ingimar, bóndinn þar, unir vel sínum hlut í samskiptum við það op- inbera, og telur sig ekki þeirra hluta vegna þurfa að hugsa til heimanferðar. Ég hygg, að það yrði þjóð- hagslegur ávinningur, að ríkið fengi eignarhald eða a.m.k. um ráðarétt yfir þeim jörðum í landinu, sem eigendurnir ganga frá og treysta sér ein- hverra orsaka vegna ekki til þéss að nytja, og gæfi öðrum, sem þess vildu freista kost á bú setu þar með góðum kjörum. Mannfæðin í sumum sveit- um er ef til vill stærsta og örð- ugasta viðfangsefni þeirra sem eftir sitja og áfam vilja vera. Og þótt ávinningurinn væri ekki annar en sá, að þeim verð- mætu mannvirkjum, bygging- um, ræktun og öðru þvílíku, sem á eyðibýlum eru, yrði vel við haldið, og tekjuöflunar- möguleikar þeirra nýttir heima fyrir og þangað svarað gjöldum þess afraksturs — væri betur farið en ella. Á síðustu tíu árum liafa sennilega um eitt þúsund manns yfirgefið Strandir og leitað annarrar staðfestu. Þar um veldur mestu hægfara þró- un þeirra mála, sem talin eru nauðsynleg forsenda viðun- andi lífshátta í nútíma þjóð- félagi. — Fólkið treysti sér ekki til að bíða —. Það væri verðugt verkefni þeirrar forystu, sem markar lífsstefnu þjóðarinnar næsta áratug,. að bæta svo um, að ýmsir kjósi aftur að snúa og aðrir nýir fylli í skörðin. Náttúran, byggðin sjálf, bros ir við hverjum þeim er henni vill gott gera. ÞJVI. Framliald af bls. 9. í friðsamlegum tilgangi. Það var fyrst í marz síðastl., sem Rússar féllust á að aðskilja þessi tvö mál. f ágústmánuði síðastl. lögðu svo fulltrúar Bandaríkjanna og Rússa fram í nefndinni sameiginlega til- lögu um samning, sem banm aði framleiðslu og geymslu sýklavopna. f því samningsupp kasti, sem nefndin hefur nú samþykkt, er vísað til þess í inngangi, að hinn svonefndi Genfar-sáttmáli frá 17. júní 1925 leggi bann við notkun kemiskra efna (ýmissa gasteg- unda) í hernaði og hvetja að- ilar hins nýja samnings til þess, að þessum gamla sátt- mála verði stranglega fram- fyigt. f samningnum ~er gert ráð fyrir því, að kærum út af broti á honum, skuli vísað til Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna, sem láti rannsaka þær og tilkynna síðan niðurstöðurn ar. Sá galli þykir á þessu, að allar aðgerðir Öryggisráðsins í þessum efnum verða háðar neitunarvaldi stórveldanna. Á það er treyst, að neitunar- vaidinu veroi ekki beitt í slík- um tilfellum. Þ.Þ. ^rlent yflrlit

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.