Tíminn - 04.11.1971, Síða 3

Tíminn - 04.11.1971, Síða 3
FIMMTUDAGUR 4. nóvember 1971 TÍMINN 8 Rut Ingólfsdóttir einleikari með Sinfóníuhljóm- sveit Islands SB—Reykjavík, miðvikudag. Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, verður einleikari með Sinfóniu hljómsveitinni á þriðju tónleikun um annað kvöld í Háskólabíói. Leikur hún fiðlukonsert nr. 1 eft- lr Béla Bartok. Þá verður „Lilja“ Jóns Ásgeirssonar frumflutt. Stjómandi er George Cleve. Á myndinni eru þau Rut og Jón Ás- geirsson. Fiðlukonsert Bartoks, svo og La Mer, eftir Debussy, sem einnig er á dagskránni, eru flutt í fyrsta sinn hér á landL Á fundi með fréttamönnum í dag sagði Rut Ingólfsdóttir, að hún hefði valið þennan konsert til flutnings, í samráði við kennara sinn. Þetta væri ákaflega róman- tískt verk, sem ætti sér sérstæða sögn. Rut er 26 ára gömul og hefur spilað á fiðlu síðan hún var 5 ára, er hún hóf nám hjá Rut Her- rnanns. Síðan nam hún við Tón- Estarskólann í Malmö, Briissel, Búdapest og Salzburg. Rut hefur oft komið fram á tónleikum bæði hér og erlendis. Þá má geta þess, að Sinfóníu- Mjómsveitin heldur tónleika í Borg í Grímsnesi á fimmtudaginn 11. nóvember. Einleikari þá verð- trr Jónas Ingimundarson. áVlÐA «« FjárlagagerSin Söngskemmtun í Vestmannaeyjum Ung söngkona, Solveig M. Björ- ling mezzosopran heldur hljóm- leika í hinu nýja félagsheimili Vestmannaeyja, Bæjarleikhúsinu, sunnudaginn 7. nóvember, kl. 5 síðdegis. Á fyrri hluta efnisskrárinnar verða flutt lög eftir íslenzka og sænska höfunda, en á síðari hlut- anum verða lög eftir J. Brahms, H. Wolf, R. W. Williams og Gluck. Við hljóðfærið verður Gústaf Jóhannesson. ............................ | ... !§■ Karl Kvaran á sýningu sinni í Bogasal (Tímamynd Gunnar) KARL KVARAN SYN- IR1BOGASALNUM SJ—Reykjavík, miðvikudag. „Ég botna ekkert í þessum myndum, ég hef bara málað þær“, svaraði Karl Kvaran listmálari, þegar við hittum hann að máli í Bogasal Þjóðminjasafnsins í gær, þar sem hann var að hengja upp myndir á sýningu ákamt syni sín- um, og spurðum hann hvað hann vildi um Þær segja. Þetta er átt- unda einkasýning Karls, sfðast sýndi hann fyrir tveim árum einn- ig í Bogasal. Á sýningunni eru 26 guache myndir. Þær eru til sölu og kosta 17. — 30.000 kr. Karl hefur gefið myndunum nöfn, svo sem Gróður og Haust en fyrst og fremst til aðgreiningar. Myndirn- ar eru málaðar á síðustu tveim árum og eru allar nonfígúratífar eða hartnær svo. Óhætt er að mæla með að fólk fari og líti á sýningu Karls, sem okkur fannst skemmtileg. En hún verður opnuð annað kvöld, fimm- tudag, kl. 20, og stendur í tiu daga eða svo. JT „Eg hef aldrei heyrt annan eins hljóm" segir Björn Ólafsson um Hei mssinfóníuhljómsveitina SJ—Reykjavík, mánudag. ,,Ég hef aldrei heyrt annan eins hljóm og í strengjunum á tónleik- um Heimssinfóníuhljómsveitarinn- ar.“ sagði Björn Ólafsson fiðlul. á fundi með blaðamönnum í dag. Björn var fulltrúi íslands í Al- heimssinfóníuhljómsveitinni, sem hélt tónleika-á-þrem stöðum í Bandaríkjunum, 22., 23. og 25; október. Éinkum sagði Björn að letitu» hljéatsueitarinjiajf #4)efði notið- sín uel.L.köflum úr. óperu Wagners, Tristan og Isolde, sem voru meðal verkanna á efnis- skránni. Yfir 140 hljóðfæraleikarar frá yfir 60 löndum skipuðu hljóm- sveitina og sagði Björn að hann hefði aldrei áður leikið með eða hlýtt á stærri liljómsveit. Allar þjóðir, sem boðin var þátttaka, þágu boðið nema Rússar, en ekki taldi Björn, að synjun þeirra hefði stafað af andúð á þessu nýstár- lega fyrirtæki. Artúr Fiedler stjórnaði hljóm- sveitinni á öllum tónleikunum. Efnisskráin var söm á þeim öll- um, verk eftir Cópland, Sjosta- kóvitsj, Wagner, Respighi, Gina- stera og Offenbach. Hún var bæði alvarlegs eðlis og einnig voru þar verk af léttara tagi, „með til- liti til stjórnmálamannanna." Tón leikárnir voru haldnir í tengsl- um við 25 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna, opnun skemmtisvæðis- ins Walt Disney World £ Flórída og vígslu listamiðstöðvar, sem helguð er John F. Kennedy í j Washington. Sameinuðu þjóðirnar Og samtökin People to People stóðu fyrir hljómleikum þessum með tilstyrk ýmissa annarra aðila. Nixon Bandaríkjaforseti birti ávarp í tilefni tónleikanna, í því sagjði m.a.: • ,ySá gagnkvæmi skilningur, sem er að finna meðal hinna virðu- ‘legu tónlistarmanna, sem mynda Alheimssinfóníuhlj ómsveitina, gef ur þeim ástæðu til bjartsýni, sem telja vaxandi samskipti þjóða og einstaklinga mikilvæg. Hann er mikil uppörvun öllum þeim, sem vinna að sönnum og varanlegum friði.“ Þessum tónleikum var ekki að- eins ætlað að sýna hvað unnt er að gera með sameiginlegu átaki tónlistarmanna, heldur einnig hverju menningarsvæði fá áorkað í sameiningu til góðs fyrir allt mannkyn. Björn Ólafsson sagði, að það hefði vakið athygli, að tónleikar sem þessir drægju að múg og margmenni meðan fulltrúar á þingi Sameinuðu þjóðanna töluðu. fyrir tómum bekkjum. „Sé það nokkuð sem sameinar heiminn, eru það listamennirnir,“ bætti Björn við. Tónleikarnir þóttu tak- ast mjög vel og var rætt um að halda hliðstæðri starfsemi áfram en þá á víðari grundvelli. TÆKIFÆRISKAUP Loftleiðir munu næstu daga selja flugvélasæti úr RR 400 flugvélum, en cins og kunnugt er, hafa Loftleiðir frá og með byrjun nóvembérmánaðar eingöngu þotur til farþegaflutninga. Flugvélasæti þessi eru hentug fyrir langferðabifreiðar, sumarbústaði, skála o.fl. og seljast á hagstæðu verði. Þau verða til sýnis og sölu í skemmu II við Flugvallarveg, en það er braggi sunnan við Flug- vallarveg, næst Slökkvistöðinni. Sætin seljast í núverandi ástandi. Opið kl. 2 — 6 e.h. virka daga þessa viku og í byrjun næstu viku. Frekari upplýsingar veitir innkaupadeild Loftleiða hf. WFTWIR. f Austra, málgagni Fram- sóknarmanna á Austurlandi, er í síðasta tölublaði fjallað um fjárlögin fyrir árið 1972. Þar segir m.a.: „Eins og venjan hefur verið nú lengi er fjárlagafrumvarpið fyrsta þingskjalið, sem lagt er fyrir Alþingi. Frumvarp til fjárlaga fyrir íslenzka ríkið er mikill bálk- ur, fjárhæðir hlaupa á millj- örðum og viðfangsefnin eru ákaflega mörg. Fjárlagafrumvarpið er unnið á löngum tíma í mörgum ráðu- neytum og með „aðstoð“ fjöí- margra stofnana, en yfirverk- stjórn er í höndum fjármála- ráðuneytisins. Þegar ný ríkisstjórn kom til valda um miðian júlí í sumar, hafði þcgar mikið verið unuið að gerð fjárlagafrumvarpsins og einstaka þættir þess voru þá nær fulígerðir. Augljóst var, að þcgar þing kæmi saman 11. október, hefði nálega engu eða engu verið breytt af þeim lögum, sem fjár lög byggjast á hverju sinni. Lög um tekjustofnana og fjölmörg lagaákvæði varðandi einstaka gjaldaliði stæðu, með örfáum undantekningum, óbreytt frá þ.víisem verið hafði. Ríkisstjórnin hafði boðað fjölmörg nýmæli, sem hljóta að snerta afgreiðslu fjárlaga jafnskjótt og þau koma til framkvæmda að meira eða minna leyti. Mjög mörg þessara mála þurfa mikinn og ítarlegan und- irbúning, sem óhugsandi var að Ijúka fyrir þingbyrjun. Þess vegna cr það, að enda þótt ríkisstjórnin hafi að sjálf- sögðu vikið til ýmsum póstum í fjárlagafrumvarpinu, t.d. tvö- faldað framlag til hjúkrunar kvennaskólans, þá ber frv. fyrst og fremst svip af stjórn- arstefnu viðreisnartímabilsins. Endurskoðun tekjustofna Fjármálaráðherra hefur greint frá að unnið sé að end- urskoðun tekjustofnanna með það fyrir augum uð brrytingar geti orðið ákveðnar fyrir ára- mót. Undir þeim kringumstæðum var fráleitt að setja inn í fjár- lagafrumvarpið handahéfs- kenndar breytingar . þei« efn- um. Sama gildir raunar um ýms- ar þær breytingar, sem stjórn- in áformar varðandi framlög ríkisins á mörgurn sviðum. Flestar eru í deiglunr' og munu ýmist koma til ákvörð- unar og aðgerða nú eða síðar, enda hefur víst engum komið til hugar að yfirgripsmikill sáttmáli ríkisstjórnarinnar yrði framkvæmdur samdægurs eða svo. Enda þótt fjárlagafrumvarp- ið goti af eðlilegum ástæðum ekki gefið nema takmark^ðar bendingar um áform ríkis- stjórnarinnar varðandi tekjur og gjöld ríkissjóðs, þá gefur það þeim mun gleggri innsýn Framhald á bls. 14 StH

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.