Tíminn - 04.11.1971, Side 16
Fimmtudagur 4. nóvember 1971
Önnur ávísun
úr stolna
heftinu
komin fram
OÓ—Reykjavík, miðvikudag.
Stúlka, sem reyndi að selja
26 þúsund króna ávísun úr
stolnu tékkhefti í Sparisióði
Hafnarfjarðar í fyrradag, situr
enn í gæzluvarðhaldi. Bendir
það til að hún hafi enn ekki
leyst frá skjóðunni og sagt
rannsóknarlögreglunni hvern.g
hún komst yfir eyðublaðið, en
í heftinu, sem stolið var, voru
25 óútfyllt, ávísunareyðublöð.
Lögreglunni barst í dag ann-
að blað úr sama tékkhefti.
Var það selt í gær í verzluninni
Flórída við Hverfisgötu. Upp-
hæðin var 750 kr. Það var ung
ur maður, sem seldi þessa ávís
un í verzluninni. Eins og geta
má nærri er hans nú leitað.
Borgarfull-
trúar fái allar
fundargerðir
EB—Reykjavík, miðvikudag.
Á fundi borgarstjórnar á
fimmtudag, flytur Alfreð Þor-
steinsson (F) eftirfarandi til-
lögu:
v „Borgarstjórn felur borgar-
ráði að sjá svo um, að fram-
vegis fái borgarfulltrúar send-
ar fundargerðir allra fastra
nefnda (meðtalin ráð og stjórn
ir) á vegum Keykjavíkurborg-
ar.“ .
Að sögn Alfre^s Þorstems-
sonar er þessi tillaga borin
fram vegna þess, að borgar-
fulltrúar hafa hingað til ekki
fengið í hendur fundargerðir
allra fastra nefnda, sem starfa
á vegum Reyk j avíkurborgar,
þ. á m. frá stjórn SVR, Æsku-
lýðsráði, íþróttaráði og fleiri
aðilum. Fyrir bragðið hefðu
borgarfulltrúar ekki eins góð
tök á að fylgjast með Því hvað
væri að gerast í þessum nefnd
um og gæti sprottið af því
margs konar misskilningur,
sbr. SVR-málið, sem kom fyrir
á síðasta borgarstjórnarfundi.
Nýja síldar-
verðið komið
ÞÓ—Reykjavík, miðvikudag.
Á fundi yfirnefndar Verðlags
ráðs sjávarútvegsins í dag, var
ákveðið eftirfarandi lágmarks-
verð á síld veiddri sunnan- og
véstanlands til söltunar frá 20.
okt. til 31. des. 1971. Þá var
og ákveðið verð á síld til fryst
ingar í beitu frá 22. okt. til
31 des. 1971.
Heimilt er að segja lágmarks
Framrald á bis. 14.
Öldruð flóttakona kemur að indversku landamærunum við Petrapole
Vestur-Bengal.
Fyrirspurh frá Kristjáni Benediktssyni í borgarstjórn um
FRAMKVÆMDIR OG
FJÁRVEITINGAR TIL
í ÞRÚTT AMANNVIRKJA
EB—Reykjavík, miðvikudag.
Á fundi í borgarstjórn á morg-
un flytur Kristján Benediktsson
(F) eftirfarandi fyrirspurn:
„f fjárhagsáætlun borgarsjóðs
fyrir yfirstandandi ár eru á cigna
breytingum áætlaðar 27.6 millj.
kr. til framkvæmda við íþrótta-
mannvirki. — Fyrir þetta fé átti
m.a. að reisa búningsklefa við
Sundlaug Vesturbæjar, koma upp
skíðaiyftu, byggja íþróttavöll í Ár
bæjarhverfi og koma upp vél-
frystu skautasvelli í Laugardaln-
um.
Spurt er:
1. Hvcrsu mikið er búið að nota
af þessu fjármagni það sem af er
árinu?
2. Til hvaða framkvæmda hef-
ur þeim peningum verið varið?
Framhald á bls. 14
UA KAUPIR FRANSK
AN SKUTTOGARA
Fé safnað í matvöru-
verzlunum til hjálpar
sveltandi flottafolki
OÓ—Reykjavík, miðvikudag.
Hjálparstofnun kirkjunnar
gengst fyrir fjársöfnun til hjálp-
ar flóttamönnum frá Austur-Pak-
istan sem leitað hafa hælis í Ind-
landi. Hafa safnazt um 2.5 millj.
kr. á þreim vikum án þess að
sérstök söfnun fari fram, nema
að auglýst hefur verið að tekið
sé á móti fjárframlögum. Á morg-
un, fimmtudag, og á föstudag verð
ur komið fyrir söfnunarbaukum
í 100 matvöruverzlunum í Reykja-
vík, Kópavogi, Garðahreppi og
Hafnarfirðí. Geta þeir sem vilja
lagt framlög sín til hjálpar svelt-
andi, húsnæðislausum, klæðalitl-
um og sjúkum flóttamönnum í söfn
unarbaukana.
Sömu daga og baukarnir verða
í verzlunum munu sjálfboðalið-
ar sækja framlög til þeirra er
þess óska. Geta viðkomandi hringt
í síma 13284 og 12236 og verða þá
framlögin sótt.
Flóttamannastraumurinn frá
Austur-Pakistan er gegndarlaus.
Er talið að 20 til 40 þúsund flótta
menn komi til Indlands á degi
hverjum. og láta mun nærri að
fjöldi flóttamannanna sé nú um
9,5 milljónir.
— Það er ekki hægt að lýsa
hörmungum og neyð þess fólks
með orðum, sagði séra Elias Berge,
framkvæmdastj óri Hj álparstofnun
ar norsku kirkjunnar, í dag, en
hann er nú staddur hér á landi.
Séra Berge er nýkominn frá Ind-
landi, þar sem hann dvaldi meðal
flótt.amannanna og kynnti sér
málefni þeirra. Sagði hann, að
flóttafólkið, sem komið hefði
til Indlands síðustu mán-
uði og vikur væri mun verr á sig
komið en þeir, sem fyrr flúðu.
Þeir sem fyrst komu bjuggu í
námunda við landamærin og kom
ust yfir til Indlands áður en ástand
ið í Austur-Pakistan varð eins
hörmulegt og síðar varð. Því það
eru ekki eingöngu þeir A.-Pak-
istanar, sem flúið hafa, sem eiga
við bág kjör að búa, heldur er
fólkið að flýja neyðina sem ríkir
í þeirra eigin landi í þeirri von
að eitthvað rætist úr fyrir því er
Framhald á bls. 14
SUF boðar til fundar á ísafirði
n.k. mánudag um
Sameiningarmálið
Samband ungra framsóknarmanna boðar til fundar í Sjálf-
stæðishúsinu á fsafirði n.k. mánudag, 7. nóveniber og hefst
fundurinn kl. 21.00. Fundarefni er: Samciningarmálið. Fram-
söguræður flytur Ólafur Ragnar Grímsson, lektor og Theodór
Nordquist bæjarfulltrúi. Gestir fundarins, sem einnig flytja
ávörp, verða Jón Baldvin Hannibalsson, skólameistari og Pétur
Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða. Fundarstjóri
verður Eiríkur Sigurðsson. Fundurinn er öllum opinn og er
allt ábugafólk um sameiningu vinstri manna sérstaklega hvatt
til að koma á hann.
Ólafur R. Grimsson Theodór Nordquist
r
SB—Reykjavík, miðvikudag.
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
liefur ákveðið að kaupa- franskan
skuttogara, sem mun koma til
landsins og hefja veiðar í janúar
n.k. Verð togarans er um 73 millj
ónir króna, samkvæmt núvcrandi
gengi frankans.
Það voru tveir framkvæmdastjór
ar ÚA, þeir Gísli Konráðsson og
Vilhelm Þorsteinsson, sem fói'u
utan í fyrra mánuði til að líta á
togara. Með þeim í förinni var
Jón Hafsteinsson, skipaverkfræð-
ingur. Fengu þeir leyfi til að
senda Áka Stefánsson, skinstjóra
hjá ÚA í veiðiferð með franska
togaranum og-var ákvörðunin um
kaupin tekin, er Áki kom heim
aftur.
Gísli Konráðsson sagði Tíman-
um í dag, að hann vildi ekki gefa
upp tonnatölu skipsins, þar sem
hun gæfi ekki rétta hugmynd um
stærðina, heldur sagði hann, að
togarinn væri 54 metrar að lengd
og að lestarrými einnig svipaður
gömlu togurunum. Mun þetta vera
nokkru stærra skip en Hólmatind-
ur og Barði, til dæmis.
Þá sagði Tísli, að enn væri
ekki fengið loforð um fyrirgreiðslu
við kaupin af iinKu hins opinbera
„A hverfanda hveli“
sýnd hér enn einu sinni
SB—Reykjavík, miðvikudag.
Hin gamla, góða bíómynd „Á
'verfanda hveli“, er flestir full-
or'ðnir munu kánnast við, er vænt-
anleg til landsins í mánúðimim og
verður tekin til sýninga í Gamla
bíói.
Mynd þessi hef"r alltaf verið.
í gangi einhvers staðar í heimin-
um allt síðan um 1940, og mun
flestir hafa séð. Hér á landi var
hún fyrst sýna 1942 og síðan aftur
1949 og 1959. í aðalhlutverkum
eru þau Clark Gable og Maureen
O’Sullivan (móðir Miu Farrow).
: Nýtt hljóð hefur verið sett í mynd-
ina, sem annars er óbreytt. Sýri-
ingartíminn er 31/, klukkusturid.
Uyndin verður væntanlega sýnd
fyrir áramötln, en enn er ckki
ákveðið hvort hún verður jóla-
Framhald á bls. 14 vera sú af öllum biómyndum, sem I mynd Gamla bíós.
/